Þjóðviljinn - 10.03.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 10.03.1987, Side 2
—SPURNINGIN— Hvernig leggst fyrirhugað verkfall trésmiða í þig? Haukur Sigurðsson trésmiður: Vel. Það er kominn tími til að við fáum smá hækkun og leiðrétt- ingu á launum okkar. Kjartan Sigurðsson trésmiður: Ég held að það komi ekki til verkfalls. Mér líst allavega ekki á það að það verði verkfall. Eiríkur Jensson trésmiður: Það leggst vel í mig og sam- staða okkar er mikil. Yfirvinnu- bannið hefur sýnt að það er hug- ur í mönnum. Þorleifur Sigurðsson trésmið- ur: Allir vilja vitanlega meira kaup og ég er engin undantekning þar á. Ég er hræddur um að ef til verkfalls kemur geti það dregist á langinn. Viktor Jónsson verkstjóri: Mér líst illa á verkfall. Ég er á móti verkfalli. Ef af verður stend- ur það trúlega ekki lengi. FRÉTTIR Laxeldi Hættuleg stofnablöndun Sigurður Guðjónsson fiskifrœðingur hjá Veiðimálastofnun: Nýrri stöðvarnar leita víða aðfanga. Lax ætti sem minnst að flytja milli landshluta Heyrst hefur að lax sé veiddur í stórum stO og síðan fluttur langar leiðir með tankbflum, jafnvel milli landshluta. Sigurður Guðjónsson hjá Veiðimálastofn- un staðfesti í samtali við Þjóðvilj- ann að þetta hefði verið gert, en sagði jafnframt að dregið hefði stórlega úr því. Sigurður sagði síðan: „Nú orð- ið, þegar seiðum er sleppt í ár eru oftast notuð seiði úr sömu á, en laxastofnar eru ákaflega misjafn- ir, enda hver stofn búinn að fá um tíu þúsund ár til að aðlaga sig og þróast með sínu umhverfi og Talia Arabískar nætur Frumsýnt í Mennta- skólanum við Sund í gœrkvöld Talia, leiklistarfélag Mennta- skólans við Sund, frumsýndi í gærkvöldi leikritið Arabískar nætur eftir Friðrik Sigurbjörns- son. Leikritið byggir á ævintýri úr sögusafni 1001 nætur. Leikritið, sem er flutt í nokkuð breyttri mynd, samdi Friðrik árið 1958 og byggir það á sögunni um Abú Hassan hinn skrýtna. Frið- rik sem lést á sl. ári starfaði síðast sem prófstjóri við Háskólann en hann var lögfræðingur að mennt. Um 20 nemendur koma fram í leikritinu en leikstjóri er Elísabeti Brekkan. verða því laxastofnar með tíman- um jafn ólíkir og árnar eru ólíkar. Við vitum í raun lítið hvað ger- ist við stofnablöndun. Það hafa orðið stórkostlegir skaðar er- lendis, en hérlendis eru enn fá dæmi um beina skaða vegna þessa. Stofnablöndun getur haft áhrif á allt sem varðar laxinn, ratvísi hans brenglast og ýms sníkjudýr og sýklar, annarrar tegundar en stofninn hefur lagað sig að, geta strádrepið fiskinn og jafnframt haft önnur alvarleg áhrif á lífríki ánna. Við getum nefnt sem dæmi að lífsskilyrði í Hofsá í Vopnafirði og Elliðaánum í Reykjavík eru eins ólík og dagur og nótt og sama er að segja um laxastofna þessara áa. Það er svo hröð uppbygging í fiskeldinu og menn út um allar jarðir að leita að efnivið til seiða- eldis og mér er sagt að nýrri stöðvar hafi leitað fanga víða og eru því með mismunandi stofna, en ég veit ekki hvort þeir halda þeim aðskildum. Eins og er, er allt leyfilegt í þessum efnum en við hjá Veiði- málastofnun höfum gert drög að reglugerð sem er á leið upp í ráðuneyti og verður vonandi samþykkt þar, en í henni er gert ráð fyrir að reynt verði að hafa einhverja stjórn á þessu og fiskur verði sem minnst fluttur milli svæða. í norðlægum löndum austan hafa og vestan hafa orðið stórslys í þessum efnum enda nú búið að setja reglugerðir víðast hvar, og ekki seinna vænna,“ sagði Sig- urður Guðjónsson að lokum. -sá. Þimkosningar Kosið áður en frestur er úti Framboðsfrestur vegna kom- andi þingkosninga rennur út föstudaginn 27. mars eða fjórum vikum fyrir kjördag. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla á samkvæmt lögum að hefjast sem fyrst eftir að kjördag- ur hefur verið ákveðinn en þó eigi fyrr en en 8 vikum fyrir kjördag. Kjörgögn hafa þegar verið send til embætta sýslumanna og bæjar- fógeta og hefst utankjörfundarat- kvæðagreiðsla bæði hér innan- lands og í sendiráðum erlendis á morgun 11. mars. Ríkisútvarpið Kosningasjónvarp ákveðið Utvarpsráð samþykkti í gær til- lögur fréttastofu sjónvarps um kosningaþætti í sjónvarpi og verða þeir með svipuðu sniði og áður. Þó er ætlunin að hafa áhorfendur að umræðum í sjón- varpssal, sýna frá vinnustaða- fundi á höfuðborgarsvæðinu og fara á kosningafundi í nokkrum landsbyggðarkjördæmum. Hvaða kosningafundum útá landi verður sjónvarpað er enn óvíst, en að öðru leyti er dagsrká- in þessi: 1. apríl - vinnustaðafundur á höfuðborgarsvæðinu, 60-90 mín- útur; 2. aprfl (fimmtudag) - flokkakynningar, sennilega átta talsins, hver 20 mínútur; 6. aprfl sjónvarpsfundur frá Norðurlandi vetra; 7. aprfl - frá Vestfjörðum; 13. apríl - frá Vesturlandi; 14. apríl - frá Suðurlandi; 21. apríl - frá Reykjanesi; 22. apríl - frá Reykjavík; 23. apríl - frá Norð- urlandi eystra og Austurlandi; 24. apríl - hringborðsumræða flokksoddvita. Gert er ráð fyrir að umræður frambjóðenda úr einstökum kjördæmum taki 90 mínútur, svo og hringborðsumræðan kvöldið fyrir kjördag. _m 2 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.