Þjóðviljinn - 10.03.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 10.03.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími . 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVILIINN SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Þriðjudagur 10. mars 1987 57. tölublað 52. árgangur Starfsmannafélag Reykjavíkur Fóstmr vilja ganga út Margrét Pála Ólafsdóttir: Viljum eignauppgjör við Starfsmannafélagið eftilþess kemur að við göngum úr því Það er rétt að við erum að ræða hvort við göngum út úr Starfsmannafélagi Rcykjavíkur og stofnum eigið félag með fullum samnings- og verkfallsrétti en ef til kæmi yrði þetta 'fyrst í næstu samningum, sagði Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra er Þjóðviljinn leitaði upplýsinga um stöðu fóstra í kjaramálum. Nýju samningsréttarlögin sem gera fólki kleift að semja sér, gera ráð fyrir að viðkomandi hópur tilkynni slíkt þrem mánuð- um fyrir lok samningstímabils. Samningstímabili fóstra lauk um áramót en nýju lögin tóku gildi aðeins þrem vikum áður, þannig að fóstrur hefðu ekki möguleika á að notfæra sér þau í komandi samningum þó þær vildu. Margrét Pála sagði ennfremur að þessi mál væru einungis á um- Gróður- lætur plata sig „Trén láta alveg plata sig. Ef það frystir geta afleiðingarnar orðið hræðilegar,“ sagði Theodór Halldórsson, yfirverkstjóri hjá Garðyrkjustjóra Reykjavíkur, í samtali við Þjóðviljann. „Það er víða farið að koma lauf á tré og runna. Mér sýnist að ösp- in sé lengst komin en jafnvel birk- ið lætur líka blekkjast. Ég vona það besta - ef það gerir 6-8 stiga frost getur æðakerfið í trjánum sprungið.“ Að sögn Theodórs er gróður nú að minnsta kosti mánuði fyrr sprottinn en að öllu jöfnu vegna þess hve hlýindin hafa verið lang- vinn og viðvarandi. _hj. „Nei, blómin spretta nú ekki svona snemma heima í Húna- vatnssýslu," sagði Elísabet Gísladóttir frá Hvarfi í Víðidal sem nú býr á elliheimilinu Grund. Garðurinn er þar í blóma sem um mitt sumar væri sökum einstakrar veðurblíðu upp á síðkastið. Mynd Sig. Suðurnes Gufa nýtt til raforku Hitaveita Suðurnesja hyggur á aukna raforkuframleiðslu með beislun útblástursgufu. Geturfullnœgt raforkuþörf Suðurnesja til hálfs Hitaveitan kefur sótt um til iðn- aðarráðuneytis að fá að virkja útblástursgufuna til raf- orkuframleiðslu. Þetta hefur ver- ið í undirbúningi nokkuð lengi og ef af verður fæst töluverð viðbót við þá rafmagnsframleiðslu, sem er hér fyrir, sagði Bragi Eyjólfs- son, vélgæslumaður í orkuveri Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi. Ráðgert er að fimm megawött af raforku fáist með því að beisla útblástursgufuna, til viðbótar við þau átta megawött, sem orkuver- ið framleiðir nú þegar. Þegar þessi viðbótar raforkuframleiðsla verður komin í gagnið, mun orkuver Hitaveitu Suðurnesja sjá Suðurnesjunum fyrir um helm- ingi þeirrar orku sem þar er not- uð. ræðustigi enn sem komið væri, fóstrur væru reyndar ósáttar við núverandi samningsaðstöðu og væru með umræður í gangi um hvort þær muni ganga út úr nú- verandi stéttarfélagi og stofna eigið félag og þá með fullum samnings- og verkfallsrétti. „í framhaldi af því verðum við að kynna okkur rétt okkar innan Starfsmannafélags Reykjavík- ur,“ sagði Margrét Pála ennfrem- ur. „Við erum 10% innan Starfs- mannafélagsins og ef við tökum þetta skref viljum við vita hvort við eigum tilkall til sanngjarns hluta þeirra sjóða sem við höfum lagt í. Á aðalfundi Starfsmanna- ifélagsins, sem haldinn var s.l. 'laugardag, fengum við í gegn að stofnuð skuli 3 manna nefnd sem |á þessu starfsári á að gera tillögur um hvernig slík skipting gæti orð- ið. Nefndartillagan var samþykkt gegn mikilli andstöðu forystu fél- agsins.“ „Það er okkur ekkert kapps- |mál að rýja félagið eignum sín- um,“ sagði Margrét Pála að lok- um, „en þetta er mjög stórt prins- ipatriði. Þegar nýju samnings- réttailögin voru samþykkt var gert ráð fyrir að hópar gætu farið út úr félaginu og það er nú einu sinni þannig að allur skilnaður hefur í för með sér eignauppgjör.“ -ing. Verkföll löT felög í verk- fall Igær höfðu tíu stéttarfélög boð- að verkfall til ríkissáttasemj- ara. Öll verkföllin eru boðuð í mars ef samningar nást ekki. Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur boðað eftir-, nætur- og helgarvinnubann frá 4. mars og ef ekki dugar þá allsherjarverkfall frá 11. mars. Byggingardeild Iðnsveinafé- lags Suðurnesja, Félag bygging- ariðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félag byggingariðnaðarmanna í Árnessýslu hafa öll boðað verk- fall frá 11. mars, og frá sama degi hefur Múrarafélag Suðurnesja boðað yfirvinnubann. BHM félögin sem hafa boðað verkföll eru Félag háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga og Félag íslenskra sjúkraþjálfara frá 19. mars, Hið íslenska kennarafélag frá 16. mars, Félag íslenskra fræða frá 23. mars og Sálfræðing- afélag íslands frá 24.mars. -ing. Fyrirhugað er að setja upp fimm hverfla, sem gufan verður leidd í gegnum. Með þessu móti fæst gjörnýting á gufunni. „Fyrir utan beinan hag af því að beisla gufuna til raforkuframleiðslu,. er ákveðin landhreinsun að því að losna við hana. Öll mannvirki, tól og tæki sem eru í nánd við gufuút- blásturinn, fara illa vegna sýr- unnar sem er í gufunni,“ sagði Bragi Eyjólfsson að lokum.-RK T Viltu trimma ‘ um næstu helgi? Annað kosningablað G-listans í Reykjavík kemur út um næstu helgi. Við.treystum á vaska stuðnings- menn til að dreifa blaðinu, þar sem aðkeypt dreifing er mjög dýr. Hringið strax í 17500 (Þórunn eða Guðlaug María) og látið vita hvaða götu (götur) þið getið tekið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.