Þjóðviljinn - 10.03.1987, Side 1
Þriðjudagur 10. mars 1987 57. tölublað 52. órgangur
Ríkisstjórnin
Verðbólgan rýkur upp
Svavar Gestsson: Þenslan í ríkisfjármálunum stórhœttuleg. Verður að tryggja stöðugleika í
efnahagsmálum. Ólafur Ragnar Grímsson: Stóriðjustefnan er gjaldþrota
að verður að tryggja stöðug-
leika í efnahagsmálum og
koma í veg fyrir verðbólgu -
sprengingu.Það er nú 3 þúsund
miUjón króna halli á ríkissjóði,
þensla í peningamálum og þróun
lánskjaravísitölu sýnir að þegar
er 20% verðbólga. Þetta er ekki
bara álit Alþýðubandalagsmanna
heldur hafa tveir helstu yngri
hagfræðingar landsins, Þorvaldur
Gylfason og Þráinn Eggertsson
tekið í sama streng, sagði Svavar
Gestsson á fréttamannafundi, þar
sem stefnumál Alþýðubandalags-
ins fyrir kosningarnar, voru
kynnt.
„Staðgreiðslukerfi skatta er
það sem koma skal, en hins vegar
er flaustursbragur á stjórnar -
írumvarpinu sem nú er til af-
greiðslu á alþingi. Við teljum að
hækka eigi skattleysismörk og
ekki verði lagður tekjuskattur á
laun undir 50 þúsund kr. á mán-
uði og leiðrétta verður misgengi
launa og lána á árunum 1983-
1984“, sagði Ragnar Arnalds.
Til að mæta tekjutapi ríkis-
sjóðs ef skattleysismörk einstak-
linga verða lækkuð, verður að
auka skattheimtu á fyrirtækjum,
en í tíð núverandi ríkisstjórnar
hafa þau sloppið betur en efni
standa til og lagt er til að frádrátt-
arliðum fyrirtækja verði fækkað
að mun, stóreignir og miklar vax-
tatekjur verði skattlagðar.
í menntamálum hyggst Al-
þýðubandalagið stuðla að stofn-
un opins háskóla, að framhalds-
skólakerfið verði samræmt og
framlög til menningarmála verði
tvöfölduð.
í atvinnumálum er þörf mikilla
breytinga: Ólafur Ragnar Gríms-
son sagði að stóriðjustefnan væri
nú gjaldþrota sem sýndi sig best í
því að sendimenn hefðu verið á
þeytingi allt stjórnartímabil nú-
verandi ríkisstjórnar út um allan
heim að reyna að fá erlenda aðila
til að leggja út í stóriðju hér á
landi, en árangur enginn verið.
Tínii væri til að líta sér nær og
hyggja að nýsköpun í sjávarút-
vegi og innlendum iðnaði og
eflingu íslensks hugvits, með út-
flutning þess í huga. Þá kom fram
í máli Olafs að utanríkisstefna ís-
lands ætti að vera meir í anda þess
að efla frið og sáttfýsi meðal
þjóða en slíkt hefði ekki verið
haft að leiðarljósi hjá núverandi
ríkisstjórn, sem á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna hefði oftast
greitt atkvæði með auknum víg-
búnaði eða setið hjá.
Stöðva þyrfti frekari hernaðar-
uppbyggingu hér á Iandi, ísland
yrði aðili að kjarnorkuvopna-
lausum Norðurlöndum og að það
yrði herlaust og friðlýst. -sa.
Sjá nánar bls. 8 og 13
Stúdentaráð
Hægri
meirihlutinn
í hættu
Nái vinstri menn að vinna
mann í stúdentaráðskosningun-
um á fimmtudaginn er hægri
meirihlutinn fallinn. Jafnræði
yrði þá með stjórnarandstöðu og
stjórn, bæði með 15 fulltrúa.
Stígandi, klofningshópur úr
röðum Umbótasinna, gengur nær
allur úr ráðinu. Við það breytast
valdahlutföll þannig að fengju
Umbar einungis einn mann kjör-
inn, og vinstri menn jafn marga
og ganga úr ráðinu úr þeirra hópi,
þá hefðu þessi tvö öfl sameigin-
lega meirihluta, eða 16 fulltrúa
alls.
Fulltrúar Umba vilja ekki
þvertaka fyrir, að þeir kynnu að
halda Vöku í meirihluta eftir
kosningar.
„Þetta sýnir bara,“ segir Birna
Gunnlaugsdóttir, formannsefni
vinstri manna, „að til að tryggja
að hægri meirihlutinn falli, verða
stúdentar að sjá til þess að vinstri
menn vinni manninn.“ ÖS
Sjá fréttaskýringu bls. 7
Það þarf að efla íslenska atvinnuvegi og jafna aðstöðumun íbúa landsins með titliti til menntunar, atvinnu
og lífsgæða gætu þær Sigríður Stefánsdóttir, þriðji maður á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra og
Margrét Frímannsdóttir, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi verið að ræða um.
Skattrannsóknadeild
Hótel Ork undir smásjá
Grunur leikur á um söluskattssvik. Oddur Gunnarsson hjá
rannsóknadeild ríkisskattstjóra: Vil hvorki játaþessu né neita
Hjá embætti skattrannsókna-
deildar ríkisskattstjóra stend-
ur nú yfir rannsókn á bókhaldi og
fjárreiðum Hótel Arkar með til-
liti til hugsanlegra skattsvika.
Samkvæmt heimildum blaðsins
getur verið um að ræða umtals-
verð söluskattssvik, auk þess sem
tollar og innflutningsgjöld hafi
ekki verið gerð upp á réttan hátt.
í samtaii við blaðið vildi Oddur
Gunnarsson, yfirmaður
lögfræðisviðs rannsóknadcildar
ríkisskattstjóra, hvorki játa þessu
né neita.
Þjóðviljinn hefur heimildir
fyrir því að rannsóknin, sem ekki
er komin á lokastig, nái yfir það
tímabil sem hótelið hefur starfað
og þegar mun sýnt að söluskatts-
svikin geti skipt milljónum. Þá
mun ekki hafa verið staðið rétt að
bókfærslu reikninga og ekki
fundist nótur fyrir öllum útgjöld-
um.
Rannsóknin nær einnig til
Vélaleigu Helga Þórs Jónssonar,
eiganda Hótel Arkar, og virðist
sem fylgiskjölum með innflutn-
ingi fyrirtækisins sé mjög ábóta-
vant og einnig vanti mikið af
reikningum, en Vélaleigan flutti
m.a. inn tæki sem notuð voru við
byggingu hótelsins.
Þjóðviljinn reyndi árangurs-
laust að ná tali af Helga Þór í gær
en á Hótel Örk var upplýst að
hann tæki eingöngu síma á
þriðjudögum og fimmtudögum.
- lg/ÖS
Ritstjóri
Indriði
á Tímann?
Allar líkur benda til þess að
Indriði G. Þorsteinsson rithöf-
undur verði ráðinn sem nýr rit-
stjóri á Tímanum innan skamms.
Blaðstjórn Tímans hefur þegar
ákveðið að ráða nýjan ritstjóra
að blaðinu til viðbótar við Níels
Arna Lund.
„Það er verið að skoða þessi
mál og það eru margir inní mynd-
inni, þar á meðal Indriði,“ sagði
Kristinn Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri Tímans, í gær.
Hann sagði að fundur í blaðstjórn
yrði haldinn öðru hvoru megin
við helgina þar sem þessi mál
yrðu rædd frekar.
„Ég get ekkert sagt um þetta á
þessu stigi og vísa málinu til
Kristins,“ sagði Indriði G. Þor-
steinsson í gær. - ig.