Þjóðviljinn - 07.06.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Blaðsíða 11
 I Jerúsalem: I heila viku kemst maður ekki upp úr Gamla testamentinu... lagbjartsdóttir og Svava Jakobsdóttir (Ijósm SM). bíldrauga þá sem enn eru að bætast við íslenskar þjóðsögur. Það kom nokkuð flatt upp á mig, sagði Vilborg, hve lítinn áhuga ég hafði á kristnum stöð- um. En þeim mun meira á öllu því sem tengdist Gamla testam- entinu. Það er stórkostlegt að koma í dalinn sem er Gehenna, snerta Grátmúrinn báðum hönd- um, sjá staðinn þar sem Absalon reið, sonur Davíðs, og hans mikla hár festist í trjánum. Ekki get ég sagt að ég hafi verið gripin svonefndu Jerúsalemsfári, en það er tilfinning sem grípur ýmsa trúaða menn sem komast að raun um að margt er á þessum slóðum öðruvísi en þeir ætluðu. En mér fannst merkilegt að vera komin til Jerúsalem og komast ekki upp úr Gamla testamentinu dögum saman og vera innan um fólk sem hafði litla hugmynd um það hver Kristur var. En ég skildi loksins hvers vegna það reyndist Kristi svo erf- itt að sannfæra landa sína um að það mætti lækna á hvíldardaginn - það er ekki svo fátt sem ekki má gera á þeim degi í ísrael. Og kannski er það einna merkilegast við þetta land, að maður fer á milli árþúsunda í hverju skrefi - þarna eru mikil tækniundur, þarna eru hirðar röltandi í biblí- uklæðum á eftir fáeinum skepn- um. Undur, þverstœður Það er merkileg reynsla, sagði Vilborg, að í tvö þúsund ár skuli hafa staðið barátta Gyðinga um að endurheimta þetta fyrirheitna land, sem er svona lítið, fátækt og hrjóstrugt - þarna eru engin auðæfi, engin olía. Ég hefi alltaf haft mikla samúð með Aröbun- um, en þegar ég sé þau krafta- verk sem Gyðingarnir hafa unn- ið, hvernig þeir hafa ræktað upp hrjóstrin, hvernig þeir hlúa að þeirri sögu sem þeir eiga í þessu landi, þá undrast maður hve sterk þessi menning er og manni finnst að ef nokkur á þetta land þá séu það einmitt Gyðingarnir.... Ég hætti mér ekki út í þá sálma, sagði Svava, að svara því hver á þetta land, og kannski er manni það efst í huga að báðir þurfi að slá afsínumkröfum. Þaðer mikið og erfitt verkefni í þessu landi þriggja mikilla trúarbragða og allra kirkjudeilda að móta sam- býlishætti sem væru ekki lakari en t.d. það samkomulag sem kristnar kirkjur hafa gert sín í milli um afnot af Grafarkir- kjunni. Ég var að furða mig á því að þetta skuli vera hægt, að þessi undarlega borg Jerúsalem gæti staðist þegar ég sá múslíma þyrp- ast í moskurnar á föstudögum, Gyðinga í synagógurnar á laugar- dögum og kristna menn í kirkjur sínar á sunnudögum. Og þar fyrir utan er þetta fólk af mörgum þjóðernum og ofan á allt annað eru miklar andstæður í ísraelsku samfélagi milli askenazim og sef- ardim (Evrópugyðinga og þeirra sem koma frá Miðjarðarhafs- löndum og arabískum heimi). Einn ísraeli, sem lýsti sjálfum sér sem sabra (svo heita Gyðing- ar fæddir í ísrael) í sjöttu kyn- slóð, sagði mér frá þrem systrum sem fluttu til ísrael hver úr sinni áttinni, og þegar ein þeirra, sem kom frá Póllandi, reyndist þver og þrjósk í deilu, þá sögðu hinar: Æ svona eru þessir Pólverjar alltaf. M.ö.o.: Gyðingarnir sjálf- ir skilgreina sig eftir fyrri búsetu. Það kom líka oft fram þessa daga, að eitt höfuðeinkenni þeirra er að menn eru að reyna að komast að því hverjir þeir eru í raun og veru. Ein ísraelsk kona sagði við mig: Hinn klassíski þríhyrningur í ísra- elskum bókmenntum er ekki tveir karlar og ein kona heldur tveir karlar að rífast um land! Tungumálið endurborna Ég var, sagði Vilborg, á kibb- útsi sem heitir Beth Hasidah. Skáldkona sem þar bjó sagði mér, að þegar móðir hennar, sem ekki kunni orð í hebresku, steig á land innflytjandi, þá hafi faðir hennar skipað svo fyrir að hún segði ekki orð framar nema á he- bresku. Og hún grét í þrjú ár... Konurnar voru líka að tala um það, hvernig hebreska, þetta for- na mál sem var endurreist með skjótum hætti, dugi til að túlka nýja hluti. Á það orð yfir allt sem er hugsað á jörðu, er það ekki svo mótað af feðraveldi að konur eigi erfitt með að tjá sína innstu reynslu á máli Abrahams,ísaks og Jakobs? sagði Svava. Kona sem Lea hét og býr á kibbútsinu E1 Harod, þar sem ég var, hún lýsti mjög fallega reynslu sinni, hvernig hún yfirvann þessa erfið- leika, hvernig hún fann persónu sem var ekki bundin við þetta litla ég.... Ilmur og þorsti landsins Vitanlega verður ekki öllu til skila haldið í stuttu spjalli. Vil- borg dáðist að fegurð Jerúsalem, sem er öll úr þessum ljósa steini og má ekki byggja úr öðru efni til að svipmót hennar spillist ekki. Og annað, sem heillaði mig, sagði hún, var ilmurinn sem fyllti loftið, ilmurinn af ávaxtatrjám í blóma. Svava sagði: Fyrstu sterku áhrifin voru þau hvað mér fannst þetta land vera þyrst, alltaf meðan ég var þarna var eins og Goðafoss eða Dettifoss streymdu gegnum hausinn á mér og ég strengdi þess heit að bölva aldrei framar rigningunni. Þær minntust líka á óttann við hryðjuverk og það nákvæma eft- irlit sem gestir gangast undir á flugvölllum, og allstaðar eru her- menn skammt undan. En, sögðu þær, maður er ekki hræddur, hvernig sem á því stendur, manni fannst það væri alltaf hægt að snúa sér til þessara byssumanna og spyrja þá til vegar, maður hef- ur hugann fyrst og fremst við þá merkilegu reynslu að fá að kynn- ast þessu landi. Helgi og hvunndagsleiki Við vorum í Jerúsalem á pálm- asunnudag, sagði Svava, og ég gekk inn í borgina í skrúðgöngu og allir veifuðu pálmum. Það var stórkostlegt. Og meðfram leiðinni sem gengin var stóðu Ar- abar og fylgdust með af áhuga, konurnar voru svo fínar, þessar Jerúsalemsdætur, og ég var að velta því fyrir mér hvað Kristur hefði sagt við þetta fólk í dag. Margir búast við því að einhver sérstök helgi sé yfir öllu á þessum stað, á slíkri stund, en þetta er sambland af helgi og daglegu lífi. Eins og eðlilegt er. Sunnudagur 7. júní 1987 MÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.