Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 13
iðRFRÉTTlRi
ERLENDAR FRETTIR
Vestur-Þýskaland
Bonnstjómin fellst á
m/.ii
99
null-lausn
Sambandsstjórnin í Bonn samþykkti ígœr að taka
tilboði Sovétmanna um eyðingu meðal- og
skammdrœgra kjarnaflauga risaveldanna úrEvrópu.
Setur þó það skilyrði aðfá að halda eigin
skammflaugum
Genscher utanríkisráðherra, yst til vinstri, virðist hata sannfært Kohl kanslara, fyrir miðju, og Wörner vamarmálaráð-
herra um ágæti „núll-lausnarinnar“.
Sovét
Hausamir fjúka
Varnarmálaráðherra ogyfirmaður loftvarna
látnir sœta ábyrgð á því að Mattías Rustgat
flogið lítilli flugvél 900 kílómetra leiðfrá
Helsinki til Moskvu án þess að rússneski
björninn uggði að sér. Sökudólgnum ekki
slepptíbráð
Jónatan Motzfeldt
er formaður Siumutflokksins
grænlenska á ný. Um helgina
sættu nokkrir félagar úr vinstri
armi flokksins færis þegar Motz-
feldt var á ferðalagi á Suður-
Grænlandi og gerðu tilraun til að
velta honum úr sessi vegna
meintrar hægrivillu. Allt útlit var
fyrir að það myndi heppnast uns
kappinn skaut skyndilega upp
kollinum á fundi samsæris-
manna. Féllust þá flokksmenn á
að hann gegndi formennsku í
flokki og landsstjórn fram í ágúst
að minnsta kosti.
íranir
og Bretar elda nú grátt silfur sam-
an vegna meðferðar íranskra
byltingarvarða á breskum sendi-
ráðsstarfsmanni í Teheran. Eð-
varð Chaplin er annar hæst setti
starfsmaður hennar hátignar í
Persaveldi klerkanna. í síðustu
viku var hann tekinn höndum af
skósveinum Komeinís, lúbarinn
og haldið í prísund í heilan sólar-
hring. Ekki nóg með það. Hann á
nú yfir höfði sér ákæru fyrir ólík-
legustu sakir, svo sem eiturlyfja-
sölu, spillingu, efnahagsleg
spellvirki og þjófnað. Verði hann
fundinn sekur þá á gálginn síð-
asta leik.
Fljúgandi furðuverur
brotlentu farkosti sínum hér á
jörðu skömmu eftir stríð og biðu
fjórar geimverur bana. Þetta full-
yrðir breski FFV sérfræðingurinn
Timothy Good. Hann segir
bandarísk stjórnvöld hafa ákveð-
ið að þagga málið niður á sínum
tíma en getur ekki um ástæðu
þeirra fyrir þögninni.
Amnesty International
samtökin skoruðu í gær á fylk-
isstjórnir í Bandaríkjunum að
þyrma lífi tólf einstaklinga sem
dæmdir hafa verið til dauða og
bíða aftöku. Samtökin óttast að
fjöldi lífláta muni aukast um helm-
ing í Bandaríkjunum á þessu ári
miðað við í fyrra og segja um
fjörutíu manns eiga yfir höfði sér
að rafmagnsstóllinn, eiturspraut-
an eða gasklefinn bindi enda á líf
þeirra.
Vladimir Horowitz
píanóleikarinn heimsþekkti, hélt
sína fyrstu tónleika í Vín um
fimmtíu og tveggja ára skeið ný-
lega. Allt ætlaði um koll að keyra
þegar hann hafði slegið síðustu
nótuna og linnti ekki fagnaðar-
látum fyrr en eftir 12 mínútur.
Horowitz hefur fjóra um áttrætt
en lék samt einsog engill verk
eftir Mozart, Schubert og fleiri
tóndáðadrengi. Sá gamli er bor-
inn og barnfæddur í Rússlandi og
í fyrra lék hann í fyrsta sinni á
fósturjörðinni frá því árið 1920 en
þá hleypti hann heimdraganum
og hélt í vestur.
Bandaríkjamenn
keyptu 16 miljón og 524 þúsund
notaðar blikkbeljur á síðasta ári
og greiddu 5,833 dali fyrir stykkið
en alls 96,4 miljarða. Salan jókst
um 600 000 bifreiðir frá árinu á
undan og meðalupphæðin fyrir
hvern hækkaðium 400 dali. Alls
munu bílar, notaðir og nýir, hafa
selst fyrir 219 miljarða dala í fyrra
og kostað um 7,918 dali hver.
Meðalaldur hverrar notaðrar bíl-
tíkur sem gekk manna á milli í
fyrra var fjögur og hálft ár og
meðalmílufjöldi að baki 41,140.
Árið 1985 var meðalmílufjöldinn
45,270 og meðalaldurinn 4,6 ár
svo héreraugljóslega um nokkra
framför að ræða.
Mikjáll Gorbatsjof Sovétleið-
togi þykir hafa sýnt mátt
sinn og megin með því að reka tvo
háttsetta yfirmenn hersins í kjölf-
ar flugferðar 19 ára gamals
Hamborgara frá Helsinki til Mos-
kvu. Að flugvél Mattíasar Rust
skuli hafa getað komist þá löngu
leið án þess að hennar yrði vart
þótti slíkt áfall að aðalritarinn
hafði hraðar hendur og lét þá
Sergei Sokolof varnarmálaráð-
herra og yfirmann loftvarna, Al-
exander Koldunof, fokka á
laugardaginn.
Það þykir ótvírætt merki um að
Gorbatsjof sé traustur í sessi að
hann skuli geta rekið svo hátt-
setta menn umsvifalaust. Sokolof
var leystur af hólmi af Dmitri
nokkrum Yazof sem aðeins hefur
haft skamma dvöl í Moskvu, var
kvaddur þangað af Gorbatsjof
sjálfum fýrir skemmstu til að
snatta í ýmsu. Heimildamenn í
Moskvu fullyrða að glæfraflug
Rusts hafi gefið leiðtoganum
kærkomið tækifæri til að losa sig
við gamla vopnabræður Brésnefs
í röðum hersins og skipa eigin
skjólstæðinga í þeirra stað. Sömu
menn telja líklegt að fleiri hausar
verði látnir fjúka fyrr en varir
vegna þessa máls.
Flugkappinn sjálfur er nú lok-
aður inní Lefortovo fangelsinu í
Moskvu sem frægt er fyrir að hafa
hýst Nicholas þann Daniloff er
Sovétmenn sögðu hafa stundað
njósnir fyrir Bandaríkjamenn.
Hann var látinn laus rétt fyrir ára-
mótin síðustu og sagðist hafa átt
illa vist í prísundinni.
Gennady Gerasimof, blaða-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins,
sagði í gær að Rust yrði ekki
leystur úr haldi í bráð. Hann
hefði rofið sovéska lofthelgi og
brotið með því athæfi sínu lands-
lög. Hann fullyrti meira að segja
að Rust gæti átt yfir höfði sér 10
ára fangelsisdóm.
Vesturþýska stjórnin for-
dæmdi í gær athæfi þegns síns og
sagði afleiðingarnar geta hafa
orðið skelfilegar, jafnt fyrir hann
sjálfan sem samskipti ríkisstjórn-
anna í Bonn og Moskvu. Hins-
vegar sögðust stjórnvöld gera sér
vonir um að Sovétmenn tækju
ekki mjög hart á Rust.
-ks.
Eftir japl og jaml og fuður hefur
sambandsstjórninni í Bonn
loks tekist að koma sér saman um
svar við hugmyndum Sovét-
manna um eyðingu meðal- og
skammdrægra kjarnaflauga stór-
veldanna úr Evrópu. Eftir sex
vikna langar deilur á stjórnar-
heimilinu með tilheyrandi íjöl-
miðlafári þar sem annars vegar
áttust við Frjálsir demókratar
Hans Dietrichs Genschers og
hinsvegar Kristilegu flokkarnir
með Helmut Kohl kanslara ogl
Manfreð Wörner varnarmála-
ráðherra í broddi fylkingar hafa
sverðin verið slíðruð og menn
sæst á að taka tilboði Kremlverja.
En sá böggull fylgir skammrifi
að sambandsstjórnin áskilur sér
rétt til að fá að eiga áfram 72 Pers-
hing 1-A skammdrægar kjarna-
flaugar. Þeir sem gerst kunna skil
á gangi afvopnunarviðræðnanna í
Genf segja þetta ákvæði verða
afar seigan bita í munni sovésku
fulltrúanna. Ennfremur segir í
yfirlýsingu stjórnarinnar að
brýna nauðsyn beri til að við-
ræður um kjarnavopn til notkun-
ar í návígi, efnavopn og hefð-
bundin vopn sigli í kjölfar
samkomulags um eyðingu
kjarnaflauganna.
Sovétmenn hafa áður bent á að
öll kjarnavopn á vesturþýskri
grundu séu í raun bandarísk og.
því sé út í hött að Pershing 1-A
flaugarnar séu undanskildar í
samningum risaveldanna um
kjarnaafvopnun. Öðru máli
gegni ef til vill um kjarnavopn
Frakka og Breta.
Hvað sem því líður virðist
Genscher utanríkisráðherra hafa
borið hærri hlut frá viðureigninni
við Wörner og Kohl sem ítrekað
höfðu sagt það hreinasta glap-
ræði að fallast á „núll-lausnina“
því það myndi gera föðurlandið
berskjaldað fyrir „hefðbundinni"
árás úr austri.
-ks.
Blaðburðarfólk
Efþúert
morjjiinlirevs.
Hatöu þá samband viö aí'greiðslu
Þjoðviljans, sími 681333
Bifreiðastjórar
Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til aksturs
strætisvagna og á vakt.
Upplýsingar í símum 20720 og 13792.
Landleiðir hf.
Skógarhiíð 10
Reykjavík
Aðalheimild: Reuter
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17