Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 13
Þingkosningar eru yfirvofandi í tveim Evrópu- löndum, Portúgal og Ítalíu, eins- og við skýrðum frá í gær. Nú er búið að ákveða hvaða daga kjör- in fara fram. Á Ítalíu verður kosið þann fjórtánda júní en Portúgalir ganga að kjörborðinu þann nítj- ánda júlí. Formanni herráðs Argentínu hefur verið gert að mæta fyrir mannréttindadómstóli í bænum La Plata. Jose Dante Caridi var skipaður æðsti yfir- maður argentínska hersins af Raoul Alfonsin forseta á dögun- um og sigldi tilnefningin í kjölfar tveggja hermannauppþota um páskana. 47.000 eyðnitilfelli hafa verið skráð í heiminum fram að þessu í eitt hundrað löndum að sögn hei- mildamanna hjá Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Langflestir hinna ógæfusömu einstaklinga eru búsettir í Banda- ríkjunum eða þrjátíu og þrjú þús- und sjöhundruð og tuttugu. {Evr- ópu eru eyðniveiruberar fjögur þúsund níuhundruð og þrír og í Afríku hafa þrjúþúsund fimm- hundruð þrjátíu og átta smitast svo kunnugt sé. Verkamanna flokkurinn breski er enn langt að baki íhaldsflokknum að vinsældum meðal kjósenda á Bretlandi. Þetta kemurfram í nýrri skoðana- könnun um fylgi flokkanna en það er mál manna að Thatcher forsætisráðherra efni til kosninga í júní. í könnuninni fékk íhaldið jáyrði fjörutíu og eins af hundraði, Verkamannaflokkurinn naut fylg- is þrjátíu og tveggja hundraðs- hluta en miðjubandalagið tölti langt á eftir með tuttugu og fjögur prósent. Stórmeistara- sambandið nýstofnaða hyggst gangast fyrir heimsbikarmótum í skák og mun hið fyrsta af sex fara fram í Bru- essel á útmánuðum næsta árs. Það var Kasparof heimsmeistari sem átti frumkvæði að stofnun sambandsins og telur hann að mót á vegum þess muni stuðla að auknum vinsældum skáklist- arinnar. Stórmeistarasambandið hefur engin formleg tengsl við FIDE enda hafa forseti þess, Campomanes, og Kasparof löngum eldað grátt silfur saman. Maaark! hrópaði tyrkneski knattspyrnu- snillingurinn Ismail Kayar þegar hann hafði troðið tuðrunni í netið hjá andstæðingunum. Þetta hefði hann betur látið ósagt því leikurinn var á milli tveggja liða ( fyrstu deild heyrnar- og mál- lausra áhugamanna um boltasp- ark. París er vinsælust allra heimsins borga af þeim sem yndi hafa af alþjóð- legu ráðstefnuhaldi og það hefur hún verið síðastliðin átta ár. í fyrra fóru þrjúhundruð fimmtíu og átta slíkir mannfagnaðir fram í borginni. Næst á eftir koma svo Lundúnir með tvöhundruð fimmtíu og átta heimsfundi. ERLENDAR FRÉTTIR Vestur-Þýskaland Vopnakreppa í Bonn Genscher og Wörner deila um afvopnunartil- lögur Gorbatsjofs. Kohl gengur illa að ná samstöðu í stjórninni Stjórnin í Bonn er nú í einni verstu kreppu á tæplega fímm ára valdaferli sinum vegna deilna um hversu skuli bregðast við ný- legum afvopnunartillögum Sovét- manna. Kohl kanslara hefur ekki tekist að fá stjórn sína til einhuga svars þrátt fyrir mikil fundahöld síð- ustu daga, en næstu daga á að gera úrslitatilraun og er því lofað í Bonn að afstaða ríkisstjórnar- innar liggi fyrir í næstu viku. Um málið deila einkum þeir Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra úr flokki frjálsdem- ókrata, og Manfred Wörner, varnarmálaráðherra frá kristi- legum. Genscher tók strax vel til- lögum Gorbatsjofs um að skammdrægum flaugum yrði eytt jafnframt meðaldrægum, og hvatti vestræna kollega sína til að íhuga þær gaumgæfilega, en Wörner lagðist gegn tilboði Sov- étmanna. Hann og fleiri evrópsk- ir haukar telja að ekki eigi að fall- ast á tilboðið um útrýmingu skammdrægra flauga vegna þess að Sovétmenn séu sterkari á sviði „hefðbundins" herafla, og vegna þess að þá rofni böndin við Bandaríkin. Harðar deilur hafa staðið í vesturþýsku stjórninni um þetta mál og samkomulagstilraunir ekki tekist enn. Kjarnorkuvopn hafa verið eitt helsta pólitíst deiluefni í landinu frá því ákveðið var árið 1979 að setja þar niður meðaldrægar bandarískar Pershing-2-flaugar gegn mikilli andstöðu meðal almennings. Athyglisvert er að þrætan í Bonn kemur upp skömmu eftir kosningar og stjórnarmyndun þarsem frjálsdemókratar deildu mjög við hægri arm kristilegra um utanríkismál. Genscher og fé- lagar hans höfðu betur í þeim átökum og nutu þess við stjórn- armyndunina. Þessar deilur í Bonn endur- spegla hik og ágreining í allri Vestur-Evrópu um tillögur Gor- batsjofs og afvopnunartilraunir risaveldanna í Genf. Helmut Schmidt forveri Kohls í kanslarasessi skrifaði í gær grein í bandaríska stórblaðið New York Times, og hvatti „vini sína í Evrópu og Bandaríkjunum" til að taka vel tillögum Gorbatsjofs. Schmidt er hægrikrati og kunnur að tryggð við Nató og bandarískt forræði. Hann dregur í grein sinni úr tali um yfirburði Sovétmanna í hefðbundnum herafla, og telur að vesturveldin eigi þrátt fyrir samning á grundvelli Gorbat- sjoftillagnanna næg færi á kjarn- orkusvari gegn sovéskri ógnun. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt er í nýjasta Spiegel er mikill meirihluti Vesturþjóð- verja á bandi þeirra Genschers og Schmidt í þessum efnum. 92% styðja samkomulag á grundvelli tillagna Gorbatsjofs, og meiri- hluti, 51% styður samkomulag án þess að reiknað sé með skammdrægum flaugum. 43% telja að austurblokkin hafi yfir- burði í „hefðbundnum" herafla, 9% að Nató hafi þá yfirburði. í könnuninni er einnig spurt hvort hernaðarhætta úr austri yk- ist eða dvínaði ef kjarnorkuafli yrði fjarlægður og aðeins eftir hefðbundinn her. 24% eru á því að úr drægi, 16% halda að hættan yrði meiri, 60% að á yrðu litlar breytingar. Vesturþjóðverjar virðast því ekki leggja mikinn trúnað á „fælingar“-kenningar N atóhershöfðingj anna. -m Miðausturlönd Arafat einn á báti Ákvörðun Egypta um að loka skrifstofum PLO í Kairo mun draga dilk á eftir sérfyrir samtökin sem eiga í œ fœrri hús að venda í arabaheimunum Einingin sem nú ríkir innan Trauðla ná Frelsissamtökin PLO eftir að öndverðar fylk- miklum ávinningum án nokkurra ingar Sýrlandsvina og sveita Jass- öflugra bandamanna meðal ar- írs Arafats grófu stríðsaxir sínar abískra ríkisstjórna. Það verður í virðist ætia að verða nokkru dýru öllu falli vandséð hvernig þau verði keypt. Svo er að sjá sem hyggjast fá aðgang að hugsan- samtökin hafi nú misst fótfestu legri friðarráðstefnu Miðaustur- sína í helstu arabalöndunum og landa að öðrum kosti. Grípur muni á næstunni þurfa að róa ein Arafat til þess örþrifaráðs að á báti í baráttu sinni fyrir rétti vingast við Assad Sýrlandsfors- Palestínumanna. eta að nýju? Egyptar urðu æfir þegar þing Þjóðarráðs Palestínu gerði því skóna á dögunum að forsenda fyrir góðum skiptum PLO og Ka- irostjórnarinnar hlyti að byggjast á því að Mubarak og félagar tækju til endurskoðunar friðar- sáttmála ísraels og Egyptalands frá árinu 1979. Réttilega benda þeir á að þessi stefna sé runnin undan rifjum Sýrlendinga og ljóst er að palest- ínskir Sýrlandsvinir settu það sem skilyrði setu sinnar á þinginu að hnýtt yrði í Egypta fyrir að friðmælast við höfuðóvininn. Blöð í Kairo segja Arafat hafa gert sig sekan um heimsku með því að snúa baki við bandamanni til að ganga í augu Sýrlendinga sem á umliðnum árum hafi sýnt það svart á hvítu að þeir vilji kosta öllu til að ryðja honum úr vegi. „Sýrlendingar munu ekki linna látunum fyrr en þeir hafa rutt Arafat og stuðningsmönnum hans úr forystu PLO,“ sagði í rit- stjórnargrein stórblaðsins Al- Akhbar á dögunum. Jassír Arafat segir að Egyptar hafi farið allt of geyst í sakirnar með því að slíta sambandinu við PLO svo skyndilega, honum hafi ekki einu sinni gefist ráðrúm til að senda fulltrúa sinn til Kairo til að skýra út sín sjónarmið í þessu deilumáli. Leiðtoginn á sér nú formæl- endur fáa í arabalöndunum að undangengnum þessum ósköp- um. í fyrra lét Hussein Jórdaní- ukóngur loka skrifstofum PLO í Amman og Hassan Marokkók- óngur tók mjög óstinnt upp að fulltrúum Polisario skæruliða skyldi hafa verið boðið að sitja þing Þjóðarráðsins um daginn. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka fslands hf. verður haldinn í dag, fimmtudaginn 30. apríl 1987 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild bankaráðs til útgáfu jöfn- unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á samþykktum bankans, ef fram koma. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í aðalbanka, Bankastræti 7, dagana 27. - 29. apríl svo og á fundarstað. Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.