Þjóðviljinn - 15.03.1987, Side 12

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Side 12
Arkitektúr suðausturhverfisins við hið deyjandi lón. Málað af kappi í steikjandi sól. Meyjarlón í Kólumbíu paradís fótœklinga eða ferðamanna? Meyjarlón, la Sienaga de la Virgen, er lón nokkurt í suð- austurhluta Cartagenaborg- ar, gríðarstórt og umgirt „manglares" eða loftrótar- trjám á alla vegu. Við fyrstu sýn virðist þarna vera komin paradís á jörð - lónið breiðir úr sér kyrrt eins og spegill, litlar eyjarog loftrótartrén mynda græna umgjörð og kyrrðin er eingöngu rofin af skvampi stökkvandi fiska og hljóðum pelikanaog annarrafugla sem þúsundum saman flyk- kjast þangað í leit að æti. Við enda lónsins er eitt fátækasta hverfi borgarinnar „lazona sur-oriental“ eða suðaustur- hverfið, svo það sem úrfjar- ska virðist vera sem ferðas- krifstofuauglýsing frá hitabelt- inu—litlir fallegir kofar umgirtir pálmum og bananatrjám - reynist er nær dregur ekki vera annað en eymd og fá- tækt, sóðaskapur og von- leysi. Lónið hefur um langan tíma verið lífæð þessa hluta borgarinn- ar, það hefur hingað til verið fullt af fiski og alltaf verið hægt að sækja þangað hið daglega brauð, en um árabil hefur verið dælt í það úrgangi Cartagenaborgar og árangur þess hefur verið að koma í ljós undanfarna mánuði. Uppi eru mikil plön um að byggja veg meðfram ströndinni á milli Cartagena og Barranquilla, iðnaðarborgar um tveggja tíma akstursleið héðan, og breyta strandlengjunni í ferðamanna- paradís. Framkvæmdir hófust fyrir nokkrum mánuðum og þrátt fyrir mótmæli náttúrufræðinga og annarra fróðra manna, var opi eða afrennsli lónsins íokað og vegur lagður yfir stífluna, í stað þess að brúa opið. Lónið sem fyrir var vel mengað, missti þar með lungun sín, fær semsagt ekki lengur neina endurnýjun vatns frá hafi. Milljónir dauðra fiska Áhrif þessa létu ekki lengi á sér standa. Dauðir fiskar í milljónatali hafa flotið upp á yfir- borð lónsins í þrígang á þesum fáu mánuðum. 40 miljónir segja stjórnvöld - 80 milljónir segja fiskimennirnir. Metra þykkt og fleiri, fleiri metra breitt belti af rotnandi fiskum hefur myndast við strönd suðausturhverfisins, með tilheyrandi lykt og hættu á farsóttum. En þar sem þetta bitn- ar svo til eingöngu á þeim hópi fólks sem engan rétt hefur í þessu landi, eru stjórnveld ekki að gera sér mikla rellu út af hlutunum. Framkvæmdir halda áfram og eftir einhver ár verður strand- Iengjan þakin hótelum og börum, full af túristum sem njóta dýrðar hitabeltisins. Og fólkið í suðausturhverfinu? Með sama áframhaldi neyðist það til að flytja sig um set sem er akkúrat það sem stjórnvöld ætl- ast til. En ekki er víst að það muni reynast eins aðuvelt og oft áður því í þessu hverfi eru að gerast merkilegir hlutir. Upp spretta hópar sem fyrst og fremst byggja á menningarlegri vakningu en eru með sterkum félagslegum og pólitískum undirtón. Nöktu börnin hennar Evu Dalmiro Lora heitir maður einn, málari og kennari við myndlistarskólann hér í Carta- gena. Hann hefur unnið við gerð veggmynda, gjarnan í fátækari hlutum borgarinnar, og þannig komist í samband við ýmsa kúlt- úrhópa innan þessara hverfa. Hann bauð okkur, Cheo vini mínum og mér, að koma með og heimsækja einn slíkan hóp í suð- austurhlutanum, og því kynntist ég nöktu börnunum hennar Evu, þeim sem útlendingum er ekki ætlað að sjá. Frá miðbænum er um það bil klukkutímaferð með strætó í suðausturhverfið. Hér stoppar strætó ekki á ákveðnum stoppustöðvum, heldur öskrar fólk stopp þegar það vill fara úr, og stoppað er fyrir öllum hvar sem er, oft með nokkurra metra millibili, en því vilja stuttar vega- lengdir oft taka langan tíma. Þegar við loksins komum á á- fangastað beið okkar móttöku- nefnd: Marcos Batanos, hár grannur negri sem þrátt fyrir ung- an aldur, vantar allar framtenn- ur, og Orlando Gonzalez, lítill og grannur, greinilega af indíánsk- um uppruna. Koma okkar vakti mikla athygli, allstaðar kom fólk út í dyr til að horfa á gripina og hópar þarna hlupu á undan okkur til að láta sem flesta vita af því að ókunnugir væru í heimsókn. Það er víst ekki algeng sjón að sjá út- lendinga í þessum hluta borgar- innar, hverfið er þekkt fyrir rán og glæpi og innfæddir hætta sér ekki þar inn nema í fylgd með heimamanni. Saga af stofnun bókasafns ásamt með fleirum komu upp fyrir nokkrum mánuðum, og þjónar hlutverki samkomustaðar fyrir hópinn. Þar settumst við niður og Marcos sagði okkur frá tilurð bókasafnsins og hvernig hópurinn hóf að starfa saman. Marcos sagðist alltaf hafa haft gaman af að lesa og því alltaf haft bækur heimavið. Þessar bækur var hann óspar á að lána vinum og kunningjum og það vitnaðist smám saman til stærri hóps. Fólk fór að koma til hans til að fá lán- aðar bækur til að lána þær áfram. Marcos setti upp lítið skilti á hurðina hjá sér þar sem hann auglýsti bækur til láns. Ef ein- hvern vantaði einhverja sérstaka bók þá leitaði Marcos uns hann frétti af henni hjá einhverjum, og fékk hana lánaða til að lána öðr- um. Þannig stækkaði kunningja- hópurinn, hann kynntist fólki með svipuð áhugamál og hug- myndin að stofnun alvöru bóka- safns varð til. Bókasafnið ö flot Húsnæði fengu þau lánað hjá einum úr hópnum og bókaher- ferðin hófst. Þau gengu um götur hverfisins og auglýstu eftir bókum. Viðbrögðin voru hæg fyrst í stað, fólk var almennt tor- tryggið á þetta fyrirtæki en brátt fóru bækurnar að streyma að. Áttatíu til hundrað bækur fengu þau gefins og að auki bækur sem fólk lánar til bókasafnsins í á- kveðinn tíma. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Á rigningartímanum fylltist húsnæði bókasafnsins af vatni. Metersdjúpt stöðuvatn myndað- ist innan veggja safnsins og bæk- urnar lágu undir skemmdum þannig að þau neyddust til að flýja. Húsnæði lá ekki á lausu en fyrir rest fengu þau að byggja á milli tveggja húsa og þar er nú- verandi bókasafn til húsa. Lítið húsnœði en öflug starfsemi Bókasafnið er þröngur gangur, um einn og hálfur metri á breidd, veggirnir eru berir múr- steinsveggir, bókahillurnar eru

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.