Þjóðviljinn - 07.06.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Qupperneq 5
Á leið inn í mannheim Sagt frá Áslaugu sem er rúmlega tvítug ein- hverf stúlka. Alda Sveinsdóttir hefur gert heimildamynd um myndlistÁslaugarsem er um margt afar athyglisverð Alda Sveinsdóttlr vann myndina um Áslaugu sem lokaverkefni í kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Islands „Tilgangur minn er sá að miðla upplýsingum um sjúkdóminn á jákvæðan hátt". Áslaug fæddist í desember 1966. Hún virtist fullkomlega eðlilegt barn og fyrstu mánuðina var ekki annað að sjá en hún dafnaði með hverjum degi. Þegar Áslaug var á sjöunda mánuði fékk hún inflúensu og heila- himnubólgu og var lögð inn á sjúkrahús, þar sem hún þurfti m.a. að vera í súrefni í þrjá daga. Eftir að hún kom heim af spítalan- um var hún gerbreytt. Hún tengdist fólki ekki og virt- ist hafna öllum samskiptum við það. Hún var vansæl og grét mikið. Áslaug fór ekki að tala og þroski hennar í heild var afar óeðlilegur. Þegar hún var þirggja ára flutti fjölskyldan til Þýska- lands og Áslaug var sett í heymleysingj askóla. Þegar Áslaug var átta ára kom fjölskyldan aftur til íslands. Hún var greind einhverf á Landakoti og sett á biðlista fyrir bamageð- deild. Biðtíminn var eitt ár og á þeim tíma var hún höfð í dagvist- un að Lyngási, sem er stofnun fyrir þroskahefta. Þegar Áslaug var 9 ára komst hún inn á barnageðdeildina á Dalbraut. Þar var hún í sólar- hringsvistun í tvö ár. Náðum sambandl Það var á Dalbrautinni sem Alda Sveinsdóttir kynntist Ás- laugu. Alda vann þar sem með- ferðarfulltrúi og annaðist Ás- laugu fyrstu sex mánuðina. Alda á sjálf einhverfan son sem nú er 22 ára og er á Sólheimum í Grímsnesi. Ennfremur hefur hún verð virk í Umsjónarfélagi ein- hverfra bama. Ofaní kaupið var Alda svo að útskrifast úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands nú í vor. Annað lokaverkefni hennar þar var myndband um myndlist Ás- laugar. Blaðamaður hitti Öldu að máli og spjallaði við hana um Áslaugu og myndirnar hennar. - En hvemig kom hún fyrst fyrir þegar Alda kynntist henni, níu ára gam- alli? „Hún var ósköp falleg stúlka og öllum fannst að það hlyti að vera hægt að hjálpa henni. Ás- laug talaði ekkert og oft fannst okkur að það vantaði ekki nema herslumuninn til þess að ná sam- bandi við hana. En það er einmitt þessi herslumunur sem oft lætur bíða eftir sér þegar einhverf börn em annarsvegar. Áslaug vildi nota fólk eins og tæki til að ná í það sem hana vant- aði eða útvega það sem hana langaði í. Hún virtist ekki hafa neinn áhuga á manneskjunni sjálfri. Hún hafði stundum gaman af því að teikna, en gerði ekki mikið að því. Það var hinsvegar sú leið sem mér fannst vænlegust til að komast í samband við hana. Ég fór þannig að teikna með henni umhverfið og það örvaði áhuga hennar. Ég held að við höfum báðar fengið talsvert mikið út úr þessu samspili. í kjölfarið fylgdi mjög frjótt tímabil og mér fannst þetta líta vemlega vel út hjá henni. En síð- an kom tími stöðnunar sem ég get alls ekki skýrt. Sjálf fékk ég önnur börn til að hugsa um og þannig fjarlægðist ég hana smátt og smátt. Síðan hef ég að vísu alltaf getað fylgst dálítið með Áslaugu í gegn- um Umsjónarfélagið og þannig aldrei misst alveg af henni.“ Einangrunin rofin að nokkru En Áslaug hætti ekki að teikna. Það varð hennar aðal- dægradvöl. Tímunum saman gat hún setið og litað og teiknað. Hún virtist rannsaka viðfangsefni sín mjög vel og gerði þeim einatt mjög nákvæmlega skil. Þannig gerði hún t.d. fjöldann allan af myndum af lyklum eftir að hún var á Dalbrautinni. Þar þarf ein- mitt að hafa hurðir kirfilega læst- ar. Og Áslaug teiknaði lyklana. Eftir að hafa verið tvö ár á legudeildinni á Dalbraut var Ás- laug útskrifuð. Það hafði ekki náðst eins mikill árangur og vænst var auk þess sem mörg böm biðu eftir plássi. Hún fór aftur á Lyngás dagvist- un. Þar var hún í fimm ár, eða þangað til hún varð tæplega 16 ára. Hún var fyrsta barnið sem var tekið inn á Meðferðarheimili fyrir einhverf börn sem stofnað var 1982. Og þar er Áslaug enn- þá. Hún vinnur hálfan daginn á starfsþjálfunarheimilinu að Bjarkarási við að falda bleijur. Hún sér auk þess um þvottahúsið á Trönuhólum: flokkar þvottinn, þvær, þurrkar og straujar. Hún eldar matinn einu sinni í viku eins og aðrir heimilismenn. Hún prjónar peysur og vefur. Og hún teiknar líka, en í seinni tíð virðist hún hafa minni þörf fyrir að tjá sig á þennan hátt. Hún þarf ekki lengur að nota myndirnar til þess að loka sig frá umheiminum eða til að koma á framfæri óskum sín- um. Þrátt fyrir allt hefur að nokkru leyti tekist að rjúfa ein- angmn hennar, þótt hún tali ekki. Minnir á frœga listamenn En af hverju stafar áhugi Öldu á myndunum hennar? „Myndlist- in er sá tjáningarmáti sem Áslaug valdi sér og í gegnum myndimar kemur fram mikil vitneskja. Hún hefur mikla hæfileika og minnir stundum á fræga lista- menn. Tilgangur minn með því að gera heimildamynd um Ás- laugu er sá að miðla upplýsingum á jákvæðan hátt um þennan sjúk- dóm. Almenningur er mjög illa upplýstur og ráðamenn skortir oft á tíðum skilning á því sem gera þarf. Eftir því sem Áslaug færist nær mannheimi hefur hún minni þörf fyrir myndlistina. Minn draumur er sá að setja upp sýningu á myndunum hennar. Það gæti ein- mitt orðið til þess að vekja já- kvæða umræðu um sjúkdóminn og hvað það er sem gera þarf.“ árangur náðst þeirri þörf sem fyrir hendi er? „Þar verðum við með pláss fyrir u.þ.b. sex börn, og fer langt með fullnæja þörfinni, en gerir það ekki fullkomlega. Það er nú svo merkilegt í þessum málum, að oft er ekki brugðist við, fyrr en neyðarástand hefur skapast.“ — Geta einhverfír einstak- lingar ekki verið á heimilum fyrir þroskahefta? „Ef við lítum á hópinn í heild þá hentar það alls ekki. Það eru dæmi um einstaklinga sem hafa getað lagað sig að því, en það er fátítt. Einhverft fólk er ekiri fært um að uppfylla þær félagslegu kröfur sem hægt er að gera til þroskaheftra.“ - Nú hefur heimilið að Trönu- hólum starfað í rétt fímm ár. Hef- ur náðst mikill árangur með starfínu? „Já, ég get alveg sagt að það hafi náðst verulega góður árang- ur. Það er einkum tvennt sem veldur því, annarsvegar höfum við notið skilnings yfirvalda á þörfum heimilisins, hinsvegar hefur verið einstaklega hæft starfsfólk. Skilyrðin hafa þannig verið eins og best verður á kos- ið.“ - Er útlit fyrir að krakkarnir sem eru á heimilinu núna veroi að einhverju leyti sjálfbjarga í fram- tíðinni? „Öll munu þau þurfa að búa í vernduðu umhverfi þótt þarfir þeirra verði mismunandi. Geta þeirra er svo misjöfn að það er jafnvel hæpið að tala um þau sem einn og sama hópinn. Helmingur þeirra getur til dæmis sótt vinnu út fyrir heimilið, en það geta hin ekki. Fyrir þau höfum við verið með vinnuaðstöðu í Hólabrekk- uskólanum, þar sem þau annast pökkun á vörum fyrir ýms fyrir- tæki. Ég býst við því að ein stúlka sem hér er geti flutt í sambýli sem ekki er jafn verndað og sá staður sem hinir þurfa. Það er annar flötur á þessu máli hvað varðar að gera þau sjálfbjarga. Því jafnvel þótt þau geti búið ein, sótt vinnu, eldað mat og þessháttar er mikil hætta á því að þau einangri sig félagslega og hafi engin samskipti við fólk.“ - Hvernig hefur gengið að rjúfa þessa einangrun hjá krökkunum á heimilinu? „Einhverf börn eru að mörgu leyti eins og ársgömul börn hvað þetta varðar, sem leika sér hlið við hlið, en ekki hvert við annað. Næstelstu stúlkunni hér hefur gengið best að eignast vini, en þá sækir hún út fyrir þennan hóp, til þroskaheftra. Hún er sú eina sem getur tekið þátt í tómstundastarfi meðal þeirra.“ - Hvaða skólar eru fyrir hendi fyrir einhverf börn? „Það er enginn sérskóli fyrir einhverf börn en þau hafa sótt bæði Safamýrarskóla og eins Ös- kjuhlíðarskóla í nokkrum mæli. Það eru mjög skiptar skoðanir um það, hvernig einhverf börn blandast þroskaheftum. Nú er hins vegar verið að gera úttekt á því, þannig að ég vil ekki tjá mig' mikið um það.“ Þörfinnl ekki fullnœgt - ,3ver eru brýnustu verkefni næstu ára í málefnum einhverfra barna? „Brýnast er að koma upp vinn- uaðstöðu fyrir þau, eins og ég vék að áðan. Það er hins vegar einnig afar mikilvægt að setja á fót fleiri meðferðarheimili og sambýli. Slgrfður Lóa: Það er nú svo merki- legt í þessum málum, að oft er ekki brugðist við, fyrr en neyðarástand hefur skapast. (Mynd: Sig) Sambýlið sem tekur til starfa í haust leysir vissulega mikinn vanda, en það vantar pláss fyrir fleiri börn. Nú eru til dæmis mörg einhverf börn á barnageð- deildinni á Dalbraut, svo ætla má að þörfin vaxi enn í framtíðinni.“ - Einhverfa er sjúkdómur sem er tiltölulega nýuppgötvaður. Að- aláherslan er lögð á að aðstoðað börnin, en hvað með fullorðna fóikið? Má ekki ganga út frá því að tugir fullorðinna séu einhverf- ir? Rœtt við Sigríði Lóu Jónsdóttur, forstöðumann Meðferðar- heimilis fyrir einhverf börn „Þetta fólk er nú á ýmsum stofnunum fyrir þroskahefta. Þar sem ég þekki til á stofnunum eru m.a. einhverfir einstaklingar og mér segir svo hugur um að þeir séu víðar, t.d. líka á Kleppsspít- ala. Ég veit ekki til að það hafi ver- ið kannað hversu margir ein- hverfir einstaklingar eru á öðrum stofnunum. En þær stofnanir eru náttúrlega ekki sniðnar að þörf- um einhverfra. Það er gert ráð fyrir því að á hverju ári fæðist að meðaltali tveir einstaklingar. Þannig að vissulega er fjöldi fullorðinna sem fær enga þjónustu við sitt hæfi.“ Sunnudagur 7. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.