Þjóðviljinn - 07.06.1987, Síða 7
Alloballar
í Njálssögu
Alda Sveinsdóttir hefur myndskreytt
„Hallgerðarþótt Langbrókar”. Fyrirmynd-
irnar- að sjólfsögðu forystumenn Alþýðu-
bandalagslns
„Mérfinnst Kristín Á. Ólafs-
dóttir alls ekki vera lík
Hallgerði Langbróksem per-
sónu. Hinsvegarþykirmér
Kristín svo glæsileg kona að
hún kemur heim og saman við
hugmyndir mínar um útlit Hall-
gerðar. Það er líka svo mikil
reisn yfir Kristínu - rétt eins og
Hallgerði... ÁsmundurStef-
ánsson þótti mér óskaplega
skemmtilegur, - hann lét ein-
hvernveginn alveg að stjórn
sem Skarphéðinn Njálsson.
Hann er líka svo einstaklega
lifandi, myndrænt séð...“
Þetta sagði Alda Sveinsdóttir.
Á dögunum útskrifaðist hún úr
Myndlista- og handfðaskóla ríkis-
ins. Sem lokaverkefni valdi hún
sér að myndskreyta „Hallgerðar-
þátt Langbrókar“, sem hún vann
uppúr Njálssögu.
Hallgerðarþáttur er uppá hérum-
bil 90 síður og er hver síða mynds-
kreytt.
En afhverju Hallgerður?
„Fyrir mér er þetta kannski
fyrst og fremst spurning um rétt-
arstöðu konunnar á þjóðveldis-
öld og hvernig hún gat haldið
reisn sinni og virðingu. Nútíma-
konur á íslandi hafa afskaplega
góða hefð að þessu leyti og ég
held að það sé fátítt að menning-
ararfur einnar þjóðar sé jafn hag-
stæður fyrir konur og í okkar til-
viki.
Hallgerður er sérstaklega
áhugaverð. Hún er erfið kona á
margan hátt, með erfiða lund og
það eru margar hliðar á henni. Ég
er nú ekki alltaf ánægð með hana
og hefði sjálf brugðist öðruvísi
við en hún í mörgum tilfellum."
Var þetta ekki mikið verk: Að
gera myndir á 90 síður og það af
svona stórslekti?
„Jú, það var ansi mikið verk. í
upphafi ætlaði ég að einfalda
textann miklu meira. Mér hefur
fundist það skaði að unglingar
virðast ekki nenna að lesa forn-
sögurnar. Þær eru nefnilega ó-
skaplega skemmtilegar og spenn-
andi bókmenntir. Hugmynd mín
var sú að teyma fólk áfram með
myndmáli samhliða textanum.
Myndlestur er orðinn svo stór
þáttur í nútímanum: í mynda-
sögum, bíómyndum og kennslu-
bókum svo eitthvað sé nefnt."
Og þú valdir enga aukvisa sem
fyrirmyndir að persónum
Njálu...
„Nei, það má nú segja! Samt
sem áður var það dálítil tilviljun.
Ég fór fyrst á myndasafn DV og
ætlaði að fá lánaðar myndir af
ýmsum leikurum. Þeir á DV
nenntu ekkert að sinna mér og
töldu öll tormekri á að ég gæti
fengið að ganga í safnið þeirra.
Tómt vesen, sögðu þeir. Þá fór ég
á Þjóðviljann og þar var þetta es-
kkert mál: Ég gat fengið að skoða
allar þær myndir sem ég vildi.“
Kristín varð að Hallgerði og
Ásmundur að Skarphéðni. Hvað
með Gunnar, Njál og Bergþóru
og það fólk alltsaman?
„Gunnar á Hlíðarenda var
mjög erfiður. Ragnar Arnalds
var kandídat framanaf en það
gekk ekki upp. Þeir áttu ekki
saman. Eins var með Njál, mér
gekk brösullega að finna ein-
hvern sem gæti tekið að sér hlut-
verk hans. Ég ætlaði að nota
Árna Bergmann sem fyrirmynd
en varð að hætta við það, af því
það voru ekki til nógu fjölbreyti-
legar myndir af honum.
Síðan notaði ég Guðrúnu
Helgadóttur sem Bergþóru. Það
var mikið til að lifandi ljósmynd-
um af henni. Það er alveg
augljóst að ljósmyndurunum
ykkar finnst gaman að taka
myndir af Guðrúnu. Ég varð að
vísu að gera hana dálítið harðari
Heimilisfólkió á Bergþórshvoli. Margir munu kannast við þessa mynd úr kosningabaráttu
Alþýðubandalagsins. Ásmundur, Olga Guðrún, Guðrún Helgadóttir, Álfheiður, Svavar... og
Össur!
sem karakter en eftir það var ég
mjög ánægð með árangurinn."
Hvað með afganginn af eigin-
mönnum Hallgerðar?
„Það var nú satt að segja tals-
verður höfuðverkur. En Ólafur
Ragnar Grímsson varð að Glúmi.
Það var afar skemmtilegt að geta
notað Ólaf, því hann hefur yfir-
bragð víkingsins. En ég varð að
vísu að bæta á hann skeggi.“
Þessar myndskreytingar, - eru
þær kannski einnlegg í um-
ræðuna um málefni Alþýðu-
bandalagsins?
„Nei, hreint ekki! Og ég sé
þessar pesónur ekki endilega sem
allaballa, þótt það sé vissulega
togstreita á báðum vígstöðvum.
En á sýningu sem haldin var á
lokaverkefnum nemenda úr MHÍ
var stungið upp á því að fólkið á
Bergþórshvoli væri verkalýðs-
armur Alþýðubandalagsins.“
Og hvað verður nú um
Hallgerðarþátt Langbrókar?
„Á þessari sýningu komu ótrú-
lega margir að máli við mig sem
vildu að þetta yrði gefið út og
fannst tilvalið handa unglingum
t.d. En margt eldra fólk hafði
gaman af þessu líka og sagðist
gjarnan myndi vilja eiga svona
bók.
Og nú er eitt forlagið að athuga
málið, - svo það er aldrei að vita
nema Hallgerðarþáttur verði gef-
inn út áður en langt um líður!“
-i\i
Skarphé&inn Njálsson á þlngi.Þegar Ijósmyndari Þjóðviljans sá þessa
mynd kannaðist hann strax við fyrirmyndina: Ásmund Stefánsson á vinnu-
staðafundi hjá SÍS!
Glúmurog Hallgor&urgiftast.-aðbakiþeimstendurÞjóstólfurvígbúinn, Hallger&ur moft Þorger&i dóttur sfna. „Kristín er glæsileg konaog kemur heim og saman við hugmyndir mfnar
Kristín Á. Olafsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson! um útlit Hallgerðar...”
Sunnudagur 7. junf 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7