Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hverju svarar borgarverkfræðingur? Eftirmál burðarþolsskýrslunnar þarsem í Ijós komu alvarlegir gallar á hönnunarferli stórhýsa í Reykjavík hafa mjög mætt á Þórði Þ. Þorbjarnarsyni borgarverkfræðingi og undirmönnum hans, og ekki að ófyrirsynju. Komið hefur í Ijós að hjá byggingafulltrúa, sem lýtur yfirstjórn borgarverkfræðings, hefurpotturverið brotinn allnokkra hríð. Hagsmunir borgarbúa hafa þar verið látnir víkja fyrir ýmsu einkabralli með þeim afleiðingum að Reykvíkingar geta ekki lengur treyst því að þeir búi, starfi og versli í húsum sem þola venjulegan íslenskan jarðskjálfta. Skýrslan um burðarþolið hefur orðið til þess að allir flokkar í borgarstjórn hafa náð samstöðu um úrbætur sem eiga að koma í veg fyrir slysagildrur í framtíðinni. Þrátt fyrir að borgarstjórn virðist ætla að taka burð- arþolshneykslið föstum tökum virðist hinn ábyrgasti meðal hinna ábyrgu ekki ætla að láta af þeim stíl sem honum er svo eiginlegur í samskiptum við borgar- búa. Borgarverkfræðingur er játakk bara hress. Sigurjón Pétursson hefur nú skrifað borgarverk- fræðingi opið bréf vegna ummæla hans í tengslum við burðarþolsskýrsluna. í bréfinu ræðir Sigurjón um viðtal sem Þjóðviljinn átti við Þórð í síðustu viku. í því er meðal annars rætt um samþykkt borgarráðs frá 1977 um að starfs- mönnum sé óheimilt að taka að sér hönnunarverk- efni nema með leyfi borgarverkfræðings, og eigi hann að gera borgarráði grein fyrir undanjDágunum tvisvar á ári. Slík skýrsla hefur aldrei verið gefin, og Þórður er spurður hverju sæti. „Það hefur enginn kallað eftir henni,“ segir Þórður. „Þar á meðal ekki Sigurjón Pétursson sem var höf- undur þessarar tillögu á sínum tíma. Hann var í aðstöðu til að gera það að minnsta kosti í fjögur ár.“ Sigurjón játar í bréfi sínu fúslega að augljóst sé að borgarfulltrúar verði að auka aðhald í þessum efn- um. Orð Þórðar vekja hinsvegar ýmsar spurningar, og í hinu opna bréfi sínu spyr Sigurjón nokkurra þeirra. Telur borgarverkfræðingur að því aðeins skuli far- ið eftir samþykktum borgarráðs að eftir því sé sér- staklega gengið? Telur borgarverkfræðingur að þeir einir séu í að- stöðu til að krefjast þess að hann fylgi samþykktum sem eru á hverjum tíma í meirihluta? Á sambandsstjórnarfundi Verkamannasam- bandsins um helgina var því slegið föstu að við nýtingu fiskimiðanna verði einnig að hafa í huga rétt þeirra sem hafa atvinnu sína af vinnslu í landi. Undir þetta er vert að taka. Fiskimiðin eru þjóðareign, og þegar sóknin er skipulögð verður að taka tillit til þjóðarhagsmuna frammyfir stundargróða, og ekki síst ber að taka tillit til hagsmuna verkafólks og byggðasjónarmiða. Ætlar borgarverkfræðingur að halda áfram að líta á samþykktir borgarráðs sem þarflaust papp- írsgagn? Borgarráð samþykkti til dæmis útaf burðar- þolsskýrslunni að borgarráð fái þrisvar á ári skýrslu um framvindu úrbótamála, þá fyrstu fyrir 1. júlí næstkomandi. Ætlar borgarverkfræðingur sér að bíða með þá skýrslu þangað til sérstaklega er eftir henni kallað? Frammistaða borgarverkfræðings í burðar- þolsmálinu hefur einkennst af valdhroka, því skap- gerðareinkenni sem sameiginlegt virðist æðstu borgarembættismönnum. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi valdhroki verður líka allsráðandi í því svarbréfi sem Þórður hlýtur að senda Sigurjóni borgarfulltrúa. Það eru ekki síður markverð tíðindi frá VMSl- fundinum að þar hófst skipuleg umræða um skipu- lagsbreytingar sem miða að því að fiskvinnslufólk komist nær samningaborðinu. Þær hræringar gætu ef rétt er á haldið orðið fyrsta skrefið að endurskipu- lagningu í verkalýðshreyfingunni, þeirri uppstokkun sem nú er orðin brýn í innri málefnum hreyfingarinn- ar. -m Tíðindi fra VMSÍ KUPPTOG SKORID Taugaveiklun út af námskeiði Eftir að fréttir spurðust út af námskeiðum þar sem konum væri kennt að sækja fram til fullnægingar í kynlífi, hafa stung- ið sér niður í blöðum fyrirferðar- mikil viðbrögð. Má einatt greina á bak við þau vissan ugg karla um að þarna sé að einhverju leyti verið að fara á bak við þá eða vantreysta atgervi þeirra. Sem aftur gæti bent til þess að ekki væri vanþörf á að halda fullnægingarnámskeið fyrir karla, því eins og upp kom í heilmikilli kynlífsumræðu í því góða danska blaði Information fyrir nokkrum misserum, þá mega karlar sem konur vel af því vita, að sitthvað er hvunndags- legt sáðlát og merk fullnæging. Tíminn varar við Dagblaðið Tíminn er öðrum, skemmtilegra í þessum málum eins og hans var von og vísa og skrifar heilan leiðara um málið núna um helgina. Og er vissulega seilst þar til merkilegri og stærri þátta í mannlífi en í lyktarleiðar- anum fræga á dögunum þar sem sýnt var fram á það, að Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki tap- að að ráði í kosningunum síðast vegna þess að af honum er rétt og þjóðleg lykt. Tímaleiðarinn er reyndar í einhvern skrýtinn hnút bundinn eins og þessi partur hér ber vitni um: „Brýna nauðsyn ber til að at- huga mál þetta af kostgæfni og flana ekki út í óvissuna. Full ástæða er til að vara við hvers kyns eftirköstum af mögulegum kynnum konunnar af ástríðufull- um löngunum og hugsanlegum, en tímabundnum, hásveiflum eða fullnægju“ Tja af hverju er þetta svona háskalegt, og liggur það ekki í hlutarins eðli að hásveiflur og fullnæging eru „tímabundin"? Allt er það í lagi Svo heldur Tíminn áfram: „Ljóst er orðið að sumum karl- mönnum finnst sér stórlega mis- boðið þegar talað hefur verið um að konumar geti náð öllu því út úr kynlífi sem hægt er að ná, einar og sér og án allrar aðstoðar þeirra" Af hverju ætti það annars að koma illa við menn þegar rætt er um að konur eigi völ á sjálfsfró- un? Kemur það einhvérjum á óvart nú til dags? Eða hefur það ekki komið fram þúsund sinnum á skýrslum kynlífsfræðinga að bæði kyn hafa fyrir löngu losað þá iðju úr bannhelgi, þótt hún svo þyki ekki sérlega skemmtilegt umræðuefni. Hitt er svo náttúr- lega leiðinlegur misskilningur að álíta að karlar eða konur geti „náð öllu því út úr kynlífi sem hægt er að ná“ í einleik á eigin kropp, hve hugvitsamlegur sem hann er og rækilega undirbúinn af handbókum og hjálpartækja- iðnaði. Það segir sig sjálft vitanlega. Der skal to til, segja Danir og allir eru þeim sammála, nema þeir sem em orðnir svo firrtir eða svo hræddir við að „ánetjast" til- finningum, að þeir mega sig hvergi hræra til náinna kynna við aðra manneskju. Vitanlega sætir fullnægjunám- skeiðið hennar Jónu Ingibjargar engum sérstökum tíðindum, eða ætti ekki að gera það. Eða eins og einn unglingurinn sagði: Hvers vegna má ekki halda námskeið í þessu eins og hverju öðm? Sem er vitanlega alveg rétt. Dapurlega hliðin Samt er það svo að það er eitthvað dapurlegt við námskeið af þessu tagi. Sem þýðir ekki að þau sé ónauðsynleg. Nei, herra minn sæll og trúr, víst em á ferð í sálarkirnunum ótal ranghug- myndir um hitt kynið og fullnægjuna og um kynfærin og um valdataflið í einkalífinu og margt margt fleira. Eins gott að reyna að höggva dálítið í fordóm- asveipinn eða misskilningsmökk- inn - jafnvel þótt þær „ranghug- myndir“ sem á ferli eru séu með þeim ósköpum að ekki er hægt að koma sér saman um einhver al- gild „rétt“ svör við þeim. Hinn dapurlegi þáttur er svo sá, að með námskeiði um enn eitt svið mannlegra tengsla erum við minnt á undanhald einstaklings- ins fyrir vandanum að vera til. Á það að við lifum á tímum mjög áleitinnar sérhæfingar sem vinn- ur jafnt og þétt að því að svæla okkur út úr síðustu fylgsnum sjálfstæðra athafna þar sem við höfum talið okkur kunna fórum okkar forráð. Við höfum, nú- tímamennm, hægt og bítandi, verið að gefa frá okkur sjálfs- menntun, sjálfsaga, starfsval, makaval, barnauppeldi, um- gengni við aldraða, eigið heilsu- far, kynlíf- hvað viljið þið nefna fleira, af nógu er að taka. Gefa það frá okkur að við ráðum sjálf við margskonar vanda sem upp kann að koma - fyrir tilstilli vilja og skynsemi, forvitni um mann- lega hagi, Iífsreynslu þeirra sem við best þekkjum, fyrir tilstilli þeirra sem elska okkur eða hata. Þess í stað röðum við okkur á biðstofur sérfróðra, sem ætla að gerast atvinnuvinir okkar næsta klukkutímann. Þeir sérfróðu geta að sjálfsögðu verið hinir mætustu menn. En þeir eru feiknalega misjafnir, hvað sem prófum líð- ur, sumir mannvitsbrekkur, aðrir skaðlegir kreddumenn. En við nútímamenn, við höfum til- hneigingu til að trúa þeim öllum, gefa upp á bátinn gagnrýnisvið- leitni okkar, kasta byrðum okkar á bak við þá í bríaríi í þeirri von að þær sjáist aldrei meir. Og getur það orðið skamm- góður vermir að pissa í þann skó. -áb þJÓOVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefsndi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn:GarðarGuðjónsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, OlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrfmsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). ' Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofuatjóri: Jóhannes Harðarson. 1 Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjórl: Sigriður HannaSigurbjömsdóttir. Auglýslngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvaraia: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bíiatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðalu- og afgreiðaluatjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgrelðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innbeimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrala, afgreiðala, ritatjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglý8ingar: Síðumúla 6, aímar 681331 og 681310. Umbrotog aetning: Prentamlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Ðlaðaprent hf. Verð í lauaaaölu: 55 kr. Hol ga rblöð: 60 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN j Þrlðjudagur 2. júnf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.