Þjóðviljinn - 28.04.1987, Síða 1
Þriðjudagur 28. apríl 1987 95. tölublað 52. árgangur
Kosningaúrslitin
Stjómin biðst lausnar
Uppstokkun íflokkakerfinu. Hrun hjá Sjálfstœðisflokknum. Fylgistap Alþýðubandalags.
Stórsigurhjá Albert og Kvennalista. Framsóknhéltsínu. Fylgisaukning hjá krötum
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar er fallin. Á ríkis-
stjórnarfundi nú árdegis mun for-
sætisráðherra tilkynna afsögn
stjórnarinnar og ganga síðan á
fund forseta íslands og óska eftir
formlegri afsögn stjórnarinnar
sem tapaði meirihluta sínum í al-
þingiskosningunum sl. laugar-
dag. Vigdís Finnbogadóttir for-
seti mun kalla formenn þingf-
lokkanna til fundar við sig síðar í
dag og er talið lfldegt að hún feli
Steingrími Hermannsyni fyrstum
umboð til myndunar nýrrar ríkis-
stjórnar.
Úrslit alþingiskosninganna á
laugardag eru ein þau söguleg-
ustu í áratugi. Sjálfstæðisflokkur-
inn varð fyrir gríðarlegu fylgis-
tapi, missti 11.5% og hefur ekki
fengið minna fylgi frá stofnun
flokksins. Sömu sögu er að segja
um Alþýðubandalagið sem tap-
aði 4% af fyrra fylgi sínu. Borg-
araflokkur Alberts Guðmunds-
sonar sem enn hefur ekki verið
formlega stofnaður hlaut yfir
10% atkvæða og 7 þingmenn og
Kvennalistinn nær tvöfaldaði
fylgi sitt frá síðustu þingkosning-
um. Alþýðuflokkurinn náði ekki
samanlögðu fylgi sínu og Banda-
lags jafnaðarmanna úr síðustu
kosningum en bætti þó við sig
nokkru fylgi og er í fyrsta sinn
stærri en flokkur sósíalista.
Framsóknarflokkurinn hélt sínu
og Steingrímur Hermannsson
vann umtalsverðan sigur í
Reykj aneskj ördæmi.
- Við höfum tapað orrustu en
stríðið heldur áfram, sagði Svav-
ar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Þjóð-
viljann í gær. Hann segir ástæður
fylgistaps flokksins margþættar
og að þessi úrslit snúi ekki bara
að flokknum heldur einnig verka-
lýðshreyfingunni sem verði einn-
ig að skoða sína stöðu bæði fag-
lega og pólitískt.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði í gær
að úrslitin væru áfall fyrir flokk-
inn. Hann sagðist ekki segja af
sér embætti meðan hann fyndi að
hann nyti enn trausts sinna
flokksmanna.
Kristín Halldórsdóttir segir úr-
slit kosninganna skýr skilaboð til
ráðamanna að þeir geti ekki vikið
sér lengur undan því að bæta kjör
kvenna og þeirra sem minnst
mega sín. Hún segir Kvennalist-
akonur munu standa fast á sínum
skilyrðum í stjórnarmyndunar-
viðræðum.
Steingrímur Hermannsson
sagðist hafa fengið meiri stuðning
en hann átti von á. Hann varar
við að mynduð verði ný stjórn í
„óðagoti" og segir úrslit kosning-
anna stuðning við áframhaldandi
stjórarsetu Framsóknarflokks-
ins.
Albert Guðmundsson segist
ekki síst þakka Þorsteini Pálssyni
árangur sinn í kosningabarátt-
unni. Hann vildi ekkert gefa upp
um hugsanlega stjórnarþátttöku
Borgaraflokksins en sagði að það
þyrfti ekki síður að vera til Sterk
stjórnarandstaða en sterk stjórn.
Jón Baldvin Hannibalsson seg-
ist geta unað vel við úrslit kosn-
inganna. Smáflokkarnir verði nú
að endurmeta sína stöðu og hann
vilji nánara samstarf við Alþýðu-
bandalagið en áður.
- Ig./kól.
Sjá bls. 2,3,4,5,13 og
19.
Nýkjörnir þingmenn Kvennalistans, aðrir frambjóðendur og stuðningsmenn lögðudrögaðmálefnaskráfyrirþærstjórnarmyndunarviðræðursemnúeruað
fagna úrslitum kosninganna en Kvennalistinn tvöfaldaði þingstyrk sinn í kosn- hefjast. Mynd - Sig.
ingunum. í gær hittust Kvennalistakonur í höfuðstöðvum þingflokksins og
Heildsalan
Skoða
þetta mál!
Það er nú alveg óráðið, þessi
nýja staða er enn í nokkurra
klukkutíma fjarlægð og það þarf
að taka þetta dæmi og skoða,“
sagði Ingi Björn Albertsson þing-
maður og forstjóri Heildversl-
unar Alberts Guðmundssonar
um það hvort hann ætlaði að láta
af afskiptum af rekstri heildversl-
unarinnar.
Svo sem frægt er orðið fól Al-
bert syni sínum umsjón með
heildversluninni þegar hann var
kjörinn á þing. Aðspurður um
það hvort eðlilegt væri að þing-
menn gegndu öðrum launuðum
störfum sagði Ingi Björn: „Það
eru nú margir sem gera það.
Hvað mig varðar þá get ég ekkert
sagt, nema að það þarf að skoða
þetta mál.“ - hj.
y Stjórnarmyndun
Ymsar þreifingar í gangi
Þreifingar hafnar. Frumkvœðið að mestufráJóni Baldvin. Jón Baldvin: Tel eðlilegast að
Alþýðuflokkur, Sjálfstœðisflokkur og Kvennalisti myndi stjórn. Alþýðubandalagið í myndinni
reifingar um stjórnarmyndun
eru nú þegar farnar af stað og
mun það að mestu vera fyrir
frumkvæði Jóns Baldvins Hanni-
balssonar formanns Alþýðu-
flokksins. í þeim tilgangi hefur
Jón Baldvin haft samband við
Þorstein Pálsson formann Sjálf-
stæðisflokksins, Svavar Gestsson
formann Alþýðubandalagsins og
Kvennalistakonur. Þá munu full-
trúar Alþýðuflokksins hafa rætt
við fulltrúa Framsóknarflokks-
ins. Jafnframt er Þjóðviljanum
kunnugt um fundarhöld fulltrúa
fráfarandi ríkisstjórnar.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Þjóðviljann að í ljósi kosning-
aúrslitanna væri eðlilegast að
kanna fyrst stjórnarmyndun Al-
þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og
Kvennalista. „Stjórn þessara að-
ila gæti orðið róttæk umbóta-
stjórn í félagsmálum og í
stjórnkerfinu,“ sagði Jón Bald-
vin. Þá sagði Jón Baldvin að hann
og Þorsteinn Pálsson litu svo á að
ein af þeim kröfum sem birtust í
kosningunum væri sú að hlut-
deild kvenna yrði aukin og þess
vegna yrði lögð sérstök áhersla á
þátttöku Kvennalistans.
„Kvennalistinn tók hægt og hljótt
í málið en ég vænti þess að fá svör
frá þeim áður en
stjórnarmyndunarmenúettinn
hefst“.
„Frá okkar sjónarhóli er ekk-
ert í þessum viðræðum okkar við
Jón Baldvin sem hægt er að túlka
sem undirbúning að stjórnar-
myndunarviðræðum. Við lítum
fyrst og fremst á þessar viðræður
sem viðræður vinnufélaga.“ sagði
Kristín Halldórsdóttir þingmað-
ur Kvennalistans um málið.
Verði stjórnarmyndun þessara
flokka er ekki talið ólíklegt að
Kvennalisti fái forsætisráðherr-
ann.
Áberandi frumkvæði Jóns
Baldvins Hannibalssonar í þess-
um stjórnarmyndunarþreifingum
vekur athygli en aðspurður um
þessa framtakssemi sagði Jón
Baldvin að fulltrúum flokkanna
bæri skylda til þess að auðvelda
forseta lýðveldisins valið á um-
bjóðanda þannig að hægt verði
að ganga til stjórnarmyndunar-
viðræðna hratt og örugglega.
Þú myndir gjarnan vilja vera sá
umbjóðandi sem forsetinn velur
til starfans?
„Það vantar ekkert uppá það,“
sagði Jón Baldvin.
Sjá bls 5 -K-01-