Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 7
Brúnn kroppur, stæltirvöðvar. Var ekki maðurinn skapaðurtilað flatmaga? Mynd E.ÓI. Vísindaspjall milli Ijósmyndara og aðalsmanns í Austurstrœti með yfirvofandiflutningi norður Dag eftir dag eru Egilsstaðir og Austfirðirnir heitustu staðir í Evrópu. Meira að segja þoku- og skýjarassinn Reykjavík er fullur með sól og blíðu einsog gamall sjóari á þriðja glasi. Þjóðin í stjórnarkreppu, en öllum sama, nema kannski pólitíkusum sem skjótast einsog litlar svartar flugur út úr Stjórnarráðinu, klæddir í dökk föt og dragtir. Ein- hverjum veðurguðnum varð á að segja á Ijósvakanum að nú væri sólin á förum, en næsta dag var hún þó enn á sínum stað yfir Vesturbænum. „Hún skin nú samt,“ hefði Galílei sagt. En hvernig stendur á allri þessari sól - hvað er eiginlega að gerast í gangvirki náttúrunnar? Við röltum að kanna þetta, Ijósmyndarinn og ég. Heimsendaspá í Austurstræti „Ég skal segja þér hvað þetta þýðir, væni minn,“ sagði einn af aðlinum í Austurstræti, eftir að við höfðum veitt honum smá lán uppá framtíðina. „Jörðin er á leið inní sólina. Hún er bókstaflega að detta inní sólina. Þessvegna smáhitnar, næsta sumar verður heitara en þetta og loks verðu'r ísland einsog Afnka er í dag. En þá verður löngu orðið óbærilegt fyrir hitanum í Afríku og allir löngu fluttir hingað.“ - Heimsendir? spurði ljós- myndarinn kurteislega, af því hann er úr Kópavoginum og þess vegna vel upp alinn. Örlaði samt á áhyggjuhrukkum á gáfulegu enninu. „Heimsendir," svaraði aðals- maðurinn úr Austurstræti hvass í bragði, og fór út í langar rök- ræður við ljósmyndarann um að þessvegna gæti hann allt eins lán- að honum örlítið meira af hundr- aðköllum. Það gæfi augaleið, að með heimsendi vofandi yfir höfði sér gæti tæpast verið mjög aðkall- TOOHOTTO HANDLEIHin kratíska gyðja sem var næstum þvíbúinaðleiðatil myndunar nýsköpunarstjórn- ará laugarbarminum í Laugardal. Nafn Ijósmyndara fæst ekkigefiðupp, einsog skýrist í meðfylgjandi grein. Við stöndumsamaná Þjóðviljanum. JM Glæsilegir kropp- ar! Maðurinn sem erannar frávinstri erekki NickNolte. En hvererhann þá? Þaðerspurn- ingin sem í dag brennurávörum allrakvennasem lesa Þjóðviljann. Mynd E.ÓI. andi þörf fyrir seðlabúnt í vasan- um. „Þetta hljótið meira að segja þið á Þjóðviljanum að skilja." Ljósmyndarinn var orðinn órólegur. „En hvað gerist þegar ísland er líka orðið of heitt?“ Að- alsmaður strætisins taldi að þá yrði búið að mynda nýja stjórn, sem hlyti að taka málið föstum tökum. í stöðunni taldi ég rétt að eyða þessu samtali hans og ljós- myndarans og setti kúrsinn á sundlaugina í Laugardalnum. Nýsköpun á laugarbarmi „Fjandans rugl var í mannin- um,“ sagði maðurinn með myndavélina þegar við ókum upp í Laugardalinn. „Var maðurinn ekki bara að delera?“ Auðvitað er jörðin ekkert á leið inní sólina - eða hvað?“ En inní Laugardalslauginni tók hann gleði sína aftur, þegar brún- ir og stæltir kroppar fólks á öllum aldri og báðum kynjum blöstu við. Ung og glæsileg stúlka úr Al- þýðuflokknum lá á laugarbarm- inum og yfir sundbolinn var letr- að stórum svörtum stöfum: „Too hot to handle“. Ljósmyndari málgagnsins varð svo hugfanginn af þessari kratísku sýn að um stund leit helst út fyrir að verið væri að mynda nýsköpunarstjóm á barmi á Laugardalslaugarinnar. „Gyðjan,“ sagði aðvífandi sundlaugargestur við mig og benti á ljósmyndarann sem vok- aði einsog gammur yfir konunni á barminum. Ég hváði. „Krist- mann,“ svaraði maðurinn. „Gyðjan og uxinn." Mér tókst að koma ljósmynd- aranum í skilning um að það væru fleiri í lauginni sem þyrfti að mynda... með herkjum þó. Mér sýndist ljósmyndarinn vera búinn að taka gleði sína þeg- ar við kvöddum Laugardals- laugina. Á leiðinni uppá blað tal- aði hann um að það væri löngu kominn tími á að bæta sambandið við Alþýðuflokkinn. „Var hún ekki ábyggilega í Al- þýðuflokknum?" spurði hann einsog annars hugar. Það var hins vegar aftur kom- inn hálfgerður kvíðasvipur á hann þegar við stigum útúr bíln- um í Síðumúlanum. Sólin skein yfir höfðum okkar heitari en nokkru sinni fyrr, og þegar hann kippti myndavélinni með sér heyrði ég greinilega að hann tautaði ofan í bringuna: „Dett’ inní sólina. Ruglið! En kannski maður ætti að þiggja þetta starf á Víkurblaðinu og flytja bara norður. Það verður allavega kaldara þar...“ Meira að segja heiti potturinn tæmist meöan sólin er á þessu undarlega vorflippi sínu. „Humm,“ gæti spekingurinn í pottinum verið að hugsa upphátt. „Mynda þeir stjórnina í þessum mánuði eða þeim næsta?" Er jörðin a leið inní sólina? Þriðjudagur 2. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.