Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 12

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 12
bn hann varði lika Tsjombe, sem bar ábyrgð á morðinu á Patrice Lumuba í Kongó, og allir byltingarsinnar Afríku hötuðu. Um tíma var Vérges einn af kappsömustu aðdáendum Maós formanns í Kína. Veijandi fómariamba og böðla Jacques Vérges varði fórnarlömb Alsír- stríðsins, trúði á þriðjaheimsbyltinguna og ver nú nasistaböðulinn Klaus Barbie Jacques Vérges hefur varið sakborninga af ólíklegustu tegundum. Þegarnasistabööullinn Klaus Barbie mætti fyrir rétti í Lyon um miðjan maí, gerði hann Frökkum harla gramt í geði með því að brosa framan í myndavélar. En Frökkum gramdist það ekki síður, að hann skyldi ákveða á þriðja degi réttarhaldanna, eins og hann hafði rétt á að gera, að mæta ekki lengursjálfur, heldur láta vitnaleiðslurnar fara fram í fjarveru sinni. Fannst mönnum ekki réttlátt, að hann skyldi þannig geta sloþpið við að heyra ásakanir þeirra, sem hann hafði pynd- að fyrir meira en fjórum ára- EINAR MÁR JÓNSSON SKRIFAR FRÁ PARÍS: tugum. En við þetta kom hinn dularfulli lögfræðingur Barbis, Jacques Vergés, enn meir fram í sviðsljósið og fékk aðal- hlutverkið í sjónarspilinu. Hafði honum reyndartekist þegar í upphafi að mynda talsverða spennu í kringum það hvaða tromp hann kynni að hafa í bakhöndinni til að verja Gestapóforingjann, og veltu menn nú fyrir sérferli þess manns, sem gat sér fyrst orð fyrir aldarfjórðungi fyrir að gerastverjandi alsírskraupp- reisnarmanna og berjast þá ötullega gegn nýlendustefnu Frakka en er nú orðinn jafn ötull verjandi eins illræmdasta blóðhunds þýskra nasista á heimsstyrjaldarárunum. Undarlegur ferill Enginn láir lögfræðingi, þótt hann taki að sér að verja hina ólíkustu menn, en Jacques Verg- és hefur verið um dagana miklu meira en „venjulegur lögfræðing- ur“, og er allur hans ferill undar- legur og fullur af gátum. Þessi til- vonandi verjandi fórnarlamba og böðla fæddist árið 1925 í Síam (núverandi Tælandi): var móðir hans síömsk en faðir hans fransk- ur ræðismaður, sem varð þó fljót- lega að víkja úr stöðu sinni, þar sem fordómafullum Frökkum líkaði illa síamskt kvonfang hans. Faðir Vergés var nokkur ár læknir í Laos en fluttist síðan með fjölskyldu sína til frönsku eyjar- innar Réunion, þar sem hann hóf afskipti af stjórnmálum: stofnaði hann kommúnistaflokk á eynni og byrjaði að reka áróður fyrir alþýðufylkingunni frönsku. Er paul Vergés, tvíburabróðir lög- fræðingsins, nú forystumaður þessa kommúnistaflokks. Jacques Vergés gekk í mennta- skóla í Réunion, en aðeins 17 ára komst hann burt frá eynni, hélt eftir ýmsum krókaleiðum til London og gekk þar í lið með „Frálsum Frökkum“, sem börð- ust gegn þýska hernámsliðinu í Frakklandi og leppstjórninni í Vichy. Barðist hann víða í Ítalíu og Frakklandi og fékk heiðurs- merki. Eftir stríðið hóf hann nám í sögu við Parísarháskóla og gekk um leið í franska kommúnista- flokkinn. Varð hann fljótlega leiðtogi sambands stúdenta frá Réunion og lét einkum til sín taka sem baráttumaður gegn nýlendu- stefnu. Árið 1951 var hann kos- inn í stjórn Alþjóðasambands stúdenta, sem var til húsa í Prag og kommúnistar höfðu töglin og hagldirnar í. Dvaldist hann þrjú ár í Prag en ferðaðist jafnframt víða, m.a. til Kína og Indlands. Er honum lýst svo á þessum tíma, að hann hafi verið ákaflega ein- strengingslegur og óvinsæll vegna þess, en samt sem áður mikill lífs- nautnamaður: margir töldu að hann væri í rauninni njósnari fyrir Vesturveldin. Þegar Jacques Vergés kom aft- ur til Parísar 1954 hefði hann get- að komist áfram í „apparati" kommúnistaflokksins franska, en þá braut fór hann ekki: honum líkaði ekki þróunin sem varð eftir dauða Stalíns og valdatöku Krústjofs og fór þá þegar að gjóa augunum til Kína. Svo fannst honum um síðir flokkurinn sýna of mikla linkind í baráttunni gegn nýlendustefnunni. Endaði þetta með því að hann yfirgaf komm- únistaflokkinn hægt og í kyrrþey. Hann hafði þá ákveðið að hasla sér völl á nýjum vettvangi: lauk hann prófi í lögfræði á mettíma og fékk lögfræðingsréttindi. Vakti hann fljótlega athygli fyrir mælsku og varð fyrir valinu 1957 þegar andstæðingar stjórnar- stefnunnar í málefnum Alsírs á- kváðu að senda lögfræðing til Al- geirsborgar til að verja þjóðfrels- issinna þar. Alsírstríðið Ekki leið á löngu áður en Jacq- ues Vergés komst í sviðsljósið svo um munaði. Fyrsta málið sem honum var falið var að verja tví- tuga konu, Djamilu Bouhied, sem var félagi í þjóðfrelsishreyf- ingu Alsírbúa og ákærð án nokk- urra sannana fyrir að hafa staðið fyrir blóðugum sprengjutilræð- um í kaffihúsum í Algeirsborg. Hafði hún sætt hinum hryllileg- ustu pyndingum í höndum franska hersins og var síðan dæmd til dauða. En málið vakti feykilega athygli og reiði bæði innan Frakklands og utan þess. í samvinnu við þekktan rithöfund skrifaði Jacques Vergés bækling um mál Djamilu Bouhired: stuðl- aði hann mjög að því pyndingar franska hersins komust í hámæli og leiddi til þess að menntamenn úr öllum flokkum fóru fram á að konan yrði náðuð. Einn af þeim hægri mönnum sem þá gekk fram fyrir skjöldu var Gaullistinn André Frossard, hetja úr and- spyrnuhreyfingunni, sem orðið hafði harkalega fyrir barðinu á Þjóðverjum. Var Djamila að lok- um náðuð í mars 1958. Næstu árin var Jacques Vergés einn aðalverjandi þeirra alsírsku þjóðernissinna, sem dregnir voru fyrir franska dómstóla, og hafði hann marga unga lögfræðinga í samstarfi með sér. En aðferðir hans voru umdeildar. Vergés, sem var þá félagi í Þjóðfrelsis- fylkingu Alsírs bar við tjöldin og tók þátt í leynifundum hennar, leit svo á að réttarfar nýlendu- kúgaranna væri svo rangsnúið að einskis góðs væri af því að vænta: aðalatriðið væri því ekki að fá skjólstæðingana sýknaða heldur vinna hugmyndum þeirra braut- argengi og vekja sem víðast at- hygli á þeim. Hann var jafnmikill lífsnautnamaður og áður, svo að ýmsum samstarfsmönnum hans þótti nóg um, enda héldu sumir því fram að hann liti fyrst og fremst á sig sem „hershöfðingja" og teldi það sögulegt hlutverk sitt að reka Frakka burt úr Norður- Afríku. Væri það því ekki mark- mið hans fyrst og fremst að fórna sér til að bjarga skjólstæðingun- um heldur skapa píslarvotta fyrir málstaðinn. Það var reyndar rétt, að margir þeirra sem hann varði voru dæmdir til þyngstu refsing- ar, en þess ber þó að geta að eng- inn þeirra var tekinn af lífi: af einhverjum ástæðum völdu for- setar Frakklands jafnan þann kostinn að náða þá. í þessum réttarhöldum lét Vergés ekkert tækifæri ónotað til að gera dómstólana hlægilega, hann setti á svið alls kyns sjónar- spil, skoraði á dómara í einvígi, ákærði forsætisráðherra fyrir að vera samsekur um morð... Að lokum var hann sviptur lögfræð- ingsréttindum í eitt ár 1961 fyrir ögranir og dólgslega framkomu í réttarsal: þegar þvf tímabili lauk, var Alsír orðið sjálfstætt ríki. Talsmaður þriðja heimsins? Vergés settist þá að í Norður- Afríku, fyrst í Marokkó og síðan Alsír. Hugði hann sér mikið hlut- verk sem talsmanni nýfrjálsra ríkja í Afríku og ásamt með Dja- milu Bouhired, fýrrverandi skjól- stæðingi sínum sem hann kvæntist síðan, stofnaði hann vik- uritið „Afrísk bylting“. En ekki leið á löngu áður en róttæk stefna þess fór að fara illyrmislega í taugarnar á valdhöfum Alsírs, einkum Ben Bella: Vergés, sem kallaði sig nú arabíska nafninu „Mansour" („hinn sigursæli") gerði sig stöðugt berari að fylgi- 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.