Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 23
HERNÁMSGRÓÐI
HÁSTÉTTANNA
Réttur
Nýtt hefti
komið
1. hefti 70. árgangs tímaritsins
Réttar er nýkomið út og er efnis-
innihaldið að vanda fjölbreytt.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalgsins skrifar forystu-
grein þar sem hann bendir á að
kosningarnar á laugardag snúist
fyrst og fremst um stefnu Alþýðu-
bandalagsins gegn frjálshyggju
Oialdsflokkanna.
Adda Bára Sigfúsdóttir skrifar
fróðlega grein um stefnu Alþýðu-
bandalagsins í kjörum aldraðra
og rekur þær kjarabætur sem Al-
þýðubandalagið hefur náð fram í
þeim efnum. Þá skrifar Sigur-
sveinn D. Kristinsson grein um
baráttu Magnúsar Kjartanssonar
heitins fyrir málum fatlaðra og
öryrkja og það Grettistak sem
hann fremur öðrum lyfti í réttind-
abaráttu þeirra. Ýmsar aðrar
fróðlegar greinar er að finna í
Rétti sem er sem fyrr ritstýrt af
Einari Olgeirssyni.
Auglýsing
frá kjörstjórn í Mosfellshreppi
um breyttan kjörstað
Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis 25. apríl
1987 verður í VARMÁRSKÓLA.
Kjörfundur verður settur kl. 9.00 árdegis og
stendur til kl. 23.00.
Kjörstjórn Mosfellshrepps.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir
tilboðum í byggingu Vesturbæjarskóla og skal
verkinu skilað fullbúnu en án lausabúnaðar. Út-
boðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15000 skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 19. maí n.k. kl. 11. .
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikuk|uvogi 3 Srmr 25800
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir mars mánuð 1987,
hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27.
þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau
eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til
viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. maí.
Fjármálaráðuneytið,
21. apríl 1987
Frá kosningamiðstöðinni:
Lokasóknin er hafin!
Nú þarf að selja það sem eftir er af
happdrættismiðum.
í dag er skiladagur á miðunum og þá eru þeir
sem tekið hafa miða beðnir að koma á
Kosningamiðstöðina og gera skil.
Seljum hvem einasta miða!
Nú er hafin skráning á bílum á kjördag.
Miðstöðin verður á Þjóðviljanum og tekur
Jóhannes Harðarson við upplýsingum um
hverjir og hvenær þeir geta ekið. Þá er einnig
hægt að láta skrá sig á Kosningamiðstöðinni í
akstur eða önnur störf á kjördag.
Lítið inn og fáið ykkur kaffisopa.
Það munar um hvem mann - látið skrá ykkur
strax.
Kaff ibrauð og meðlæti óskast á
kjördag.
Byrjið strax að baka
Alþýðubandalagið í Reykjavík,
Hverfisgötu 105,4. hæð. Sími 17-500.