Þjóðviljinn - 28.04.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 28.04.1987, Qupperneq 3
_______________________FRETTIR_____________________ Alþýðubandalagið Hvemig skýra þau fylgistapið Asmundur: Ekkart klárt og kvitt svar. Skúli: Kvennahreyfingin hjó í okkar raðir. Steingrímur J: Ekki sýnt næga einurð. Unnur Sólrún: Verðum að skerpa máiflutning okkar. j ^ %£Í Margrét: Þurfumjákvæðni og frískleika. Kristinn: Okkur var kennt um ASl-samninginn. Ragnar: Verðum að endurskoða baráttuað- ferðir. Ólafur Ragnar: Of bundin gömlum formúlum. Norðurland vestra Langmesta áfallið í Reykjavík „Úrslitin í heild eru Alþýðu- bandalaginu mikið áfall og sýna að við þurfum að endurskoða starf okkar og baráttuaðferðir,” sagði Ragnar Arnalds efsti maður á lista flokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra. Aiþýðubandalagið tapaði rúm- lega tveimur prósentum í kjör- dæminu, hlaut 15,7%. Sjálfstæð- isflokkurinn beið afhroð og tap- aði manni, Framsókn hélt tveimur og Alþýðuflokkurinn fékk jöfnunarsætið. Ragnar sagði að nýju framboð- in hefðu tekið til sín á milli 15 og 20% úti á landi og því engin stór- tíðindi þótt Alþýðubandalagið tapaði 2-3% í Norðurlands- kjördæmunum, Vestfjörðum og Suðurlandi. „Langstærsta áfallið er á Faxaflóasvæðinu, einkum í Reykjavík. Tapið á Reykjanesi er minna, en þar töpuðum við miklu í kosningunum 1983, þann- ig að útkoman þar nú er alvar- legur skellur.” Aðspurður um hvað fram- undanværi sagði Ragnar: „Fyrst og fremst þurfum við að ræða þessi úrslit og stöðu flokksins af hreinskilni. Við þurfum að undir- búa landsfundinn í haust mjög vandlega og varast að láta allar ákvarðanir um hann einkennast af fljótræði.” -hj. Vestfirðir Við erum mjög svekkt „Við erum mjög svekkt yfir þessum úrslitum. Miðað við gamla kerfið þá hefðum við feng- ið mann í kjördæminu,” sagði Kristinn H. Gunnarsson efsti maður á lista Alþýðubandalags- ins í Vestfjarðakjördæmi. Tap Alþýðubandalagsins í kjördæminu var innan við tvö prósent og það minnsta á landinu. Kristinn sagði að feiki- lega vel hefði verið unnið en frambjóðendurnir allir verið óvanir. Nýju framboðin hefðu tekið mikið frá flokknum þótt honum hefðu bæst margir liðs- menn. Kristinn kvaðst telja að tap Al- þýðubandalagsins í heild mætti rekja til atburða síðustu vikna. „Eftir samningana við opinbera starfsmenn var Alþýðubandalag- inu kennt um ASI-samningana.” „Nú er ljóst að það þarf að kalla saman miðstjórnarfund og síðan landsfund strax í sumar. Við verðum að gera okkur grein fyrir orsökum tapsins og horfa fram á við. Það þolir enga bið, ef kosið verður í haust þurfum við að vera búin að endurskoða stefnu okkar og starf,” sagði Kristinn að lokum. -hj. Austfirðir Verðum að líta í eiginn barm „Við reiknuðum aldrei með svona slæmri útreið í þessu kjör- dæmi. Við bjuggumst að vísu við einhverju tapi vegna þess að Helgi Seljan lét af þingmennsku og ég tók við í staðinn, nánast óþekkt og hafði lítið starfað innan flokksins,” sagði Unnur Sólrún Bragadóttir sem skipaði annað sætið á framboðslista Al- þýðubandalagsins á Austfjörðum í samtali við Þjóðviljann. Alþýðubandalagið tapaði tæp- um sjö prósentum og einu þing- sæti í kjördæminu. „Kvennalist- inn fékk rúm 6 prósent og virðist eiga lygilega auðvelt með að ná árangri. Þær fóru seint af stað og hafa hvergi starfað innan launþegahreyfingarinnar eða stjórnsýslunnar. Hvað varðar útkomu flokksins yfir landið allt er greinilegt að Al- þýðubandalagið verður að skerpa málflutning sinn sem eini vinstriflokkurinn. Mér finnst líka að flokksforystan hafi lagt of litla áherslu á málefni landsbyggðar- innar og stefnu í sjávarútvegs- málum. Ég vil þó engan veginn kenna flokksforystunni alfarið um þessa útkomu. Við verðum líka að líta í eigin barm hérna í þessu kjördæmi,” sagði Unnur Sólrún að lokum. _hj. Reykjavík Þurfum að efla innri samstöðu „Ég hef ekkert klárt og kvitt svar við því hversvegna Alþýðu- bandalagið tapaði fylgi í kosning- unum. Augljóst er að við höfum ekki megnað nægjanlega vel að koma okkar málstað á framfæri þannig að hann höfðaði til fólks. Það segir mér að við verðum að taka okkur tak í þeim efnum. Okkur verður að takast að efla innri samstöðu og sýna þann styrk að við getum snúið þessari óheillaþróun við,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambandsins og þriðji mað- ur á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. „Það er alltaf hægt að skýra ó- farir sem þessar með sjálfs- gagnrýni og málatilbúnaði, sem gengur út á það að finna ákveðna syndaseli. Það sem gildir er að flokkurinn nái sér upp úr þeirri lægð sem hann er í. Áð mínu viti gerist það ekki nema með því að efla innri samstöðu og styrkja málflutning Alþýðubandalags- ins, svo að hægt sé að koma þeim boðum til fólks, sem við teljum mestu skipta. Á síðari árum hefur sérhyggju- hugsunarháttur sótt á í þjóðmál- aumræðu og nær nú í raðir allra þjóðfélagshópa. Við erum vitni að því hvernig fjármagnsöflin veitast að velferðarkerfinu og við sjáum að félagsleg viðhorf um samhjálp og og krafan um sam- stöðu hefur átt undir högg að sækja í þjóðfélaginu að undan- förnu. Til þess að unnt verði að snúa þessari þróun við verður Al- þýðubandalagið að ná að sýna styrk og samstöðu,“ sagði Ás- mundur Stefánsson. -RK Vesturland Markvissari stefnu í launa og atvinnumálum „Trúlega hefur stefna Alþýðu- bandalagsins ekki verið nógu markviss og skýr. Hitt er líka að við hliðina á okkur var öflug * hreyfing kvenna, sem hjó inn í okkar raðir, án þess að þar væri um grundvallar skoðanaá- greining að ræða. Ég held að þetta séu helstu atriðin varðandi það hversvegna við töpuðum þetta miklu fylgi,“ sagði Skúli Al- exandersson, alþingismaður Al- þýðubandalagsins á Vesturlandi. „Stefna Alþýðubandalagsins í atvinnu-, efnahags- og kjaramál- um hefði þurft að vera mikið markvissari ef okkur átti að tak- ast að sækja fram til aukins fylgis. Þessu til viðbótar gerði fram- boð kvenna okkur skráveifu um allt land. Ég tel að við eigum ansi stóran hóp fyrrum fylgismanna meðal raða kennalistakjósenda. Hvort okkur megi takast að vinna aftur traust þessa fólks verður tíminn einn að leiða í ljós. Það ræðst af miklu leyti hvernig Kvennalistinn heldur á málum þetta kjörtímabilið. Á hinn veginn held ég að það sé nauðsynlegt að við mörkum okk- ur nokkuð harðari og ákveðnari atvinnustefnu til sjávar og sveita. Vitaskuld verðum við ekki hvað síst að taka okkur tak í launamál- unum,“ sagði Skúli Alexanders- son. -RK Suðurland Okkur skorti dug og þor „Ég tel að ástæðan fyrir þessu fylgistapi Alþýðubandalagsins sé einfaldlega sú að við gengum ekki nógu galvösk til kosninga- baráttunnar að þessu sinni. Við vorum hvorki nógu dugleg í kosn- ingavinnunni, né nógu hress,“ sagði Margrét Sæunn Frímanns- dóttir, alþingismaður Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi. „Málefnastaða okkar átti að vera nógu góð fyrir þessar kosn- ingar, svo að skilaði sér í kjör- kössunum. Þanrifg að ég held að skýringanna sé helst að leita með- al okkar sjálfra. Alþýðubanda- lagsfélagar unnu ekki nógu ötul- lega að því að útbreiða stefnu flokksins og gerðir þingflokksins út á meðal almennings. Við þurf- um að reyna að temja okkur já- kvæðni og frískleika í starfi. Ég er viss um að þetta var það sem einkum skorti á.“ Þú ert þá ekki sammála því, sem haldið hefur verið fram að flokkurinn hafi sinn djöful að draga þar sem kjaramálastefna hans er annarsvegar? „Við settum fram ákveðna stefnu í kjaramálum. Aftur á móti finnst mér hafa á skort að setja það skýrar fram að samn- ingar Alþýðusambandsins voru ekki gerðir af Alþýðubandalag- inu. Við teljum þá kjarabót sem fékkst í síðustu samningum verkalýðshreyfingarinnar, alltof litla. Við höfum ekkert farið í launkofa með það álit okkar,“ sagði Margrét S. Frímannsdóttir. -RK Norðurland eystra Útkoman vissulega áfalll14 „Við getum ekki annað en við- urkennt það að okkur hafi mis- tekist í einhverjum efnum. Kosn- ingarnar er vitanlega mikið áfall fyrir Alþýðubandalagið. Það eru að vísu nokkuð staðbundnar að- stæður í kjördæmum. Árangur- inn á Norðurlandi eystra er í raun og veru betri en hann lítur út fyrir að vera, þegar tekið er mið af því að við höfðum við að etja enn eitt framboðið, af mörgum öðrum, sem fær svo þetta mikla fylgi,“ sagði Steingrímur Sigfússon, al- þingismaður í Norðurlandskjör- dæmi eystra. „Ég held að það leggist margt á eitt, sem hafi gert útkomu Al- þýðubandalagsins í kosningunum jafn laka og raun ber vitni. Okkur tókst ekki jafn vel í kosningaáróðrinum og ýmsum öðrum. Allavega vorum við ekki nógu trúverðugur valkostur gagnvart stjórnarstefnunni, eða það að hún sé svona vinsæl. Að vísu missir ríkisstjórnin meiri- hluta, en á móti kemur að Borg- araflokkurinn fær töluvert fylgi og Stefán Valgeirsson náði kjöri. Vissulega get ég tekið undir það með ýmsum að Alþýðu- bandalagið hefur á stundum ekki sýnt næga einurð og festu í ýms- um málum. Mér sýnist að okkur sé á vissan hátt refsað fyrir þá láglaunastefnu sem hér hefur ver- ið við lýði. Ríkisstjórninni og sér- staklega Steingrími Hermanns- syni, virðist að sama skapi þakk- aður batinn í efnahagsmálum. Að auki kemur fleira til. ímynd flokksins hefur ekki verið nógu traust, ýmis ágreiningsmál hafa verið uppi í okkar röðum og við höfum tengst með vissum hætti ýmsum vondum málum í þjóðfélaginu. Við verðum að setjast niður og meta stöðuna. Síðan er ekkert annað að gera en að spýta í lófana og taka á honum stóra sínum, sem aldrei fyrr,“ sagði Steingrím- ur Sigfússon. -RK Reykjanes Þörf á skýrri stefnu og stefnufestu „Þessi úrslit eru alvarlegasta áfall sem sósíalísk hreyfing hefur orðið fyrir frá upphafi. Ástæður slíkra stóratburða eru bæði marg- ar og margslungnar. Sumar þeirra eiga sér rætur í lengri tíma - aðrar eru meira tengdar atburð- um síðustu missera. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Al- þýðubandalagið hefði þurft að marka sér mun skýrari stefnu og sýna meiri stefnufestu en það hef- ur gert. Það er ljóst að Álþýðu- bandalagið þarf að taka sér tak og skapa sér skýrari sérstöðu á sviði íslenskra stjórnmála en það hefur í dag,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor og annar maður á lista Alþýðubandalags- ins í Reykjaneskjördæmi. „Alþýðubandalagið verður að skerpa stefnu sína, bæði hvað varðar málefni launafólks og sem viðkemur öðrum þáttum stjórnmálanna. Sósíalskur flokk- ur getur ekki til lengdar gert þær málamiðlanir sem verða í kjaras- amningum að sinni stefnu - hann verður skilyrðislaust að standa með þeim sem harðast sækja fram til bættra kjara. í öðru lagi var það vanrækt á síðasta kjörtímabili að gera upp feril þeirrar ríkisstjórnar sem ÁI- þýðubandalagið tók síðast og þau mistök sem þar áttu sér stað í atvinnu- og efnahagsmálum. í þriðja lagi hefur flokkurinn verið of bundinn af gömlum formúlum sem samræmast ekki lengur þjóðfélagslegum veru- leika dagsins í dag. Þess vegna hefur hann átt erfitt með að bregðast við ýmsum aðsteðjandi vandamálum. í fjórða lagi hefur flokkurinn á liðnu kjörtímabili ekki haft nægj- anlega sérstöðu í ýmsum sam- tryggingarmálum sem upp hafa komið og þannig samlagast um of ríkjandi valdakerfi. Állt hefur þetta lagst á eitt og gert flokknum erfitt fyrir með að skapa af sér mynd sem trúverðug- um valkosti. Þetta verðum við að horfast í augu við. Á næstu vikum og mánuðum verða allir félagar að leggjast á eitt og taka þessi mál til umræðu. Forysta flokksins verður að gera allt sem í hennar valdi stendur til að gera þessa umræðu eins opna og framst er kostur. Menn verða að horfast í augu við það að flokkurinn gæti haldið áfram að tapa, verði ekkert aðhafst,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -RK Þriðjudagur 28. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.