Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR
FRETTIR
Kjarvalsstofu í París
hefur verið úthlutað tii 6 lista-
manna frá 1. júlí og fram á haust-
ið 1988. Þeir sem fengu úthlutað
eru Harpa Björnsdóttir, Ragn-
heiður Jónsdóttir, Steinunn Mart-
einsdóttir, Margrét Jónsdóttir,
Jón Axel Björnsson og Kjartan
Guðjónsson. Hver um sig fær
íbúðina í 2 mánuði.
Samviskufangar
Amnesti International í maímán-
uði eru: Namat Issa, fulltrúi í
utanríkisráðuneytinu í Eþíópíu.
Hún var handtekin ásamt manni
sínum í febrúar 1980. Hún var
vanfær þegar hún var handtekin
og er sonur hennar með henni í
fangelsinu, Andi Sukisno, Su-
geng VCudiono, Murdjoko og
Faizal Fachri, námsmenn í Indó-
nesíu og Muhammad Haitham
Khoja, verkfræðingur og rithöf-
undur í Sýrlandi.
Kvenfélagskonur
í Kópavogi ætla að hittast hjá Ein-
búanum á fimmtudagskvöld
ásamt Einari Sæmundsen lands-
lagsarkitekti bæjarins til að hlúa
að þeim trjáplöntum sem þar
voru gróðursettar vorið 1985.
Lambaframpartar
á grillið
fást nú á niðursettu verði í versl-
unum en töluverðar birgðir eru til
hjá Sambandinu af frampörtum
frá haustinu 1985. Framhryggur-
inn er seldur niðursneiddur en
gæðaminni hlutar eins og bringa,
háls og skanki fara ekki á markað
heldur er eytt.
Kennaratalið
nýja er á lokasprettinum. Nú er
komið út fjórða bindið, með 2779
æviágripum kennara og nær það
yfir upphafsstafina H til Ó. Þegar
lokabindið kemur út verða ævi-
ágripin orðin yfirellefu þúsund og
er Kennaratalið langstærsta
stóttatal íslenskt. Útgefandi er
Prentsmiðjan Oddi.
Ferðastyrkjum
hefur verið úthlutað úr Þjóðhátíð-
argjöf Norðmanna sem styrkt
hefur ferðir hópa til Noregs siðan
á þjóðhátíðarárinu 1974. Ráð-
stöfunarfé að þessu sinni var 681
þúsund krónur og voru til Nor-
egsfarar styrktir hópar frá Barna-
list, Dalvíkurskóla, Krabba-
meinsfélaginu, Foreldrafélagi
norskunema, Pálma félagi
æskulýðsfulltrúa, Sambýli fatl-
aðra, Skátafélaginu Hraunbúum
og Sunddeild Vestra.
Samtök
íbúðaeigenda
í verkamannabústöðum hafa
stofnað með sér samtök til að
gæta hagsmuna sinna gagnvart
löggjafar- og framkvæmdavaldi
og til ráðgjafar fyrir félagsmenn.
Samtökin eru landssamtök og
aðildarrétt eiga allir eigendur og
umsækjendur um íbúðir í verka-
mannabústað. Framhaldsstofn-
fundur samtakanna verður hald-
inn síðar í sumar en opnuð hefur
veriö skrifstofa að Smiðjustíg 13
sími 623420.
Nýr götusópur
er kominn til Keflavíkur, glæsi-
legur og fullkominn að sögn
blaðsins „Reykjanes". Bíllinn
kostaði 7,5 milljónir og ætla
Keflvíkingar að bjóða öðrum
Suðurnesjamönnum afnot af
tækinu.
Þjóðfræða-
félagið
hefur hafið útgáfu á fréttabréfi og
er [ því m.a. að finna fréttir frá
stofnun félagsins sl. haust, erindi
Davíðs Erlingssonar á
stofnfundinum, lög félagsins og
aðrar fréttir.
Rósa Eggertsdóttir: í skólastefnudrögunum er lögð rík áhersla á sjálfstæði skóla bæði hvað varðar frumkvæði og ábyrgð. Mynd Sig.
i
Kennaraþingið
Minni miðstýringu
Ný skólastefnudrög voru kynnt áþingi KÍígœr. Rósa Eggertsdóttir:
í drögunum er ekki tekið undir hugmyndir í nýju grunnskólalögunum
um aukna miðstýringu
Tónninn í skólastefnudrög-
unum er m.a. sá að minni
áhersla verði lögð á miðstýringu í
skólakerfinu en frumvarp til
nýrra grunnskólalaga kveður á
um, sagði Rósa Eggertsdóttir,
fulltrúi í skólamálaráði KÍ, um
stefnudrögin sem kynnt voru
ásamt öðrum þingmálum á Kenn-
arasambandsþinginu sem sett var
í gær.
Skólastefnudrögin er ný-
breytni í starfi KÍ, en fram til
þessa hefur aðeins verið til fagleg
stefnumörkun stéttarfélagsins í
einstaka málaflokkum. Drögin
sem kynnt voru fulltrúum þings-
ings í gær eru afrakstur vinnu ein-
staklinga og hópa og niðurstaðna
12 uppeldismálaþinga sem haldin
voru um land allt haustið 1986 og
um 2000 kennarar tóku þátt í.
Að sögn Rósu eru drögin sam-
in í anda þeirra grunnskólalaga
sem hafa verið í gildi, en í þeim sé
ekki tekið undir breytingar sem
mælt er með í nýju frumvarpi til
grunnskólalaga. „Við ítrekum
m.a. að fræsluskrifstofurnar
haldi því sjálfstæði sem þær hafa
haft og við leggjum líka ríka
áherslu á sjálfstæði skóla, bæði
hvað varðar frumkvæði og
ábyrgð.“ Þá sagði Rósa að í
drögunum væru tillögur um rót-
tækar breytingar á t.d. vinnutíma
kennara, mat á skólastarfi og
fjölda nemenda í hverjum bekk.
Stefnudrögin verða tekin til
umræðu á þinginu á miðvikudag
en þingið, sem 160 fulltrúar auk
gesta sitja, stendur fram á
fimmtudag. Meðal annarra mála,
auk venjulegra aðalfundarstarfa,
sem rædd verða á þinginu, eru
kjaramál og lífeyrissjóðsmál.
-K.ÓI.
r
Gámaútflutningur
Ognar afkomu
fiskvinnslufólks
Sambandsstjórn Verkamannasambandsins lýsiryfir vaxandi
áhyggjum. Brýntað snúaþróuninnivið. Efekícertverður
aðhafst blasir við fjöldaatvinnuleysi og gjaldþrot sveitarfé-
laga
Útflutningur á ísfiski jókst á s.l.
ári úr 35 þúsund tonnum 1985 í 84
þúsund tonn 1986 eða um 140%.
Fyrstu þrjá mánuði f fyrra nam
útflutningurinn á ísfíski 6% af
öllum þorskaflanum en fyrstu
þrjá mánuðina á þessu ári nam
útflutningurinn 11% af öllum
þorskaflanum sem veiddist hér
við land.
Með þessar staðreyndir á borð-
inu samþykkti sambands-
stjórnarfundur Verkamanna-
sambandsins, sem haldinn var
um síðustu helgi, harðorða álykt-
un þar sem lýst er yfir vaxandi
áhyggjum af þessari þróun. Hún
ógni atvinnuöryggi fiskvinnslu-
fólks og stefni mörgum sjávar-
plássum í voða. VMSI telur brýnt
að snúa þessari þróun við hið
allra fyrsta og leggur því til eftir-
farandi:
Hraðað verði undirbúningi
nýrra laga um fiskveiðistjórnun
og eigi fulltrúar fiskvinnslufólks
aðild að þeirri endurskoðun og
stjórnun. í þeirri nýju löggjöf
verður að taka mið af eftirfarandi
atriðum:
í fyrsta lagi að allur útflutning-
ur á ísuðum fiski verði háður leyfi
frá sjávarútvegsráðuneytinu, f
öðru lagi að við veitingu leyfa
verði tekið mið af þjóðhagslegri
hagkvæmni útflutnings á ísuðum
fiski, f þriðja lagi að verði kvóta-
skipting áfram notuð sem tæki til
stjórnunar fiskveiða skuli ekki
eingöngu miða kvóta við veiði-
skip, heldur verði fullt tillit tekið
til fiskvinnslunnar í þeim efnum
og í fjórða lagi að öll sala á kvóta
verði bönnuð.
Innanlands og erlendis hefur á
undanförnum árum verið varið
tugum milljarða króna til upp-
byggingar í fiskiðnaði og til að
vinna markaði. Allt útlit er fyrir
að með óheftri þróun missum við
markaði okkar erlendis til sam-
keppnisþjóða okkar. Þá myndi
blasa við byggðaröskun meiri en
áður hefur þekkst, fjöldaatvinnu-
leysi og gjaldþrot sveitarfélaga.
Einnig hefur verið upplýst að
stór hluti þess ísfisks sem fluttur
er út er keyptur af fiskvinnslufyr-
irtækjum erlendis en ekki seldur
beint til neytenda eins og haldið
hefur verið fram.
VMSÍ samþykkir ekki að ís-
lenskir útgerðarmenn eigi fiski-
miðin við landið.
VMSÍ mun fylgjast náið með
þróun þessara mála og láta hana
til sín taka.
grh
Rafiðnaðarmenn
Nýtt
launakerfi
Samið á laugardag.
Atkvœðagreiðslafyrir
nœstu helgi
Raflðnaðarmenn hjá ríkinu
skrifuðu undir samninga á
laugardaginn og samtímis var
verkfalli frestað þar til úrslit yrðu
Ijós úr atkvæðagreiðslu.
Að sögn Helga R. Gunnars-
sonar, starfsmanns Rafiðnaðar-
sambandsins, verða samningarn-
ir kynntir félagsmönnum nú í vik-
unni og bjóst hann við að at-
kvæðagreiðslu lyki fyrir næstu
helgi.
Helgi sagði að í þessum samn-
ingum hefðu rafiðnaðarmenn
tekið upp nýtt launakerfi, en
áður voru þeir á almennum
samningum, þar sem samið var
um ákveðin lágmarkslaun og síð-
an varð bara hver að bjarga sér
sem best hann gat. Nú hefði hins-
vegar verið tekið upp
fastlaunakerfi og líktust þessir
samningar samningum við
Landsvirkjun og Rafmagnsveitu
ríkisins.
í prósentum hélt Gunnar að
hækkun væri svipuð og í öðrum
samningum ríkisins að undan-
fömu.
-Sáf
Þrlðjudagur 2. júní 1987| ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3