Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF V Stöðvum hægri bylgjuna Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar Stöðvum hægribylgjuna Hæfustu stjómmálapælarar standa nú ráöþrota gagnvart hefðbundnum kosningaspám. Fárviðri síðustu vikna hefur þyrl- að upp þvílíku moldviðri að traustustu kennileiti í pólitísku landslagi virðast horfin sjónum. Um tíma virtust kosningar ætla að snúast um jarðskjálfta í Sjálf- stæðisflokknum. Þjóðin stóð á öndinni yfir því hvor væri sið- lausari Albert Guðmundsson eða Þorsteinn Pálsson. Engu var lík- ara en framtíð þjóðarinnar ylti á því hvor þessara oddvita hægri aflanna gæti staðið yfir pólitísk- um ná hins. Pólitískt minnisleysi í þessu fárviðri var sem póli- tískt minni fyki burt út um vit manna. Einstæð móðir sem rétti- lega kvartaði yfir lágum launum, löngum vinnudegi og fáum sam- verustundum með bömum sínum sagðist best treysta Albert Guðmundssyni til að rétta sinn hlut. Sá sami Albert var fjármála- ráðherra ríkisstjómarinnar sem hóf feril sinn fyrir 4 ámm með því að skerða kjör um þriðjung. Og ríkisstjómin sú gerði gott betur til að ganga á sjálfsvirðingu venju- legs launafólks. Eignaupptaka íbúðaeigenda með misgengi launa og lána fylgdi í kjölfarið. Stjórnvaldsaðgerð sem sjálfur forsætisráðherrann viðurkenndi sem stórfelld pólitísk mistök en lét þó vera að leiðrétta þau. Oddviti Borgaraflokksins sem segist bera hag þeirra smáu og sjúku fyrir brjósti notaði vald sittt ásamt samráðherrum til að marg- falda kostnað sjúklinga af lyfjum og læknishjálp. Albert, Þorsteinn og Steingrímur hafa samstiga við flokksmenn sína skorið við nögl fé til þeirra verkefna sem al- menningur finnur hvað mesta þörf fyrir. Uppeldisskilyrði barna , em forsómuð með bamaheimila- skorti, aðstöðuleysi skóla, ósæm- andi kjömm uppeldisstétta og löngum vinnudegi foreldra. Heilbrigðisstéttum er haldið niðri í launum, sjúkrahús svelt og þverskallast er við að koma á við- unandi heilsugæslu í Reykjavík. Fatlaðir era margsviknir um lög- bundin fjárframlög úr ríkissjóði. Gömlu fólki og öryrkjum er ætl- að að lifa af enn færri krónum er vemleikafirrt lágmarkslaunin hljóða upp á. Rammasmíð ríkisstjórnar Þetta em örfá dæmi um þann „ramma” sem fráfarandi ríkis- stjórn hefur smíðað utan um ís- lenskt þjóðlíf síðustu 4 ár. Reyndar hefur rammanum ekki verð þrengt utan um alla þjóðina. Ýmsir lifa ágætu lífi utan hans og hafa þeir gilda ástæðu til að kjósa yfir sig sömu herra svo frelsið utan rammans verði enn rýmra. En það ágæta fólk er þá jafnframt að biðja um þjóðfélag misréttis og ójöfnuðar og lætur varla van- líðan annarra tmfla sitt sæla líf. Sá hluti þjóðarinnar sem býr Suðvesturhomsins og annarra utan höfuðborgarsvæðisins hefur landshluta, ójöfnuður milli ein- kynnst rammasmíði ríkisstjóm- stakra atvinnugreina, ójöfnuður arinnar á þann veg að hópur fólks milli fjármagns- og fyrirtækja- „Fullyrðingar sumra Kvennalistakvenna um að hœgri og vinstri séu úrelt þing í stjórnmála - átökum eru móðgandi við skynsemi kjósenda. Þœr eru til þessfallnar að slá ryki í augufólks gagnvart því ofurvaldi semfá- mennur hópur hefuryfir lífsskilyrðum fjöldans í krafti peninga og stéttar- stöðu. ” fann sig knúinn til að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að spoma gegn dreifbýlisflóttanum. Þau viðbrögð em skiljanleg en þó vafasamt að framboðið geri ann- að en að dreifa kröftum og at- kvæðum þeitta sem heils hugar vilja stuðla að sjálfstjóm heima- manna á uppbyggingu og eigin > aflafé. Einkennið er ójöfnuður Aukinn ójöfnuður er sú niður- staða sem helst einkennir stjórn- arstefnu ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar. Ójöfnuður milli eigenda annars vegar og launa- fólks hins vegar. Bilið milli launamannahópsins hefur líka breikkað og þar á meðal launabil- ið milli karla og kvenna. Konur hafa vissulega ótal ástæður til að standa í baráttu fyrir jöfnum rétti kynjanna og skilningi á kvenlegum gildum sem er víðs fjarri á flestum svið- um. Það er ein „víddin” sem tak- ast þarf á um í þjóðmálaumræðu, við stjórnvaldsaðgerðir, á vinn- umarkaði, í uppeldi og menntun og ekki síður í sa-nskiptum kynj- anna í oinkalífi. í baráttunni um hvaða gmndvallarviðhorf eigi að ríkja við stjóm landsmála er þó blekkjandi að einblína á mismun kynjanna og gera það að höfu- ðandstæðum stjómmálanna. Fullyrðingar sumra Kvennalista- kvenna um að hægri og vinstri séu júrelt þing í stjórnmálaátökum em móðgandi við skynsemi kjós- enda. Þær em til þess fallnar að slá ryki í augu fólks gagnvart því ofurvaldi sem fámennur hópur hefur yfir lífsskilyrðum fjöldans í krafti peninga og stéttarstöðu. Hagsmunir þess fámennishóps em leiðarljós hægri viðhorfa sem boða réttlætingu þess að fólk skuli skiptast í drottnara og undirgefna. Vinstri lífssýn hafnar slíkri skiptingu og krefst skilyrða sem veita ÖLLUM einstak- lingum tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og eignast réttláta hlutdeild í lífsins gæðum. Hægri eða vinstri Á íslandi sem og í öðram heimsins homum er tekist á um þessi ólíku gmndvallarviðhorf. Tilbrigðin em mörg á báðum vængjum of víddin ekki ein. En skiptingin í hægri og vinstri tekur til gmndvallarskilnings sem ís- lenskar konur og karlar verða að taka afstöðu til. Aldrei fremur en nú, í pólitísku moldviðri hægri vinda, þurfa íslendingar með vinstri lífssýn að rétta af kúrsinn vilju þeir stefna að siðaðra manna velferðarríki í landi okk- ar. Kristfn Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandaiagsins Ein vika er langur tfmi í pólitík, sagði Harold Wilson, forsætis- ráðherra Bretlands, vorið 1966 í aðdraganda þingkosninga þar í landi. Þessi fleygu orð sönnuðust rækilega hér á landi vikuna 19.- 26. mars s.l. Þá réðist það á sjö dögum að iðnaðarráðherra sagði af sér ráðherradómi, vék af D- listanum í Reykjavík og bauð fram S-listann í nafni Borgara- flokksins í öllum kjördæmum. „Borgarastríð” Sj álfstæðismanna hefur síðan yfirskyggt í stjórnmálunum. Áfleiðingin er meðal annars sú að fólk hefur það á tilfinningunni að upplausnará- stand ríki á landinu. Flokka- drættir Sjálfstæðismanna hafa nú bæst við sérframboð einsmáls- og einsmannsflokka sem vitnisburð- ur um það að flokkaskipanin sem mótaðist hér á landi á fyrstu ára- tugum þessarar aldar er að rið- last. Hagsmunaárekstrar Ástæða er til að líta aðeins yfir þau mál sem mestri ólgu og flokk- adráttum hefur valdið í íslensk- um stjómmálum að undanförnu. Hvað er sameiginlegt með Haf- skipsmálinu, Utvegsbankamál- inu og málinu sem varð til þess að iðnaðarráðherra sagði af sér? Svarið er hagsmunaárekstrar. Þetta felur alls ekki í sér áfellis- dóm yfir einstökum mönnum en í öllum þessum málum má finna dæmi um það að menn hafi reynt að þjóna tveimur herram - að al- mannahagsmunir og einkahags- munir hafi rekist á. En það er ekki nóg að fordæma hagsmuna- árekstrana. Þeir stafa ekki af tómum tilviljunum eða mann- legum brestum þeirra sem í þeim Ný viðhorf lenda. í þessu má sjá ákveðið samhengi. Það er ein af veilunum í íslensku stjórnarfari að ekki er tekið skipulega á þessum vanda. Að nokkru stafar þetta af því að mörkin milli löggjafarvalds ann- ars vegar og framkvæmdavalds hins vegar em óskýr. Þingmenn hafa mjög sóst eftir að fara með fjárstjórnarvald. Þetta er eitt, en annað er, að vandinn er í reynd enn almennari og varðar al- mennar reglur - eða öllu heldur skort á almennum reglum - um starfsábyrgð og hagsmunagæslu í opinbem lífi og viðskiptum yfir- leitt. Alþýðuflokkurinn hefur einn flokka markað skýra stefnu á þessu sviði. í kosningastefnuskrá hans er það skýrt fram sett mark- mið að sett verði almenn lög til að verjast hagsmunaárekstmm. Til- gangur slíkra laga er að tryggja að trúnaður ríki milli þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa hennar og emb- ættismanna. Þingmenn Alþýðu- flokksins hafa áður flutt þings- ályktunartillögur um þetta efni. í desember á síðasta ári þegar Út- vegsbankamálið var til umræðu á Alþingi lagði þingflokkur Alþýð- uflokksins til að sett yrAu í banka- lög skýr ákvæði gegn hugsan- legum hagsmunaárekstmm og enn fremur að ábyrgð ráðherra á starfsemi ríkisbankanna yrði gerð ótvíræð og endir bundinn á það að Alþingi kjósi þingmenn eða aðra pólitíska fulltrúa í bankaráð ríkisbankanna. í sam- ræmi við þessi viðhorf hafa Al- þýðuflokksmenn á síðari ámm ekki kosið þingmenn í bankaráð viðskiptabanka. í þessum til- lögum Alþýðuflokksins felst krafa um nýtt siðferði í Jón Sigurðsson skrifar: stjómmálum. Það dugir ekki að treysta eingöngu á mannkosti stjórnmálamanna, heldur verður Stjálfstæðisflokki og Alþýðu- bandalagi - reiðir af í þessu um- róti fer mjög eftir því hvemig „Hvað er sameiginlegt með Hafskipsmálinu, Útvegsbankamálinu og málinu sem varð tilþess að iðnaðarráðherra sagði afsér? Svarið er hagsmunaárekstrar. “ að setja um þessi efni almennar reglur. Ný flokkaskipan Það er í þessu ljósi sem menn eiga að skoða atburði síðustu vikna og mánaða á sviði íslenskra stjórnmála. Sá glundroði sem nú ríkir í Sjálfstæðisflokknum sem gengur til kosninga klofinn niður í rót og í Framsóknarflokknum vegna klofningsframboða, og óeining og veik staða Alþýðu- bandalagsins em ekki tilviljana- kenndar uppákomur. Hér má greina ákveðna þróun og ákveðið samhengi. Flokkakerfið er að riðlast. Meginástæðan fyrir þess- ari þróun er sú að ný viðhorf hafa verið að ryðja sér til rúms. Hvernig flokkunum fjómm sem lengst hafa starfað - Alþýðu- flokki, Framsóknarflokki, þeim hefur tekist að laga sig að breyttum tímum og breyttum við- horfum. Vert er að nefna þrennt í þess- um nýju viðhorfum sem skiptir miklu máli: 1. Það fyrsta er einfaldlega kraf- an um nýtt og betra siðferði í stjórnmálum. Henni er kannski best lýst með því að segja að það eigi ekki að gilda annað siðferðis- mat í pólitík en á öðmm sviðum þjóðlífsins, til dæmis í við- skiptum. Heiðarleiki, sannsögli og áreiðanleiki eiga að gilda þar eins og annars staðar. En jafn- framt em réttilega gerðar sér- stakar kröfur til stjómmála- manna sem kjörinna fulltrúa al- mennings. 2. í öðm lagi er krafan um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum en Kvennalistinn er myndaður um hana. 3. Og í þriðja lagi er krafan um aukna valddreifingu og jafnrétti og frelsi einstaklinga. Nýir kjósendur sem nú em á landinu öllu 26 þúsund af 172 þúsundum en rúm 8 þúsund af 67 þúsundum í Reykjavík em flestir fulltrúar þessara nýju viðhorfa. Þeir em líka næsta óráðnir í af- stöðu sinni til flokkanna ef marka má skoðanakannanir. Hvemig hefur „gömlu” flokk- unum fjómm tekist að laga sig að þessum breyttu viðhorfum? Þeg- ar horft er yfir sviðið sést glöggt að Alþýðubandalagið, Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn eiga nú við óeiningu innan eigin raða að stríða. Þessi óeining stafar að nokkru af því að í flokkunum er deilt um menn en ekki síður málefni. Alþýðuflokk- urinn sker sig hér úr. Honum hef- ur tekist best að breytast með breyttum tímum. Hann hefur verið í gagngerri endumýjun síð- asta áratug. Hann hefur afdrátt- arlausa sérstöðu í íslenskri pólitík og þá ekki síst hvað varðar kröf- una um nýtt siðferði í stjórnmálum. Nútímajafnaðar- stefna er í reynd fyrst og fremst byggð á siðferðilegu lífsviðhorfi um jafnrétti til þroska og tæki- færa og jöfnuð fyrir lögum og reglum. Þá býður Alþýðuflokk- urinn nú fram fleiri konur á þeim stöðum á framboðslistum sem em líkleg þingsæti en aðrir flokk- ar, að Kvennalistanum einum undanskildum. Alþýðuflokkur- inn er einnig skeleggasti málsvari valddreifingar og frjálsræðis, jafnt í viðskiptum sem á öðmm sviðum þjóðlífsins. Einn gömlu flokkanna gengur hann nú sam- einaður og sterkur til þessara kosninga. Hann getur orðið kjöl- festan í íslenskum stjómmálum að þeim loknum. Jón Sigurðsson er hagfræðingur og skipar 1. sæti á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík í komandi kosningum 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.