Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 1
Vio eigum bara einn vinsni flokk í dag Svavar Gestsson: Alþýðubandalagið eini vinstriflokkurinn á íslandi. Hætta á ao^^ ríkisstjórnin nái aftur hreinum meirihluta. Alþýðubandalagið getur eitt varnað því. Alþýðubandalagið ekíci síðurflokkur kvenna en karla. Hermálið er enn á dagskrá. Valið er auðveltfyrir vinstrafólk vitum hvert þeirra fyrsta verk verður takist þeim að mynda rík- isstjórn eftir kosningarnar. Þeir munu grípa til sömu ráða og grip- ið var til síðast og taka til baka þær launahækkanir sem opinber- ir starfsmenn hafa verið að semja um að undanförnu. Þetta ættu allir að hafa hugfast þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugar- dag.“ Svavar sagði að því miður kæmi Alþýðubandalagið ekki nógu sterkt út úr þessum skoð- anakönnunum en slíkt væri mjög alvariegur hlutur því það eina sem gæti varnað því að sagan frá 1984 endurtæki sig, væri sterkur vinstri flokkur. „Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem kennir sig við vinstri stefnu. Alþýðuflokkurinn Sjálfstœðismenn Tíund til Birgis ísleifs „Gleymdi“ Birgir að gefa kaupaukann upp tilskatts? Markús Örn Antonsson: Greiðslurnar hugsaðar sem þóknunfyrirunninstörf. Albert Guðmundsson: Vil ekkert um málið segja Þessi snarpa kosningabarátta hefur leitt í ljós að á Islandi er bara einn vinstri flokkur. Sá flokkur er Alþýðubandalagið, sagði Svavar Gestsson við Þjóð- viljann í gær. „Skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt, að stór hætta er á að ríkisstjórnarflokkarnir nái aftur hreinum meirihluta. Við Kjósum gleðilegt sumar! þJOÐVILIINN Asumarmánuðum 1978, þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti borgarstjórnarmeirhlutann, létu borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna tíund af hendi rakna til Birgis ísleifs Gunnarssonar, frá- farandi borgarstjóra og núver- andi alþingismanns. Öfugt við Al- bert, er „glcymdi“ að eigin sögn að gefa upp hluta tekna sinna til skatts, telja áreiðanlegar heimild- ir blaðsins að Birgir Isleifur hafi tæpast hirt um að gefa ölmusuna upp til skatts, en látið flokks- bræður sina og vini um að bera skattbyrðina af þessum greiðsium, þar sem þær voru upphaflega launagreiðslur til annarra. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins var þessi tí- und hugsuð til að vega upp á móti þeirri kauplækkun er Birgir varð fyrir, er hann varð að yfirgefa borgarstjóraembættið og láta sér nægja stöðu óbreytts borgarfull- trúa og er bent á Davíð Oddsson, sem hugmyndasmið að þessari launatryggingu. „Ástæður þessara greiðslna voru þær að Birgir ísleifur, sem fyrsti borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna, tók að sér ýmis verkefni, sem honum voru falin. Menn féll- ust á það að honum skyldi greidd sérstök þóknun fyrir þessi störf. Ég man ekki hve há prósenta þetta var. Það kann enginn svör við því hversu há upphæðin var nema Birgir sjálfur. Þetta fyrir- komulag stóð stutt yfir,“ sagði Markús Örn Antonsson, útvarps- stjóri og fyrrum borgarfulltrúi. „Jú mig rámar í þetta, þegar þú spyrð. Eg sat nú bara í einni nefnd á þessum tíma, svo það hlýtur að hafa verið óverulegt sem ég lét af hendi rakna,“ sagði Sveinn Bjömsson, fyrrum vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins og frambjóðandi Borgara- flokks. Magnús L. Sveinsson borgar- fulltrúi bar fýrir sig óminni og sagði sér vera ókunnugt um mál- ið. í svipaðan streng tók Albert Guðmundsson, fyrrum iðnaðar- ráðherra og borgarfulltrúi, en hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þetta mál. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðsins tókst ekki að hafa uppi á Birgi ísleifi Gunnarssyni. -RK undir stjórn Jóns Baldvins er kominn langt til hægri og Kvennalistinn afneitar vinstri stefnu. Vinstri sinnaðar konur ættu að hafa þetta hugfast þegar þær greiða atkvæði á laugardag. Alþýðubandalagið hefur leitt fleiri konur til öndvegis en nokk- ur annar flokkur þar sem fólk starfar saman af báðum kynjum og hvergi eru jafn margar konur í baráttusætum og á okkar fram- boðslistum. Þá er Alþýðubandalagið eini flokkurinn sem telur að hermálið sé enn á dagskrá. Kvennalistinn hefur nú loksins kveðið upp úr með stefnuleysi sitt gagnvart hemum og NÁTO og við þekkj- um stefnu hermangsflokkanna. Alþýðubandalagið er eini flokk- urinn sem getur hamlað gegn út- þenslu hersins, sem hefur aldrei verið meiri en einmitt núna. Það eru 48 klukkustundir þar til kjörstaðir opna og þessar stundir verða allir vinstri menn að nota vel. Á því veltur þróun mála næstu fjögur árin. Það er undir vinstri mönnum komið hvort verður ofaná markaðs- hyggjan eða manngildið.“ sáf Framsókn Samvinnufólki hótað „Hafðu það hugfast að hér get- ur atvinnuöryggi þitt og annarra landsmanna verið í veði. Við heit- um á þig að hafa þessi atriði í huga þegar þú gengur að kjör- borðinu...“ segir m.a. í sérstöku dreifibréfi sem Steingrímur Her- mannsson og efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík hafa undirritað og dreift hefur verið til samvinnustarfsmanna í Reykjavík. Bréf þetta hefur mælst mjög illa fyrir á vinnustöðum sam- vinnumanna og sagði einn þeirra í samtali við Þjóðviljann í gær að menn gætu ekki lesið annað út úr þessum línum en að veri væri að hóta þeim með atvinnumissi ef ekki yrði kosið samkvæmt vilja Framsóknarforystunnar. Þess vegna þyrðu fjölmargir andstæð- ingar Framsóknarflokksins á vinnustöðum SÍS og Sambands- ins ekki að hafa hátt um pólitísk- ar skoðanir sínar þessa dagana. Kosningar Sóknarhugur „Við getum ekki annað en ver- ið bjartsýn, við höfum fundið vaxandi undirtektir við stefnu Al- þýðubandalagsins á síðustu dögum,“ sagði Unnur Sólrún Bragadóttir, í öðru sæti G-listans á Austurlandi. Það var sömuleiðis mjög gott hljóð í Margréti Frímannsdóttur efsta manni á G-listanum í Suður- landskjördæmi. „Við stefnum ótrauð að því að halda okkar fylgi og raunar miklu meir en það. Við erum virkilega bjartsýn. Það þýð- ir heldur ekkert annað en sóknar- hug.“ þj. Sjá bls. 2 „Þaö er andleg vinna; þraaldómur og sálarstríó aó skrifa bækur," segir Halldór Kiljan Laxness, en hann á í dag 85 ára afmæli. Þau hjónin, Halldór og Auður Sveinsdóttir Laxness, stilltu sér upp fyrir framan Gljúfrastein í gær fyrir Ijósmyndara Þjóðviljans. Og Halldór bætti við: „Ungt fólk getur ekki skrifað góðar bækur, nema kannski fyrir tilviljun eða ef það hefur verið á fílaveiðum eða eitthvað þess háttar!" (Mynd: Sig). Sjá bls. 8-9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.