Þjóðviljinn - 07.06.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Side 2
FLOSI skammtur Ég held að það sé útséð með það. Ég kem þessum Vikuskammti aldrei saman. Það erekki það, nóg er um að skrifa, en skilyrðin til and- legrar einbeitingar í lágmarki, einsog svo oft á vorin og sumrin, þegar blessuð sólin er sífellt að minna mann á að maður eigi að vera utandyra og njóta veðurblíðunnar í botn þessa örfáu sól- ardaga sem skaparinn veitir okkur af gæsku sinni á þessu guðsblessaða landi. Jæja, hvað sem öðru líður var ég ekki búinn að koma stafkróki á blað um hádegi í gær, en þá kom konan mín heim og fór að skrölta í pottum og pönnum og viðhafa allskonar athæfi sem er öðru fremur til þess fallið að trufla mig. Ég veit af gamalli reynslu að vonlaust er fyrir mig að orða við hana að hafa hægt um sig í eldhúsinu þegar ég er að reyna að einbeita mér, svo ég fór bara fram í eldhús einsog til að taka virkan þátt í eldhúsumsvifunum. - Hvernig gengur? sagði hún og hélt áfram að hræra í potti, svona einsog til að undirstrika að það mætti nú svosem einu gilda, hvernig gengi. - Það gengur andskotann hvorki né rekur, svaraði ég. Það er ekki nokkur minnsti friður til að vinna hérna á þessu heimili. - Er ég fyrir, elskan? sagði hún þá. Það eru einmitt svona athugasemdir sem eru svo ótrú- lega vel til þess fallnar að eyðileggja fyrir manni heilu dagana. „Er ég fyrir“. Hverju á maður svosem að svara? Hún er auðvitað ekkert fyrir og hefur aldrei verið það. „Er ég fyrir“. Ég get ekki með nokkru móti séð að hún hafi minnstu ástæðu til að spyrja svona. Mér finnst svona athugasemdir særandi. Það er einsog verið sé að koma því inn hjá manni að maður sé illmenni. Já, bara óalandi og óferjandi. Bara einhver drullusokkur. Ég fann hvernig reiðin sauð í mér og ekki nema von, þegar svona er borað í sálar- kvikuna. Ég ætlaði að fara að segja eitthvað verulega hnitmiðað, þegar dyrabjallan hringdi. af eitri - Farðu til dyra, elskan, sagði hún. Af hljóm- fallinu mátti ráða að henni fannst ekkert tiltöku- mál þó ég tölti til dyranna fyrir hana, rétt einsog ég væri einhver vikapiltur á heimilinu. Á tröppunum stóð maður á óræðum aldri, dálítið ógnvekjandi að því er mér fannst svona við fyrstu sýn og sagðist vera kominn til að úða garðinn, eða réttara sagt trén í garðinum. - Hvað kostar það? spurði ég. - Þrjúþúsund, svaraði maðurinn. - Ég borga þér ekki nema fimmtánhundruð, sagði ég þá. - í lagi, svaraði þá úðarinn, fór úr skónum og kom berfættur inn á eftir mér, í stað þess að fara aftur út að úða, einsog mér hafði skilist að til stæði. Svo settist hann inní stofu og fór að skrifa reikning, en ég sagðist ekki borga krónu með gati fyrr en hann væri búinn að úða trén. - Það er búið blessaður vertu, svaraði hann þá. Hann Jói er enga stund að úða. Það er á þessu svo rosalegur kraftur. Allt fannst mér þetta afar tortryggilegt, svo ég fór út til að kanna málið. Jói var kominn uppí hálfkassabíl með tunnu á pallinum og sagði að sig vantaði vatn á tunnuna. - Þú hefur sprautað trén? sagði ég. - Já, svaraði Jói. Tók enga stund, því það er svo rosalegur kraftur á þessu. - En er þetta ekki alveg gagnslaust? spurði ég. - Gagnslaust? svaraði Jói. Heyrðu vinur. Þetta drepur allt með köldu blóði. - Er þetta þá ekki hættulegt? spurði ég, en hann sagðist hafa verið að segja að þetta dræpi allt með köldu blóði og ekkert annað. - Pöddurnar, maðkarnir, púpurnar og allt draslið er allt með köldu blóði, en þetta er hættu- laust fyrir okkur sem erum með heitu blóði. Nú var konan mín komin útá hlaðið og sagði með þjósti við mig og án þess að taka tillit til þess að við vorum langt frá því að vera tvö ein: - Þú hefur þó ekki verið að láta eitra garðinn. - Jú, svaraði ég, einsog hálf skömmustu- legur. - Ég held að þú sért ekki með öllum mjalla, sagði hún þá einsog fúría. Þessi óþverri drepur allt sem lífsanda dregur. Þessu mótmæltu úðararnir harðlega og ítrek- uðu að úðunin dræpi aðeins allt með köldu blóði og ekkert annað. - Hvað meinið þið „með köldu blóði“? spurði þá konan mín og þeir svöruðu að fiskar og grasmaðkar og soleiðis væri allt með köldu blóði, en til dæmis menn væru með heitu blóði. - Ætlið þið að segja mér að þetta græna í grasmöðkunum sé blóð? sagði þá konan mín og foraktin leyndi sér ekki. Þá óku þeir í burt til að ná í meira vátn á tunnuna á bílpallinum. - Þetta hefðir þú átt að láta ógert, sagði nú konan mín við mig, ásakandi, og ég sagði, svona til að róa hana að líklega hefðu þeir bara sprautað vatni á trén. - Ég bara vona það, svaraði konan mín, en ég gekk útí garð til að athuga málið betur. Þar voru nokkur börn að plokka laufin af trjánum og japla á þeim. Hlýtur að vera einhver nýr leikur, því ég man ekki eftir honum úr mínu ungdæmi. - Er ekki vont bragð af laufinu? spurði ég börnin, en þau sögðu að bragðið væri fínt, svo ég sagði: - Haldið þið bara áfram að leika ykkur. Svo leit ég út til þeirra hálftíma seinna og enn voru þau að japla á nýsprautuðu laufinu, svo ég sneri aftur inn og sagði við konuna mína: - Elskan mín. Þeir sprautuðu bara vatni á trén. - Guði sé lof, svaraði hún og bjó sig til að fara aftur í vinnuna, en ég ákvað að hætta við að skrifa Vikuskammt í Þjóðviljann, þar sem óhugsandi væri að mér dytti nokkur skapaður hlutur í hug fyrr en það væri orðið of seint. Tímaritið Regnbogabækur Bókaútgefendur hafa alltaf kvartað sáran undan þeirri ósvinnu ríkisins að leggja söluskatt ofan á bækur. Jafn- framt þykir það lýsa tvískinn- ungi í skattamálunum að vel- flest tímarit og blöð sleppa við að borga skattinn, ef þau geta sannað að þau séu „sérrit" um eitthvert ákveðið mál, tón- list, vöðvarækt eða pottablóm til dæmis. Svart á hvítu hefur nú fund- ið ágæta leið sem ætti að duga þar til skattar verða með öllu aflagðir. Regnbogabæk- urnar eru semsé gefnar út sem tímarit, svo sem ráða má af smáu letri á innsíðum bók- anna: „Tímaritið Regnboga- bækur - sérrit", stendur þar og þarmeð eru bækurnar 25% ódýrari. Nú hljóta aðrir útgefendur að feta í fótspor Björns Jónssonar, forstjóra 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Svarts á hvítu, þangað til bókaútgáfu er með öllu út- dauð, en tímarit á borð við ís- lendingasögurnar og Des- mond Bagley blómstraU Hvað varð um fylgið? Enn heyrast skemmtilegar sögur frá því á kosninganótt. Eins og landsmenn rekur sjálfsagt minni til voru það heldur skuggalegar tölur sem Framsóknarflokkurinn fékk á Vestfjörðum þegarfyrstu tölur voru birtar. Ólafur Þ. Þórð- arsson, efsti maður listans og fyrrum fylgdarsveinn Stein- gríms Hermannssonar, var að vonum lítt hrifinn. Ekki bætti úr skák þegar síminn hringdi hjá honum skömmu seinna, og kunnug- leg rödd sagði: Heyrðu Ólafur minn, hvað hefur þú eiginlega gert við allt fylgið sem ég hafði þarna fyrir vestan? Segir sagan að Ólafur hafi verið fámáll mjög þar til fór að birta til hjá honum undir morg- uninn. Hitt kom ekki í Ijós fyrr en nokkrum dögum seinna að Steingrímur hafði aldrei hringt vestur til að hrella Ólaf, heldur landskunn eftirherma sem hefur mikið dálæti á Stein- grími og hans töktum.B Reykjavík mann- laus síðdegis? Einhver vinsælasti þáttur Bylgjunnar alveg frá upphafi er Reykjavík síðdegis. Hall- grímur Thorsteinsson brill- eraði þar með þeim hætti að hann fékk viðurnefnið „út- varpsskáldið". Hann sneri sér sem kunnugt er að fréttastjórn á Bylgjunni og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir kom í hans stað. Hún hefur verið á svipuðum nótum og Hallgrím- ur en hyggur nú á fararstjórn í útlöndum eins og mörg und- anfarin ár. Stjórnendur Bylgj- unnar munu ekki ekki hafa fundið neinn sem getur tekið við Reykjavík síðdegis þannig að til vandræða horfir. Er jafnvel talað um að Hallgrímur verði að taka við þættinum aftur, en ýmsir hafa þó leitt getum að því að hinn vinsæli morgunhani Sigurður G. Tómasson verði fenginn til aö taka að sér Reykjavik síðdegis...B Þrjú bókaforlög keppa nú um það hvert þeirra verður fyrst til að gefa út Ijóðabækur með verkum eftir ýmsa höfunda. Eysteinn Þorvaldsson vinnur að framhaldi bókarinnar „Ný- græðingar í Ijóðagerð", sem út kom fyrir nokkrum árum og hefur mikið verið notuð í skólum. Eysteinn ætlar í nýju bókinni að dekka tímabilið 1980-87 og vitaskuld vonar útgefandinn, Valdimar Jó- hannsson í Iðunni, hún verði jafn vinsæl í skólum og sú gamla. Útlit erfyrirað nýju ný- græðingarnir mæti sam- keppni þar sem Ljóðabókakl- úbbur AB hefur á prjónunum að gefa úr vandaða bók með Ijóðum a.m.k. tíu höfunda frá síðustu árum. Má þar nefna Gyrði Elíasson, Sjón, Kristján Kristjánsson og fleiri. Það er Sigurður Valgeirsson hjá AB sem hefur yfirumsjón með þessari útgáfu. Mál og menn- ing lætur ekki sitt eftir liggja. Þar hefur undanfarna mánuði verið unnið að safnriti sem er ætlað sem skólabók og spannar Ijóðárin frá 1920 til þessa dags. Nú er að sjá hver verður fyrstur og hvaða bók nær hylli skólamanna. En Ijóðið er sumsé engin mann- drápsútvegur lengur.B Sunnudagur 7. júní 1987 Ljóðið orðið boðleg söluvara

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.