Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 14
MINNING Margrét Þorsteinsdóttir Fœdd 18. september 1896 Dáin 13. apríl 1987 Með fám orðum vil ég minnast vænnar konu, Margrétar frá Reyðará í Lóni, sem kvaddi sitt jarðlíf þann 13. apríl sl. eftir langa og farsæla ævi. Hún var fædd austur á Fljótsdalshéraði en fluttist ung að árum að Stafafelli í Lóni á vegum Halldóru föður- systur sinnar, sem þar vistaðist hjá þeim séra Jóni Jónssyni og Guðlaugu konu hans. Voru þær skyldar frú Guðlaug og Halldóra. í þá daga var Stafafellsheimilið mannmargt menningarheimili eins og þá gerðist gjarnan á vildis- jörðum prestsetranna í sveitum landsins. Þar var margt starfs- fólk, sem bæði vann með trú- ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Austurlandi Samráðsfundur um kosningaúrslitin verður haldinn í Félagslundi á Reyðar- firði laugardaginn 2. maí kl. 15.30. Fulltrúar í kjördæmisráði, stjórnir Al- þýðubandalagsfélaga og trúnaðarmenn í kosningastarfinu eru hvattir til að sækja fundinn. Framkvæmdanefnd kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Akranesi Opið hús í Rein 1. maí Það verður að venju opið hús og kaffiveitingar í Rein á 1. maí. Opið frá 15 - 18. Allir velkomnir. Kaffinefndin ABH 1. maí kaffi í Skálanum Alþýðubandalagið í Hafnarfirði verður að vanda með 1. maí kaffi í Skála- num, Strandgötu 41, þegar að afloknum útifundi verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði. Hafsteinn Eggertsson trésmiður og formaður ABH og Þorbjörg Samúeis- dóttir starfsstúlka flytja ávarp. Félagar fjölmennið í 1. maí kaffið. Stjórn ABH. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði verður í Skálanum, Strandgötu 41, laugardaginn 2. maí kl. 10.00. Umræðuefni: Atvinnumál og verkamannabústaðir: Sigurður T. Sigurðsson og Þorbjörg Samúelsdóttir opna umræðurnar. Önnur mál. Stjórnln. ABR Vinningstölur í happdrættum Vinningur í happdrætti ungra kjósenda kom á bækling nr. 9009. Ferð til Rhodos fyrir 2. Hafið samband við Flokksmiðstöð s: 17500. Vinningur í skyndihappdrætti ABR í kosningamiðstöð á kjördag kom á miða nr. 313. Vinningur Majorka-ferð. Hafið samband í síma 17500. Þeir sem eiga enn eftir að gera skil í kosningahappdrættinu eru beðnir að hafa samband hið fyrsta við Flokksmiðstöðina. Alþýðubandalagið Reykjavík Dansleikur í Rjsinu ABR heldur dansleik fimmtudaginn 30. apríl kl. 22.00 í Risinu, Hverfisgötu 105. Sjálfboðaliðar í kosningastarfi eru boðnir á dansleikinn og geta vitjað miðanna á skrifstofu ABR miðvikudag og fimmtudag. ABR 1. maí-kaffi Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur opið hús og kaffiveitingar eftir kröfu- göngu og útifund 1. maí í Risinu, Hverfisgötu 105. Félagar! Sem fyrr eru listilega bakaðar kökur ykkar vel þegnar. Stjórn ABR. ABH 1 .maí kaffi í Skálanum Alþýðubandalagið í Hafnarfirði verður að vanda með 1. maí kaffi í Skála- num, Strandgötu 41, þegar að afloknum útifundi verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði. Hafsteinn Eggertsson trésmiður og formaður ABH flytur ávarp. Fólagar fjölmennið í 1. maí kaffið. Stjórn ABH. ÆSKULYÐSFYLKINGIN Fylkingin Hafnarfirði Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn í Risinu í Skálanum, Strandgötu 41, laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. 3) Laga- breytingar. 4) Rætt um hússtjórn. 5) önnur mál. Allir velkomnir. - Stjórnin. mennsku að þeim margvíslegu störfum, sem þar þurfti að sinna og fann þar jafnframt öryggi og athvarf f skjóli góðra húsráð- enda. Sumt starfsfólkið hafði börn á framfæri sínu, sem þá ólust um leið upp á góðum heimilum. Hjá séra Jóni og konu hans á Stafafelli uxu þannig upp auk einkasonar hans, Sigurðar, 6 eða 7 börn, og voru þrjú af þeim algjör fósturbörn hans en hin til- heyrðu starfsfólki, sem dvaldi mörg ár á staðnum og tengdust húsbændum og heimili sterkum böndum, enda valt heill og hagur heimilisins ekki hvað síst á því að samhugur og starfsfúsar hendur | lögðu fram krafta sína við marg- vísleg nauðsynjastörf, sem sinna þurfti. Snemma varð Margrét lið- tæk f störfum, væn og efnileg á allan hátt. Er hún var tólf ára orti séra Jón til hennar: Svona kemstu á fót, áður varir og veist, og vöxt að þú htjótir, því getum við treyst. Og nemirðu margt og verðir svo væn og vinnirðu þarft, það erallra vor bæn. Á unglingsárum fór hún til Reykjavíkur á garðyrkjunám- skeið til Einars Helgasonar í Garðyrkjustöðinni, og er heim kom lét hún hendur standa fram úr ermum og fór að planta trjám á Stafafelli, reynitrjám og rifsrunnum, sem uxu og döfnuðu mjög vel. Notaði hún gjarnan rótarsprota frá reynitrjánum til að fjölga þeim og fyrr en varði var kominn vöxtulegur trjágarður á Stafafelli með háum reynitrjám og rifsrunnum rauðum af safarík- um berjum á hverju hausti. Sjálf- sagt hefur Sigurður, sonur séra Jóns, rétt Margréti hjálparhönd við að girða reitinn og fleira, en beint og óbeint var það áhugi og elja Margrétar við að planta og hlú að gróðrinum, sem var drif- fjöðrin. Síðar sneri hún sér að því að útvega trjáplöntur í kirkju- garðinn og annaðist hún hirðu á honum, ásamt kvenfélagskonum í Lóni, um langt árabil, svo að sveitarsómi var að. Margrét giftist árið 1922 Geir Sigurðssyni bónda á Reyðará, og bjuggu þau þar myndarbúi til árs- ins 1964 er þau flytja á Höfn í hús Aðalheiðar dóttur sinnar og manns hennar Sigurðar Hjalta- sonar, þar sem þau fengu hlýlega íbúð. Hjá þeim áttu þau síðan at- hvarf á efri árunum og nutu frá- bærrar umhyggju frá hendi dótt- ur og tengdasonar og barna- barna. Á efstu árum Margrétar og Geirs bilaði heilsan, eins og oft vill verða, og þurftu þau hjúkrunar og aðstoðar með, sem aídrei brást frá hendi barnanna þeirra. Geir andaðist fyrir nokkr- um árum eftir erfið veikindi, og Margrét kveður nú eftir langt og farsælt ævistarf. Allra síðustu árin dvaldi hún, að eigin ósk, á Skjólgarði, elli- og hjúkrunar- heimilinu á Höfn, þar sem hún naut ágætrar umönnunar og börnin heimsóttu hana stöðugt og vissu að henni leið þar eins vel og auðið var. Blómaskeiðið í ævi Margrétar voru búskaparárin á Reyðará. Þar var hún húsmóðir á stóru og annasömu heimili. Þar fæddust börnin hennar fjögur. Þeirra helst er Aðalheiður, gift Sigurði Hjaltasyni á Höfn, Sigurður, kvæntur Ástu Guðlaugsdóttur, búsett á Höfn, Þorsteinn, bóndi og oddviti á Reyðará, kvæntur Vigdísi Guðbrandsdóttur og Baldur, kvæntur Hólmfríði Ara- dóttur, búsett í Reykjavík. Öll eru systkinin frá Reyðará nýtir menn, traust og gott fólk. Börn og barnabörn þeirra eru orðin mörg. Halldóra fósturmóðir Mar- grétar flutti með henni frá Stafa- felli að Reyðará og átti þar sitt heimili til dauðadags. Er mér í minni hve Margrét lét sér annt um hana og annaðist af mikilli prýði, þegar kraftar hennar tóku að þverra. Margrét var mikil og góð móðir barnanna sinna: Fyrst er mæðranna skaut, þai sem maðurinn naut, þess mjúktaks erhófhann á fæt- ur lagði ástir og yl, það sem albest er til, inn í augað og viljann og hugarins viðkvæmu rætur. (Halldúr HelgasonJ Anna Hlöðversdóttir, móðir Geirs, dvaldi og átti heimili á Reyðará fram á efri ár, en var flutt til sonar síns á Siglufirði nokkru áður en hún lést. Bræður Geirs áttu einnig heimili sitt á Reyðará, eftir að Geir og Mar- grét tóku þar við búi, en faðir þeirra bræðra dó á meðan þeir voru enn í æsku. Geir var þeirra elstur og tók við búinu að föður sínum látnum með móður sinni og síðan konu sinni. Heimilið að Reyðará bar vott um mikla sam- heldni fjölskyldunnar og góðan heimilisbrag og snyrtimennsku jafn úti sem inni. Börn og full- orðnir voru félagslynd og tóku mikinn og góðan þátt í félagslífi sveitarinnar og safnaðarlífi. Söngur og hljóðfærasláttur var mjög iðkaður á heimilinu enda fjölskyldan öll söngvin og músik- ölsk svo af bar. Um langan aldur hefur fjölskyldan á Reyðará ver- ið burðarás kirkjukórsins í Stafa- fellskirkju. Aldrei hefur brugðist ómetanleg liðveisla þeirra við sönginn í kirkjulegum athöfnum. Geir, Margrét og börnin þeirra, öll með góðar söngraddir, lögðu fram lið sitt - og á heimilinu þeirra var bæði fyrr og nú vel- komið að halda söngæfingar, ef með þurfti - og þaðan fór enginn þurrbrjósta. Vigdís, sem nú er húsmóðir á Reyðará, tengdadótt- ir Margrétar, fellur vel að söng- hefð hins gamla hefðarbóls. Alla þá liðveislu vil ég, sem organisti kirkjunnar,þakka af heilum huga. Geir var auk þess á sínum tíma sóknarnefndarmaður og meðhjálpari í kirkjunni sinni, og síðar gekk Þorsteinn sonur hans í sömu spor. Að rækja sína kristnu trú með því að taka þátt í kirkju- legu starfi og safnaðarlífi er meira virði en margur virðist gera sér grein fyrir. Það er gæfulegt og það akkeri, sem mörgu gæti vafa- laust bjargað, af því sem aflaga fer í þjóðlífinu, væri því sinnt svo sem vert er. Margrét var fríð kona sýnum, glaðleg og hjartahlý. Börnum sínum frábær móðir, amma og langamma. Litli 6 ára langömmu- drengurinn hennar, sem ég sá í gær, grét, því hann skilur ekkert í að hún besta langamma hans er farin í himininn. Hann veit það ekki ennþá að hún góða lang- amma fær einhverntíma að taka á móti ástvinum sínum, þegar að þeim kemur að ljúka sínu lífi á jörðu, - og að þá verða áreiðan- lega fagnaðarfundir. Blessuð sé minning Margrétar frá Reyðará. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Sigurlaug Árnadóttir Blákkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.