Þjóðviljinn - 28.04.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 28.04.1987, Side 8
MINNING Reykjavík. Guðmundur var hæg- látur í fasi, en vakti þó fljótlega athygli okkar hinna vegna þess hve auðvelt hann átti með að greiða og leysa allar flækjur stærðfræðinnar. Það kom einnig smátt og smátt fram að Guð- mundur var ekki aðeins ágætur stærðfræðingur, hann var líka góður málamaður og sagnfræðin og rök sögunnar voru honum opin bók. Hann var í einu orði sagt frábær námsmaður og varð dúxinn okkar þegar hvítu koll- arnir voru settir upp árið 1946 á 100 ára afmæli skólans. Ekki dró það úr áliti mínu á þessum nýja bekkjarbróður, þegar ég upp- götvaði að hann var að minnsta kosti jafn sannfærður og áhuga- samur sósíalisti og ég var sjálf. Við héldum sitt í hvora áttina til framhaldsnáms en hittumst síðan aftur í Æskulýðsfylking- unni árið 1953 og þar gekk Guð- mundur ótrauður og öruggur að hverju verkefni. Þá blómstruðu alþjóðasamtök æskunnar með glæsilegum heimsmótum sem gáfu fjölmörgum íslenskum æskumönnum tækifæri til að heimsækja fjarlægar borgir og blanda geði við fólk af ólíkum uppruna. Guðmundur var einn af forvígismönnum þessara sam- skipta. Æskulýðsfylkingarárin lágu skjótt að baki og hversdagslíf fullorðins fólks kallaði að með amstri sínu, kröfum og ábyrgð. Verksviðin breyttust og urðu sundurgreindari, einnig í hinu pólitíska starfi. Við hittumst þó oft á fundum, samkomum og í ferðalögum og það var alltaf gott að eiga spjall við Guðmund. Hann var hinn trausti og rólegi félagi sem ekki varð uppnæmur fyrir umróti og skakkaföllum. Það hefur verið gott að eiga hann og Margréti að vinum öll þessi ár. Ég kveð Guðmund með þakklæti í huga og votta Margréti og fjöl- skyldu hans allri dýpstu samúð. Adda Bára Sigfúsdóttir Mér vitanlega sá ég Guðmund fyrst veturinn 1955, þegar byrjað var að undirbúa heimsmót æskunnar í Varsjá og ég kom sem fulltrúi Félags róttækra stúdenta inn í Alþjóðasamvinnunefnd ís- lenskrar æsku, sem á ensku hét International Committee of Ice- Iandic Youth. Það var samstarfs- nefnd gömlu Æskulýðsfylkingar- innar, sambands ungra sósíalista, Fél. róttækra stúdenta, Iðnnem- asambands íslands og Málfund- afélags Dagsbrúnarmanna, og Guðmundur var þá formaður hennar. Hlutverk þessarar nefndar var að samræma alþjóðleg samskipti þessara félaga, sem hvert um sig voru harla fámenn á mælikvarða heimsins. Auðvitað hefðu fleiri félög getað gerst aðiljar að nefnd- inni, og henni voru ekki settar neinar landfræðilegar skorður, en í reynd annaðist hún aðallega samskipti við Alþjóðasamband lýðræðissinnaðrar æsku, World Federation of Democratic Yo- uth, sem stofnað var í London 1945 og hafði fyrst aðsetur í París, en síðan í Búdapest. Um þetta Ieyti var ennþá a.m.k. áratugur til þess, að sósí- alistar færu almennt að efast um, að stjómendur í Austur-Evrópu væru í stómm dráttum banda- menn okkar, þótt menn væru svolítið mistrúaðir á, að allt væri í himnalagi þar eystra. Guðmund- ur mun hafa kynnst þessu alþjóð- asamstarfi á námsámm sínum í Kaupmannahöfn, en þar var hann m.a. formaður Félags ís- lenskra stúdenta 1951-53. Guðmundur virtist a.m.k. á þessum ámm mjög sannfærður um, að við ættum samleið með æskulýðssamtökum í Austur- Evrópu. En þar kom margt fleira og ekki ómerkara til að hans mati. Áratuginn eftir síðari heimsstyrjöldina voru samtök nýlendustúdenta í Afríku og Asíu fyrir alvöm að hefja sjálfstæðis- baráttu þjóða sinna á líkan hátt og íslenskír Hafnarstúdentar á 19. öld. Sú barátta hafði -svo skjótan framgang, að um 1960 vom flest þessi ríki orðin stjórn- arfarslega sjálfstæð, hvað sem efnahagslegu sjálfstæði líður. Róttæk æskulýðssamtök í Evr- ópu og alþjóðasambandið færðu samtökum nýlenduæskunnar kærkomna auglýsingu og viður- kenningu með því að veita þeim aðild að alþjóðasambandinu og bjóða fulltrúum þeirra til þinga og alþjóðahátíða á sínum vegum. Þetta var auðvitað í fullkominni óþökk gömlu nýlenduveldanna og annarra Natóríkja, sem köll- uðu samtök nýlenduæskunnar „ólögleg“. Að þeirra dómi áttu t.d. bresk og frönsk æskusamtök að vera í forsvari fyrir allan æskulýð í löndum heimsveld- anna. Ekki er nokkur vafi á, að stuðningur og viðurkenning rót- tækrar Evrópuæsku hafði gífur- leg áhrif til að vekja athygli heimsins á nýlenduvandamálinu. Það hefði verið munur fyrir ís- lenska Hafnarstúdenta á sínum tíma að eiga sér þvílíkan alþjóð- legan bakhjarl. Um þessi viðhorf var Guð- mundur góður leiðbeinandi og dró tjöld frá mörgum gluggum til átta alheimsins. Hann afhjúpaði oft á snöfurlegan hátt skinhelgi í frelsis- og lýðræðisfjasi ráða- manna á Vesturlöndum og hafði enda kynnst persónulega ýmsum þeirra, sem síðar urðu meðal for- ystumanna í nýfrjálsum ríkjum. Flinu er ekki að leyna, að tregum sveitamanni veittist stundum ör- ðugt að fylgjast með í hinni fjálg- legu sýnilegu samkennd eins og að taka saman höndum við aðra og sveifla þeim brosandi í takt, meðan sunginn var Alþjóðasöng- ur æskunnar: Yfir heimsbyggðir allar tengir æskan sín vináttubönd. Tímans kvöð okkur kallar. Heimta kúgaðar þjóðir sín lönd. Heyrið heit hinna ungu hljóma á sérhverri tungu: Harm skulum sefa, heiminum gefa hamingjuríka tíð. Því mun æskan trútt um heiminn halda vörð hvern einn dag, hverja stund. Hún mun tryggja fólksins rétt og frið á jörð, frjálsum lýð frjálsa lund. Æska, þinn söng láttu hljóma glatt frá strönd að strönd, láttu rætast fólksins draum um frið á jörð. Frið á jörð! Frið á jörð! Sá þótti ljóður á ráði Guð- mundar varðandi fundarsetur, að hann virtist hafa lítið tímaskyn eða lægi lítið á. Formaðurinn kom oftast seinastur allra og var ekki röggsamur fundarstjóri, heldur gat látið fundi dragast fram eftir nóttu í lítilli þökk hinna, hvað þá þeirra sem heima sátu. Á hinn bóginn var hann ágætis sögumaður, og væri tími nægur, gat verið unun að hlusta á kátlegar frásagnir hans af skiptum við framandi þjóða fólk. Því miður voru víst aldrei skráðar sögur af blákonum og ýmsum viðbrögðum nýlendufulltrúa, þegar þeir komust óvanir í tæri við atferli ungra Evrópumanna. En þótt Guðmundur gæti hent gaman að slíkum atvikum, fór aldrei milli mála, að hjarta hans sló með hinum kúguðu og smáðu í veröldinni og vildi reisn þeirra sem mesta. Árni Björnsson Fyrstu kynni mín af Guðmundi Magnússyni hófust árið 1954. Þau voru framan af órjúfanlega tengd Æskulýðsfylkingunni, samtökum ungra sósíalista, en síðar lágu leiðir m.a. saman í Só- síalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu. - Það þurfti enginn að efast um lífsviðhorf Guð- mundar. Þau birtust í viðmóti hans og margháttuðum störfum í þágu sósíalískrar hreyfingar. Ný- kominn heim frá námi í Kaup- mannahöfn, ásamt Margréti konu hinni, tók hann sér for- mennsku í Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík, ÆFR. Síðar gegndi hann starfi forseta Æskulýðsfylk- ingarinnar og átti um skeið sæti í miðstjórn Sósíalistaflokksins. Löngu seinna var Guðmundur kvaddur til starfa sem formaður Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Hann var alla tíð virkur í bar- áttu gegn hersetunni og erlendri ásælni hér á landi í hvaða mynd sem hún birtist. Þannig var hann í hópi þeirra sem stofnuðu Samtök hemámsandstæðinga á Þingvall- afundinum 1960 og var á þeim fundi kjörinn í fyrstu miðnefnd samtakanna. - Fórnfýsi Guð- mundar í þágu góðra málefna var með fádæmum. Starfi Guðmundar sem verk- fræðings munu sjálfsagt aðrir gera skil. - Það voru áreiðanlega ekki alltaf tæknimál á dagskrá þegar menn hringdu í Guðmund á Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen á Miklubrautinni, þar sem hann starfaði fram til 1960. Margur forstöðumaðurinn hefði sjálfsagt amast við þeirri truflun á vinnufriði starfsmanns síns sem leiddi af stöðugum símhrin- gingum og kvabbi. En Sigurður var sem kunnugt er vel sjóaður í pólitíkinni og var í onálag enginn „venjulegur atvinnurekandi“. Það fór að mig minnir vel á með Sigurði og Guðmundi. Það lætur að líkum að leitað væri eftir því að byggingarverk- fræðingurinn tæki að sér ýmis trúnaðarstörf í þágu samfélags- ins. Guðmundur var formaður stjórnar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins á árunum 1974-1978. Hann hafði mikinn áhuga á hvers konar þróunar- starfí í atvinnulífi og þá ekki síst eflingu smáiðnaðar. Þessi áhugi birtist glöggt í starfi Guðmundar í iðnaðarnefnd Alþýðubandalags- ins á ríkisstjórnarárunum 1979- 83. í miðri glímunni við Alusuisse og erindreka auðhringsins hér á landi báru menn saman bækur sínar um iðnaðarstefnu sem orðið gæti mótvægi gegn kröfum ým- issa aðila um erlenda stóriðju sem uppistöðu í atvinnþróuninni. Ýmis atriði sem rædd voru og mótuð í nefndinni á þessum tíma hlutu síðar stuðning Alþingis með ályktun þess um iðnaðar- stefnu í maí 1982. Frá árunum í Æskulýðsfylking- unni varðveiti ég margar skemmtilegar minningar um Guðmund í hópi félaga. Upp í hugann koma sumarferðir ÆFR og kvöldvökur í skíðaskálanum, sem félagið reisti undir Drauga- hlíðum árið 1948. í þessum ferð- um var Rauða söngvabókin (sem Árgalinn gaf út 1953) ómissandi og oft sungin spjaldanna á milli. - Áhugi á tónlist og músíkiðkun var sameign fjölskyldu Guð- mundar og Margrét þar fremst í flokki áður en börnin tóku við. Sjálfur hafði Guðmundur yndi af söng og kunni fjöldann allan af lögum og textum. Alþjóðlegir æskulýðssöngvar og söngvar til- einkaðir baráttu kúgaðra þjóða voru hans sérgrein. f þessum söngvum var Guðmundur oft forsöngvarinn við fyrrnefnd tæki- færi: Yfir heimsbyggðir allar tengir æskan sín vináttubönd..., Spaniens Himmel breitet seine Sterne..., Los cuatros genera- les... og aðrir slíkir fylltu loftið. - Því ekki félagar að taka líka: Fram allir verkamenn og fjöldinn snauði! - Nýjar víddir opnuðust sveitamönnum af slóðum „Gott- áttþúhríslu". Þessi litla upprifjun um Guð- mund sem þátttakanda í félagslífi leiðir hugann að hlut hans á al- þjóðlegu æskulýðsstarfi. Æsku- lýðsfylkingin var á þessum árum aðili að Alþjóðasambandi lýð- ræðissinnaðrar æsku, WFDY, samtökum sem þá voru til. Heimsmótin („festívölin“ sem við kölluðum svo) voru liður í starfi þessa „heimssambands". Guðmundur var um skeið for- maður Alþjóðasamvinnunefnd- arinnar sem stóð fyrir þátttöku íslenskra ungmenna í þessum mótum. - Heimsmót æskunnar í Búkarest 1953 hefur sjálfsagt átt drjúgan þátt í að glæða áhuga Guðmundar á alþjóðamálum og gera hann að talsmanni þeirra viðhorfa að gagnvæm kynni fólks af ólíku þjóðerni, litarhætti og trúarbrögðum væru besta ráðið til að tryggja frið með þjóðum. - Á heimsmótinu í Búkarest kynntust þau Guðmundur og Margrét. Hann kom til mótsins frá Kaupmannahöfn en hún frá Reykjavík, sem einn hinna fjöl- mörgu íslensku þátttakenda. - Þegar ég gekk í Æskulýðsfylking- una 1954 sveif andi Búka- restmótsins þar enn yfir vötnum. Af eigin raun kynntist ég vel starfi Guðmundar við undirbún- ing heimsmótanna í Varsjá 1955 og Moskvu 1957. Sérstaklega er mér minnisstæður eldlegur áhugi og dugnaður hans við skipulagn- ingu á þátttöku hérlendra ung- menna í Varsjármótinu. Það þurfti ekki lítið til að koma á lagg- irnar kór, dansflokki, glímu- flokki, hljómsveit og öðrum menningaratriðum sem voru uppistaðan í framlagi íslendinga í sameiginlegri dagskrá mótsins. Á vináttufundum með öðrum þjóð- um var það nær alltaf Guðmund- ur sem hafði orð fyrir hópnum. Ávörp hans einkenndust af ein- lægri trú á málstað friðar og vin- áttu í anda sósíalismans. Um það bil ári eftir að dansinn dunaði á strætum Varsjár 1955 slógu valdhafar Sovétríkjanna, með innrásinni í Ungverjaland, upptaktinn í þeirri aðför gegn lýðræðiskröfum fólks í Austur- evrópuríkjum sem mótað hefur þróunina þar allt til þessa dags. Áhrif þróunar austur þar á við- horf sósíalista hér á Vestur- löndum eru kunnari en frá þurfí að greina. Það voru ekki síst yngri mennirnir í röðum sósía- lista hér sem höfðu frumkvæði að umræðu og endurmati á sósíalísk- um hugmyndum, m.a. í ljósi þess sem var að gerast í Austurevr- ópu. Gagnrýnin viðhorf Guð- mundar, sem honum voru í hæsta máta eiginleg, gerðu hann að sjálfsögðum þátttakanda í þessari umræðu. Það mátti að hans áliti ekki gerast að íslenskir sósíalistar sýndu einhverja hálfvelgju gagnvart óhæfuverkum sem framin voru undir yfirskini sósíal- ismans. Hvað er það sem dregur mann að manni? Það vissulega margt og oft erfitt að fínna orð við hæfí: Hjartahlýja, einlægni og glað- værð eru orð sem leita á hugann þegar Guðmundur er kvaddur. - Slíks manns verður best minnst með ötulu starfi í þágu þeirra fé- lagsmálahreyfinga og þess mál- staðar sem hann lagði lið. - Við hjónin sendum Margréti, börn- unum og öllum aðstandendum- innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Guttormsson Hátt í þrjátíu ár eru liðin síðan fundum okkar Guðmundar bar 8 SÍOA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. apríl 1987 fyrst saman. Hann var þá forseti Æskulýðsfylkingarinnar, æsku- lýðssamtaka Sósíalistaflokksins. Það voru miklir umbrotatímar og ekki auðvelt þá fremur en nú að feta sig áfram á leiðinni til fram- tíðarlandsins. Unga fólkið var óþreyjufullt og sá í málamiðlun- um þeirra sem eldri voru uppgjöf og á stundum svik við hugsjónir. Þá kom sér oft vel rík réttlætis- kennd Guðmundar ásamt sterkri sannleiksást, þeir eiginleikar hans sem ég átti síðar meir eftir að kynnast betur og læra að meta, ekki síst þegar við, tæpum 20 árum síðar, sátum saman í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. í leit sinni að sannleika var Guðmundur óþreytandi. Það sem aðrir tóku fyrir gefið skoðaði Guðmundur frá öllum hliðum, komst oft að þveröfugri niður- stöðu og færði rök fyrir. Slík var réttlætiskenndin að engu skipti í hvers hag niðurstaðan var. Þegar þess er gætt að öll skoðanaskipti áttu sér stað eftir flóknum reglum lýðræðisins, sem eins og allir vita er oft á tíðum ákaflega tímafrekt, þá skal engan undra þótt fundir hafi gjaman dregist á langinn. En aldrei var staðið upp fyrr en niðurstaða var fengin. Guðmundur ólst upp í sárri fá- tækt kreppuáranna. Þrátt fyrir örðug ytri skilyrði braust hann til mennta, hann var góðum gáfum gæddur og reyndist afburða námsmaður. Að námi loknu stundaði hann margvísleg verk- fræðistörf og rak um árabil eigin verkfræðistofu. En hann stóð fyrst og fremst ævinlega í fram- varðarsveit íslenskra sósíalista í baráttunni fyrir betra lífi í þessu landi, án aðildar að hernaðar- bandalögum, án herstöðvar. Snögglega og langt um aldur fram er Guðmundur horfinn okk- ur. Með þessum fátæklegu línum langar mig að þakka honum sam- fylgdina og allt hans óeigingjarna starf í þágu sósíalískrar hreyfing- ar á íslandi um leið og ég votta aldraðri móður hans, Margréti og börnum þeirra mína innilegustu samúð. Guðrún Hallgrímsdóttir Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þln öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. Mér komu þessar ljóðlínur Steins Steinarrs í hug þegar ég frétti um fráfall samferðamanns og félaga míns um árabil, Guð- mundar Magnússonar verkfræð- ings. Leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman árið 1967. Þá vildi það til að Bæjarstjórn Kópavogs kaus sérstaka byggingarnefnd, sem sjá skyldi um byggingu Hafn- arfjarðarvegar gegnum Kópa- vog. Nefndin var skipuð fjórum bæjarfulltrúum; Sigurði Grétari Guðmundssyni, Ásgeiri Jóhann- essyni, Sigurði Helgasyni og undirrituðum Birni Einarssyni. Skömmu eftir að nefndin tók til starfa réð hún til sín tvo verkf- ræðinga, þá Guðmund Magnús- son og Theódór Árnason, til að annast ásamt mér Birni Ein- arssyni tæknilega hönnun og um- sjón með verkþáttum. Fram- kvæmdin var ákaflega viðamikil og ekki síður umdeild. Ég fullyrði nú, að sú samstaða nefndar og hönnuða, sem náðist í upphafi og entist verkið út, átti sinn stóra þátt í því, hve vel verkið vannst og engin slys urðu við mannvirkjagerðina með þunga umferð alla daga gegnum athafn- asvæðið og skal nú þakkað drjúgt framlag Guðmundar til að svo varð og þess að verkið varð loks að veruleika. Árin sem bygging Hafnarfjarð- Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.