Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 3
javlkur og nágrennls, 1, slml: 27766. Hlemmlorgl, slml: 11 Lestu aðeins „ stjórnaiblöðin? ÞJÓÐVIUINN Höfudmálgagn stiómarandstoðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33. Siglufjörður Meirihluti að nást Allt útlit er fyrir að ný meiri- hlutastjórn verði mynduð á Siglu- firði á allra næstu dögum. Al- þýðuflokkur sleit samstarfinu við Alþýðubandalag á dögunum. Nýi meirihlutinn verður myndaður af Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi en kratar verða einir í minnihluta. Kristján Möller forseti bæjar- stjórnar og fulltrúi Alþýðu- flokksins, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann ætlaði ekki að segja af sér. Brynja Svavarsdóttir, annar tveggja bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, sagði við Þjóðvilj- ann að nýi meirihlutinn yrði án efa samhentari en sá síðasti. Hún kvað ákvörðun Kristjáns um að halda áfram forsetastörfum bæjarstjórnar í hæsta máta óeðli- lega og hugað yrði að viðeigandi ráðstöfunum. -hj-, Vestmannaeyjar Konu saknað „Því miður þá hefur leitin eng- an árangur borið enn sem komið er. Það er búið að fínkemba bæ- inn og næsta nágrenni og fjörur hafa verið gengnar,“ segir Agnar Angantýsson, iögreglumaður í V estmannaeyj um. Ásamt lögreglu hafa Hjálpar- sveitir skáta og Björgunarfélag Vestmannaeyja leitað, í tvo sól- arhringa að giftri konu, rúmlega fimmtugri, sem ekkert hefur spurst til. grh. FRETT1R EFLUM STUDNING VW ALDRADA. MIDIÁ MANN FYRIR HVERN ALDRADAN. vinn p\Ö\tnn^^Umboð f Reykjavík ’ • og nágrenni: ADALUMBOÐ: Tjamargútu 10, slmar 17757 og 24530. Sparts/óður Roykjavtkur og nágrennls. Austurströnd 3, Seltjamamesl, slml: 525966. Bókaverslunln Huglöng, Elölstorgl, slml: 611535. Verslunln Neskjjjr, Ægisslðu 123, slmar 19832 og 192 Bókaverslunln Ullarsfell, Hagamel 67, slml: 24960. tíg 1 Passamyndlrnl., Sparlsjoóurlnn Pundlö, Hátun 2 B, slml: 622522. Bókaverslunln Grltllll, Stöumúla 35, slml: 36811. Hreyllll, benslnafgrelösla, Fellsmúla 24, slml: 685521. Paul Helde Blæslbæ, Állhelmum 74, slml: 83665. Hratnlsta, skrltstolan, slmar. 38440 og 32066. Bókabúö Fossvogs, Elstalandl 26, slml: 686145. Landsbankl Islands, Rotabæ 7, slml: 671400. Bókabúð Brelðholts, Arnarbakka 2, slml: 71360. Straumnes, Vesturberg 76, slmar 72800 og 72813. KOPAVOBUR: Bóka- og rlttangaverslunln Veda, Hamraborg 5, slml: 40877. Borgarbúöln, Hótgeröl 30, slml: 40180. GAROABÆR: Bókavetslunln Grlma, Garöalorg 3, slml: 656020. HAFNARFJÖRÐUR: Kórl- og Sjómannalólaglö, Strandgötu 11-13, slml: 50248. Hralnlsta Hatnartirðl, slmí: 53811. MOSFELLSSVEIT: Bóka- og rittangaverslunln Ástell, Háholt 14, slml: 566620. Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja velkomna. Happdrætti Dvalarheimtös Aldiaöia Spmanna Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn laugardaginn 9. maí kl. 14 að Skipholti 50A í Sóknarsalnum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagskonur fjölmennið. Sýnið skírteini við inn- ganginn. Stjórnin líta á sem leik. Ábyrgðin er okkar - fullorðna fólksins. lífið | UMFEROAR Iráð Fararhelli G> Fimmtudagur 30. apríl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 Hæstiréttur Refsivendinum sveiflað Eftirmál BSRB verkfallsins. Málflutningur hafinn íHœstarétti vegna ákœra ríkissaksóknara á hendur starfsmönnum hljóðvarps og útvarps fyrir vinnustöðvun í BSRB verkfallinu. Ævar Kjartansson, daskrárgerðarmaður: Verðum við dœmdir jafngildirþað þvíað kjaradeilur og verkföll teljist refsivert athœfi Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að við höfum gerst brotleg við landslög, í október 1984 er við lögðum niður vinnu og útsendingar hljóðvarps og sjónvarps stöðvuðust af þeim sökum, er það vitanlega stór- pólitískt mál og ósvífin aðför að verkfallsréttinum. Þá verður svo komið að kjaradeilur og verkföll tejjist refsivert athæfi - slíkt má ekki henda, sagði Ævar Kjart- ansson, dagskrárgerðarmaður. Upphaflega voru það Félag frjálshyggjumanna og forsvars- menn DV, sem kærðu Starfs- menn Ríkisútvarpsins fyrir ólög- mæta vinnustöðvun. Áð unda- ngenginni rannsókn kærði ríkis- saksóknari 10 forsvarsmenn starfsmannafélaga útvarps og sjónvarps fyrir að hvetja til vinn- ustöðvunar félaga sinna. Þrátt fyrir að undirréttur hafi sýknað ákærðu af öllum sakargiftum, fannst ríkissaksóknara auðsjáan- lega ekki nóg að gert og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krefst allt að 3 ára tiftunarvistar yfir tímenningunum. „Annað hvort er saksóknari svona sókndjarfur eða þá að ákæruvaldið hugsi sér að gera þetta að prófmáli og láta reyna á 176. gr. um spjöll og spellvirki af manna völdum, sem sett var í seinna stríði. En mér skilst að enn hafi enginn hlotið dóm á grund- velli þessarar lagaklásúlu. Und- arlegast er þó, að við erum ekki ákærð fyrir spellvirkið sjálft, heldur að hafa haft forgöngu um það meðal félaga okkar. Þáttur fyrrverandi mennta- málaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur, í þessu máli kemur mér spánskt fyrir sjónir. Eins og ríkissaksóknara bar, leitaði hann álits hjá menntamálaráðherra um það hvort ástæða væri til ákæru og sá menntamálaráðherra ekki ástæðu til annars en að málið gengi lengra. Ragnhildi var þó fullkunnugt um, eins og öðrum, að þetta var neyðarúrræði af okk- ar hálfu, þegar ríkisvaldið greip til þess óyndisúrræðis að svipta okkur lifibrauðinu og innti ekki af hendi umsamdar kaup- greiðslur. 'ögmundur Jónasson, fréttamaður sjónvarps og Páll Arnar Pálsson, hrl. og verjandi í ákærumáli ríkissaksóknara gegn 10 starfsmönnum útvarps og sjónvarps fyrir meinta ólöglega vinnustöðvun í BSRB verkfalli 1984, búa sig undir að ganga í róttarsal og hlýða á ákæruatriði fyrir Hæstarétti í gær. Mynd: Sig. Auðvitað vonumst við til þess að ástæða áfrýjunar ríkissak- sóknara á málinu til æðra dóm- stigs, stafi einvörðungu af því að hann vilji fá staðfestingu Hæsta- réttar á sýknuúrskurði undirrétt- ar,“ sagði Ævar Kjartansson. * -RK Jón Baldvin Neitar frumhlaupi Vegna fullyrðinga í fyrirsögn í Þjóðviljanum í gær um frum- hlaup og ósæmilega hegðun gagnvart forseta lýðveldisins bið ég menn að hugleiða eftirfarandi staðreyndir: (1) Forseti hefur tilkynnt að hann feli engum stjórnmála- manni formlegt umboð til stjórn- armyndunar þessa vikuna. Það eru óbein skilaboð til forystu- manna stjórnmálaflokka um að nýta tímann til óformlegra könnunarviðræðna. Með því móti geta þeir mætt undirbúnir þegar forsetinn kveður þá til við- tals. (2) Forsætisráðherra hefur samkvæmt yfirlýsingum hans sjálfs þegar hafið óformlegar könnunarviðræður - án umboðs. Þannig hefur hann rætt við núver- andi samstarfsaðila sinn, for- mann Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur sömuleiðis kvatt á fund sinn þingmenn annarra flokka, hann hefur rætt við Kvennalist- ann, og hann hefur samkvæmt blaðafréttum gert menn út á fund Borgaraflokksins. Þetta sýnir lofsvert frumkvæði hjá Steingrími Hermannssyni og má aldrei þessu vant ekki kalla frum- hlaup. Þetta er þar að auki í alla staði sæmilegt og á engan máta gagnrýnisvert gagnvart forseta lýðveldisins. Forsætisráðherra hefur skilið rétt þau skilaboð að rétt væri að formenn stjórnmála- manna nýttu tímann til óbeinna könnunarviðræðna. Jón Baldvin Hannibalsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.