Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF Keflavíkurganga og ráðherrafundur Nató eftir Árna Hjartarson Næstkomandi laugardag munu andstæðingar erlendrar hersetu á íslandi fara í Keflavíkurgöngu. Þetta er tíunda gangan sem farin er síðan fyrst var gengið frá Keflavík í mótmælaskyni við bandaríska hernámið. Það var árið 1960. Þær kröfur sem gengið hefur verið undir í Keflavíkur- göngum eru ærið margvíslegar þótt andstöðuna við NATO, víg- búnaðarhyggju og erlenda hern- aðaráþján hafi jafnan borið hæst. í aðgerðum sjöunda áratugaríns var merkjum þjóðlegrar reisnar jafnan haldið mjög á lofti. Með Víetnamstríðinu og vaxandi al- þjóðahyggju á árunum kring um 1970 tók að bera mun meira á alþjóðlegum kröfum og vinstri róttækni en áður hafði verið. Þá þótti jafn sjálfsagt að bera rauðan fána í göngum herstöðvaand- stæðinga og að halda á blöðru 17. júní. Upp úr 1980 hefst tími hinna miklu friðarhreyfinga, vinstri róttæknin hverfur í mun beinni átökum við vígbúnaðaröflin en áður hafði verið. Þá slógust menn gegn nýjum kjarnaflaugum í Evr- ópu, sátu um herstöðvar og efndu til stærri fjöldafunda og kraftmeiri aðgerða en áður höfðu sést í friðarbaráttunni. Megin- kröfumar mörkuðust af óttanum við tortímingarstríð og kjörorðin voru um líf og framtíð til handa komandi kynslóðum. Afvopnun í Evrópu og vígbúnaður í Islandshöfum Keflavíkurgangan n.k. laugar- dag mun markast að nokkru af því, að í vikunni á eftir, þann 11.- 12. júní munu utanríkisráðherrar NATO-ríkja þinga í Reykjavík. Aðal umræðuefnið eru nýjar og víðtækar afvopnunartillögur sem nú liggja á samningaborðum risa- veldanna. Hugmyndir um frið og afvopnun hafa átt mjög undir högg að sækja gegn gríðarlegum hagsmunaöflum vígbúnaðarins. Þetta em stórfyrirtæki og Norður-Atlantshafi. Þetta gerði hann reyndar líka til að friða víg- búnaðarhauka í Evrópu sem bún- ir vom að leggja æruna að veði við að þröngva upp á þjóðir sínar þeim meðaldrægu kjarnaskey- tum Bandaríkjamanna sem Re- Keflavíkurgangan 6. júní Staksteinar Morgunblaðsins sögðu fyrir nokkru í umfjöllun um Keflavíkurgönguna, að hún væri tímaskekkja og áreiðanlega „Nœstkomandi laugardag munu andstœðingar erlendrar hersetu á Islandifara í Keflavíkurgöngu. Þetta er tíunda gangan semfarin er síðanfyrst var gengiðfrá Keflavík í mótmœlaskyni við bandaríska hernámið. Það var 1960. “ auðhringar vopnaframleiðenda, sem einskis svífast til að geta haldið áfram sínum mannfjand- samlega iðnaði og rakað saman fé á morðtólasölu. Til þess er þeim nauðsynlegt að viðhalda spennu og væringum milli þjóða og landa. Þessi öfl hafa mikil áhrif í efnahagslífi flestra iðnríkja og oft hefur verið fullyrt að enginn geti orðið forseti Bandaríkjanna nema með fulltingi vopnafram- leiðenda. Það hefði því e.t.v. ekki átt að koma mönnum svo mjög á óvart þegar Veinberger varnarmálaráðherra Reagans og einn helsti vígbúnaðarseggurinn í Bandaríkjastjórn, setti fram þær hugmyndir á fundi varnarmála- ráðherra NATO á dögunum að afvopnunarsamningum í Evrópu og fækkun kjarnorkuskeyta þar yrði mætt með aukinni kjarn- orkuvígvæðingu á agan þykist nú reiðubúinn að semja um og flytja brott. Það er engin tilviljun að Kaspar Veinberger skuli nefna hafsvæð- in kring um ísland í tengslum við aukinn vígbúnað. Á þessum slóð- um hafa Bandaríkjamenn mar- gfaldað vígbúnað sinn á undan- fömum ámm án fyrirstöðu frá þessum ríkjum sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu. Þarna fær íslenska þjóðin að gjalda fyrir þá hernaðarþjónkun sem stjórnvöld landsins hafa ástundað. Herfor- ingjarnir í Pentagon þykjast vissir um að það muni ekki valda neinum kurr hjá þeim vígbúnað- arsinnuðu íslensku pólitíkusum, sem þeir hafa hingað til mátt treysta á, þótt enn verði aukið á hernaðarbröltið á íslandi og í ná- grenni þess, kafbátum fjölgað og bætt við atómskeytum. umdeild meðal herstöðvaand- stæðinga. Þarna kemur fram nokkur óskhyggja hjá Stak- steinaskrifaranum. Innan raða herstöðvaandstæðinga er fullkomin eining um þessa göngu. Það hefur verið regla að efna til Keflavíkurgöngu eða annarrar sambærilegrar aðgerðar annað hvert ár. Síðasta Keflavík- urganga var Friðargangan 6. ág- úst 1983. Árið 1985 voru SHA með friðarbúðir í vikutíma í Keflavík og aðgerðahrinu um- hverfis og innan girðinga setul- iðsins og að lokum göngu frá Hafnarfirði. í ár verður síðan aft- ur klassísk Keflavíkurganga. Og hér er ekki um neina tímaskekkju að ræða. Nú er einmitt mun meiri ástæða til að sýna djarfhug, þrautseigju og styrk í baráttunni en oft áður. I alþjóðapólitíkinni eru þannig aðstæður að mögu- leikar virðast geta verið á sögu- legum tímamótum í vígbúnaðar- kapphlaupinu og jafnvel vendip- unkti. Þá mega friðarsinnar og herstöðvaandstæðingar um heim allan ekki hvika í sókninni. Kjörorð Keflavíkurgöngunnar 6. júní markast af þessum pólit- ísku aðstæðum. Herstöðvaand- stæðingar og friðarsinnar hvar í flokki sem þeir standa mega ekki horfa aðgerðarlausir á NATO- ráðherrana makka um frið og framtíð mannkyns eins og þeim einum komi hann við. Það verður að þrýsta á um afvopnunarsamn- inga strax, og því má aldrei verða unað að fækkun kjarnavopna í Evrópu verði mætt með nýju víg- búnaðarkaupphlaupi í höfunum. Kröfum um afvopnun á höfunum og kjarnorkufriðlýsingu Norður- Atlantshafs verður haldið hátt á lofti í þessari göngu sem og kröf- um um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og íslenskt friðar- frumkvæði. f göngulok er stefnt að því að mynda lifandi friðar- keðju sem teygir sig milli sendi- ráða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þar verður afhent áskorun um raunhæfa afvopnunarsamninga strax, og fulltrúar sendiráðanna beðnir að takast í hendur í gegn um keðj- una upp á það. Keflavíkurganga er pólitísk stóraðgerð, sem ekki verður framkvæmd nema með mikilli undirbúningsvinnu og vel skipu- lögðum samtökum. Þó dugir það ekki til, ef á eldmóðinn skortir hjá hinum almenna liðsmanni. Herstöðvaandstæðingar og friðarsinnar, göngum fyrir friði og afvopnun þann 6. júní, tökum þátt í Keflavíkurgöngunni. Árni Hjartarson Vangaveltur um lágmarkslaun Stjórnarmyndunarviðræður Þorsteins Pálssonar við borð í viðræðunum var álitsgerð þeirra Björns taka höfundar það fram að samantekt þessi sé alg- Alþýðuflokk og Kvennalista strönduðu á kröfu Björnssonar, hagfræðings VSf, og Vilhjálms Egils- erlega á þeirra eigin ábyrgð og eigi ekki að túlkast Kvennalistans um lögbindingu lágmarkslauna. Með- sonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs og fyrrver- sem sjónarmið þeirra samtaka sem þeir vinna fyrir. al þeirra gagna sem Þorsteinn Pálsson dró upp á andi hagfræðings ASÍ. í inngangi að greinargerðinni Setning laga um lágmarkslaun hefur af og til komið til umræðu meðal stjórnmálamanna hér á landi. í þessu sambandi hefur m.a. verið vísað til þess, að lög um lágmarkslaun eru allvíða til í < löndum hins vestræna heims, t.d. í Bandaríkjunum og Frakklandi. í kjarasamningum er hækkun lægstu launa stöðugt viðfangs- efni, þótt jafnan hafi mönnum þótt of lítið miða. Nokkrar til- raunir hafa þó verið gerðar til sér- stakrar hækkunar þeirra tekju- lægstu. Má þar t.d. nefna samn- ingana 1981, en þá var samið um lágmarkstekjur fyrir dagvinnu. Þessi tilraun sætti verulegri gagnrýni frá upphafi og þau ákvæði sem giltu í þessu efni voru látin deyja á áföngum með samn- ingunum í nóvember 1984. Síð- ustu kjarasamningar eiga að vera mönnum í fersku minni, en hér á eftir verður þó mjög vikið að því \ sem þá var gert. í umræðu um þessi mál vill oft gleymast, að við búum við lög- gjöf sem að ýmsu leyti er einstök. Hér er átt við lög um starfskjör launafólks, sem kveða á um að „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðar- ins semja um, skulu vera lág- markskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því, er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launa- manna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjar- asamningar ákveða skulu ógild- ir.“ Þetta lagaákvæði, ásamt með fleiri ákvæðum og almennri aðild að verkalýðsfélögum, markar mikla sérstöðu m.t.t. lágmarks- launa. Flest bendir til þess, að þar sem slík lög hafa verið sett hafi markmið lagasetningarinnar ver- ið að koma í veg fyrir áníðslu gagnvart ófélagsbundnu fólki, sem hefur takmarkaða mögu- leika til þess að verjast, einkum ef atvinnuástand er bágt. Slíkar aðstæður eru engar hér á landi. Hvaða tekjur á að miða við? Fyrsta spurningin sem hlýtur að vakna varðandi hugsanlega setningu laga um lágmarkslaun er hvaða tekjur eigi að tryggja. Á lagasetningin að fela í sér ákvæði um lágmarkslaun fyrir dagvinnu eða lágmark fyrir heildartekjur? Eða á að lágmarka dagvinnu að viðbættum bónusgreiðslum? Hvernig á að fara með yfirvinnu, vaktaálag, ferða-, flutnings-, fæðis-, vaktaskipta- og poka- gjald, svo örfá dæmi séu nefnd? Hvað með hrein akkorð, upp- mælingu og premíukerfi? Reynslan af ákvæðunum um lágmarkstekjurnar frá 1981 er í stuttu máli sú, að réttlætið í þess- um efnum er ákaflega afstætt. Þá var farin sú leið, að yfirvinna og bónusar reiknuðust á lægri grunn en sem nam lágmarkstekjunum. Þetta var kallað „tvöfalt kerfí“ og þýddi í raun, að lægst launaða fólkið hafði lægri álagsprósentu fyrir yfirvinnu en aðrir. f kjara- samningunum í febrúar 1984 voru lágmarkstekjur hækkaðar nokkuð umfram önnur laun, í því skyni að verja lægsta kaupið mestu kaupmáttarlækkuninni. En „tvöfalda kerfið“ reyndist síð- an aðal gagnrýnisatriðið í samn- ingaviðræðunum haustið 1984 og var afnumið, sem þýddi að kaupmáttur lægstu launa fór lækkandi í kjölfarið. Einu gildir hvaða viðmiðun er notuð, hún verður óvinsæl og almennur þrýstingur verður frá fyrsta degi að breyta henni. Nýlegri dæmi af sama toga má rekja frá samningunum í febrúar 1986, þegar deilt var um það hverjir ættu að njóta sérstakra launabóta sem þá var samið um. Þá var reynt að hækka laun hinna lægst launuðu umfram aðra með tveimur greiðslum, að hámarki 3.000 kr. f hvort skipti. Þegar á reyndi voru gerðar kröfur um að þessar greiðslur færu upp allan launastigann. Tæknileg vandamál við laga- setningu af þessu tagi eru mý- mörg, en kannski skipta hin sál- rænu meira máli. Það er ekki bara fyrir klaufaskap að ýmsar tilraunir af þessum toga hafa runnið út í sandinn. Hvernig bregst vinnumarkaðurinn við? Öllum má ljóst vera, að lög um lágmarkslaun geta haft víðtækar afleiðingar á allan launastigann. Auðvitað velta þessi áhrif á ýmsu, almennu ástandi á vinn- umarkaði og því hversu mikla hækkun um væri að ræða. Ekki fer á milli mála, að nú ríkir mikil og almenn þensla á flestum svið- um og að vinnumarkaðurinn ber ýmis merki uppboðsmarkaðar, sem lítt stjórnast af öðru en lög- málum framboðs og eftirspurnar. Afmarkaðar greinar og land- svæði fara á undan með launa- skriði, sem fyrr eða síðar segir til sín í öðrum greinum. Við þessar kringumstæður leikur enginn vafi á, að áhrif verulegrar hækkunar lágmarkslauna hefði á tiltölulega skömmum tíma áhrif á launastig- ið yfir höfuð að tala. Spurningin er þá sú hvort einhver væri bætt- ari á eftir. Af þessu leiðir líka, að allt mat á því hvað hækkun lágmarks- launa í tiltekið mark kosti þjóðfé- lagið í launaútgjöldum er nánast út í hött. Kostnaðaraukinn myndi á nokkrum tíma, mánuðum eða misserum, stefna í að vera í réttu hlutfalli við hækkun lágmarks- teknanna. Þetta er vafalaust mörgum erfiður biti að kyngja, en mikilvægt er, að menn geri sér ljósar þær ástæður sem þessu f Þriðjudagur 2. júní 1987|ÞJÓÐVIUINN - SlÐA b

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.