Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 2
FLOSI \iiku skammtur af fallegum konum og Ijótum Ásunnudaginn var, 8. mars fjölmenntu konur í „Hlaðvarpann", ítilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, og samþykktu einum rómi - á fjórða hundrað talsins - að „rísa upp gegn kúgurunum heima og heiman". Lengur yrði ekki við það unað að lenda alltaf undir í viðskiptunum við karla. Ein af fjölmörgum niðurstöðum fundarins var sú, að Ijóst væri að konur hefðu alla tíð verið og væru enn, ofsóttar og að allur auglýsinga- og skemmtanaiðnaðurinn „blómstraði á kvenfyrir- litningu landskunnra karlkynsspaugara." Þá kom það fram á fundinum, að ríkjandi afstaða karla til kvenna væri svo brengluð að margir þeirra litu svo á að konan ætti að vera fögur, þokkafull, kynæsandi og jafnvel kvenleg. Þó hér sé að vísu verið, með talsvert vafa- samri alhæfingu/að gera karlmönnum almennt upp skoðanir á því hvernig konan eigi að vera, er því ekki að leyna, að þeir karlar munu til sem líta svo á að ekki saki þó konur séu fagrar, þokkafullar og kvenlegar. Það er áreiðanlega rökstuddurgrunur, sem kom fram í Hlaðvarpan- um, að til séu menn sem þyki það ekkert miður þótt konur séu kynæsandi. Mönnum sem haldnir eru slíkri ónáttúru fer að vísu - sem betur fer - fækkandi. Sannleikurinn er nefnilega sá að á undan- förnum tíu árum hefur öll afstaða til konunnar gerbreyst og hefur þessi áratugur raunar, af því tilefni, verið kallaður kvennaáratugurinn og hófst raunar með því að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga hann konunni fyrir tíu eða ellefu árum. Sú skoðun er meira að segja að verða ríkjandi meðal mannfræðinga að við lifum nú upphaf nýs „matríarkats", eða mæðrasamfélags, og þess verði ekki langt að bíða að konan hafi karlinn undir og þá ekki aldeilis bara til til- breytingar. Og þá verður ekki lengur - eins og segir í Völuspá: ... hart með höldum hórdómr mikill skeggöld og skáimöld ... heldur ... kátt með konum kynlífi lítið prjónöld og pilsöld... Raunar hefur einn virtasti kvenbókmennta- fræðingur þjóðarinnar í kvennabókmenntum og kvenbókmenntafræðum, nýlega sýnt fram á að Völuspá sé um hrun mæðraveldisins í dentíð. Svo ég líti bara í eigin barm, þá verð ég að viðurkenna, að fyrir tíu árum var ég haldinn slíkum ranghugmyndum um konur og hlutverk þeirra í lífinu og tilverunni, að mér verður flökurt bara af tilhugsuninni. Konur skiptust fyrir mér í tvo og aðeins tvo hópa: Ijótar konur og fallegar konur. Mér fannst brýnt að fallegar konur væru á vappi um allartrissur, flangsandi, daðrandi og duflandi og í tíma og ótíma stígandi í vænginn við mann og gefandi undir fótinn eða hvað það nú allt heitir og helst berrassaðar allan tímann. Ljótar konur fannst mér hinsvegar ætti að loka inni helst í gluggalausum húsum við grautargerð og annað eldhúsbrölt, eða bakvið vefstól sem hyldi á þeim allan skrokkinn og helst greppitrýnið líka. Eða þá ef þær þyrftu endilega að vera útivinnandi að loka þær þá inná opinberum skrifstofum, þar sem enginn yrði var við þær frekar en annan vinnukraft hjá hinu opinbera. Svona var nú hugsunarhátturinn í þá daga. Og enn veit ég um menn - þó þeim fari nú óðum fækkandi - sem hugsa sem svo: Fögur kona er fengur í ranni en Ijót kona löstur á manni. Sem betur fer hafa þessi viðhorf gerbreyst. Hjá mér má fremur segja að orðið hafi hugar- farsbylting en breyting. í dag finnst mér að Ijótar konur eigi tilverurétt líka. Ljótar konur eiga að fá að vera á almanna- færi einsog fallegar konur, vel að merkja ef þær eru ekki svo ofboðslega Ijótar að þær misbjóði velsæmi eða raski með útlitinu allsherjarreglu. Samkvæmt Lögreglusamþykkt Reykjavíkur eiga slíkar konur að vera innan dyra. Rétt er að geta þess að lögin gera ekki ráð fyrir því að hægt sé að meina Ijótum konum að vera í mannlegu samfélagi. Þessvegna hlýtur að vera grundvallarkrafa Ijótra kvenna að þær njóti í hvívetna sömu rétt- inda og fallegar konur. Að ekki verði amast við þeim á skemmtistöðum og sundstöðum borgar- innar. Ljótar konur eiga líka að hafa leyfi til að sýna sig á útisamkomum til dæmis hesta- mannamótum, ekkert síður en fallegar konur, þó af þeim síðarnefndu sé vissulega meiri feng- ur þegar menn eru að gera sér glaðan dag. Þá á Ijótum konum að vera frjálst að vera á ferli um útivistarsvæði í björtu og jafnvel ættu þær að fá að leika lausum hala í margmenni til dæmis á þjóðhátíðardaginn, ef þær geta hugs- að sér það sjálfar. Dæmin sanna, svo ekki verður um villst, að æðsti draumur flestra kvenna er að komast í fegurðarsamkeppni. Til skamms tíma hafa feg- urðarsamkeppnir verið einokaðar af fallegum konum. Það hlýtur að vera grundvallarkrafa Ijótra kvenna að hafa sama rétt á að taka þátt í fegurðarsamkeppnum og fallegar konur hafa. Ljótar konur eru nú einu sinni manneskjur. Eitt er víst. Á meðan Ijótar konur og fallegar konur geta ekki orðið á eitt sáttar um það með hvaða hætti, eða hvort ástæða sé til að hnekkja karlrembu- svínaveldinu sem þær búa við, þá miðar hægt í kvennabaráttunni. Karlpungarnir halda áfram að vera fyrsta flokks vinnukraftur á fyrsta flokks launum í fyrsta flokks verkalýðshreyfingum en konurnar, einsog kom fram á fundinum í Hlað- varpanum: ... annarsflokks vinnuafl á þriðja flokks launum í fjórðaflokks verkalýðshreyfingu. Misminni kaffibætisins Til oröa hefur komið aö Ind- riði G. Þorsteinsson ráöist sem ritstjóri að Tímanum, sem ekki þykir alltof hress hjá þeim Níelsi Lund og fé- lögum. Gera einhverjir fram- sóknarmenn sér vonir um að Indriöi geti orðið þarna eins- konar kaffibætir þótt aðrir dragi þaö í efa. Helgarpósturinn tekur Ind- riða tali í tilefni af þessari væntanlegu endurreisn. Þar segir Indriði m.a. að hann hafi alltaf verið framsóknarmaður. Er það þá misminni, að hann hafi á sínum sokkabandsár- um verið formaður félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri? Var hann kannski, einnig þá, framsóknarmaður? Ja, kannski. Það er nú einu sinni svo, að lönd þeirra góð- búa, Framsóknar og íhalds, liggja saman. Og sjálfsagt ekki nema von að Indriði eigi erfitt með að átta sig á því, hvoru megin hinnar óskýru landamerkjalínu hann er staddur, hverju sinni. Og breytir það svo sem nokkru?B búast við forvitnilegum niður- stöðum úr henni. Sá sem stendur fyrir þessari nýstár- legu kortlagningu er Kristinn Einarsson, kennari í MR. Sjötíu Óþekktur í framboði Gestur Kortlagning á kynlífshegðun nemenda í MR Þessa dagana stendur yfir í Menntaskólanum i Reykjavík kortlagning á kynlífshegðun nemenda. Spurningalistum var dreift í vikunni og er stefnt að því aú peim verði skilað inn áður en kennararaverkfall skellur á. Úrtak nemenda í Rándýr smokkasöngur könnuninni er um 20% og verður hún því marktæk. Má 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. mars 1987 Hvernig ætli þeim þúsundum, sem nú eiga í kjaradeilum, lit- ist á að fá 35.000 kall fyrir þrjár mínútur? Væntanlega alveg bráðvel. Það var prísinn sem þeir félagar Bubbi Mort- hens og Valgeir Guðjónsson settu upp fyrir að koma fram í beinni útsendingu í þættinum* „f takt við tímann" og spila smokkasönginn kunna. Sjón- varpið kunni ekki alls kostar við launataxta þeirra félag- anna, svo þjóðin missir af smokkasöng Valgeirs og 3ubba...B „Ekki sjö heldur sjötíu sinnum sjö,“ er yfirskriftin á skemmti- legri klausu í því merka blaði „Bæjarins besta,“ sem gefið er út á ísafirði, og fjallar hún um framboðsmál á Vestfjörð- um. Þar segir meðal annars: „Nú eru líkur á að sjö listar verði í framboði á Vestfjörð- um, sjötíu manns í framboði. Það er vissulega mikið en ekki nóg. Markmiðið hlýtur að vera sjötíu sinnum sjö listar á Vest- fjörðum. Góðir Vestfirðingar: Látið nú ekki deigan síga, betjumst fyrir hreinum meiri- hluta. Berjumst fyrir því að frambjóðendur verði f hrein- um meirihluta á Vestfjörðum í komandi alþingiskosning- um!“| Helgarpósturinn birti í slúðri sínu í vikunni smáfrétt þess efnis að heimilisblaðið Gest- ur, sem væntanlegt hefði ver- ið á markaðinn á næstu dögum, væri andvana fætt. Reiknimeistarar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að enginn grundvöllur væri fyrir þessu blaði þrátt fyrir að dreifa ætti því ókeypis til landsmanna og því kjörinn vettvangur fyrir auglýsendur. í langri minningargrein var saga Gests sem aldrei fædd- ist rakin og margra getið sem við sögu komu, nema hvað hvergi kom fram hverjir for- eldrar ófædda blaðsins voru og kannski ekki nema von því það var Helgarpósturinn sjálfur.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.