Þjóðviljinn - 23.04.1987, Blaðsíða 8
HALLDOR
LAXNESS
85ÁRA
Halldór Kiljan Laxness er 85 ára í dag. Hann fæddist þann 23. apríl 1902
í dálitlu steinhúsi við Laugaveginn.
Blaðamaður Þjóðviljans spurði 10 manns um afstöðu þeirratil skáldsins; hverjar
bóka hans væru í mestu eftirlæti og um áhrif og þýðingu skáldverka hans.
Jafnframt óskar Þjóðviljinn Halldóri Laxness til hamingju á þessum tímamótum
og árnar honum og fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni.
Ástfanginn
af Sölku
Völku
- Ragnar Halldórsson
nemi í
Verslunarskólanum
Ahrif ö
lífsskoðun
margra
kynslóða
- Tómas Jónsson
ritstjór/ og
auglýsingateiknari
Heil þjóð
í einni bók
-Svava Aradóttir
starfsm. Ga/lerí Borg
Bók í rauðu
bandi
- María S. Gunnarsdóttir
verslunarstjóri
í Bókabúð
Sigfúsar Eymundssonar
Öðruvísi en
allir aðrir
-Sesselía Pálsdóttir
ritari í
Útvegsbankanum h/f
Halldór Laxness sýnir mér inn í
innstu hugarfylgsni persóna
sinna. Fyrsta bókin sem ég las
eftir hann var Salka Valka: Eina
stund fannst mér ég taka þátt í lífi
fólksins. Hann byggði upp slíka
hlýju og kærleika að ég var eigin-
lega orðinn ástfanginn af Sölku
Völku. Ég grét þegar ég las endi
bókarinnar.
-hj
Ég var 14 ára þegar ég las fyrst
bók eftir Halldór Laxness: Sölku
Völku. Ég varð svo hugfanginn af
bókinni að ég las hana þrisvar í
röð - eftir að hafa lokið við hana
byrjaði ég jafnharðan aftur!
Aldrei fram að því hafði ég fund-
ið jafn greinilega hver máttur
skáldsagnagáfunnar er. Þetta var
svo heillandi heimur og persón-
urnar svo lifandi: Mér fannst
þessi veröld svo íslensk og svo
nálægt mér.
Næst las ég íslandsklukkuna,
sem mér fannst einstaklega fynd-
in auk þess sem heimspeki henn-
ar höfðaði sterkt til mín. í þeirri
bók eru ofnir saman þættir húm-
ors og heimspeki af dásamlegri
list.
Það er ekkert vafamál að Hall-
dór hefur haft áhrif á hugsunar-
hátt og lífsskoðun margra kyn-
slóða og hefur gert okkur að betri
og sterkari þjóð.
Halldór Laxness minnir mig
einatt á íslenska náttúru: Verk
hans eru svo tilkomumikil og
falleg og litrík. Alveg eins og ís-
lenskt landslag.
-hj.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Fimmtudagur 23. apríl 1987
Halldór Laxness nær að lýsa
hugsunarhætti heillar þjóðar í
einni bók. Það getur enginn
nema mikill rithöfundur. Hann
skilur lífið og eðli mannsins svo
vel.
Ég held mest upp á þá bók eftir
hann sem ég les hverju sinni, en
Heimsljós, Sjálfstætt fólk, Salka
Valka og Islandsklukkan eru þær
bækur hans sem ég les oftast: Þær
gefa mér kraft og trú á lífið.
Mér finnst Halldór Laxness
vera eins og besti vinur minn þeg-
ar ég les bækurnar hans og ég veit
og finn að þær hafa mikil áhrif á
lífsskilning minn.
-þj.
Á bernskuheimili mínu voru til
flestar bækur Halldórs Laxness.
Þær voru allar í svörtu bandi.
Nema ein var rauð. Það var At-
ómstöðin. Ég veit ekki hvort það
var þetta rauða band eða eitthvað
annað sem olli því að Atómstöðin
var fyrsta bókin sem ég las eftir
hann. Ég var þá í gagnfræðaskóla
og bókin hafði djúp áhrif á mig.
Síðan hef ég lesið flest verk
hans: Ég hef mikið yndi af þeim
þegar ég hef gaman af þeim á
annað borð - en síðan er stór
hluti þeirra sem ég hef ekkert við
að gera.
í seinni tíð les ég Heimsljós oft-
ast: Hún er sú bók hans sem býr
yfir mestri fegurð um leið og hún
er eins nakin og grimm og veru-
leikinn getur orðið.
Halldór Laxness hafði mikil
áhrif á kynslóð mína. Hann opn-
aði okkur líka leið inn í heim bók-
menntanna: Gerði okkur kleift
að lesa áfram.
Svo lengi sem krakkar halda
áfrám að taka bækur úr bóka-
skápum foreldra sinna verða
bækur Halldórs Laxness lesnar
áfram.
-þj.
Þegar ég var í skóla las ég
Brekkukotsannál og Kristnihald
undir Jökli. Hugarfarið er öðru-
vísi þegar maður er skyldaður til
að lesa bækur, en mér finnst ég
hafi haft gott eitt af þessum lestri.
Það var mikil tilbreyting að lesa
Halldór Laxness; stíllinn, staf-
setningin og málfarið var svo allt
öðruvísi en ég átti að venjast.
í seinni tíð hef ég ekki mikinn
tíma aflögu til að .lesa, en mig
langar að kynnast fleirum af bók-
unum hans.
Halldór Laxness er mjög sér-
stakur í framkomu - hvernig
hann talar og kemur fyrir: Hann
er öðruvísi en allir aðrir.
-hj.