Þjóðviljinn - 30.04.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Qupperneq 5
Hvað er náttúmvemd? Um lenginguflugbrautar við Sauðárkrók ogfleira Jón Gauti Jónsson skrifar Fyrir nokkru ritaði ég undirrit- aður pistil í fréttablaðið Feyki á Sauðárkróki, er síðar birtist að hluta tíl sem frétt í Degi á Akur- eyri. Pistillinn gekk út á það að gagnrýna þá ákvörðun Náttúru- vemdarráðs að mæla eindregið gegn því að hugsanleg lenging flugbrautar á Sauðárkróki færi inn á friðland Miklavatns. Rökin fyrir þessari gagnrýni minni byggðust einkum á þvi, á hve hæpnum forsendum Náttúru- verndarráð hefði tekið þessa af- stöðu. Hver mín persónulega af- staða er til hugsanlegrar len- gingar flugbrautarinnar er máli þessu óviðkomandi. Hún er hins vegar ekkert leyndarmál. Ég er á því að það hljóti að vera hagur fyrir hvaða byggðarlag sem er að fá varaflugvöll vegna millilanda- flugs, en ég er á móti því að hann verði byggður sem hernaðarm- annvirki og kostaður sem slíkur. í framhaldi af þessum skrifum hafa ýmsir komið að máli við mig með þá spurningu hvort ég hafi nú yfirgefið málstað náttúru- verndar, en við þann málaflokk starfaði ég í tæpan áratug á sínum tíma. Þessari spurningu er hér með alfarið svarað neitandi. Náttúru- vernd er hins vegar mjög huglægt og lítt skilgreint hugtak, og því ekkert óeðlilegt að skoðanir séu skiptar um það hvað felist í merk- ingu þess orðs. Hefur það m.a. leitt til þess að fjölmargir hafa tengt það hinni tilfinningalegu hlið lífsins, t.d. í afstöðu til frið- unar ýmissa fugla- og dýrateg- unda, sem ekki eru í útrýmingar- hættu. Ennfremur hefur það vilj- að brenna við að þetta hugtak hafi verið notað til að ná fram málum, sem eiga lítt skylt við um- hyggju fyrir lífríkinu. Þessi gagnrýni á afstöðu Nátt- úruverndarráðs til lengingar flug- brautarinnar byggir að mínu mati að verulegu leyti á mismunandi túlkun á hugtakinu náttúru- vernd. í núgildandi náttúru- verndarlögum nr. 47 frá 1971 er markmiði náttúruverndar lýst svo: „Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftirföngum þróun (slenskrar náttúru eftir eigin lög- málum, en verndun þess, sem þar er sérstcett eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda þjóð- inni umgengni við náttúru lands- ins og auka kynni af henni. “ Auðvelt er að taka undir þetta markmið en það er einnig ljóst að hægt er að nálgast það eftir mis- munandi leiðum. Reyndar er því lýst nokkuð í þeim lagagreinum sem á eftir fylgja hvernig þessu markmiði skuli náð. Þar er hins- vegar að finna ýmsar greinar, sem eru gagnrýni verðar, auk þess sem ég er ekki fyllilega sam- þykkur þeim áherslum, sem Náttúruverndarráð hefur lagt á þessar lagagreinar. Það hefur sýnt sig að maðurinn getur verið hættulegur umhverfi sínu Að mínu áliti ætti að skipta þessu hugtaki; náttúruvernd, í tvennt. Nota reyndar eftirfarandi tvö hugtök í stað orðins náttúru- vemd, sem væru skilgreind svo: a. Umhverfisvernd: Augljóst er að manninum er það nauðsyn að nýta ýmsar náttúruauðlindir. Er þá bæði átt við þær náttúru- auðlindir, sem endurnýja sig í sí- fellu og þær sem gera það ekki, svo að stöðugt er á þær gengið. í fyrrnefnda tilvikinu felst um- hverfisvernd einkum í því að taka aldrei meira en bætist við hverju sinni, þ.e. að ganga aldrei á sjálf- an höfuðstólinn heldur láta vext- verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“); að útiloka mann- inn sem mest frá þeim, og ætti þá að eðlilegum ástæðum að líta til þeirra svæða, sem maðurinn hef- ur lítið eða ekkert sett mark sitt á. Tilgangur slíkrar friðunar er einkum af tvennum toga. í fyrsta lagi er það náttúrufriðun af „menningarlegum" toga. Slík friðun er bæði gerð af þeirri sið- ferðisskyldu okkar að geyma og varðveita náttúruleg landsvæði til Náttúruverndarráðs snúist á und- anfömum áratugum? Henni má í grófum dráttum skipta í tvennt. Annarsvegar að hafa eftirlit með mannvirkjagerð á landinu öllu, sem flokka má undir umhverfis- vemd að takmörkuðu leyti. Á því sviði hefur oft verið á brattann að sækja, en smeykur er ég um að mikill tími hafi oft farið í hin smærri mál, s.s. staðsetningu sumarbústaða o.fl. á meðan hin stærri hafa oft verið látin sitja á „Pað er löggjafinn sem hefur brugðist í því að semja hér heilsteypta umhverfisverndar- og náttúrufriðunar- löggjöf þannig að hægtsé að taka á þessum málaflokki af einhverju skynsamlegu viti. “ ina nægja. í sambandi við þær náttúruauðlindir sem endurnýja sig ekki, hlýtur verndin að vera fólgin í því að nýta þær sem best og endurvinna afurðir þeirra svo oft sem kostur er. Augljóst er að þrjár náttúru- auðlindir eru öðrum auðlindum nauðsynlegri, en þær eru loft, vatn (þ.m.t. sjór) og gróðurþekj- an. Allar aðrar auðlindir era nán- ast hégómi hjá þessum, enda verður ekkert líf án þeirra. Út úr fyrstu grein náttúruverndarlag- anna má lesa að Náttúraverndar- ráð skuli hafa umsjón og eftirlit með þeim sem og öðrum, en með ýmsum sérlögum hefur eftirlit með þessum undirstöðu náttúru- auðlindum og rannsóknir á þeim verið falið öðrum stofnunum rfkisins. Ljóst ætti að vera að í allri með- höndlun á þeim auðlindum, sem maðurinn nýtir sér til lífsviður- væris, þarf ætíð að gera ráð fyrir manninum; að hann er óað- skiljanlegur hluti af lífheiminum. En það er jafnframt orðið ljóst, að hann kann ekki alltaf fótum sínum forráð og getur því beinlín- is verið hættulegur umhverfi sínu. í sambandi við þetta eftirlit með náttúraauðlindum, er það skoðun mín að Náttúraverndar- ráð hefði mátt láta meira til sín taka, einkum hvað varðar fyrr- nefndar þrjár undirstöðu náttúr- uauðlindir, þrátt fyrir það að öðr- um stofnunum hafi verið falið eft- irlit með þeim. Þessar auðlindir eru forsenda alls lífs og að leiða nýtingu þeirra og meðferð að mestu leyti hjá sér er með öllu óhætt. Fyrirfinnst óspillt umhverfi hér á landi? b. Náttúrufriðun: í þessu hug- taki felst það að friða skuli ákveð- in landsvæði eða tegundir jurta og dýra fyrir mannlegum umsvif- um (þ.e. „þróun íslenskrar nátt- úra eftir eigin lögmálum og handa komandi kynslóðum, en ekki síður til að tryggja sem mesta fjölbreytni lífríkisins og til að geta borið saman við svæði sem maðurinn hefur breytt. í öðru lagi getur náttúrufriðun átt fullan rétt á sér af heilbrigðis- eða félagslegum ástæðum. Með slíkri friðun er almenningi tryggður aðgangur að lítt spilltri náttúru, en oft fylgir það í kjöl- farið að setja þarf ákveðnar um- gengnisreglur. Rökin fyrir þess- ari tegund friðunar eru einkum þau, að manninum sé nauðsyn- legt að komast öðru hverju á vit óspilltrar náttúru sér til heilsu- bótar og lífsfyllingar. í náttúruverndarlögunum er það tíundað nákvæmlega hvernig staðið skuli að friðlýsingu, sem að mínu áliti ætti frekar að kalla náttúrufriðun, en áður en því verður lýst nánar mætti spyrja hvar sé að finna ósnortið náttúru- legt umhverfi á íslandi í dag. Reyndar er mjög auðvelt að rök- styðja það, að slíkt umhverfi fyrirfinnist ekki og að ísland sé líklega spilltasta land sem um get- ur. Náttúrulegar aðstæður eru þannig að land ætti meira og minna að vera skógivaxið upp í 600 m yfir sjávarmál. Svo er ekki raunin eins og við vitum, og á- stæðurnar má að langmestu leyti rekja til mannsins. Og þrátt fyrir tiltölulega milt veðurfar undan- farna áratugi eða allt frá árinu 1920, og almenna velsæld þjóðar- innar, eyðist enn meira að gróðri, en grætt er upp árlega. Við höfum hinsvegar í rikum mæli, enn sem komið er, hinar tvær meginauðlindir jarðarinnar, hreint loft og vatn. Þrátt fyrir það er nauðsynlegt að vera á varð- bergi og byrgja brunninn í tíma, bæði hvað vaiðar hugsanlega mengun þeirra og beina nýtingu. Um hvað snýst starfsemi Náttúru- verndarráðs? En um hvað hefur starfsemi hakanum. Málum þessum hefur þó þokað nokkuð í rétta átt og þykir nú flestum stærri fram- kvæmdaaðilum sjálfsagt að vinna að undirbúningi framkvæmda í samráði við Náttúruverndarráð. Hinn meginþátturinn í starf- semi Náttúruverndarráðs hefur verið friðlýsing eins og hún er kölluð í náttúruverndarlögunum, sem í mínum huga samsvarar náttúrufriðun, og rekstur vin- sælla áningarstaða ferðamanna. í lögunum er að finna nákvæma lýsingu á því hvernig að friðlýs- ingu skuli staðið, m.a. ákvæði þess efnis að friðlýsing verði aldrei að veruleika nema eigend- ur eða umráðaaðilar viðkomandi lands veiti samþykki sitt. Mögu- leiki er þó gefinn á því að kaupa land, en til þess hefur nær aldrei verið veitt fjármagni. Þetta þýðir það að hin friðlýstu svæði eru oft- ast tiltölulega lítil því leita þarf til margra aðila ef um stærri svæði er að ræða, og eins og gengur ekki alltaf áhugi hjá landeigendum að láta eftir land undir friðlýsingu án þess að fá nokkuð á móti. Þá þýð- ir þetta ennfremur það að nær undantekningarlaust er samið um að allar nytjar af landinu fái að halda sér. Hvað varðar stærðina þá skiptir hún ekki meginmáli, þeg- ar um jarðfræðilegar menjar er að ræða, einungis að hún nái til þess svæðis, sem verið er að friða. Stærðin skiptir hins vegar oft miklu máli þegar verið er að varðveita lífríkið, vegna þeirra áhrifa sem maðurinn getur haft á það, jafnvel úr mikilli fjarlægð. Þetta hefur það í för með sér að langflest hinna friðlýstu svæða njóta ekki náttúrafriðunar held- ur umhverfisverndar sbr. fyrri skilgreiningar. Ef verið er að hugsa um lífríkið, þarf yfirleitt að friða mjög stór svæði og gera það raunveralega, þ.e. að maðurinn hafi þar engan nytjarétt. Allt annað flokkast undir umhverfis- vernd þar sem eðlilegt er að mað- urinn og hans þarfir séu lagðar að jöfnu við önnur dýr merkurinnar. í dag er ástandið þannig að við eigum í raun sárafá náttúrufriðuð svæði. Nokkrar eyjar njóta reyndar slíkrar friðunar og eins má segja að Hornstrandir og þjóðgarðurinn í Skaftafelli njóti nú náttúrufriðunar. í mínum huga er því ekki hægt að fallast á þá meginreglu Nátt- úraverndarráðs, að ekki megi snerta við svæðum, sem hafa ver- ið friðlýst skv. náttúraverndar- lögunum, ekki síst ef þau era nytjuð. Énda hefur ekki alltaf verið hægt að standa við þetta þegar landeigendur eða umráða- aðilar lands hafa átt f hlut. Auðvitað er ekki við Náttúru- verndarráð eitt að sakast í þess- um efnum. Hér hefur löggjafinn brugðist. Hann hefur sett svo marklausa stefnu í þessum efnum að friðun er nánast orðið tómt, og aldrei hefur hann verið tilbúinn að láta fé af hendi rakna þannig að kaupa mætti land og ná þannig raunhæfri náttúrufriðun. Þessi ákvæði í náttúruverndar- lögunum hafa gert það að verk- um, að öll friðlýsing hefur verið mjög fálmkennd, byggst á vel- vilja landeigenda og umráðaaðila viðkomandi lands og ekki skal gert lítið úr honum hér. Er friðland Miklavatns náttúrulegt svæði? Þetta er nú orðinn nokkur langur formáli að gagnrýni minni á þá afstöðu Náttúruverndarráðs að vera alfarið á móti því að flug- brautin við Sauðárkrók verði lengd inn á friðland Miklavatns. í mínum huga fellur friðland Mikl- avatns ekki undir náttúrufriðað svæði. Þetta staðfesta best þær reglur, sem gilda um friðlandið, en þar er m.a. að finna heimild- aákvæði um að það megi nýta eins og tíðkast hafi s.s. til beitar, slægna og veiði. Heimilt er að eyða meindýrum (sem strangt til tekið er ekki í anda náttúrufrið- unar), eggjataka er heimil skv. lögum um fuglafriðun. Þá er enn- fremur heimiluð mannvirkjagerð í samráði við landeigendur, sem gildir m.a. um skurði, vegi, skýli og girðingar. Sem sagt fullkomin not á þessu landi eins og verið hefur. Ennfremur hlýtur að vera mjög hæpið að kalla þetta ósnort- ið náttúrulegt svæði. Örnefni bendir til að skógur sé náttúra- legt gróðurfar að hluta til á þessu svæði. Á sauðkindin að öllum lík- indum sinn þátt í því að svo er ekki lengur. Þá kemur fram í skýrslu Ævars Petersen fugla- fræðings, sem Náttúraverndarr- áð byggir einkum afstöðu sína á, að skurðir liggi um svæðið, sem hlýtur að þýða það að uppþurrk- un hefur verið reynd. Sé enn- fremur litið út fyrir svæðið, þá hlýtur öll sú mikla uppþurrkun lands, sem átt hefur sér stað í Skagafirði, að hafa haft áhrif á þetta friðland. Þá er einnig að koma æ betur í ljós að hin mikla áburðarnotkun síðari ára, jafnvel í mikilli fjarlægð en á sama vatna- svæði, getur haft veraleg áhrif á náttúrufar svæða og er ekki ólík- legt að hún hafi sett sitt mark á friðland Miklavatns. Land þetta er því vart náttúralegt og án efa alltaf að breytast vegna aðgerða mannsins í nágrenni við það. I Flmmtudagur 30. aprfi 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.