Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 4
_______LEIÐARI___ Miðjusveiflan „Þetta líf hefur nú verið svona og svona, og næsta líf verður örugglega ekki betra,“ sagði presturinn þegar hann var að jarða sveitaró- magann. Nú eru dagar ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonartaldir, og fólk bíður í ofvæni eftir því að sjá hvaða ríkisstjórn tekur við stjórnartaum- unum. Sé gengið út frá því að sigurvegarar í kosn- ingunum eigi að mynda ríkisstjórn ætti næsta stjórn að vera samsett af Borgaraflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Sú stjórnmálaalda sem reis þegar Albert Guðmundsson var rekinn úr ráðherraembætti hefur nú skolað sjö manns inn á þing. Kvennalistinn vann þrjú þingsæti og hefur nú sex þingmenn. Alþýðuflokkurinn vann mjög undarlegan kosningasigur eftir að hafa tekið við skipbrots- mönnum úr þingflokki Bandalags jafnaðar- manna. Skipbrotsmennirnir úr BJ urðu að vísu allir úti í kosningahríðinni, en Alþýðuflokkurinn hefur nú tíu þingsæti. Og Framsóknarflokkurinn er svo lánsamur að eiga formann sem vinnur sigra upp á eigin spýtur þótt flokkurinn tapi og hefur nú þrettán þingmenn. Tapaði aðeins einum sem er nokk- urs konar sigur. Þessir flokkar hafa samanlagt nægilegan þingmeirihluta. Þeir hafa þrjátíuogsex þingsæti. Meirihluti þjóðarinnar studdi þessa flokka til sigurs. Steingrímur Hermannsson segir að vísu að það sé ekkert grín að setja saman ríkisstjórn með aðild fleiri en tveggja flokka - og að vand- inn verði því meiri sem flokkarnir verði fleiri. Auðvitað er það satt og rétt, en það eru ekki alltaf jólin, og nú finnst þjóðinni tími til kominn að fela öðrum stjórn landsins en sjálfstæðis- mönnum og framsóknarmönnum eingöngu - enda þótt þeir felli hugi saman og sambúð þeirra sé Ijúf og blíð. Einhverjum kann að þykja það fjarstæðu- kennt hjal að minnast á stjórnarsamstarf Borg- araflokks, Kvennalista, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, en það er nú einu sinni svo, að þessir flokkar höfðu brautargengi í kosningun- um. Þessir flokkar eiga margt sameiginlegt og ekki ætti ágreiningur um gamaldags hugtök eins og hægri og vinstri að tvístra þeim. Fram- sóknarflokkurinn reynir að hringa sig saman á miðjunni, Alþýðuflokkurinn viðurkennir í hálfum hljóðum að hann sé obbolítið til vinstri, en Borg- araflokkur og Kvennalisti eru þverpólitísk samtök, sem sótt hafa fylgi sitt inn í raðir allra flokka. Það er rætt um „miðjusveiflu" í íslenskum stjórnmálum, og sú sveifla kemur fram í fylgi þessara flokka. Þessir fjórir flokkar hafa nú hreiðrað um sig á miðjunni og ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að mynda ríkisstjórn Miðjufylkingarinnar, hins nýja fjórflokks. Það er ekki út í bláinn sem þessi miðjusveifla er gerð hér að umtalsefni, því að nú er komin upp sú staða að flokkar eða hreyfingar sem skilgreina sig lítt til hægri eða vinstri hafa náð undirtökunum í íslenskum stjórnmálum. Og nú er að sjá hvernig Miðjufylkingunni gengur að miðla málum innbyrðis, en kjósendur eiga heimtingu á að slík málamiðlun verði reynd eftir að trúnaðarbrestur kom upp í þeim þríhyrningi ástarinnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn- arflokkur og kjósendur mynduðu á síðasta kjör- tímabili. Hér er þó ekki verið að spá því að þessir miðflokkar eigi eftir að ná saman um stjórnar- myndun. Hitt er miklu líklegra, að Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur rói að því öllum árum að virða að vettugi úrslit kosninganna og halda áfram samstarfi sínu, jafnvel þótt það kosti þá að þurfa að leiða Kvennalista eða Al- þýðuflokk til sætis í ráðherrstólum. Miðjuflokkarnir fengu um það skilaboð frá kjósendum að til þeirra væri litið um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þeim var falið verk að vinna. Nú reynir á getuna. Alþýðubandalagið fékk einnig ótvíræð skila- boð frá kjósendum. Því var gefið frí frá störfum í brennipunkti stjórnmálanna. Þetta frí þarf að nota vel til að huga að innri málum og starfi flokksins. Yfir tuttuguþúsund kjósendur Alþýðubanda- lagsins eiga heimtingu á því að forustusveit flokksins vinni það starf af trúmennsku og samviskusemi með vilja og hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi. Hægt og hljótt. - Þráinn. KUPPTOG Hægri - vinstri Hluti af þeirri uppstokkun sem nú er að gerast í íslenskum stjórnmálum er viss úrelding hug- taka, sem hingað til hafa verið góð og gegn. Hægri og vinstri voru til að mynda hugtök, sem til skamms tíma voru ekki sveipuð móðu í hugum manna. Vinstri stefna tengdist ótvírætt velferð, sam- hjálp og umhyggju fyrir náungan- um meðan hægri stefna var í hug- um fólks lífsviðhorf þeirra sem trúðu á þann hráa Darwinisma frumskógarins sem sumir vildu yfirfæra á mannheima: „survival of the fittest", eða þeir lifa, sem hæfastir eru. Út frá þessum breiðu skil- greiningum gátu menn skipað sjálfum sér og öðrum, líka flokk- um og hreyfingum, til sætis í til- verunni án þess að velkjast í óhóflega miklum vafa. Sögulegur ágreiningur Á síðustu árum hefur þessi gamalkunna skipting hins vegar orðið til muna óljósari, - og í miklu ríkari mæli hér á fslandi en erlendis. í fyrsta lagi má nefna áhrif af hefðbundinni greiningu íslenskr- ar vinstri hreyfingar í tvo flokka, Alþýðuflokk og Alþýðubanda- lag, sem báðir notuðu ósmeykir til skamms tíma heitið „vinstri flokkur“. Hinn sögulegi ágrein- ingur þessara tveggja flokka nær aftur til áranna kringum 1935, þegar heiftúðug barátta geisaði á milli hinna alþjóðlegu hreyfinga kommúnista og jafnaðarmanna. Yfir þau svöðusár, sem vinstri hreyfingin á íslandi - eins og raunar alltof víða -hlaut í kjölfar- ið, hefur í raun aldrei gróið. Hækjustand krata Klofningur úr vinstri kanti Al- þýðuflokksins rann saman við kommúnista 1938 og til varð Sósí- alistaflokkur, sem að sjálfsögðu kallaði sig hinn eina sanna vinstri flokk landsins. Pessi flokkur ís- lenskra sósíalista varð tiltölulega sigursæll, og náði miklu meiri áhrifum hér á landi en skyldir flokkar kommúnista eða rót- tækra sósíalista náðu á erlendri grund. En Alþýðuflokkurinn lafði áfram, kallaði sig líka vinstri flokk, - en tók eigi að síður þátt í langvinnu samstarfi við flokk at- vinnurekenda, Sjálfstæðisflokk- inn. Samstarfið við íhaldið stóð yfir í röskan áratug, eða tólf ár alls. Á meðan á þessu hækju- standi Alþýðuflokksins stóð hvikaði hann hins vegar aldrei frá tilkalli sínu til þess að vera hinn eini sanni „vinstri “ flokkur landsins. Átökin milli þessara tveggja flokka um eignarhald og einka- rétt á nafngiftinni „vinstri" flokk- ur rugluðu auðvitað heilar kyn- slóðir í pólitísku rími. Kvennó - vinstri eða hægri? Fyrir nokkrum árum komu svo upp framboð kvennalista, sem höfnuðu hinum hefðbundnu skil- greiningum sem fólust í hugtök- unum „vinstri“ og „hægri“. Kon- umar neituðu, og neita enn, að láta draga sig í dilka eftir þessum heitum, sem þær kalla verk karla, og óbrúkleg til að staðsetja hina þingpólitísku hreyfingu þeirra. Með þessu skapaðist auðvitað enn meiri ruglingur í kringum hin hefðbundnu skipti stjómmál- anna. Það þarf ekki neina mannvitsbrekku til að skilja, að stefnuskrá Kvennalistans er glögglega til vinstri samkvæmt hinum fomu mælikvörðum. Kon- umar hafa tekið upp nákvæmlega sömu baráttumál og Alþýðu- bandalagið, forveri þess Sósíal- istaflokkurinn og að hluta til Al- þýðuflokkurinn. í utanríkismálum er einnig ljóst, að samkvæmt nýlegum yfir- lýsingum hljóta þær einnig að teljast vinstri flokkur einsog hefðin hefur skilgreint þá. Eftir japl og jaml, og stundum fuður, þá kváðu málsvarar þeirra ótvf- rætt upp úr með það á síðustu dögum kosningabaráttunar að þær væm: - í fyrsta lagi, á móti hemum á Miðnesheiðinni, þó að minnsta kosti ein þeirra segði að brottför hans væri ekki á dagskrá (Kristín Ástgeirsdóttir) og önnur teldi hann ekki skapa hættu fyrir ís- lendinga (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir). -í öðm lagi, á móti Nató. Skýlaus og margítrekuð neitun Kvennalistans á því að teljast vinstri flokkur, samhliða því sem listinn berst fyrst og fremst fyrir hefðbundnum málefnum vinstri vængsins, hefur því þvælt all grimmilega hugtökin hægri og vinstri. Enn meira rugl Ekki hefur tilurð Borgara- flokksins bætt um betur. í stefnu- skrá hans er ótvíræð velferðar- stefna, sem um margt er mjög já- kvæð. Forystumenn hans hamra jafnframt á því, að þeir séu máls- varar „litla mannsins" í þjóðfé- laginu. En samhliða því að bera fram stefnuskrá sem í veigamiklum efnum telst vinstra megin við hina óskilgreindu miðju íslenskra stjórnmála, þá eru forystumenn Borgaraflokksins þekktir fyrir hægri sinnaða afstöðu. Þetta kom vel fram í grein, sem nýkjörinn þingmaður Borgarafl- okksins, Júlíus Sólnes, skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkrum mánuðum. Þar taldi hann helst þörf á hægri flokki inn í hið ís- lenska flokkakerfi, til að veita Sjálfstæðisflokknum aðhald frá hægri. Albert Guðmundsson, sem nú boðar hið „milda afl“ og talar með mikilli fyrirlitningu um svokallað „ný-frjálshyggju“, hef- ur heldur ekki ævinlega verið j afn mikill andstæðingur frjálshyggj- unnar. Það eru ekki átta ár síðan hann bauð sig fram á landsfundi gegn þáverandi formanni Sjálf- stæðisflokksins, Geir Hallgríms- syni, vegna þess að honum fannst flokkurinn og Geir ekki taka nógu mikið mið af frjálshyggj- unni! Borgaraflokkurinn er því leiddur af mjög hægri sinnuðum leiðtogum, en er þó samhliða með vinstri sinnaða slagsíðu á stefnunni. Vitaskuld mun þetta rugla enn meira skilin milli hægri og vinstri, - gera fólki enn erfið- ara um vik með að átta sig í kraðaki flokka og hreyfinga. þJOÐVBLIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgófufólag Þjóöviljans. Ritatjórar: Ámi Bergmann, Þróinn Bertelsson, össur Skarphéöinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamann: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristin Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, OÍafurGíslason, Ragnar Karfsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefón Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitatelknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýaingaatjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýaingar: Baldur Jónasson, Oiga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigrfður Kristjónsdóttir. Húamóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bóra Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjólmsson, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog aetnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áskrtftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 30. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.