Þjóðviljinn - 28.04.1987, Síða 5
Stjórnarmyndun
Flókin staða
Sjálfstœðisflokkur, kratar og Kvennalisti líklegasta mynstrið íbyrjun.
Konurgœtu orðið í meirihluta ríkisstjórnar. Verður konaforsœtisráð-
herra ífyrsta sinn? Myndar Steingrímur minnihlutastjórn Framsóknar
fram á haustið? -Þátttaka Borgaraflokksins í ríkisstjórn talin lykill að
framtíðarlífi flokksins. En enginn vill hann í stjórn - ennþá!
Mikil óvissa ríkir um myndun
ríkisstjórnar, enda ljóst að engir
tveir flokkar geta saman myndað
stjórn. Góða útkomu Kvennalist-
ans er tæpast hægt að túlka öðru
vísi en kröfu kjósenda um þátt-
töku þeirra í ríkisstjórn, og lík-
legt er að listinn verði áberandi í
stj órnarmyndunarviðræðum
næstu dag® Tilvistarkreppan
sem Sjálfstæðisflokkurinn er
kominn í eftir að hafa goldið af-
hroð í kosningum hefur j afnframt
gert að verkum að flokkurinn vill
allt til vinna að komast í ríkis-
stjórn, - þar sem Borgaraflokk-
urinn á ekki aðild.
Muni illa horfa á næstu dögum
um myndun stjórnar með þátt-
töku Kvennalista aukast líkur á
gamalkunnu þriggja flokka
stjórnarmynstri, Framsóknar,
krata og Sjálfstæðisflokks.
Hjá sumum eldri flokkanna
virðist örla á vilja til að hafa aðrar
kosningar sem fyrst, og í kjölfar
stjórnarkreppu er sá möguleiki
ekki fjarlægur. Aðdragandi
haustkosninga gæti þá mögulega
verið minnihlutastjórn Fram-
sóknarflokksins undir forsæti
Steingríms Hermannssonar, sem
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
bandalag verðu falli. Forsætis-
ráðherra myndi þá boða til kosn-
inga með lækkandi sól.
Fimm konur
í stjórn?
Kvennalistinn tvöfaldaði þing-
mannatölu sína og er hinn stóri
sigurvegari kosninganna, ásamt
með Borgaraflokknum. Hinn
mikla sigur er ekki hægt að túlka
öðru vísi sem mjög þunga kröfu
um að Kvennalistinn verði aðili
að landsstjórninni. Þingkonur li-
stans hafa enda látið uppi, að þær
gangi fúsar til stjórnarmyndunar-
viðræðna.
Listinn er í afhaldi miklu hjá
kjósendum, hefur ferskleika og
afskaplega hæfa þingseta. Öll rök
hníga þessvegna í þá átt, að vænt-
anlegir stjórnarsmiðir freisti þess
af öllum mætti að hafa Kvenna-
listann með, þó ekki væri nema til
að afla viðkomandi ríkisstjórn
hluta þeirra vinsælda, sem kon-
urnar njóta núna.
Sú skoðun virðist ríkja á meðal
ýmissa vinstri manna, að
Kvennalistinn sé ófús til stjómar-
þátttöku og jafnframt, að það
verði honum ekki til framdráttar.
Það er vafalaust rangt. Þing-
konur listans munu til dæmis
vinna sér drjúga innistæðu í við-
ræðunum, sem þær eiga nú í við
krata og íhald, með því að krefj-
ast þess að vinsælasti þingmaður
Alþýðuflokksins, Jóhanna Sig-
urðardóttir, verði ráðherra.
Frú
forsœtisráðherra
Sjálfstæðisflokkurinn er í sár-
um, - og staða Þorsteins Páls-
sonar ótrygg. Besta leiðin til að
festa sig í sessi fyrir Þorstein er að
verða ráðherra, helst forsætisráð-
herra. En hið mikla tap flokksins
rýrir mjög þunga á bak við allar
kröfur íhaldsins um að eiga for-
sætisráðherra í ríkisstjórn, flokk-
urinn á einfaldlega ekki móralska
kröfu um þá tign andspænis
höfnun kjósenda á honum. Hins
vegar mun Sjálfstæðisflokkurinn
ekki setja fram miklar málefna-
kröfur. Honum nægir, að Borg-
araflokkurinn fái örugglega ekki
aðild að ríkisstjórn, og veslist
þannig smám saman upp.
Konurnar vita um þetta. Þær
gera sér líka grein fyrir, að eftir
að hið mikla fylgi sem kratar
höfðu í könnunum glutraðist nið-
ur, þá er staða Jóns Baldvins ekki
ýkja sterk heldur. Það er til að
mynda erfitt að sjá fyrir stjórn-
armynstur sæmilega starfhæfrar
ríkisstjórnar, þar sem Jón Bald-
vin ætti kröhi á forsætisráðherr-
astól.
Kvennalistinn er því í ótrúlega
sterkri stöðu í viðræðum um
stjórnarmyndun með krötum og
íhaldi. Vegna þessarar styrku
stöðu sinnar er ekki ólíklegt að
Kvennalistinn leggi fram eftirfar-
andi grundvallarkröfur varðandi
mönnun nýrrar stjórnar: 1. Jó-
hanna Sigurðardóttir úr Alþýðu-
flokki verði félagsmálaráðherra.
2. Auk þess verði ein kona úr
hópi þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins ráðherra.
3. í síðasta lagi munu þær svo
setja fram kröfu um að forsætis-
ráðherra komi úr þeirra hópi.
Þannig er alls ekki skotið loku
fyrir, að meirihluti ráðherra í rík-
isstjórn sem Kvennalisti, kratar
og Sjálfstæðisflokkur myndi,
verði konur, og kona verði í
fyrsta skipti forsætisráðherra.
Borgaraflokkur
hœpinn aðili
Gangi ekki ofangreint mynstur
með Kvennalista, krötum og
Sjálfstæðisflokki, þá er fræði-
legur möguleiki á því að
Steingrímur Hermannsson reyni
að framlengja líf núverandi ríkis-
stjórnar með því að kippa inn
Borgaraflokknum.
Vitað er að enga ósk á Albert
Guðmundsson og fjölskyldu-
flokkur hans æðri.
Það er hins vegar erfitt hvernig
það kynni að ganga. Sjálfstæðis-
flokkurinn, sérflagi forysta hans,
er bólgin af heift út í Albert.
Honum er kennt um tap Sjálf-
stæðisflokksins, þó það sé eigi að
síður miklu meira en nemur fylgi
Borgaraflokksins. Það væri jafn-
framt hundraðogellefta meðferð
á einum flokksformanni að ætla
að knýja vesalings Þorstein Páls-
son til að fallast á að Albert Guð-
mundsson taki þátt í stjórn, - og
allsendis óvíst hvort Þorsteinn
gæti hreiniega tekið þann kaleik
út.
Slíkt mynstur telst því ólíklegt,
og því má við bæta, að í flestum
pælingum um ríkisstjórn er Borg-
araflokkurinn úti. Honum er hins
vegar lífsnauðsynlegt að komast í
ríkisstjórn, ætli hann ekki að vera
vita áhrifalaus og deyja áður en
aftur verður boðað til kosninga.
Framsókn,
kratar, íhald
Verði langvarandi kreppa við
stjórnarmyndun er ekki ólíklegt,
að sú staða komi upp, að eina leið
til sæmilegrar stjórnarmyundun-
ar væri samstjórn íhalds, Fram-
sóknar og krata.
Innan Alþýðuflokksins nýtur
þessi möguleiki lítillar hylli.
Kratar hafa barist harkalega gegn
núverandi ríkisstjórn, og vilja síst
allra verða til að framlegja líf
hennar.
Jón Baldvin fýsir hins vegar
mjög stíft í stjórn, og sömuleiðis
stallbróður hans, Jón Sigurðsson.
Báðir sæta nokkru ámæli fyrir
frammistöðuna undir lok kosn-
ingabaráttunnar, staða beggja
hefur veikst, en ráðherratign gæti
fleytt þeim yfir boðana.
Því má svo við bæta, að ekki
eru taldar nokkrar líkur á að þrír
ráðherrar geti komið úr hópi
Reykjavíkurkrata, tæki Alþýðu-
flokkur þátt í ríkisstjórn. Jón
Baldvin yrði vitaskuld í slíkri
stjórn, en stöðugt vex styrkur
þeim röddum, sem segja að Jó-
hanna Sigurðardóttir eigi fullt er-
indi í ráðherrastól. Fari svo, að
kratar fari í þriggja flokka stjórn,
þá fá þeir einungis þrjá ráðherra.
Yrðu bæði Jón Baldvin og Jó-
hanna ráðherrar, þá væri aum-
ingja Jón Sigurðsson úti. Þess-
vegna er nú verið að undirbua
þennan möguleika innan Al-
þýðuflokksins með því að leggja
drög að því að hinn fyrrverandi
forstjóri Þjóðhagsstofnunar
verði formaður Alþýðuflokksins
fyrr en seinna.
Minnihlutastjórn
Framsóknar
í sjálfu sér kæmi ýmsum flokk-
um ekki illa, þó kosið yrði aftur
von bráðar. Borgaraflokkurinn
virðist telja, að nýjar kosningar
myndu færa honum enn meiri
styrk. Innan Alþýðubandalagsins
er ljóst, að menn tækju snemm-
búnum kosningum alls ekki illa, -
teldu, að ef til vill yrði þá hægt að
vinna upp tapið núna. Sama er
uppi á tening Sjálfstæðismanna.
Framsóknarmenn eru einnig
þeirrar skoðunar, - sumir að
minnsta kosti, að nýjar kosningar
myndu yfiríæra hinn svokallaða
„forsætisráðherraeffekt“ úr
Rey kj aneskj ördæmi yfir á landið
allt. Nýjar kosningar myndu því
verða til þess að staða Steingríms
að loknum síðustu kosningum
myndi leiða þá til verulegra land-
vinninga.
Þessvegna er ekki fjarlægur
möguleiki, að gangi stjórnar-
myndun illa, og Kvennalisti setji
erfið skilyrði um aðild að stjórn,
þá verði mynduð minnihluta-
stjórn fram á haustið, og síðan
boðað til nýrra kosninga.
Líklegasta mynstur yrði þá
minnihlutstjórn Framsóknar
undir forsæti þess manns, sem
mestan persónulegan sigur vann í
kosningunum, Steingríms Her-
mannssonar. Alþýðubandalag og
Sj álfstæðisflokkur gætu séð sér
hag í að verja slíka stjórn falli
fram á haustið.
Verði stjórnarkreppa er nefni-
lega ekki ólíklegt að þegjandi
samkomulag náist milli gömlu
flokkanna - að krötum undan-
skildum - um kosningar að
hausti.
-Össur Skarphéðinsson
Þriftjudagur 28. apríl 1987 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 5