Þjóðviljinn - 28.04.1987, Page 14
FLOÁMARKAÐURINN
Húsnæði óskast
Hjón með eitt barn og annaö á
leiðinni á leið heim úr námi frá
Kaupmannahöfn óska eftir íbúð til
leigu frafej. ágúst. Vineamlegast
hringið^tea 23976 eðé í K.höfn
01-8167HB3ina Guðrún og Viðar.
3ja sæt,
að hani
síma 1
N
í ski
Við þig
þið getii
óskað
verndui
stræti 1
þriðjudi
18.
gefins
st gefins gegn því
■ttur. Up^Jýsingar í
imtnn
og geymslum
þökkum það sem
notað. Seekjum ef
markaður Dýra-
ta íslands, Hafnar-
ra. Opið mánudaga,
miðvikudaga kl. 14-
Cettlingar
Fallegir og vel vandir kettfingar fást
gefins. Upplýsingar í síma 12176
eftir kl. 17 virka daga.
Hæ! Hæ!
Okkur vantar íbúð til leigu, helst í
vesturbænum. Sértu með eina á
lausu láttu þá önnu vita í síma
19567.
Ritvél
Óska eftir notaðri rafmagnsritvél
með leiðréttingarborða og vélritun-
arborði. Upplýsingar í síma 42109.
Hjá okkur er allt ódýrt
Flóamarkaður Dýraverndunarfé-
lags Islands, Hafnarstræti 17, kjall-
ara. Opið: mánudaga, þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 14-18.
Wartburg/hjólbörur
Til sölu Wartburg 1980. Einnig ósk-
ast hjólbörur á sama stað. Uppl.s.
31254.
Óska eftir 3ja herb. íbúð
frá 1. júlí
Upplýsingar í símí 26610
Til sölu stór 8 sæta
plussklæddur hornsófi og eikarhús-
gögn í unglingaherbergi. Koja með
innbyggðu skrifborði og hillum.
Uppl.s. 79248 eftir kl. 19 á kvöldin.
Herbergi til leigu í sumar
í vesturbænum fyrir reglusama
stúlku gegn heimilishjálp. Uppl.s.
13092 eftir kl. 19.
Er ekki einhver sem vill losna
við
rennibraut úr garðinum sínum?
Hafið þá samband við Maríu í síma
40496.
Vantar telpureiðhjól
fyrir 6 ára. Á sama stað er til sölu
kommóða með 4 skúffum. Tilvalin
fyrir barnaföt. Uppl.s. 641693
Kettlingar fást gefins
Gullfallegir, vel vandir kettlingar
fást gefins. Uppl.s. 36787.
Dugleg og áhugasöm
stúlka óskar eftir vel launuðu og
skemmtilegu starfi. Æskilegur vinn-
utími frá kl. 8-13 eða 8-14, hef unnið
við margvísleg störf. Uppl.s. 31884.
Vantar hjól fyrir tvær telpur
9 og 13 ára. Uppl.s. 54327.
Kvenhjól til sölu
Cortina - selst ódýrt. Uppl.
Rannveig í síma 79089.
Par óskar eftir
2ja-3ja herbergja íbúð, helst mið-
svæöis, frá 1. júní. Skilvísar
greiðslur og reglusemi í fyrirrúmi.
Uppl.s. 17089.
Til sölu
10 vetra töltari. Tilvalinn fyrir börn
og þá sem vilja Ijúfan reiöskjóta.
Einnig til sölu ónotaðir fótboltaskór
nr. 32. Sími 688204 eftir kl. 17.30.
Fæst gefins
Kolaeldavél (Vossherd) með mið-
stöðvarhitun. 3 metrar furuhandrið
fyrir stigaop og 3 metrar járnhand-
rið fyrir stiga. 2ja sæta sófi, Ijósblár.
Sími 42758.
Óskast gefins eða ódýrt
Óska eftir gömlum, notuðum tau-
skáp. Uppl.s. 32296 á kvöldin.
Til sölu barnavagn/burðar-
rúm
og baðborð, allt á 6.000 kr. Barna-
stóll fæst gefins með. Uppl.s.
53090
Fjarstýrður bíll óskast
Óska eftir að kaupa fjarstýrðan
bensínbíl (Buggy), með takkadekkj-
um að aftan. Uppl.s. 31216.
2 miðstöðvarofnar
1x1 til sölu. Tilvaldir í bílskúr eða
geymslu. Lítill vaskur ca. 50x40
með blöndunartækjum og Rafha
eldavél. Selst ódýrt. Uppl.s_53206.
Trabant til sölu
á 10 þúsund til niðurrifs. Góð vél,
dekk og felgur. Sími 18648 eftir kl.
17.
n
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Pípugerðar Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboð-
um í hrærivél, ásamt flutnings og
skömmtunarbúnaði. Útboðsgögn eru afhent á
skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 10. júní nk. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
OpASv
í-aiiT
líli/
fllá
Menntaskólinn
á Egilsstöðum
Tilboð óskast í að steypa upp og fullgera 1.
áfanga skólahúss M.E., auk frágangs á lóð næst
húsinu.
Húsið er ein hæð og kjallari, gólfflatarmál um 950
m2.
Verkinu skal skilað í tvennu lagi, efri hæð skal
fullgerð fyrir 1. sept. 1988, en öllu verkinu lokið
fyrir’1. sept. 1989.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavík gegn 5000.- kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19:
maí 1987, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
MINNING
Guðmundur Magnússon
Framhalf af bls 8
arvegar stóð yfir eru mér ógleym-
anleg, ekki síst vegna óvenjulegs
samstarfs við þá verkfræðinga
Guðmund og Theódór.
Svo skemmtilega vildi til, að
allar götur síðan bygging Hafn-
arfjarðarvegar hófst, hafði Guð-
mundur bækistöð sína og verk-
fræðistofu í Kópavogi og vann
mörg ómetanleg og margvísleg
störf við mannvirkjagerð fyrir
Kópavogskaupstað.
Guðmundur Magnússon var
óumdeilanlega margfróður og vel
gefinn maður. Hann var ákaflega
hnyttinn í tilsvörum og skemmti-
legur til viðræðu. Hann hefði ef
til vill notið sín ennþá betur sem
fræðimaður og vísindamaður.
Hann gat ekki látið frá sér fara
nokkurt verkefni, nema grann-
skoða hvert atriði ofan í kjölinn.
Leitin að hinu eina sanna og rétta
var svo ótrúlega rík í fari hans.
Leiðir okkar Guðmundar fóru
ekki alltaf saman í stjórnmálum,
þótt markmiðin væru þau sömu.
En það var alltaf jafngaman að
takast á um dægurmálin við Guð-
mund, því fáa þekkti ég, sem
voru honum hnyttnari í tilsvörum
og rökum og er margt það flest-
um ógleymanlegt sem á hlýddu.
Á árunum sem bygging Hafn-
arfjarðarvegar stóð yfir fórum
við tvívegis til útlanda saman
ásamt fleiri félögum. í þessum
ferðum kynntist ég nýrri hlið á
Guðmundi. Hann var óþreytandi
að fræða og lýsa atburðum og
stöðum, sem við komum til. I
hans munni varð sagan lifandi og
skýr, boðskapurinn glöggur. Það
duldist engum, sem á hlýddi, að
hann var víðlesinn og fádæma
minnugur.
Hin síðari ár urðu samveru-
stundirnar færri, báðir vorum við
uppteknir við verkefni og
brauðstritið, sem aldrei tekur
enda.
En nú eru leiðarlok eftir
langan, þungan dag. Ég geng
einn um Hafnarfjarðarveg og
brýrnar, þetta fallega og mikla
mannvirki, sem var athafnasvæð-
ið okkar fyrir tuttugu árum - ég
hugsa og ég horfi - yfir sviðið eitt
andartak og spyr - hvar hitti ég
þig næst góði félagi? - hvenær
mun ég sjálfur leggja upp frá
þessum sama stað?
Ég samhryggist fjölskyldunni á
Kleppsvegi 84, aldraðri móður,
eiginkonu og börnum og bið
þeim blessunar um alla framtíð.
Björn Einarsson
Guðmundur Magnússon verk-
fræðingur lést 14. apríl síð-
astliðinn 59 ára að aldri. Sam-
fylgd, sem hófst í menntaskóla
fyrir 43 árum er skyndilega lokið.
Guðmundur var frá Grinda-
vík. Hann hafði tekið gagn-
fræðapróf á Akureyri og verið
nemandi í 3. og 4. bekk Mennta-
skólans á Akureyri, en fékk
inngöngu í 5. bekk stærðfræði-
deildar Menntaskólans í Reykja-
vík haustið 1944.
Hann var úrvalsnemandi og
skipaði sér fljótt meðal þeirra
sem bestir voru í bekk hans hér
fyrir sunnan. Ég minnist fagnað-
arkenndar og hreykni yfir að
þetta gáfnaljós úr alþýðustétt
skyldi skipa sér í raðir okkar rót-
tæklinganna. Við gátum ekki allir
státað af háum einkunnum í að-
alfögum og engar einkunnir gefn-
ar fyrir þekkingu í fræðum sósíal-
ismans þá. Auk þess að vera af-
burðanemandi í stærðfræðigrein-
um, sýndi Guðmundur mikinn
áhuga á landafræði og sögu. í
þeim efnum var hann alla tíð
áhugasamur og mikill fróðleiks-
brunnur. Eftir stúdentspróf 1946
las hann til fyrrihlutaprófs í verk-
fræði hér heima við Háskólann
og lauk þeim áfanga 1949. Þótt
við værum sinn í hvorri háskóla-
deildinni vorum við saman í hópi
góðra félaga og vina í flestum
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
tómstundum og tókst vel að
halda heitri hugsjónaglóðinni. Á
þessum tíma var alltaf mikið að
gerast í innanlandsmálum. Það
brýndi okkur sífellt til dáða í póli-
tíkinni og þá ekki síður stórfeng-
legir atburðir, sem voru að gerast
úti í heimi. Átök sigurvegaranna í
2. heimsstríðinu um skiptingu
heimsins voru í fulium gangi og
sigurganga kínversku byltingar-
innar stóð sem hæst á þessum
tíma. Það mátti sannarlega kalla
kraftaverk að námsmenn með
svo tímafreka áráttu sem við
Guðmundur skyldum ná prófum
í háskólanáminu.
Haustið 1950 hóf hann nám í
Danmarks Tekniske Höjskole í
Kaupmannahöfn og lauk þaðan
prófi í byggingarverkfræði 1953.
Þrátt fyrir harðar námskröfur í
þeim skóla gaf Guðmundur sér
tíma til að sinna störfum fyrir Fé-
lag íslenskra stúdenta í Kaup-
mannahöfn. Hann var formaður
þess 1951-1953 og tók þátt í bar-
áttumálum alþýðunnar í Dan-
mörku eins og heima á Fróni.
Hann skrifar mér 3. maí 1950.
„Ég tók þátt í kröfugöngu komm-
únista sem var mjög fjölmenn og
glæsileg. Af kröfum hins róttæka
verkalýðs bar mest á kröfunni um
frið og auðvitað kröfunni um
vinnu handa öllum. Gangan var
skreytt á alla lund, m.a. voru
bornar risavaxnar myndir af
helstu foringjum hreyfingarinnar
í ýmsum löndum. Slíkar myndir
voru af Togliatti, Passionariu,
Pali Robeson, Martin Andersen-
Nexö, Mao-Tse Tung, Thorez
o.fl.“ Reynslu af ennþá stærri
hópgöngum og miklum hátíðum
naut ég síðan með honum rúmu
ári seinna, þegar hópur ungra
sósíalista af íslandi tók þátt í
heimsmóti æskunnar í Berlín
1951.
Eftir heimkomu réðst hann til
starfa á verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen. Þar fékk hann
skjótt mikilvæga reynslu í faginu
og yfirsýn yfir sum stærstu verk-
efni verkfræðinnar í landinu.
Guðmundur vann hjá því fyrir-
tæki í 7 ár. Frá 1962 rak hann
eigin verkfræðistofu.
Guðmundur var góður fulltrúi
þeirra sósíalista, sem komust til
vits og ára í og eftir seinni
heimsstyrjöld, tóku þátt í lýð-
veldisstofnuninni og hrifust af
hugsjónum nýsköpunarstjórnar-
innar 1944-1946. Framkvæmd
þeirra var ætlað að festa í sessi
Islenska lýðveldið, með því að
styrkja eftiahagsgrundvöll þess
og gera það þannig frjálst og
óháð. Verkfræðingar og tækni-
menn á ýmsum sviðum hafa átt
mikinn þátt í að gera þessar hug-
sjónir að veruleika æ síðan. Það
er því nokkuð víst að Guðmund-
ur hefur löngum notið starfsham-
ingju við verkfræðistörfin. Ekki
þurfti sameignarsinninn Guð-
mundur Magnússon að kvarta
um að fagfélagar hans væru ein-
göngu í einkapuði og hermangs-
verkfræði. Skrá verkfræðinga-
talsins frá 1964 um mannvirki og
stofnanir vekur mikla ánægju og
þjóðarstolt yfir hinum stórfelldu
sameignum okkar. Og mikið höf-
um við eignast sameiginlega síð-
an og með góðum styrk okkar
verkfræðingastéttar.
Guðmundur starfaði alla tíð í
stjórnmálasamtökum sósíalista,
Æskulýðsfylkingunni, Sósíalista-
flokknum og Alþýðubandalag-
inu. Við erum því mörg, skoð-
anabræður og systur, sem stönd-
um í mikilli þakkarskuld við hann
fyrir að hafa lagt mikið og gott til
mála. í bréfi hans 1951 til okkar í
skipulagsnefnd fyrir Berlínar-
mótið, sem áður var minnst á,
segir hann: „Talsvert af íslensk-
um söngvum verða þátttakendur
að hafa á takteinum, því að búast
má við að íslendingar verði
neyddir til að raula lagstúf þarna
við ófyrirsjáanleg tækifæri. Þetta
er nú bara ágizkun, en það er
betra að vera við öllu búinn.“
Hinar fjölbreyttu gáfur hans voru
löngum upptendraðar af hug-
sjónahita og lífsgleði.
Guðmundur var kvæntur Mar-
gréti Tómasdóttur og eignuðust
þau fimm mannvænleg börn.
Móðir Guðmundar, Sigríður
Daníelsdóttur hefur búið í sama
húsi.
Við Erla sendum fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Jensson
Georges Duby.
Sagnfrœði
Georges Duby í Haskolanum
Einn kunnasti sagnfrœðingur Frakka heldurfyrir-
lestra í Háskóla íslands
síðari fyrirlesturinn, sem fluttur
verður á ensku miðvikudaginn
29. apríl kl. 17 á sama stað nefnist
„Dómkirkjan, borgin og kon-
ungsvaldið“.
Hér er um einstakt tækifæri að
ræða fyrir þá fjölmörgu íslend-
inga sem hafa áhuga á miðalda-
sögu og menningu miðalda, en
fyrirlestrarnir eru opnir öllum að
kostnaðarlausu.
Rétt er að vekja athygli á því að
í dag og á morgun mun prófessor
Georges Duby, sem er heims-
þekktur sérfræðingur í miðalda-
sögu og kennari við College de
France í París halda fyrirlestra í
Háskóla íslands.
Fyrri fyrirlesturinn, sem verð-
ur fluttur á frönsku í sal 101 í
Odda í dag kl. 17, fjallar um kjöj
kvenna í Frakklandi á 12. öld, en