Þjóðviljinn - 15.03.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Page 13
Skipst á um að nota pensil. smíðaðar úr grófum viði, líkust- um mótatimbri. Fjórir, fimm stólar standa meðfram öðrum veggnum, ætlaðir börnum sem þarna eiga að geta haft aðstöðu til náms. Við enda gangsins tekur svo við pínulítið herbergi með einu borði, þar sem haldnir eru umræðufundir, sýningar og nám- skeið fyrir börn. Samhliða stofnun bókasafnsins hófst ýmiskonar önnur starfsemi. Þau hófu námskeið fyrir krakka, einskonar verkstæði sem er opið fyrir öll börn sem áhuga hafa. Þar geta þau teiknað og málað, dans- að eða farið í leiki. Þetta verks- tæði á að vera opið alla laugar- dagsmorgna en oft er ekki til neitt efni, þegar ekki hefur tekist að safna fyrir litum eða pappír, og þá er farið í gönguferð eða dans- að. Hópurinn hefur leitað eftir aðstoð fráýmsum einkafyrirtækj- um en þar er enga hjálp að fá, og fyrirfram er vitað, að hið opin- bera styrkir ekki svona óarðbæra starfsemi. Marcos hefur tekist með hörkunni að fá ókeypis aðgang fyrir krakkana sína á ýmis söfn í borginni og er það hámark þeirrar aðstoðar sem hópurinn hefur fengið. En viðurkenningu hafa þau fengið fá fólkinu í hverf- inu sínu, sem áður var svo tor- tryggið, peningagjafir berast og þó smáar séu duga þær til að kaupa liti af og til. Foreldrarnir koma líka stundum með börnun- um sínum og hjálpa til við að hafa stjórn á þessum herskara. Fimmtán barna hópur sem byrj- aði er orðinn fimmtíu til sjötíu börn sem koma reglulega, auk um hundrað barna sem koma af og til. Viðurkenningu einstakra utanaðkomandi aðila hafa þau líka fengið. í Bocagrande aðal túristahverfinu og hverfi hinna nýríku, voru þau beðin um að skreyta stóran vegg. Það var fyrir tilstilli ítalskrar konu sem rekur svipað verkstæði fyrir börn hinna ríku. Bókasafnsnefndin fór til Bocagrande ásamt með tvö- hundruð og fimmtíu börnum og skreytti múrana. Fyrsta myndlistarsýningin sem haldin var í suðausturhverfinu var nýlega opnuð í litla bókasafn- inu og umræðufundir hafa verið margir, um allt frá eldamennsku til eiturlyfja. Bókasafnshópurinn ætlar ekki að láta við svo búið standa, þau leita að stærra hús- næði og eru nú að býrja á að skrifa sögu hverfisins, eða eins og Marcos segir: „Hvers vegna þessi var drepinn, þessi fór út í eitur- lyfin og þessi flutti burt.“ Málað undir hitabeltissól Árangur heimsóknar okkar Cheos varð sá að við tókum að okkur að sjá um verkstæðið nokkra laugardagsmorgna. Undir steikjandi hitabeltissólinni höfum við reynt að hafa Sigrídur Etfa Sigurðardóttir skrífar frá Kólumbíu taumhald á fimmtíu börnum sem mála af hjartans lyst með fingrun- um og mæðrum sínum efalaust til mikillar gleði, þurrka sér yfirleitt í fötin sín. Þau virðast sannarlega njóta þess að fá tækifæri til að tjá sig með litum og enginn kvartar þó litir og pappír séu af skornum skammti. Eftir verkstæðistímann er okk- ur undantekningarlaust boðið í mat, bókasafnshópurinn safnast saman, einn leggur til banana, annar yuca og name, sá þriðji fiskinn og svo framvegis. Eftir matinn er svo gjarnan farið í gönguferð um hverfið og heilsað upp á vini og kunningja. Einn laugardaginn voru leigðir tveir kanóar og farið í bátsferð um Meyjarlónið. Það var erfitt að trúa því að lífið í lóninu væri að fjara út, þegar smáfiskar stukku upp í kanóana, og erfitt að ímynda sér að þeir tugir þúsunda fugla sem lifa við lónið verði horfnir eftir nokkur ár. Þeir vijja okkur burt Fólkið í suðausturhverfinu er ekki í nokkrum vafa. „Stjórnvöld eru að hrekja okkur í burtu, það verður ekkert gert til að opna lónið aftur og það verður ekkert gert til að hreinsa það fyrr en eftir að við höfum neyðst til að flytja burt og selja landið fyrir skít á priki. Þá kaupir einhver góðbor- garinn þetta svæði fyrir litinn pening og byggir nokkur stykki hótel, og þá munu stjórnvöld allt í einu sjá nauðsyn þess að hreinsa lónið. Hér mun rísa paradís á jörð - en ekki ætluð núverandi íbúum.“ Malbikún Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í malbikun gatna og göngustíga sumarið 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. mars kl. 11. Bæjarverkfræðingur T Malbikun - JL viðhald Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í viðhald á malbiki gatna sumarið 1987. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. mars kl. 11. Bæjarverkfræðingur Skrifstofustarf við Raunvísindastofnun Háskólans er laust til umsóknar nú þegar. Starfið felst í almennum skrifstofustörfum auk símvörslu. Um er að ræða heila stöðu, en til greina kemur að ráða tvo starfsmenn í hálft starf. Góð almenn menntun og stundvísi áskilin og nokkur reynsla í meðferð skrifstofuvéla æskileg. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar milli kl. 13 og 15 næstu daga í síma 21340. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra fyrir 25. þ.m. RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS Útboð á smíði Breiðafjarðarferju Skipatækni hf., f.h. Byggingarnefndar Breiða- fjarðarferju, óskar eftir tilboðum frá innlendum skipasmíðastöðvum í smíði ferju til siglinga yfir Breiðafjörð. Útboðsgögn liggja frammi hjá Skipa- tækni hf. Grensásvegi 13, 108 Reykjavík. Opnun tilboða fer fram að Rauðarárstíg 25 hjá formanni Byggingarnefndar, Guðmundi Malmquist, þriðjudaginn 31. mars 1987 kl. 14.00. Skipatækni hf. veitir frekari upplýsingar ef óskað er í síma 91-681610. F.h. Byggingarnefndar Breiðafjarðarferju, Skipatækni hf. Hafnarfjörður - íbúðalóðir Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir fyrir íbúðarhús á Setbergi og víðar. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkf- ræðings, Strandgötu 6, þar með talið um gjöld vegna lóðanna, byggingarskilmálao.fl. Umsókn- um skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem þar fást eigi síðar en þriðjudaginn 31. mars n.k. Bæjarverkfræðingur Sunnudagur 15. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.