Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 14
VHDHORF ÞtTT ATkVÆÐI SKILAR ARANGRI! Alþingi hefur Guðrún Heigadóttir m.a. férígið samþykkt • Atvinnuleysisbætur • Námsstyrk til 20 ára kvenna án tillits til tekna aldurs fyrir börn öryrkja maka og látinna • Mæðralaun til 18 ára aldurs sem varð stjórnar- frumvarp • Barnalífeyri allra barna slysabótaþega • Niðurfellingu símgjalda aldraðra á stofnunum • Námsáætlun á dagvistar- heimilum • Lengingu fæðingarorlofs vegna fleirbura • Breytingar á rétti til setu í óskiptu búi • Þýðingarsjóð íslands • Nefnd um listskreytingu Hallgrímskirkju Hlynur Hallsson skrifar Ábyrg utanríkis- stefna í anda friðar . Friðlýsing íslands og Norður- Atlantshafs er eitt brýnasta hagsmunamál okkar íslendinga. Eitt kjamorkuslys gæti gert út af við fiskimiðin og þar með eyði- lagt lífsafkomu þjóðarinnar því sjávarútvegurinn er slagæð vel- ferðar allra íslendinga og krafan um kjamorkuvopnalaust svæði því eitt mikilvægasta öryggismál þjóðarinnar. Kjarnorkuslys eins og það þegar kjarnorkukafbátur sökk í Atlantshaf minna á hætt- una sem fiskveiðiþjóð stafar af kjarnorkuvígvæðingu hafanna. Hin geysilega hernaðarupp- bygging í Norðurhöfum er alvar- leg ógnun við sjálfstæði okkar. Því hefði verið eðlilegt að íslensk stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til þess að stöðva þessa óheillaþróun. En í stað þess hefur ríkisstjórnin ýtt undir víg- búnaðarkapphlaupið með því að leyfa gífurlegar hernaðarfram- kyæmdir hér á landi sem tengjast beint árásarvígbúnaði Bandaríkj- • aíína á norð-austur Atlantshafi. En þetta er ekki sú stefna sem ístenska þióðin vill hafa; friðar- siiinaðir Islendingar vilja ekki hálda uppi þeirri helstefnu sem ríkisstjórnin, með utanríkisráð- herra í broddi fylkingar, hefur haft á erlendum vettvangi síðustu ár. Þetta kom glögglega í ljós í ný- legri skoðanakönnun þar sem 90% aðspurðra sögðust vera hlynntir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum, andstætt stefnu ríkisstjórnarinnar sem hef- ur verið Þrándur í Götu í þessu máli og gert allt sem henni var mögulegt til að tefja framgöngu málsins. Alþýðubandalagið hefur hins vegar ætíð lagt áherslu á að friður, öryggi og sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar verði best tryggt með því að herinn fari burí, ísland verði friðlýst og utan hemaðarbandalaga. Það er sjálfstæð og hlutlaus íslensk utan- ríkisstefna grundvölluð á friðar- viðleitni. íhaldið hefur hins vegar þagað þunnu hljóði yfir þessum brýnu öryggismálum þjóuárinnar og þess í stað haldið áfram að hæla sér af plastkortum og útvarps- stöðvum án þess að tala um hluti sem raunverulega skipta máli. Með stuttbuxnadeildina í eftir- dragi hefur íhaldið reyndar ekki legið á liði sínu við að gefa út litskrúðuga áróðursbæklinga út- hugsaða til að villa fólki sýn. A síðustu ámm hefur Sjálf- stæðisflokkurinn, undir forystu Sverris Hermannssonar, unnið að því að brjóta niður Lánasjóð íslenskra námsmanna; ráðherrar Framsóknar sátu aðgerðalausir þangað til rétt fyrir kosningar að þeir segjast vera á móti öllu sam- an! Samt sitja þeir í stjórn með íhaldinu og heyrðist ekki frá þeim orð; á meðan voru lánin skert um Friðarsinnaðir íslend- ingar vilja ekki halda uppi þeirri helstefnu sem ríkisstjórnin, með utan- ríkisráðherra í broddi fylkingar, hefur haft á er- lendum vettvangi síðustu ár u.þ.b. 20% - og lántökuhlutfall sjóðsins hefur aldrei verið hærra. Alþýðubandalagið hefur hins vegar staðið með námsmönnum, bæði með tillöguflutningi á Al- þingi og með því að standa gegn þeirri ófrægingarherferð sem íhaldið hefur haldið uppi gegn námsmönnum. Alþýðubandalag- ið vill tryggja jafnrétti til náms með öflugum lánasjóði, vaxta- lausum lánum sem hægt er að lifa af. Fólkið í Alþýðubandalaginu veit að menntun er forsenda framfara. Sameinumst um þá stefnu sem hefur verið mótuð í friðarhreyf- ingunni og Ólafur Ragnar Gríms- son hefur barist ötullega fyrir á alþjóðavettvangi, friðarstefnu byggða á raunsæjum tillögum um afvopnun. Snúum af stefnu utan- ríkisráðherra Matthíasar Á. Mathiesen og haukanna í Banda- ríkjunum, stöndum ekki í vegi fyrir heldur byggjum upp ábyrga utanríkisstefnu í anda friðar. Látum góðar og réttlátar hug- myndir Alþýðubandalagsins verða að veruleika, þannig er björt framtíð tryggð. Kosningarétturinn er mikil- vægur, tökum afstöðu. Setjum X við G-ið á kjördag. Höfundur er 18 ára menntaskóla- nemi og skipar 6. sæti á lista Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra Pessi mál fengust ekki afgreidd á síðasta þingi: • Embætti barnaumboðs- • Hækkun sjúkradagpen- manns tnga • Tillaga um notkun blý- lauss bensíns • Breyting á lögræðislögum varðandi sjálfræðissvipt- tngu Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Sjúkraþjálfarar Staöa sjúkraþjálfara við Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins er laus til umsóknar. Starfið felst í þverfaglegri hópvinnu við greiningu og meðferð fatlaðra barna og ráðgjöf til annarra meðferðar- aðila. Lögð er áhersla á góða samvinnu við aðra fagað- ila og tækifæri til endurmenntunar. Upplýsingar veita forstöðumaður eða yfirsjúkra- þjálfari í síma 611180. G-li$tann! Þaö bætir heilsu 92 hag að bera út Þjóöviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.