Þjóðviljinn - 15.03.1987, Side 15
/
'•v..
Hefur þverpólitskt
starf KRFÍverið til
góðs? Hefur
verkalýðshreyfingin
brugðist? Eru konur
nóguvirkar?
stefnu ASÍ og BSRB um verka-
lýðshreyfinguna og jafnréttið.
„Ég er gjörsamlega ósammáfa
því og þó það megi kenna verka-
lýðshreyfingunni um ýmislegt þá
er hún ekki ein ábyrg fyrir mis-
rétti sem konur í landinu búa við.
Það má ekki firra aðra ábyrgð
einsog atvinnurekendur,
stjórnvöld og jafnvel konur sjálf-
ar. Ef að konur eru svona óá-
nægðar með verkalýðshreyfing-
una þá ættu þær að taka þátt í
henni og breyta baráttuaðferðun-
um sem þeim finnst of slappar og
hrista upp í kerfinu."
Uppsveifla eða lœgð?
„Þær konur sem starfa í Sam-
tökum kvenna á vinnumarkaði
fara á fundi í sínum félögum,
enda þótt þeim finnist oft á tíðum
að það þjóni litlum tilgangi,“
sagði Birna Þórðardóttir.
„Samtökum kvenna á vinnu-
markaði hefur tekist að hrista
svolítið upp í umræðunni um
launamálin þó við höfum ekki
náð miklu fram og við höfum átt
ágætt samstarf við bæði mennta-
og verkakonur innan ASÍ og
BSRB.“
Launamálin brenna mjög á
konum einsog sjá má af ofan-
greindum tilvitnunum. En nóg
um þau í bili. Ég spurði allar kon-
urnar að því hvort þær teldu að
það væri minni kraftur í barátt-
unni nú en áður en þær greindi
nokkuð á um það. Sigríður Dúna
sagði mikinn kraft innan Sam-
taka um kvennalista og sú upp-
sveifla sem hefði hafist með til-
komu þeirra í kringum 1982 væri
enn við lýði.
Birna Þórðardóttir var ósam-
mála þessu. Hún sagðist telja að
jafnréttisbaráttan væri í lægð
núna, að minnsta kosti væri hún
alls ekki eins kröftug og áður.
Nostalgía eða hvað?
Lára V. Júlíusdóttir hafði þetta
að segja: „Ég held að róttæknin
sé alveg jafnt til staðar og fyrir
10-15 árum. Þetta er einhver
„nostalgía“ (=að sjá fortíðina í
rósrauðum ljóma). Það hefur
heilmikið áunnist og ég vil ekki
trúa því að við séum að missa
dampinn.“
„A heildina litið er vissulega
ríkjandi lægð í kvennabaráttunni
einsog í allri annarri baráttu
vegna óhóflegs vinnuálags,"
sagði Unnur Sólrún. „Hins
vegar tek ég eftir því hér á
Austurlandi að konur hafa staðið
sig mjög vel og taka virkan þátt í
störfum innan Alþýðubandalags-
ins og stefna þess fellur saman við
stefnu kvennabaráttunnar.“
Það hefur stundum pirrað
undirritaða að í allri launamála-
umræðunni, sem er vissulega af
hinu góða, þá er einsog það hafi
farist alveg fyrir að ræða um bar-
áttuna inni á heimilunum. Rifr-
ildin um uppeldið, eldamennsk-
una og heimilisverkin fara fram
innan fjögurra veggja heimilisins
og það er einsog enginn vilji
viðurkenna að hún standi í þessu
ströggli sjálf.
Svo virðist sem kona, sem
kvartar í dag undan því að mað-
urinn hennar neiti að taka þátt í
heimilisstörfunum, sé álitin
aumkunarverð og það sé hennar
að redda sínum málum. Hún er
talin úr takti við tíðarandann.
Ég bar þetta undir viðmælend-
ur mína:
Göfugt hlutverk
húsmóðurinnar
„Það verður að leggja meiri
áherslu á jöfnun heimilisábyrgð-
arinnar," sagði Lára V. „Þetta er
ekki bara stríð við karlana sem
slíka heldur þetta þjóðfélag sem
við búum í.“
„Það er hiklaust mín skoðun að
allir beri jafna ábyrgð á heimilis-
störfum og þetta hefur alls ekki
verið nóg til umræðu," sagði Að-
alheiður Bjarnfreðsdóttir.
„Jafnrétti á vinnumarkaðinum
helst í hendur við jafnrétti inni á
heimilunum," sagði Unnur Sól-
rún. „Launamismunurinn, lág
laun og langur vinnudagur eiga
mikla sök á ástandinu og verði
það leiðrétt eru komnar forsend-
ur til breytinga. Karlmenn munu
þó aldrei sleppa forréttindum sín-
um með góðu, konur þurfa alltaf
að berjast fyrir þeim.“
„Ástandið er bara ekki neitt
betra en það var 1968-69 og
margar konur eru að vakna upp
við það núna,“ sagði Birna Þórð-
ar. „Það er sama kúgunin heima
fyrir og úti á vinnumarkaðinum.
Það að baráttan inni á heimilun-
um skuli lítið vera til umræðu er
kannski ekki nema eðlilegt þegar
svo stór hluti þeirra sem eru í
kvennabaráttunni er farinn að
upphefja hið göfuga starf húsm-
óðurinnar.
Þessi sjálfsupphafning niður-
lægingarinnar hefur orðið til þess
að það hefur verið horft framhjá
ástandinu einsog það er í raun og
veru.“
Og þetta látum við verða
niðurlagsorðin hér í þeirri von að
það vekji einhverja til umhug-
sunar um það hvort jafnréttisbar-
áttan á ísiandi sé að missa dam-
pinn og hvað sé þá til ráða.
-Vilborg Davíðsdóttir.
fjj Forstöðumaður-
fóstrur
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsireftirtaldar
stööur á dagvistarheimilum bæjarins lausar til
umsóknar:
- Stöðu forstöðumanns á skóladagheimilinu Dal-
brekku. Erlausfrá 15. maí. Umsóknarfresturertil
30. mars. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í
síma 45700.
- Fóstru að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750.
- Fóstru að dagvistarheimilinu Efstahjalla. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 46150.
- Fóstru að dagvistarheimilinu Grænatúni. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 46580.
- Fóstru að leikskólanum Kópahvoli. Upplýsing-
ar gefur forstöðumaður í síma 40120.
- Fóstru að dagvistarheimilinu Kópasteini. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 41565.
- Fóstru að leikskólanum Fögrubrekku. Einnig
óskast starfsfólk til afleysinga á sama stað. Upp-
lýsingar gefur forstöðumaður í síma 42560.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun
Kópavogs. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýs-
ingar um störfin í síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
§ft LAUSAR STÖÐUR HJÁ
llf REYKJAVIKURBORG
Fóstrur, þroskaþjálfar eða aðrir með uppeldis-
fræðilega menntun og reynslu, óskast til stuðn-
ings börnum með sérþarfir á dagvistarheimilum í
vestur- og miðbæ, heilt eða hlutastarf eftir
samkomulagi.
Upplýsingar hjá Gunnari Gunnarssyni sálfræð-
ingi á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277 eða
22360.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Sjúkrahús Skagfirðinga
Sauðárkróki
óskar að ráða eftirtalið starfsfólk:
1. Hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga, einn-
ig í föst störf áfram.
2. Ljósmóður til sumarafleysinga og í fast starf.
3. Meinatækni til sumarafleysinga.
4. Sjúkraliða til sumarafleysinga og í föst störf.
5. Sjúkraþjálfa til sumarafleysinga.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafl-
eysinga á Heilsugæslustöðina á Sauðárkróki og
Hofsósi.
Upplýsingar um laun og fleira veita:
Fyrir sjúkrahús, Birgitta s. 5270.
Fyrir heilsugæslu, Elísabet s. 5270.
Hjúkrunarforstjórar.
ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIFTI
Eittár íTyrklandi
Alþjóðleg ungmennaskipti geta boðið einum
skiptinema dvöl í Tyrklandi um eins árs skeið.
Umsóknarfrestur til 1. apríl.
Nánari upplýsingar á skrifstofu AUS, Snorra-
braut 60 eða í síma 24617 milli kl. 13-16.
Sunnudagur 15. mars 1987 ÞJÓÐViLJINN — SÍÐA 15