Þjóðviljinn - 30.04.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Síða 6
VJÐHORF Dvöl í orlofshúsum Iðju Iðjufélagar sem óska eftir að dvelja í orlofs- húsum félagsins í Svignaskarði og orlofsíbúð á Akureyri, sumarið 1987, verða að hafa sótt um eigi síðar en föstudaginn 15. maí n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16. Einnig er hægt að sækja um símleiðis (símar 13082 og 12537). Dregið verður úr umsóknum á skrifstofu fél- agsins mánudaginn 18. maí kl. 17.00 og hafa umsækjendur rétt á að vera viðstaddir. Þeir Iðjufélagar sem dvalist hafa í húsunum að sumarlagi á undanförnum 3 árum koma aðeins til greina ef ekki er fullbókað. Leigugjald verður kr. 4.000 á viku. Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt hús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar og verður það leigt án endurgjalds gegn framvísun læknisvottorðs. Stjórn lóju Þá hlýtur það að vera mjög hæpið að byggja afstöðu á 15-20 ára gömlum athugunum. Enn- fremur er ljóst að fyrrnefnd at- hugun fór ekki fram í ljósi þess að fara ætti út í mannvirkjagerð á þessu svæði, heldur augljóslega gerð m.t.t. þess hver tegundas- amsetningin var á þessum árum. Flóð eru náttúruleg í rökstuðningi Náttúruvernd- arráðs er ennfremur bent á, að komi til þess að gera þurfi nýjan farveg úr Miklavatni, geti það leitt til breytinga á vatnafari, sem geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki friðlands- ins. Þetta er ekkert útskýrt nán- ar, en líklega er hér átt við aukna flóðahættu. Þetta atriði er gagnrýni vert. í fyrsta lagi eru þetta getgátur því engin athugun hefur farið fram í þessu sam- bandi. í öðru lagi er nauðsynlegt að skilgreina hvað átt er við með „alvarlegar afleiðingar fyrir lífr- íki friðlandsins og næsta nágrenni þess“. Eru það flóð af völdum náttúrunnar sjálfrar eða einungis þegar maðurinn með fram- kvæmdum sínum veldur flóðum? í mínum huga eru náttúruleg flóð eðlileg á náttúrufriðuðum svæð- um. Flóð eru nefnilega eitt af til- brigðum náttúrunnar, þau eru í sjálfu sér náttúruleg. Flóð hafa alltaf verið til staðar og venjulega hefur gróðurfarið í heild sinni, líf- heimur viðkomandi svæðis, að- lagast þeim og notfært sér þau til lengri tíma litið m.a. sem áburð. Það er alltof algengt að menn telji náttúruvemd vera fólgna í því að halda öllu í óbreyttu ástandi þ.á m. að koma í veg fyrir flóð, en svo er alls ekki. Náttúran er alltaf að breytast og lífríkið að aðlaga sig þeim breytingum. Stundum verða breytingamar svo miklar að líf þurrkast út á svæðum eða breytist mjög mikið. í fjölmörg- um tilvikum er það af völdum náttúrunnar sjálfrar, en í seinni tíð vegna vaxandi umsvifa mannsins. Það er það síðar- nefnda, sem umhverfisvernd og náttúrufriðun snýst um í mínum huga, að koma í veg fyrir að mað- urinn breyti svo umhverfinu að líf þurrkist út. Það hlýtur því að vera nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort núverandi flóð séu náttúra- leg og að lífríkið hafi aðlagast þeim, sem mér er til efs, áður en farið er að fjalia um hættu af völdum flóða. Þetta þýðir ekki það, að hvergi megi hefta vatns- föll. Slíkt getur verið nauðsynlegt á vissum stöðum þar sem maður- inn hefur „numið“ land. Niðurstaða mín er sú að frið- land Miklavatns sé ekki náttúru- legt svæði og njóti ekki náttúra- friðunar. Meðan svo er eigi því að líta það augum umhverfisvernd- ar, þannig að tekið sé tillit til hagsmuna mannsins í sambandi við nytjar af því, eins og raunar nú þegar er gert. Tryggja þarf hins vegar að breytingarnar verði ekki það miklar að lífríkinu geti stafað hætta af. Til þess að fá svar við því þarf rannsóknir. Á grand- velli þeirra er síðan að taka á- kvarðanir og eftir því hefði Nátt- úraverndarráð átt að bíða með skoðun sína á þessu máli. Vantar umhverfislöggjöf Að lokum skal það svo tekið fram að með þessum pistli er ekki verið að gera lítið úr þeim er gengust undir þessa friðlýsingu á sínum tíma. Menn verða bara að viðurkenna að sú friðun fól alls ekki í sér náttúrafriðun. Þá er ekki heldur verið að setja út á það ef landeigendur vilja ekki láta þetta land af hendi til lengingar flugvallarins, en þá verða þeir að beita öðram rökum en að þetta sé friðað svæði. Það skal svo að lokum ítrekað að hér er ekki við Náttúravernd- arráð eitt að sakast, því að ég þykist vita að það óski í flestum tilvikum eftir meira afgerandi friðun en niðurstaða næst um. Það er löggjafinn sem hefur brugðist í því að setja hér heilsteypta umhverfisverndar- og náttúrufriðunarlöggjöf, þannig að hægt sé að taka á þessum málaflokki af einhverju skyn- samleg viti. Sauðárkróki í mars 1987. Jón Gauti Jónsson er kennari og starfaði hjá Náttúruverndarráði ér árunum 1976-1985, en er nú kenn- ari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Matráðskona óskast Þjóðviljinn óskar að ráða matráðskonu strax. Vinnutíminn er 3 - 4 klukkustundir á dag. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri í síma 681333. þlÓÐVILIINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVÍK Við höldum DANSLEIK í lok kosningabaráttunnar og fögnum baráttudegi verkalýðsins 1. maí fimmtudaginn 30. apríl í Risinu, Hverf isgötu 105. Húsið opnaö kl. 22.00. Fordrykkur og stutt ávörp í upphaf i samkomunnar. Skemmtiatriði. Tónaf lóð og létt sveifla. Verð aðgöngumiða kr. 300.* Sjálf boðaliöar í kosninga- starfi G-listans eru boðnir á samkomuna og eru vins- amlegast beðnir að nálg- ast miðana á skrifstofu ABR miðvikudag og fimmtudag. Boðskort - Hótel Borg Vinstrisósíalistar munu halda fund á Hótel Borg að loknum útifundunum 1. maí. Hjördís Hjartardóttir verður fundarstjóri Ragnar Stefánsson ræðir stöðu vinstrihreyfing- arinnar að afloknum kosningum. Soffía Sigurðardóttir ræðir stöðu verkalýðshreyf- ingarinnar og baráttuna framundan. Kristján Ari Arason kynnir hugmyndir og áætlanir um stofnun útvarpsstöðvar. Árni Hjartarson og Ársæll Másson syngja og leika á gítara. Þorvaldur Örn Árnason stýrir fjöldasöng. Það er margt áhugavert að gerast í pólitíkinni sem gaman væri að ræða um við fleiri yfir kaffi- bolla á Borginni. Allir velkomnir - Fjölmennum! Bæjarfógetaskrifstofa í Vestmannaeyjum. Tilboð óskast í framkvæmdir við Heiðarveg 15 í Vestmannaeyjum. Innifalið í verkinu eru ýmiss konar breytingar og endurbygging bæði utan og innan húss. Verktaki tekur við húsinu í núverandi ástandi og skilar því fullbúnu til notkunar. Húsið er kjallari og þrjár hæðir, grunnflötur alls um 1070 m2. Verkinu skal skila fullgerðu 25. mars 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Rvk., og á teiknistofu Páls Zoþhonías- sonar í Vestmannaeyjum gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudag- inn 20. maí n.k. kl. 11.00. *r z 0 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.