Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 3
Ingibjörg Björnsdóttir á forsíðu Natio- nal Geographic. ísland í risa- upplagi í febrúarhefti National Geo- graphic eru þrjátíu síður helgaðar Islandi í máli og myndum, auk þess sem níu ára afkomandi Vík- inga, Ingibjörg Björnsdóttir, prýðir forsíðu heftisins. Greinin er skrifuð af Louise E. Levathes og hefst á lýsingu á Snæfellsjökli. Sú lýsing er þó fljótt leyst af hólmi af frásögn af mótmælum hernámsandstæðinga við herstöðina á Miðnesi. Sveinbjörn Beinteinsson reisir níðstöng gegn hernum og síðan er sagt frá herstöðinni. I greininni er vitaskuld greint frá leiðtogafundinum og rætt við Styrmi Gunnarsson Morgunblað- sritstjóra um hann. Þá eru sögu þjóðarinnar gerð skil, landi íss og elda lýst á ljóðrænan ferðaskrif- stofuhátt, jarðsagan afgreidd, komið við á bóndabæ og spjallað við húsfreyjuna. Þá fær hulduf- ólkið sinn skammt, blaðamaður- inn er viðstaddur skírn í Þingvall- akirkju og rætt við Heimi Steins- son um kristna trú á íslandi, bók- menntunum gerð töluverð skil og Halldór Laxness tekinn tali. Við skoðum fuglalífið við Mývatn og skreppum vestur á Isafjörð. Snjóbylur á heiðum uppi í miðj- um júlí og sjóferð með Sigurvon- inni. Þá fær höfuðborgin sína um- fjöllun. Minnst er á myndlistar- mennina Jóhannes Kjarval og Ásmund Sveinsson. Rætt er við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, og segir hún frá kvenn- afrídeginum 1975. Greininni lýk- ur svo á ferð á Vatnajökul. Einsog sjá má á þessari upp- talningu er hér um nokkuð ítar- lega umfjöllun að ræða. Það eru þó myndirnar sem fyrst og fremst grípa skoðandann. Það er ljós- myndarinn Bob Krist, sem á heiðurinn af þeim, utan einnar myndar af þeim Vigdísi og Reag- an, sem Ragnar Axelsson tók þegar leiðtogafundurinn var í Reykjavík. Hér er sennilega um að ræða eina bestu landkynningu sem við höfum fengið, því National Geo- graphic er eitt virtasta tímarit sem út kemur á sínu sviði, og er útbreiðsla þess í hlutfalli við það. -Sáf Snyrt með slori Nú hefur komið í ljós að slorið er til ýmissa hluta nytsamlegt. í meltingarkerfi þorsksins eru ens- ím, sem vísindamenn í Bergen reyna nú að einangra, í þeim til- gápgi að nota í brugghúsum og mjólkurbúum. Þá telja þeir mikla möguleika á að hægt verði að nota þessi ensím til lyfjafram- leiðslu og framleiðslu fegrunar- lyfja. Nú þegar er ensímið pepsin framleitt úr fiskslori. Heimilisleysingjum í Evrópu fjölgar stöðugt Ekki er langt síðan menn höfðu tilhneigingu til að láta sér fátt um finnast þegar heimilisleysingja bar fyrir augu, rótandi í ruslatunn- um og sofandi á dagblöðum á járnbrautarstöðvum stórborga. Eins víst, hugsuðu menn, að hér færu alkar og geðbilaðir menn. En þær hugmyndir eru að breytast; langvarandi atvinnu- leysi, niðurskurður á velferðar- kerfum og fleira þesslegt hefur fjölgað ört í her heimilislausra - má vera að þeir séu nú orðnir um ein miljón talsins Evrópumenn- irnir sem eiga hvergi höfði að halla. Þetta fólk kemur úr ýmsum átt- um. í þessum hópi er ungt fólk sem hefur ekki komist inn á vinnumarkað, konur og börn úr tvístruðum fjölskyldum og mið- stéttarfólk sem hefur nýlega misst atvinnuna og getur ekki lengur greitt húsaleigu Til dæmis eru flestir hinna nýju allsleysingja í Frakklandi mið- stéttarmenn sem misstu atvinn- una á fimmta áratug ævi sinnar, gátu ekki fundið aðra vinnu og hafa séð atvinnuleysisbætur sínar gufa upp á skömmum tíma. Dæmigerð saga : bókara í fyrir- tæki er sagt upp, hann leggst í drykkjuskap, konan hendir hon- um út, og síðan hefst hann við í völundarhúsi neðanjarðar- brautarinnar í París. í Bretlandi er aftur á móti mikið um heimilislaust ungt fólk, sem hefur flúið atvinnuleysishér- uð norðursins suður til London í leit að atvinnu og húsaskjóli sem sjaldan ber árangur. Hátt hlutfall skilnaða hefur fjölgað þeim ung- lingum sem eiga sér hvergi at- hvarf - þar í borg eru meira en 80 þúsundir þeirra, sem eiga sér hvergi athvarf, undir 25 ára aldri. Ekki bætir úr skák niðurskurður hægristjórnar til félagsmála. í Bretlandi hefur Margaret Thatc- UMFERÐARMENNING Líf í vesöld og smón Athvarfs leitað í völundarhúsi neðanjarðarlestarinnar í París : miðstéttarfólk fyllir í vaxandi mæli flokk allsleysingja. her látið selja mikið af því leigu- húsnæði á vegum bæjarfélaga sem ætlað var verst settum og um leið hefur hún skorið niður um 40 % framlög til félagslegra bygg- inga. í ýmsum tilvikum reyna bæjastarfsmenn að leysa vanda fólks til bráðabirgða með því að koma því fyrir í ódýrum gistihús- um, þar sem heilar fjölskyldur verða kannski að hýrast í einu herbergi - rétt eins og á dögum Dickens. Svo mætti lengi áfram rekja raunatölur frá ýmsum löndum. Ríkisstjórnir viðurkenna í orði að þörf sé á því að grípa til sérstakra aðgerða til aðstoðar heimilis- lausum, en framkvæmdin lætur á sér standa. Meðal annars vegna þess að yfirvöld á hverjum stað reyna að tefja sem mest fyrir greiðslum til þurfamanna - af ókristilegum ótta við að slíkt fólk streymi þangað sem von er á hjálp. Það er víst ekki mörg at- kvæði að hafa út á aðstoð við þá sem fátækastir eru, og þeim er þá í vaxandi mæli vísað á náttból og súpugjafahús góðgerðarfélaga á vegum kirkna. áb byggði á Newsweek. Þér Ijúgið, kennari! „Menn geta sagt hvað sem þeir vilja um nasistana, en þeir litu æðislega út. Konurnar í blússunum og með þessa skelfi- legu hárgreiðslu - gleymdu þeim. En það var eitthvað að gerast þá. Við sáum í skólanum kvikmyndir af skrúðgöngum, hvernig allir æptu af hrifningu. Maður sér ekk- ert slíkt núna." Segir Stefanía, sonardóttir manns sem hengdur var fyrir stríðsglæpi, í einu þeirra viðtala við afkomendur nasista í Spiegel, sem vitnað var til hér að ofan. Já, segir hún ennfremur, ég veit að þetta voru slæmir tímar. Stríðið, ekkert að éta, sprengj- urnar, gyðingarnir. Við vorum með sögukennara, síðhærðan og skeggjaðan í lopapeysu. Það var nú meira hvað maðurinn þusaði. Klukkustundum saman um gyð- inga, kommúnista, sígauna, rússa, allt saman fórnarlömb, ekkert nema fórnarlömb... Þá spurði einn úr bekknum : Af hverju voru allir svona hrifnir þá? Eitthvað annað hlýtur að hafa gerst... Þá varð hann trítilóður og fór að kalla okkur nýnasista. Við létum okkur ekki. Hann hamað- ist á okkur, og ekkert voru þetta nema glæpir og svívirða, og alltaf vorum það við, Þjóðverjar. Allir æptu í einu. Þetta er bull sem þú segir, sagði einn. Við sáum það á myndunum sem þú sýndir. Hlæj- andi börn, konur með ljómandi augu, hundruð þúsunda á götun- um og allir júblandi. Hvaðan kom öll þessi hrifning ? Þér ljúgið að okkur, herra kennari, sagði ég upp í opið geðið á honum..... AUGLYSENDUR Fermingargjafahandbók Þjóðvlljans kemur út í flmmta sinn 26. mars n.k. Þetr auglýsendur, sem áhuga hafa á aft auglýsa i handbóklnni, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við auglýslngadeild Þjóðvlljans, Rannveigu, í sfma 681333 fyrir 23. mars i sfðasta lagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.