Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN.
Finnst þér Bítlaplatan Sgt.
Peppers hafa staöist tímans
tönn? (Spurt á 20 ára út-
gáfuafmælinu í gær.)
Ásta Hafþórsdóttir
sölumaöur
Mér finnst hún hafa gert þaö.
Ég get ekki beint sagt aö platan
eða tíöarandinn sem gekk í
garö við útkomu hennar hafi
breytt neinu um mitt líf.
Ásta Magnúsdóttir
meinatæknir
Jú, hún hefur gert það með
ágætum. Krakkarnir mínir spila
hana oft og Bítlarnir eru númer
eitt hjá þeim.
Þuríður Hauksdóttir
starfsmaöur dvalarheimilisins
Hlíðar á Akureyri
Mér fannst hún þrælfín og
finnst enn og nú á 20 ára af-
mælinu rifjast Bítlatímabilið upp
fyrir manni.
Sigurgeir Benediktsson
iðnverkamaður
Ég veit ekki hvort þessi plata
hefur staðist betur tímans tönn
en hinar Bítlaplöturnar, þær
hafa allar gert það, enda allar
mjög góðar. Þær heyrast ekki'
of oft á útvarpsstöðvunum og
mættu að ósekju heyrast oftar.
Sigmar E. Arnórsson
torgsölumaður
Já, hún hefur staðist tímans
tönn. Platan hafði mikil áhrif á
tónlistarviðmiðun mína og
maður sá ýmislegt í nýju Ijósi.
FRÉTTIR
Malbikunarstöð í Straumsvík
Óttast hættu á mengun
Fyrirtœkið Hlaðbœr-Colas hf. ekki ennfengið rekstrarleyfi. Hollustuvernd
ríkisins: Verður að tryggja að ekki stafi mengunarhœttafrá stöðinni
Eerfiðlega gengur fyrir fyrir-
tækið Hlaðbaer-Colas hf., sem
er íslenskt-danskt fyrirtæki sem
íslendingar eiga 51% í á móti
49% eignaraðild danskra manna,
að fá staðsetningar- og rekstrar-
leyfi fyrir maibikunarstöð sem
búið er að setja upp í Straumsvík
á nýju iðnaðarsvæði sem Hafnar-
fjarðarbær úthlutaði þeim lóð á.
Ástæðurnar fyrir því eru fyrst
og fremst þær að á þessu svæði í
Straumsvík, gegnt Álverinu, er
að finna í jörðu mikið vatnsforða-
búr, sem talið er að sé í hættu ef
ekki eru gerðar viðeigandi ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir
mengun jarðvatnsins. Bæði Ál-
verið og Pólarlax taka vatn úr
borholu á þessu svæði og er þeim,
og þá sérstaklega Pólarlaxi, um-
hugað um að vatnið sem þeir fá
verði ekki mengun að bráð.
Þjóðviljinn hefur heimildir
fyrir því að Hollustuvernd ríkis-
ins hafi verið búin að ganga frá
umsögn sinni til heilbrigðisráðu-
neytisins um staðsetningar- og
rekstrarleyfi, en þegar ráðuneyt-
ið fékk umsögnina til sín hafi það
sent hana til baka og beðið um
frekari upplýsingar. Að sögn
Ólafs Péturssonar, forstöðu-
manns mengunarvarna hjá Holl-
ustuverndinni, hafa þeir skilað
málinu til ráðuneytisins og þar
liggur það til ákvarðanatöku.
Sagði Ólafur að menn yrðu að
tryggja það að ekki yrði mengun
frá malbikunarstöðinni, því það
væri nauðsynlegt að gera við-
eigandi ráðstafanir til að fyrir-
byggja alla hugsanlega mengun
grunnvatnsins sem undir
hrauninu væri.
Magnús Jón Árnason, formað-
ur bæjarráðs í Hafnarfirði, sagði
að bærinn hefði úthlutað fyrir-
tækinu lóð undir starfsemi sína og
það væri fyrirtækisins að sjá til
þess að það fullnægði öllum skil-
yrðum sem viðkomandi yfirvöld
settu um viðeigandi mengunar-
varnir.
grh
Hagfrœði
T Óti trúður hefur verið að leika listir sínar í höfuðborginni, en að öðru jöfnu
er hann við leik í Tfvolíinu í Hveragerði þar sem hann að eigin sögn „fíflast
daginn út og inn". Þegar blaðamaður og IJósmyndari Þjóðviljans voru á ferð í
miðborginni var Tóti á fuliu að reyna listir sínar á hjólum og var ekki annað að
sjá en að hann kynni ýmislegt fyrir sér í þeim listum.
Skilnaður
borgar sig
Sigurður Snævarr hagfrœðingur í Mannlífi: Skilnaðir
kosta hið opinbera 150-200 milljónir á ári
/ ,
Arlega skilja 5-600 hjón á Is-
landi og má áætla að þessir
skilnaðir kosti hið opinbera milli
150 og 200 milljónir, segir Sigurð-
ur Snævarr hagfræðingur í grein
um fjölskylduna í nýútkomnu
Mannlífi.
Hjón sem eiga eins árs barn hjá
dagmömmu og vinna bæði úti
virðast hagnast ágætlega á að slíta
samvistum. Samkvæmt grein Sig-
urðar hækka ráðstöfunartekjur
þeirra samanlagt um 17% við
skilnaðinn eftir greiðslu skatta og
dagvistunargjalds, en hið opin-
bera tapar skatttekjum, þarf að
greiða mæðralaun og greiðir nið-
ur dagvistarrými og lánar fyrir
öðru húsnæði. Hafi hjónin haft
um 1200 þúsund í árslaun í fyrra
tapar hið opinbera um 350 þús-
und krónum á skilnaðinum sam-
kvæmt reikningum Sigurðar.
Sigurður telur að ráðamenn
hafi „gengið of langt til móts við
einstæða foreldra miðað við þau
kjör sem öðru barnafólki eru
boðinu“, og grafi fjölskyldu-
pólitík stjórnvalda því undan
helsta hornsteininum, hjóna-
bandinu.
Kjör einstæðra foreldra hafa
batnað á síðustu árum miðað við
aðrar barnafjölskyldur, „en
skortur á samræmdri stefnu í
skatta-, húsnæðis- og dagvistun-
armálum og fálmkenndar úr-
lausnir í málum einstæðra for-
eldra hafa í reynd vegið að hinni
hefðbundnu fjölskyldugerð á ís-
landi“.
-m
Andlát
Neytendasamtökin
Burt með haftareglumar
Neytendasamtökin hafa skorað
á ríkisstjórnina að nema úr
gildi starfsreglur landbúnaðar-
ráðherra vegna innflutningsleyfa
fyrir blóm, nýtt grænmeti, sveppi
og kartöflur.
Reglur þessar tóku gildi 2.
febrúar sl. og eiga að tryggja ís-
lenskri framleiðslu forgang á
markaðinum. Neytendasamtök-
in segja að í þessum reglum felist
takmarkalaust virðingaleysi fyrir
rétti íslenskra neytenda og aftur-
hvarf til löngu liðins tíma hafta-
búskapar og leyfisfargans á ís-
landi.
Auk þess að skora á ríkis-
stjórnina að nema reglumar úr
gildi hvetja Neytendasamtökin
samtök framleiðenda til að virða
þær að vettugi. _sá
Guðmundur
Finnbogason
látinn
Guðmundur Finnbogason
járnsmiður, Grettisgötu 20 b í
Reykjavík, lést sl. laugardag á
87. aldursári.
Guðmundur var lengi virkur í
hreyfingu sósíalista.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN ; Þrlðjudagur 2. júní 1987