Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.05.1987, Blaðsíða 12
St. Jósefsspítali, Landakoti Svæfingahjúkrunarfræðing vantar til sumarafleysinga eða til frambúðar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 19600/220 alla virka daga. Starfsmaður á barnaheimili Starfsmaður óskast á skóladagheimilið Brekk- ukot sem staðsett er við Holtsgötu í Reykjavík. Okkur vantar starfsmanna strax í 100% vinnu. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 19600/ 260 alla virka daga frá kl. 9-15. Hafnarbúðir Hjúkrunarfræðingur nv. Okkur vantar nú þegar hjúkrunarfræðing á næt- urvaktir í Hafnarbúðir. Góður starfsandi og gott fólk. Athugið að þeir sem taka 60% nv. fá deildar- stjóralaun. Upplýsingar veittar í síma 19600/200 alla daga. Reykjavík 27. 5. 1987 Auglýsing um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins sem hér segir: Almennir dagpeningar: New York borg SDR 150 Annars staðar SDR 150 Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlits- starfa: New York borg SDR 95 Annars staðar SDR 95 Ákvörðun þessi gildir frá og með 1. júní 1987. Reykjavík 25. maí 1987 FERÐAKOSTNAÐARNEFND Auglýsing um akstursgjald Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið aksturs- gjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana sem hér segir: Almennt gjald Fyrstu 10.000 km kr. 13,55 pr.km Frá 10.000 til 20.000 km ” 12,15- - Umfram 20.000 km ” 10,70 - - Sérstakt gjald Fyrstu 10.000 km ” 15,80- - Frá 10.000 til 20.000 km ” 14,15- - Umfram 20.000 km ” 12,45 - - Torfærugjald Fyrstu 10.000 km ” 17,70 - - Frá 10.000 til 20.000 km ” 15,80 - - Umfram 20.000 km ” 13,95- - Akstursgjald þetta gildir frá og með 1. júní 1987. Reykjavík 25. maí 1987 FERÐAKOSTNAÐARNEFND i Laus staða f Við Tækniskóla íslands er laus til umsóknar staða kennara/ deildarstjóra í heilbrigðisdeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt (tarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 22. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 26. maí 1987. _________ERLENDAR FRÉTTIR_____ Guatemala FlóHamenn snúa heim Tugþúsundir bænda hröktust til Mexíkó snemma á þessum áratug vegna ofsókna hersins. Margvísleg vandamál bíða þeirra heimkominna Flóttamenn I tugþúsundavís frá Guatemala dveljast í Flótta- mannabúðum í Suður-Mexíkó. Meðal þeirra ríkir hræðsla við að snúa aftur til síns heima, en þrátt fyrir það eykst nú heldur fjöldi þeirra sem lætur slag standa og hverfur aftur heim til Guatemala, þrátt fyrir vandamál og hættur sem bíða þeirra. Borgaralegir stjórnarhættir voru teknir upp í janúar í fyrra, en arfur herforingjastjórnanna gegnum tíðina sem og átök milli stjórnarhersins og vinstrisinn- aðra skæruliða sem blossað hafa upp öðru hverju, setja sinn svip á stjórnarfarið. I flóttamannabúðunum dvelja nú milli 35.000 og 40.000 manns, og hræðist yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra tilhugsunina um að yfirgefa öryggi það sem þeir búa við í búðunum í Suður-Mexíkó, segir yfirmaður Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Margt er um bændur í búðunum, og flúðu þeir land vegna þeirra ásakana stjórnarhersins á hendur þeim að þeir styddu skæruliða. Flestir óttast enn að snúa aftur til síns heima, og búast við að herinn taki upp fyrri iðju gegn þeim. Þrátt fyrir þetta fjölgar þeim nú heldur sem láta sig hafa það að hverfa heim. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna sneru 204 heim í hittifyrra og 355 í fyrra. En á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hafa 887 fylgt í fótsporin, og þá segjast gera það vegna föður- landsástar, til að reyna að ná Mexíkó. Talið er að nokkur fjöldi til viðbótar hafi snúið heim, en ekkert verið að hafa fyrir því að tilkynna það sérstaklega. Þeir sem hafa yfirgefið flótta- mannabúðirnar og snúið heim segjast gera það vegna föðu- rlandsástar, til að reyna að ná jarðarskikum sínum aftur, eða til að sjá ættingja sína eftir langan viðskilnað. „Hrædd? Auðvitað erum við hrædd eftir það sem við höfum gengið í gegnum," sagði einn flóttamannanna, Feliciano Lucas. „Uppreisnarmennirnir komu og neyddu okkur til að hjálpa sér, síðan kom herinn á ftir og drap alla sem hann náði í. Þetta gæti endurtekið sig.“ Um heimferðina sagði hann: „Við héldum að allt væri með kyrrum kjörum. Það var það sem yfir- völdin sögðu okkur. En það lítur út fyrir að það séu enn vandamál til staðar." Frekar kæri hann sig ekki um að úttala sig. Margir flóttamannanna yfir- gáfu ættland sitt snemma á þess- um áratug, þegar ofsóknir hers- ins gegn skæruliðum stóðu sem hæst, og skildi herinn eftir sig sviðið land á sinni yfirreið. Tugir þúsunda bænda hröktust úr landi vegna ofsókna hersins í hásléttu- héruðunum fyrir vestan land, Huehuetenango, E1 Quiche, San Marcos og E1 Peten á árunum 1980 til 1984, og voru þeir flestir Mayaindjánar. Þegar þeir snúa nú heim eru aðrir bændur í mörgum tilfellum teknir til við að nytja jarðarskikana sem fyrrum tilheyrðu þeim. Hluti flótta- mannanna þar á meðal fjölskylda Feliciano Lucasar, er í reiðileysi og bíður niðurstaðna úr landaþrætum. Þegar forsetinn Vinico Cerezo kom til valda í janúar í fyrra fór hann hægt í flóttamannasakirnar. Síðan þykist hann hafa fest sig í sessi, og hvetur nú alla flótta- menn til að snúa aftur heim. í nýlegu viðtali gengst hann við þeim vandamálum sem bíða fólksins og segir: „Við reynum nú að leiðrétta ýmis óhæfuverk sem hafa átt sér stað á tilteknum stöðum. En ýmsir embættismenn og yfirmenn í þjóðvarðarliðinu óttast að skæruliðar leynist á meðal flóttamannanna sem nú eru á heimleið. Þau vandamál sem við er að stríða eru stærri í sniðum en svo að þau verði leyst á nokkrum dögum. Þessvegna för- um við okkur hægt og reynum að leysa málin eftir því sem þau koma upp.“ Þrátt fyrir loforð Cerezos óttast margir íbúar Gu- atemala að hann hafi ekki fulla stjórn á hernum, en hann hefur verið valdamikill í landinu frá fornu fari. Rómversk-kaþólska kirkjan á öfluga fótfestu meðal alþýðu manna. Hafa talsmenn hennar ýmsir hvatt flóttamenn til að dvelja enn um sinn í Mexíkó. Prospero Penados del Barrio erk- ibiskup segir þannig að afstaða hersins hafi enn ekki breyst nægi- lega mikið til að flóttamennirnir geti verið öruggir um sig. „Þeir eru ekki undirróðursmenn. Þeir flúðu á sínum tíma til að bjarga lífinu,“ sagði hann. Stjórn Cerezos kveikti vonir meðal flóttamannanna í Mexíkó. Loforð hans gáfu mönnum von um að þeir gætu snúið heim í friði til lands þar sem lýðræðið væri í heiðri haft. En þegar 49 flótta- menn komu heim til Nubilasvæð- isins í febrúar síðastliðnum voru þeir ásakaðir um að vera skæru- liðar. Yfirmaður hersins á svæð- inu lét taka fullorðnu karlmenn- ina í hópnum til höfuðstöðva hersins í Huehuetenango og þar máttu þeir dúsa bak við lás og slá í viku, að sögn flóttamanna. „Þessi yfirmaður í hernum fullyrti að all- ir væru flóttamennirnir skærulið- ar og undirróðursmenn, og að þeir yrðu allir drepnir fyrr eða seinna,“ segir í tilkynningu frá samtökum sem liðsinna flótta- mönnum. Borgaraleg yfirvöld skárust í leikinn og aðstoðuðu flóttamenn- ina við að endurheimta skika sína í Nubila, en flóttamenn segja að herinn sé iðinn við þann kolann að stimpla þá sem vinstrisinna. HS 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. maí 1987 Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.