Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 14

Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 14
MINNING Bjami Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður F. 12. júní 1915 - D. 2. mars 1987 Kveðja frá Þjóðskjalasafni íslands. Bjarni Vilhjálmsson fyrrver- andi þjóðskjalavörður var Austfirðingur að ætt, fæddur á Nesi í Norðfirði 12. júní árið 1915, var hann á 72. aldursári er hann lést. Hann lagði stund á ís- lensk fræði og lauk cand. mag prófi frá Háskóla íslands árið 1936. Bjarni Vilhjálmsson stundaði kennslu framan af starfsævinni og lengst af í Kennaraskólanum. Auk þess sinnti hann blaða- mennsku og umfangsmiklum út- gáfustörfum. Hann gegndi í tæpa tvo áratugi formennsku í erilsöm- ustu nefnd skólakerfisins, landsprófsnefnd, og var lengi rit- ari Hugvísindadeildar Vísinda- sjóðs. Árið 1958 varð Bjarni skjala- vörður í Þjóðskjalasafni. Var starfsvettvangur hans þar einkum skjalasöfn amtmanna og stiftamt- manns, og voru þau verk öll unn- in af stakri vandvirkni. Bjarni Vilhjálmsson var skipaður þjóðskjalavörður árið 1968 og gegndi því embætti uns hann lét af störfum samkvæmt eigin ósk fyrir aldurs sakir 1. desember 1984. Hann lét hefja nýja ritröð, sem nefnist Heimildaútáfa Þjóðskjal- asafns, og komu út undir stjórn hans tvö bindi. Hið fyrra árið 1979: Bréf Þorláks biskups Skúlasonar, sem Bjarni vann að ásamt Júníusi Kristinssyni og Jóni Þ. Þór, en hið síðara 1983, Prestastefnudómar og bréfabók Gísla biskups Þorlákssonar, sem hann gaf út ásamt Júníusi Krist- inssyni. Ég kynntist Bjarna Vilhjálms- syni ekki náið en af stuttum kynn- um var ljóst að þar fór hæglátur öðlingsmaður, sem vel kunni að sjá bjartar hliðar á mönnum og málefnum. Eftir að Bjarni Vilhljálmsson hafði látið af embætti var hann tíður gestur í Þjóðskjalasafni og sinnti hugðarefnum sínum. Urðu þau ár alltof fá, sem hann naut til þeirra mála eftir að embættisferli hans lauk. Ég þakka Bjarna Vilhjálms- syni góð kynni og flyt ekkju hans og börnum samúðarkveðjur starfsfólks Þjóðskjalasafns ís- lands. Olafur Asgeirsson Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar mánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið A Aðalfundir deilda KRON verða sem hér segir: 4. og 5. deild Aðalfundur mánudaginn 16. mars kl. 20.30 í hátíð- asal Fjölbrautaskólans í Breiðholti Félagssvæði 4. deildar: Smáíbúðahverfí, Gerðin, Fossvogur, Blesugróf, neðra Breiðholt og Seljahverfi. Auk þess Norður- iand og Austurland. Félagssvæði 5. deildar: Efra Breiðholt, Árbær, Ártúnsholt, Grafarvogur, Mosfellssveit og Kjalarnes. 2. og 3. deild Aðalfundur þriðjudaginn 17. mars kl. 20.30 í Afur- ðasölu SÍS Kirkjusandi. Félagssvæði 2. deildar: Hlíðarnar, Háaleitishverfi, Múlahverfi, Túnin og Norðurmýri. Auk þess Suðurland og Vestmannaeyj- ar. Félagssvæði 3. deildar: Laugarneshverfi, Kleppsholt, Heima- og Voga- hverfi. Auk þess Vesturland og Vestfirðir. 1. deild Aðalfundur miðvikudaginn 18. mars kl. 20.30 í Hamragörðum, Hávallagötu 24. Félagssvæði 1. deildar. Seltjarnarnes, Vesturbær og miðbær vestan Snorr- abrautar. Auk þess Hafnarfjörður. 6. deild Aðalfundur fimmtudaginn 19.mars kl. 20.30 í fundarstofu Stórmarkaðaríns, Skemmuvegi 4a. Félagssvæði 6. deildar: Kópavogur, Garðabær og Suðurnes. Dagskrá samkvæmt félagslögum. KAUPFELAG REYKJAVÍKUR 0G NAGRENNIS Bjarni Vilhjálmsson, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, var fæddur í Hátúni á Norðfirði 12. júní 1915. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Stefánsson útvegs- bóndi og seinni kona hans, Kristín Arnadóttir. Bjarni ólst upp á menningarheimili í stórum systkinahópi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1942. Hann var kennari í Reykjavík í mörg ár en 1958 varð hann skjalavörður í Þjóðskjala- safni íslands þar sem hann starf- aði til ársloka 1984 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Frá 1968 gegndi hann starfi þjóðsk- jalavarðar. Hann var formaður landsprófsnefndar um tveggja áratuga skeið og lengi ritari hu- gvísindadeildar Vísindasjóðs. Bjarni var þjóðkunnur maður fyrir ýmis fræðistörf. Hann vann að og gaf út fjölda fræðilegra bóka og ritgerða um ýmis efni ís- lenskra fræða. Bjarni kvæntist 1943 og gekk að eiga Kristínu Eiríksdóttur frá Hesteyri. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru uppkomin. Með Bjarna Vilhjálmssyni er genginn mætur maður, góður eiginmaður og fjölskyldufaðir, tryggur bróðir og sannur vinur sinna fjölmörgu vina. Hann vildi hvers manns vanda leysa og heimili þeirra hjóna stóð öllum opið enda gestrisni og alúð hús- ráðenda alkunn. Sjálf var ég í hópi þeirra sem naut þessara þátta. Frá æskuárum hef ég verið heimagangur þar á bæ og varla leið sú vika að við Bjarni ræddum ekki saman. Hann reyndist ntér ráðhollur og góður vinur sem ég gat ávallt treyst. Bjarni leitaði sífellt fróðleiks og þekkingar; hann spurði af já- kvæðri forvitni og var þá oft barnslegur og einlægur. Og gleði hans var hlý og fölskvalaus þegar hann taldi sig hafa höndlað hið rétta svar. Fyrsta fræðiverk Bjarna var athugun á nýyrða- smíði Jónasar Hallgrímssonar í þýðingu hans á stjörnufræði Urs- ins. Og alla tíð voru Bjarna orð hugleikin. Hann naut þess að kanna þau og leita þeim skýringa. Bjarni Vilhjálmsson lést á heimili sínu aðfaranótt 2. mars. Hann kvaddi á augabragði og hljóðlega og í því líktist burtförin lífi hans svo látlaus og hógvær maður sem hann var. Kristínu og öðrum ástvinum hins látna votta ég mína dýpstu samúð og óska þeint velfarnaðar. Og á þessari sorgarstundu bið ég þau um að minnast þess hve rík þau eru af samvistunum við þennan góða dreng. Því Bjarni Vilhjálmsson var góður drengur. Margrét Jónsdóttir Nokkur minningarorð verð ég að skrifa um gamlan vin og skólabróður Bjarna Vilhjálms- son fyrrverandi þjóðskjalavörð. Bjarni fæddust á Nesi í Norð- firði, eins og Neskaupstaður hét þá, þann 12. júní 1915. Við Bjarni ólumst því upp sam- an á Norðfirði. Þar gengum við saman í barnaskóla og unglinga- skóla og síðan fylgdumst við að í Menntaskólann á Akureyri. Bjarni var góður skólafélagi, mikill námsmaður og vinsæll í hópi nemenda. Skólaárin sem við Bjarni áttum saman eru mér minnisstæð, og þegar ég hugsa til þeirra verður mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra ágætu manna á Norðfirði, sem á sínum tíma hlut- uðust til um það að senda slíkan ágætismann, Bjarna Vilhjálms- son áfram til frekari mennta, en Bjarni var eins og ég og fleiri af fátæku fólki kominn, og hefði varla ráðið við lengri skólagöngu, nema vegna sérstakra áhrifa hinna góðu manna, sem þar réðu úrslitum. Bjarni Vilhjálmsson varð þjóðkunnur maður, virtur og vel metinn í sinni fræðigrein. Bjarni var einstaklega fróður um allt sem snertir íslenskt mál, íslenska þjóðarsögu og menningarmál al- mennt. Þegar Bjarni var sjötugur árið 1985 gáfu vinir hans og samstarfs- menn út glæsilegt afmælisrit helg- að Bjarna, en þar voru sýnishorn af ýmsu því sem Bjarni hefur rit- að. í þessu afmælisriti er m.a. af- burða glögg og góð ritgerð Bjarna um dr. Kristján heitinn Eldjárn fyrrum forseta íslands, en Kristján var einmitt bekkjar- bróðir okkar Bjarna úr Menntaskólanum á Akureyri, en Bjarni og Kristján voru allt frá Menntaskólaárum til dauða Kristjáns miklir vinir og nánir samstarfsmenn. Bjarni Vilhjálmsson var mikill Norðfirðingur. Þar átti hann mörg systkini og marga vini og Norðfirðingar vissu líka vel af því, að hinn mikilsvirti fræðimað- ur Bjarni Vilhjálmsson var Norð- firðingur. Norðfirðingafélagið í Reykja- vík leitaði oft til Bjarna og fyrir það félag gerði Bjarni flest sem um var beðið. Eftir Bjarna Vilhjálmsson liggur mikið lífsstarf. Hann var þjóðskjalavörður, kennari við marga skóla m.a. Háskóla ís- lands. Hann varð landskunnur fyrir þætti sína í útvarpi um ís- lenskt mál og eftir hann liggja mikii ritstörf. Bjarni var svo hamingjusamur að eignast góða konu, Kristínu Eiríksdóttur, sem lifir mann sinn. Við sem þekktum Bjarna vel og persónulega, vissum að kona hans var honum einstök hjálpar- hella. Bjarni var vissulega mikill gáfumaður en hann þurfti eigi að síður á að halda góðri aðstoð og hana fékk hann með sinni góðu konu. Bjarni og Kristín eignuðust 4 börn sem öll eru uppkomin. Ég og kona mín vottum Kristínu og börnum þeirra og ætt- mennurn, samúð okkar um leið og við kveðjum okkar góða vin, Bjarna Vilhjálmsson. Lúðvík Jósepsson Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í Vegmálun 1987, þ.e. málun akbrauta í Suðurlands- og Reykjaneskjör- dæmi og einnig í Reykjavíkurborg. Helstu magntölur: Akreinalínur 233 km Markalínur 556 km Stakar merkingar 530 stk. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. mars n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 23. mars 1987. Vegamálastjóri Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla í Reykjavík vegna alþingiskosninga 1987 hefst miðvikudaginn 11. mars nk. Fyrst um sinn, þar til annað verður auglýst, verður kjör- staður opinn á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, mánudaga til föstudaga kl. 10 til 15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Til að byrja með verður skrifstofan opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Krist- jana Helgadóttir. Síminn er 25875. Alþýðubandalagið Vestfjörðum Búið er að opna kosningaskrifstofu á Hæstakaupstað, Aðal- stræti 42, Isafirði. Skrifstofan er opin allan daginn. Síminn er 94-4242. Kosningastjórí er Gísli Þór Guðmundsson. Alltaf heitt á könnunni. G-listinn Reykjanesi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.