Þjóðviljinn - 15.03.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Síða 6
Tveir fangar í fangelsi í Louisiana stytta sér stundir við tafl á meðan þeir bíða þess að dauðadóminum verði framfylgt. Dauðarefsingin er happdrœlfi Amnesty International hefur hafið óróðursstríð gegn dauðarefs- ingu í Bandaríkjunum Amnesty International hef- ur á þessum áratug verið með mikla áróðursherferð gegn dauðarefsingu í heiminum. Hefuráróðursherferðin beinst að eftirtöldum löndum: Kína, Kúbu, íran, írak, Nígeríu, Suður Afríku og Sovétríkjun- um. Nú er röðin komin að Bandaríkjunum. Hundruð manna eru líflátin ár- lega í rúmlega 40 löndum en stöðugt fjölgar þó þeim löndum þar sem dauðarefsing er afnum- in. Ekki er þó langt síðan að dauðarefsingin var tekin aftur upp í Bandaríkjunum. Pað gerð- ist árið 1977. Dauðarefsingin í Bandaríkjun- um virðist vera heilmikið happ- drætti og eðli glæpsins ekki skipta meginmáli þegar dauðadómur er kveðinn upp. Þar spilar margt annað inn í, t.d. hvar dómurinn er kveðinn upp því dauðarefsing hefur bara verið tekin upp í 37 fylkjum Bandaríkjanna. Þá virð- ist það skipta höfuð máli hver lit- arháttur fórnarlambs afbrota- mannsins er, um helmingur þeirra sem hafa verið dæmdir til dauða eru svertingjar en hinsveg- ar eru 90% af fórnarlömbum þeirra dæmdu hvítir menn. Aftökum fjölgað undanfarin ór í febrúar voru 1.838 manns með dauðarefsingu í fangelsum Bandaríkjanna, þeirra á meðal eru afbrotamenn undir 18 ára aldri og einnig fólk sem er sinnis- veikt. Frá því að Bandaríkjamenn tóku aftur upp dáuðarefsingu árið 1977 hafa 68 fangar verið teknir af lífi, þar af 57 undanfarin þrjú ár. Aðferðirnar við að lífláta þá dauðadæmdu eru mismunandi eftirfylkjum. ísumumfylkjum er rafmagnsstóllinn notaður, ann- arsstaðar er sprautað eitri í þá dæmdu, enn annarsstaðar eru þeir settir í gasklefa, aftaka með byssum er við lýði í vissum fylkj- um og gálginn tíðkast annarsstað- ar. Helstu rökin fyrir dauðarefs- ingu eru þau að hún hafi fælandi áhrif, enda tíðkast það enn sum- staðar í heiminum að aftakan fari fram opinberlega. í Bandaríkj- unum er valinn hópur látinn fylgjast með. Reynslan hefur hinsvegar verið sú að morðum hefur ekki fækkað við dauðarefs- inguna. Þvert á móti virðast morð færast í aukana í hvert skipti sem fangi er tekinn af lífi. Lang flestar aftökurnar hafa átt sér stað í fjórum rfkjum og tvö þeirra eru í sérflokki. í Texas höfðu 18 aftökur átt sér stað síð- an 1977. í Flórída 16. í Georgíu og Louisiana voru þær 7, í Virgin- íu 5 en í öðrum ríkjum eru þær frá þrem niður í eina. Síðan aftökur hófust í Flórída árið 1979, þegar John Spenkelink var tekinn af lífi, hefur morðum fiölgað mjög mikið í fylkinu. Arin 1976-1978 voru morð í al- gjöru lágmarki í fylkinu en árið 1980, skömmu eftir að Spenke- link var líflátinn, jukust morð um 20%. Árið 1980-1983 voru fleiri morð framin í fylkinu en nokk- urntímann áður. Fyrsta aftakan í Georgíu átti sér stað árið 1983. Ári seinna hafði morðum fjölgað um 20% þrátt fyrir það að þeim hafði fækkað um 5% í Bandaríkjunum öllum. Ástæðan fyrir þessu telja menn að sé sú að fjölmiðlar sýna af- tökum mikla athygli og slíkt hafi æsandi áhrif á þá sem líklegir séu til ofbeldisafbrota. Þá hefur það töluvert að segja að með aftökun- um sýnir hið opinbera að morð séu réttlætanleg. Það er bara ekki sama hver drepur hvern. Menn klæddir einkennisbúningi mega drepa, t.d. í styrjöldum, eða op- inberir böðlar, en ekki þeir sem klæðast borgaralegum fötum. Það kemur því tæpast á óvart að líkurnar á morðum aukist þegar hið opinbera tekur stóran þátt í að gera þau að sjálfsögðum hlut. Fælingarkenningin stenst því ekki. Unglingar teknir af lífi Samkvæmt alþjóðasamþykkt- um má ekki beita dauðarefsingu á unglinga undir 18 ára aldri. Er þá átt við hvenær viðkomandi framkvæmirglæpinn. í mannrétt- indayfirlýsingu Bandaríkjanna er þetta einnig tekið fram. „Dauðarefsingu má ekki beita sé afbrotamaðurinn undir 18 árum eða yfir sjötugt þegar glæpurinn er framinn." í Bandaríkjunum hefur hinsvegar ekki verið tekið tillit til þessa. Þrír unglingar, sem frömdu morð sautján ára að aldri, hafa verið líflátnir í Banda- ríkjunum, sá fyrsti Charles Raumbaugh, 11. sepember 1985 í Texas. Hann var fundinn sekur um morð, sem framið var þegar hann sautján ára að aldri tók þátt í vopnuðu ráni. í fyrra voru svo tveir unglingar til viðbótar líflátn- ir, sem báðir voru 17 ára þegar verknaðurinn var framinn. James Terry Roach var tekinn af lífi í Texas 10. janúar 1986 og Jay Pinkerton í Texas 15. maí sama ár. Nú eru 32 unglingar í fangels- um Bandaríkjanna, sem hafa hlotið dauðarefsingu fyrir morð framin undir 18 ára aldri. Sá yngsti var 15 ára þegar glæpurinn var framinn. Samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International voru að- eins átta manns teknir af lífi í heiminum, sem frömdu afbrot sitt undir 18 ára aldri, á tímabil- inu janúar 1980 til nóvember 1986. Aftökur þessar voru í fjór- um löndum, þrjár í Bandaríkjun- um, tvær í Pakistan, ein í Bangla- desh, Barbados-eyjum og Rwanda. Óstaðfestar fréttir eru einnig um að þetta hafi gerst í íran. Aðeins átta af þúsundum aftaka í yfir 40 löndum og þar af þrjár í nágrannalandi okkar Bandaríkjunum. Þrír geðtruflaðir líflótnir Samkvæmt bandarískum lögum má ekki kveða upp dauðarefsingu yfir fólki sem talið er geðtruflað þegar verknaðurinn var framinn. Þrátt fyrir það hafa að minnsta kosti þrír verið líflátn- ir sem vitað er um að voru trufl- aðir á geðsmunum þegar verkn- aðurinn var framinn. Fleiri fang- ar sem hlotið hafa dauðarefsingu Fulltrúar valdsins bíða næstu aftöku. og sitja nú í fangelsum og bíða þess að dómnum verði fullnægt, frömdu verknaðinn án þess að geta gert sér grein fyrir því hvað þeir voru að gera. Kviknaði í þeim dœmda Dauðadæmdir fangar eru tekn- ir af lífi á mismunandi hátt eftir fylkjum í Bandaríkjunum. Vana- legast er að notast við raf- magnsstólinn. Vitni að aftökum hafa sagt að þeir sem teknir eru af lífi á þennan hátt líði miklar kval- ir áður en þeir deyja. Raf- straumurinn brennir líffæri þeirra og líkaminn skiptir um lit. Það hefur meira segja kviknað í þeim. Áður en fanginn deyr kastar hann oft upp eða hefur hægðir. Lykt af brunnu holdi fyllir af- tökuherbergið að sögn vitna. Tíminn sem aftakan tekur er mislangur. John Louis Evans var tekinn af lífi í rafmagnsstól í Ala- bama í apríl 1983. Þrisvar sinnum var 1900 volta rafstraum hleypt í hann og tók aftakan 14 mínútur. Þegar straumnum var fyrst hleypt á brunnu elektróðurnar á fótum hans í sundur. Fangaverðirnir gerðu við þær þegar læknar kváðu upp þann úrskurð að hann væri enn á lífi. Þegar straumnum var hleypt á í annað skiptið stóðu eldtungur upp af þeim dæmda. Það nægði ekki til að taka hann af lífi og í þriðja skiptið var straumnum hleypt á. 13. desember 1984 var Alpha Otis Stephens tekin af lífi í raf- magnsstól í Georgíu. Straumur- inn var hafður á í tvær mínútur en það nægði ekki til. í átta mínútur barðist hinn dæmdi við að ná and- anum áður en straumi var aftur hleypt á. Eitursprauta, gasklefi og henging Fleiri dæmi eru um að straumurinn drepi ekki strax og sömu sögu er að segja um aðrar aftökuaðferðir. í Texas er þeim dauðadæmdu gefin eitursprauta. James Autry var tekinn af lífi 14. mars 1984 í Texas. Dauðastríð hans stóð yfir í tíu mínútur og var hann með meðvitund megnið af tímanum og kvartaði undan sárs- auka. Gasklefi er notaður í Mississ- ippi. 2. september 1983 var Jim- my Lee Gray tekinn af lífi í klef- anum. Vitnin sögðu að hinn dæmdi hefði kastað upp í átta mínútur, barist um og slegið höfðinu í veggi klefans. Að sögn vitna bað lögreglustjórinn þau að yfirgefa herbergið áður en Gray var látinn. í Washington, Delaware, New Hampshire og Montana er af- takan framkvæmd með heng- ingu. í þessum fylkjum hefur þó enginn verið tekinn af lífi eftir að dauðarefsingin var aftur innleidd í Bandaríkjunum. í öllum þess- um fylkjum sitja þó inni fangar sem hlotið hafa dauðadóm. Þáttur lœkna Þáttur lækna í aftökum hefur verið mjög umdeildur. Hlutverk lækna er að koma í veg fyrir sjúk- dóma og reyna að halda líftór- unni í sjúklingum eins lengi og nokkur kostur er. Þrátt fyrir það þurfa læknar að aðstoða við sér- hverja aftöku. Læknar þurfa að skoða hinn dæmda áður en hann er tekinn af lífi og þeir þurfa að kveða upp úrskurð um að hann sé látinn. Þar sem eitursprautan er notuð þurfa læknarnir að aðstoða við sjálfa aftökuna. Læknavísindin eru því notuð í þágu dauðans en ekki lífs- ins einsog læknaeiðurinn gengur út á. -Sáf byggt á skýrslum Amnesty International 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.