Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 3
Útvegsbankinn
Gaflari ráðinn
Guðmundur
Hauksson, fyrrum
sparisjóðsstjóri í
Sparisjóði
Hafnarfjarðar, tók til
starfaígœr
„Við stefnum að því að vera
búnir að ráða annan bankastjóra
fyrir 1. maí næstkomandi, en ég
get ekki nefnt nein nöfn í því sam-
bandi. Allar getgátur um það er
skáidskapur,“ sagði Gísli Ólafs-
son, formaður bankaráðs Útvegs-
banka Islands hf.
í gær samþykkti bankaráð að
ráða Guðmund Hauksson, spari-
sjóðsstjóri í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar sem annan bankastjóra
bankans. Tók hann til starfa í
gær. Hann er viðskiptafræðingur
að mennt og er 37 ára gamall.
Ennfremur samþykkti banka-
ráðið að bjóða öllum útibús-
stjórum bankans endurráðningu,
samkvæmt tillögum núverandi
bankastjóra.
Formlega tekur Útvegsbanki
íslands hf. til starfa 1. maí
næstkomandi samkvæmt lögum
um bankann.
„Nei, það er ekki rétt að ráðn-
ing Guðmundar hafi borið brátt
að. Hún var ákveðin fyrir löngu,
enda þurfti hann að fá sig lausan
úr sinni fyrri vinnu með ákveðn-
um uppsagnarfresti," sagði Gísli
Ólafsson. grh.
FRETTIR
BHMR-samningarnir
Aðeins vamarsigur
Birgir Björn Sigurjónsson: Vinnum að mjög takmörkuðu leyti upp
kjaraskerðingu síðustu ára. Samningarnir engu betri enASÍ
samningarnir
Að mínu mati eru þeir samning-
ar sem nú þegar hafa verið
gerðir við BHMR varnarsigur.
Með samningunum höfum við að
mjög takmörkuðu leyti náð upp
kjaraskerðingu síðustu ára. Við
rétt höldum í við það sem aðrir
launþegar eru að fá með ramma-
samningi ASÍ við VSÍ og ég er
efins um það að við séum að ná
upp í það sem félögin eru að ná
fram með sérsamningum sínum,
sagði Birgir Björn Sigurjónsson
hagfræðingur BHMR um þá
samninga sem aðildarfélögin hafa
verið að gera uppá síðkastið.
Samkvæmt lauslegu mati Birg-
is Björns nemur sú hækkun sem
félögum innan samtakanna hefur
verið boðið uppá í samningalot-
unni u.þ.b. 20-22%. Samningur-
inn gildir til 23 mánaða og er
hann aðeins verðtryggður fram í
október á þessu ári. I samningn-
um eru engar klásúlur um verð-
tryggingu launa frá 1. október
1977 til ársloka 1988 en verði
hækkanir hjá öðrum launþegum
verulegar á tímabilinu er gert ráð
fyrir að samningurinn verði
Námsmenn
Ikosningabaráttunni hefur það
komið fram að bæði Alþýðu-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur
daðra við þá hugmynd að setja
vexti á námslán og það ættu allir
námsmenn að hafa í huga þegar
þeir ganga að kjörborðinu
næstkomandi laugardag, sagði
Theódór Guðmundsson, fulltrúi
stúdenta í Lánasjóði íslenskra
námsmanna og annar af tveimur
framkvæmdastjórum Stúdentar-
áðs Háskóla íslands.
Að sögn Theódórs er það ljóst
að allar hugmyndir um að setja
vexti á námslán eru þess eðlis að
þær grafa undan jafnrétti til náms
og eðlilegt jafnvægi milli náms-
greina mundi raskast. Afleiðing-
in yrði sú að efnahagslegar for-
sendur réðu því í hvaða nám
nemendur færu og myndi leiða til
Hjúkrunarfrœðingar
aftur
Sigríður Snœbjörnsdóttir
hjúkrunarframkvœmdastjóri: 30
hjúkrunarfrœðingar hafa ráðið sig aftur til
starfa. Eigum von á fleirum á nœstu dögum.
að eru rúmlega helmingur Kæmi það niður á þeirri þjónustu
eru
I* þeirra sem sögðu upp sem
hafa ráðið sig aftur, eða um 30
hjúkrunarfræðingar af tæplega
60, sagði Sigríður Snœbjörnsdótt-
ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri
ríkisspítalanna.
Hún bjóst við að fleiri myndu
skila sér inn á næstu dögum en
það væri ljóst að ástandið á spít-
ölunum yrði erfitt í sumar vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum.
sem spítalamir gætu veitt sjúk-
lingunum. En á hvaða deildum
mestur skorturinn yrði gat hún
ekki sagt um að svo stöddu.
„Okkur er það ekkert launung-
armál að við vildum fá fleiri
hjúkrunarfræðinga til starfa, en
eins og er þá er mjög erfitt um vik
að fá þá til starfa, þrátt fyrir ný-
gerða samninga,“ sagði Sigríður
Snæbjömsdóttir. grh.
endurskoðaður. „Það er hins
vegar ekkert í samningnum sem
segir afdráttarlaust um það að
samningurinn verði þá endur-
skoðaður þannig að þama verð-
um við einfaldlega að treysta á
það að það verði hægfara launa-
þróun í landinu og lítil verð-
bólga“, sagði Birgir Björn.
Birgir Björn sagði að þegar
BHMR samningarnir væm born-
ir saman við samninga ASÍ þá
yrði að bera þá saman m.t.t.
sama samningstímabil þ.e.a.s. til
ársloka 1977. Miðað við samn-
ingstíma ASÍ hljóða samningar
BHMRuppáu.þ.b. 10% hækkun
árið 1977 að áfangahækkunum
slepptum. Rammasamningar
ASI hljóði hins vegar uppá 5.1%
og þá væru eftir allir
fastlaunasamningar og sérsamn-
ingar sem ættu að gefa u. þ. b. 3.5-
4.5% hækkun. Samkvæmt þessu
væru samningar BHMR ekki
nema litlu meiri en allir hafi ör-
ugglega fengið hjá ASÍ og sumir
meira. „Þennan mun verðum við
að borga með tveggja ára samn-
ingi og það er ekki ólíklegt að
hann verði tekinn af okkur aft-
ur“, sagði Birgir Björn að lokum.
Flest aðildarfélaga BHMR
eiga eftir að samþykkja samning-
ana og enn er ósamið við nokkur
félög. Meðal þeirra sem sam-
þykkt hafa samningana eru
hjúkrunarfræðingar og sjúkra-
þjálfarar en þrátt fyrir samþykkt-
ina hefur aðeins um helmingur
þeirra hjúkrunarfræðinga sem
sögðu upp störfum ráðið sig til
starfa á ný og enginn sjúkraþjálf-
anna.
-K.ÓI.
Kjosiö jafnrétti
til náms
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur daðra
við hugmyndina um vexti afnámslánum
stöðnunar og afturhaldssemi.
Sagði Theódór að hlutverk
lánasjóðsins væri að lána náms-
mönnum fyrir eðlilegri fram-
færslu á meðan á námi stæði og
því væri það út í hött að bera lána-
sjóðinn saman við einhverja
fjárfestingarsjóði útí bæ. Hér
væri um framfærslulán að ræða
og ekkert annað. Þess vegna væri
það fáránlegt að ætla sér að taka
vexti af Iánum sem þessum.
„Fyrir hönd nýja meirihlutans í
Stúdentaráði vií ég skora á alla
námsmenn að kynna sér vel
stefnu stjórnmálaflokkanna í
lánamálum íslenskra námsmanna
og einnig hvað þeir hinir sömu
hafa aðhafst á liðnu kjörtímabili.
Námsmenn kjósið jafnrétti til
náms,“ sagði Theódór Guð-
mundsson. grh.
Flmmtudagur 23. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Háskólabíó verur lagt undir Hörpugleði Alþýðubandalagsins í dag. Á myndinni eru þau Guðný Halldórsdóttir, Svanhildur
Jóhannesdóttir, Bríet Héðinsdóttir og Halldór Þorgeirsson, en þau ásamt Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur hafa haft veg og
vanda að undirbúningi gleðinnar. Mynd E.ÓI.
Hörpugleði
Fjölskyldan,
baráttan og skáldiö
Hörpugleði Alþýðubandalagsins íHáskólabíói ídag. Skemmtunfyrir
alla fjölskylduna. Afmœlis Halldórs Laxness minnst með söng.
Leikþœttir ávörp o.fl. Dregið íhappdrœtti ungafólksins
Hörpugleði Alþýðubandalags-
ins, sem hefst klukkan 16 í
Háskólabíói í dag, sumardaginn
fyrsta, er hátíð fjölskyldunnar,
baráttuhátið Alþýðubandalags-
ins, auk þess að haldið verður
upp á 85 ára afmæli Halldórs
Laxness.
Það eru þau Bríet Héðinsdótt-
ir, Guðný Halldórsdóttir, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Svan-
hildur Jóhannesdóttir og Halldór
Þorgeirsson, sem hafa haft veg og
vanda að undirbúningi gleðinnar.
Svanhildur Jóhannesdóttir
sagði í samtali við Þjóðviljann að
mjög gaman hefði verið að vinna
að þessu og að hún efaðist ekki
um að gleðin yrði mjög skemmti-
leg og vel heppnuð í alla staði,
enda kæmu fram úrvals lista-
menn.
Þar sem skáldið á 85 ára afmæli
í dag munu söngvararnir Kristinn
Sigmundsson, Sigrún Hjálmtýs-
dóttir (Diddú) og Ólafur
Magnússon frá Mosfelli, flytja
lög við ljóð Halldórs Laxness. Þá
mun Sif Ragnhildardóttir flytja
þýska slagara frá fjórða áratugn-
um. Leikaramir Sigrún Edda
Björnsdóttir, Jóhann Sigurðar-
son og Júlíus Hjörleifsson hafa
myndað tríó og flytur það gaman-
vísur o.fl.
Már Blöndal, iðnrekandi,
ávarpar samkomuna.
Leikararnir Edda Björgvins-
dóttir, Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Guðlaug María Bjarna-
dóttir, Jóhann Sigurðarson, Sig-
urður Karlsson og Þórhallur Sig-
urðarson munu flytja leikþátt þar
sem frambjóðendur annarra
flokka verða kynntir. Fimm efstu
frambjóðendur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík mæta hins-
vegar í eigin persónu og flytja
stutt ávörp.
Höfuð rindi gleðinnar er svo
flutt af rithöfundinum Thor Vil-
hjálmssyni. Nefnir hann það:
Margra manna augu verða fé-
skjálg.
Á gleðinni verður dregið í
happdrætti unga fólksins. Allir
nýir kjósendur hafa fengið send-
an heim bækling. Eru bækl-
ingarnir númeraðir og mun Olga
Guðrún Árnadóttir draga úr
númerunum á gleðinni. Eru ung-
ir kjósendur því hvattir til að
mæta með bæklinginn.
Kynnir á gleðinni er Þráinn
Bertelsson.
-Sáf