Þjóðviljinn - 07.06.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Side 8
Lágu launin og Kvenna- listinn Þegar þessar línur eru skrif- aðar erum við að bíða eftir því að línur skýrist um þríflokka- stjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. Ogflestir telja sig vita með hverju sá biti er étinn. Láglaunakrafan á oddinn Það var í rauninni meira spenn- andi að bíða eftir því um daginn hvað yrði úr viðræðum Krata og íhalds við Kvennalistann. Vegna þess að Kvennalistakonur höfðu sett það á oddinn að lægstu laun yrðu bætt og að stjórnvöld tryggðu að sú kjarabót stæðist. Og þá var ráð fyrir því gert, að hægt væri að ná einskonar þjóð- arsátt um að aðrir en þeir sem lægstu laun hafa færu sér hægt og Iétu sér Iynda þótt hin frægu launahlutföll röskuðust. Tormerki mörg Af þessu varð ekki, eins og menn vita. Ffestir töldu tormerki á því að stjórna slíkri uppstokkun á launum frá alþingi. Sérfróðir í samningagerð töldu ólíklegt að hægt væri að fá hin ýmsu samtök launamanna til að fallast á fyrr- greindar breytingar. Enda eins víst að afnema þyrfti eða skerða stórlega samningsrétt þeirra. Og ólíklegt að það tækist að neyða þau til þess með lagasetningu. Með öðrum orðum: Það er hægt að hækka lágmarkslaun með fordæmi ríkisvaldsins og með lag- aboði. En það er ekki hægt að tryggja að sú hækkun gangi ekki upp launastigann, eða tekjustig- ann - með þeim afleiðingum að til nýrrar verðbólguholskeflu kemur. Hugarfarsbreyting? Kvennalistakonur svöruðu sem svo að vilji væri allt sem þarf. Hugarfarsbreyting. Ef fólk trúir á það að hlutunum megi breyta þá er hægðarleikur að finna leiðir til að breyta þeim, er haft eftir einni Kvennalistakonu. Að minnsta kosti verðum við að reyna... Já, segja hinir efagjörnu. Hug- áfarsbreyting er ágæt. En er hægt að hrinda henni af stað með lög- gjöf? Er yfirleitt hægt að gera ráð fyrir því, að fólk sem vant er því að ætlast til meiri neyslu í dag en í gær, hvar sem það er annars statt í kjarastiganum, gleymi sínum eigin kröfum í gleði yfir því að þeir lægstlaunuðu hafa fengið góða uppbót á sín kjör? Er ég, sem hefi menntun að baki og ber ábyrgð og guð má vita hvað, ekki rúblu dýrari en granni minn? Annað þjóðfélag? Það verður aldrei skortur á við- bárum af þessu tagi. Og ekki svo auðvelt að hrista þær af sér; við vitum í hverskonar þjóðfélagi við búum. Kannski eru Kvennalist- akonur í rauninni að biðja um annað þjóðfélag þar sem er hægt að miðstýra öllu, líka launahlut- föllum? Ekki einu sinni víst að það dugí til. Tökum til dæmis allt öðru vísi þjóðfélög eins og hið sovéska og hið kínverska. í þeim báðum hafa uppi verið um lengri eða skemmri tíma tilhneigingar til launajöfn- unar (að minnsta kosti að því er varðar obbann af launafólki - fríðindi hinna háttsettu eru svo kapítuli út af fyrir sig, rétt eins og einkagróðinn hér). En bæði í So- vétríkjunum og Kína hefur verið horfið frá þeim hneigðum til jafnlaunastefnu, sem eru í raun- inni einnig siðferðilegur bakfisk- ur hugmynda Kvennalistans. Bæði Deng Xiaoping í Kína og Gorbatsjof hinn sovéski telja að „flatneskjan“ í launakjörum (úr- avnilovka segir Rússar, Kínverj- ar tala um að allir éti úr sömu skál, hvort sem þeir hafi unnið mikið eða lítið) hafi lamandi áhrif á afköst og framfarir yfir höfuð. Þeir vilja gera tekjustigann bratt- ari - kjósa heldur viss félagsleg skakkaföll sem af því leiða en að verða af þeim hagvaxtarflýti sem „örvandi" launakerfi bjóða upp á. Og þótt okkar þjóðfélag sé vít- anlega gjörólíkt því sovéska eða því kínverska, þá getum við ekki yppt öxlum yfir því, að einnig þar skuli þróúnin vera jafnaðarkröf- um í óhag. Það er vitanlega hægt að nefna ýmsar sérstæðar „efnahags- einingar“ þar sem tekist hefur að koma á fullum jöfnuði í tekjum ÁRNI BERGMANN og um leið fullu jafnrétti kynj- anna. Til dæmis í samyrkjubúum í ísrael. En til þess að það megi takast þarf mjög sérstæðar for- sendur og umfram allt það, að þeir sem til slíks sameignarrekst- urs ganga viti vel hvað þeir eru að gera, keppi sjálfir að því lífsmyn- stri, kæri sig fyrirfram kollótta um það, þótt þeir éti af sama diski á kjúklingabúinu kynbóta- fræðingurinn og fóðurmeistar- Holl ögrun Sem sagt: Það var ekki að undra þótt viðmælendur Kvenna- listans og þeir sem koma beint úr reynsluheimi vinnumarkaðarins legðu kollhúfur yfir lágmarks- launakröfunni. Engu að síður var það áreiðan- lega jákvætt þegar til lengri tíma er litið, að konurnar settu einmitt þetta mál á oddinn. Vegna þess ekki síst að krafan um „mannsæmandi laun af dag- vinnutekjum" hefur lengi verið til og vegna þess að allir telja sér skylt - hægrimenn og vinstri- menn, verklýðsforingjar og at- vinnurekendur, að taka undir það að brýnast sé að bæta laun þeirra lægst settu. Þegar hug- mynd um lágmarkslaun er gerð að úrslitamáli í stjórnarmyndun- arviðræðum, þá er í því fólgin holl ögrun, jafnvel þótt leiðir að framkvæmd hennar séu ekki lík- legar til að skila árangri. Ögrunin er blátt áfram fólgin í þessu hér: Hvað ætlið þið, herrar mínir, að gera til að fylgja eftir fögrum, en helst til almennum orðum? Hve- nær kemur, kæri minn, kakan þín og jólin? Og það er ekki síst hollt fyrir Krata og Allaballa að fá á- minningu í þessa veru, því náttúr- lega eru þeir sem hefðbundir verklýðsflokkar fyrst spurðir. f annan stað er það vitanlega á dagskrá í hinum efnaðri þjóðfé- lögum, að það sé í senn pólitísk nauðsyn og siðferðileg skylda að nota auð samfélagsins ekki síst til þess að búa til einskonar fram- færslutryggingu - hvað sem líður framboði og eftirspurn á vinnu- markaði. Gott ef þeir sem ætluðu að gera uppreisn frá miðju voru ekki með slíka hugmynd ofarlega á blaði ekki alls íyrir löngu. Og í þriðj a lagi ættu hugmyndir af þessu tagi, sem í senn stefna að framfærslutryggingu og auknum jöfnuði, að eiga sér betri hljóm- grunn á íslandi en víða annars- staðar - smæð þjóðfélagsins hef- ur m.a. haft það í för með sér að jafnaðarkrafan er tiltölulega sterk í samfélaginu (hvað svo sem einstaklingurinn gerir sjálfur í málunum). Ekki innbyrðis deilur Hitt er svo leiðinlegra, að í I þessari umræðu allri hafa sú sam- anburðarfræði sem ástandið á vinnumarkaði, lífskjarakapp- hlaupið og einstaklingshyggjan, sem eru óvenju sterk þessi miss- eri, saxað mjög á þá samstöðu launafólks sem kannski var aldrei nógu mikil, en þó umtalsverð. Samstaðan er í æ ríkari mæli sam- staða hópsins, starfsgreinarinnar - ef þá er ekki búið að splundra henni með einkasamningum og yfirborgunum. Og niðurstaðan er meða! annars sú, að margir sjá kjarabaráttu ekki öðruvísi en átök milli launþegahópa innbyrð- is. Það er eins og borgaraskapur- inn gleymist, hans söluskattsæ- vintýri, sjálfskömmtun tekna, fjárfestingarævintýri og margt þesslegt. Tvennt er nauðsynlegt Hér verður engin tilraun gerð til að finna svör við því hvert gæti orðið árangursríkt framhald á láglaunaumræðunni og jafnrétt- iskröfunni. Það mætti þó minna á það, að tveir menn sem hafa sömu tekjur í peningum, geta búið við lífskjör sem eru gjörólík og miklu ólíkari en svarar til margra launaflokka. Það er öðru fremur tvennt sem skiptir máli fyrir lágmarkskjör eða meðal- kjör. í fyrsta lagi það, hvenær og með hvaða skilmálum menn leystu húsnæðismál sín. í öðru lagi: Hve mörg börn hafa þeir á framfæri og hverju þarf til að kosta, m.a. vegna gæslu yngri barna. 1 ríkjandi ástandi sýnist það langsamlega vænlegast til ár- angurs á sviði lífskjaratryggingar og jöfnuðar eða jafnstöðu að ein- beita sér að myndarlegum að- gerðum á þessum sviðum tveim. Þetta er náttúrlega ekki frumleg hugsun, en það sakar aldrei að minna á hana. -áb 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 7. júnl 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.