Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 14

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 14
SKAK Erfiðir dagar í Búkarest Sveit TR slegin út í klúbbakeppni Evrópu Taflfélag Reykjavíkurtókífyrsta skipti í sögu félagsins þátt í Evr- ópukeppni taflfélaga. Það hafa um langt skeið verið skiptar skoðanirum hvortfélagið, sem stendur undir geysilega þýðing- armikilli unglingastarfsemi sem hvað eftir annað ber blómlegan ávöxt, nú síðast með sigri Hann- esar Hlífars Stefánssonar á heimsmeistarmóti sveina, ásamt annarri starfsemi einnig mjög viðamikilli, eigi að taka slíkt spor og eftir mikinn þrýsting frá ýms- um sterkustu skákmönnum fé- lagsins ásamt nýjum stjórnar- mönnum var farin þessi leið. Taflfélag Reykjavíkur hefur ávallt haft innan sinna vébanda sterkustu skákmenn landsins, Reykjavík enda höfuðvígi skák- listarinnar, og verður því varla breytt á næstu árum og ára- tugum. Til ferðarinnar völdust allir meðlimir íslensku sveitar- innar sem gerði garðinn frægan á Ólympíumótinu í Dubai í Sam- einuðu Arabafurstadæmunum. Var sveitin þannig skipuð: 1 borð: Helgi Ölafsson, 2. borð: Jóhann Hjartarson, 3. borð: Jón L. Árnason, 4. borð: Margeir Pétursson, 5. borð: Guðmundur Sigurjónsson, 6. borð: Karl Þor- steins og varamaður var Þröstur Þórhallsson. Farar- og liðsstjóri í ferðinni til Rúmeníu var Jón G. Briem, formaður TR. Þessi sveit var á pappírnum mun sterkari en sveit Rúmenanna en þeir höfðu þó innan sinna vébanda þrautreynda landsliðsmenn sem hafa tekið þátt í örfáum Ólym- píumótum. Rúmenar voru fyrir u.þ.b. 20 árum stórveldi í skák- inni, ávallt í flokki þeirra fremstu á Ólympíumótum en nokkuð hef- ur dregið úr gengi þeirra; þegar aðrar þjóðir hafa tekið stórkost- legum framförum hefur mátt finna greinileg merki stöðnunar hjá Rúmenum. Upplýsingabylt- ing hefur ekki náð yfir landamær- in og með örfáum undantekning- um eiga þeirra bestu menn erfitt með að fá leyfi til að taka þátt í skákkeppnum á Vesturlöndum og er ástandið þar eigi ósvipað því sem gerist í Á-Þýskalandi þar sem skákmenn hafa ekki fengið fararleyfi á skákmót til Vestur- landa um langt árabil þ.m.t. Ól- ympíumót. Skákkeppni taflfélaga í Evr- ópu hefur verið í stöðugum upp- gangi hin síðari ár, og er svo kom- ið að mörg taflfélög einkum í Þýskalandi, Hollandi og Sovét- ríkjunum tefla fram ægisterkum sveitum. CSKA Moskva vann þessa keppni í fyrra en á fyrsta borði tefldi Anatoly Karpov og á öðru borði Artur Jusupov. Aðrar ægisterkar sveitir má nefna sem taka þátt í keppni nú s.s. Volmac Rotterdam með þá Timman og Kortsnoj og Porz í V-Þýskalandi með HBner, Short og Spasskí. Taflfélag Reykjavíkur hélt út í þessa keppni með glæstar vonir og það stóð aldrei annað til en að sigra Rúmena og komast sem allra lengst. Ólympíumenn ís- lands hafa aldrei byrjað sérlega vel í sveitakeppnum og að þessu sinni komust þeir aldrei almenni- lega í gang. Niðurstaðan varð jafntefli 6:6 og vegna hagstæðra stiga komast Rúmenar áfram. Það var erfiður biti að kyngja. Fyrri umferð Fyrri umferð keppninnar fór fram í námunda við háskóla- hverfi tækniskólans í Rúmeníu ekki víðsfjarri kjarnorkuveri sem staðsett var í borginni inanum mannabústaði. Taflfélagssveitin stillti upp Ólympíuliðinu og urðu úrslit þessi: IR- Polyteknika Búkarest 31/ . 1/ 1. b.: Helgi - Ghinda 1:0 2. b.: Jóhann Stoica 4. b.: Margeir - Marin 0:1 5. b.: Guðm. - Dumitrache 1:0 4. b.: Karl - Stanciu i/2.J/2 Hætt er við að liðsmenn hafi ekki dregið lærdóm af úrslitum fyrri umferðar því staðreyndin var sú að við áttum í mesta basli og flest fór úrskeiðis í byrjunar- taflmennskunni. Ég varð t.d. illa úti í Grúnfeldsvörn Ghinda og fékk greinilega lakara tafl. En smátt og smátt batnaði staðan og undir lokin snerist dæmið alger- lega við og sigur vannst. Guð- mundur vann eftir miklar svipt- ingar en hann stóð höllum fæti eftir byrjunina og það sama má segja um Jóhann og Jón sem gerðu stutt jafntefli. Karl átti hinsvegar í fullu tré við andstæð- ing sinn og missti af sigrinum í miklu tímahraki. Margeir tapaði fyrir Marin en sá er ein mesta von Rúmena og ávann sér nýlega þátttökurétt á millisvæðamóti. Ásamt Ghinda var hann lang- hættulegasti liðsmaður Polytekn- ika en Ghinda var í Ólympíuliði Rúmena síðast og rakaði saman vinningunum. Niðurlag skákar minnar við hann var athyglisvert: Tilkynning frá Ferðaþjónustu bænda Vegna lokunar á Hótel Sögu vikuna 9.-14. júní veröur skrifstofa Ferðaþjónustu bænda flutt um stundarsakir í skrifstofu á 4. hæð Hafnarstrætis 20 dagana 8.-12. júní. Pöntunum á gistingu og sumarhúsum hjá bænd- um verður veitt viðtaka á staðnum og í síma 19200. Við upphaf viðureigna TR og Polyteknika Búkarest. Margeir Pétursson er fremstur á myndinni en fjær eiga þeir Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins í höggi við Dumitrasche og Stanciu. Hxc421. Dxa7Hf722. exd5 Bxd5 23. Dbó Dxbó 24. Bxbó Bb7 25. Be3 Hb4 26. b6 g5 27. f3 Ha4 28. Hd2 e4 29. fxe4 Hxfl+ 30. Kxfl Hxe4 31. Hd8+ Kp 32. Hd7+ He733. Hxe7+ Kxe734. Rf2 Kd7 35. Rd3 Ba6 36. Ke2 Kc637. Kd2 Bc4 38. a4 Kb7 39. a5 Bd5) Síðasti leikur svarts var ekki beint heppilegur en hann var í gífurlegu tímahraki. Betra var 39. - Bf8 þó hvítur hafi eftir sem áður allgóða vinningsmöguleika. 40. a6+! Ka8 (Ekki 40. - Kxa6 41. Rb4+ og vinnur. En nú vinnur hvítur taflið með skemmtilegri riddarahring- ekju.) 41. Rc5 Bc6 (Eða 41. - Bxg2 42. b7+ Bxb7 43. axb7+ Kb8 44. Bgl! Be5 45. Rd7+ og vinnur. Hvítur fær í öllum tilfellum upp endatafl með kóng, biskupi og riddara gegn og undirritaður í vondum stöð- um. Margeir tapaði aftur og Ghinda náði fram hefndum. Karl lagaði stöðuna með góðum sigri en Guðmundur var neyddur til að tefla hartnær tapað tafl til sigurs. Um síðir sættust keppendur á jafntefli og úrslitin urðu 6:6. Þó TR ynni á tveimur borðum kom- ust Rúmenarnir áfram því vægi borðanna var mismunandi. Þannig voru gefÍQ 6 stig fyrir sigur á 1. borði, 5 stig fyrir sigur á 2. borði og svo koll af kolli. Sigrar Marins á 4. borði vógu því þyngra á metunum heldur en sigrar Karls og Guðmundar á fimmta og sjötta borði. Úrslitin urðu þessi: 1. b.: Helgi - Ghinda 0:1 2. b.: Jóhann - Stoica 1/2:'l2 3. b.: Jón - Ghiteschu ;/://2 4. b.: Margeir - Marin 0:1 5. b.: Guðmundur - Barechet 1:0 6. b. Karl - Stanciu 1:0 Be3 Dc7 11. Hcl Hd8 12. Dd2 Re5 13. Bb3 c4 14. Bc2 Rg4 15. Bf4 e516. Bg3 Da517. Hfdl exd4 18. cxd4 Dxd2 19. Hxd2 b5 20. Hbl a6 21. Bh4 Hd7 22. h3 Re5 23. Hddl Rc6 24. d5Re725. Rd4 Bb7 26. a4 h6 27. axb5 axb5 28. Rxb5 Ha2 29. Hbcl Ba6 Gleðitíðindifyrirskákunn- endur. Helgi Ólafsson, stór- meistari í skák, byrjar nú aftur að skrifa um skák fyrir Þjóð- viljann eftir nokkurra ára hlé. Skákþættir Helga í Þjóðviljan- um vöktu á sínum tíma mikla athygli og er blaðinu sérstök ánægja að fá hann aftur til starfa. i! abcdefgh Helgi - Ghinda (1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 0-0 8. Be3 Rc6 9. h4 e510. d5 Ra5 11. Bd3 c6 12. c4 b5 13. cxd5 cxb5 14. h5 Bb7 15. hxgó fxgó 16. Rh3 h6 17. Da4 Hc8 18. Hdl Hc3 19. 0-0 Rc4 20. Bxc4 kóngi sem er tiltölulega einfaldur tæknilegur vinningur þó hann eigi það til að vefjast fyrir jafnvel sterkustu skákmönnum.) 42. Re6 Be5 (Þvingað vegna hótunarinnar 43. Rc7+) 43. Rd8! Bxg2 44. b7+ Bxb7 45. axb7+ - og svartur gafst upp þar sem hann tapar biskupnum eftir 45. - Kb8 46. Rc6+ o.s.frv. Seinni umferð TR- Polyteknika Búkarest 2V2: 31/2 Rúmenar komu geysilega á- kveðnir til leiks í seinni umferð en hjá hverjum og einum okkar hinna virtist það hugarfar gilda að þetta yrði „ósköp hversdags- Iegur dagur á skrifstofunni“. Innan skamms voru flestir okkar komnir í sömu botnlausu erfið- leikana og í fyrri umferðinni að Karli undanskildum. Að vísu fengu Jóhann og Jón pappírana undirritaða tiltölulega fljótt en eftir sátu Guðmundur, Margeir Skák Karls var eina glætan hjá sveit TR. Andstæðingur hans hinn gamalreyndi Stanciu hefur teflt á fjölmörgum Ólympíu- mótum. Hann beitti frekar hæpnu afbrigði af Grúnfelds- vörninni, lagði mikið á stöðuna og upp kom staða þar sem spurt var um hvort miðborðspeð hvíts væru sterkari en frípeð svarts á drottningarvæng. Karl svaraði þeirri spurningu fyrir sitt leyti með því að splundra peðafylk- ingu svarts og að lokum skreið hvítt alla leið upp í borð. Athygl- isverð er staðan eftir 30. Rc7! sem margir héldu að væri af- leikur. Síðar kom í ljós að svo var ekki. Eftir 30. - Hxc7 31. d6 g5 32. Bg3 Hd7 33d. dxe7 Hxe7 34. Hd8+ Kh7 35. e5+ vinnur hvítur óumflýjanlega skiptamun og þar með skákina. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Stanciu Grunfeldsvörn: 1. d4Rf62. c4g63. Rc3d54. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 0-0 9. 0-0 Rc6 10. /30. Rc7g531. Bg3 Bb732. Re8f5 33. d6 f4 34. dxe7Hxc235. Rf6+ - Svartur gafst upp. Rúmenía fannst okkur for- vitnilegt, því land og þjóð var í sviðsljósinu um það leyti sem keppnin fór fram vegna heim- sóknar Gorbatsjofs Sovétleið- toga. Það er vart hægt að fá heil- lega mynd af þjðlífinu með svo stuttri heimsókn en glöggt er gestsaugað. Maður hefur víða þvælst um dagana og Rúmenía er eitt hið dapurlegasta land sem ég hef heimsótt. Það er staurblindur maður sem mælir þessum ósköpum bót. Mannleg samskipti eru með þeim hætti að það varðar við lög hafi almenningur einhver hin minnstu samskipti við útlend- inga. Búkarest er um margt falleg borg en heldur drungaleg þegar kvölda tekur. Stræti illa upplýst eða alls ekki. Það leyndi sér ekki að þarna bjó hnípin þjóð í vanda. Ég gat ekki betur séð en við vær- um með kátari mönnum t.d. í neðanjarðarlestum og vorum við þó í daufara lagi. Sjálfsupphafning Ceaueschu forseta Rúmeníu birtist með ýmsu móti. Út um borg og bý reisir hann sér minnisvarða s.s. eins og eina gríðarlega forseta- höll sem bráðnauðsynlegt þykir að koma upp ásamt feiknarlegum mannvirkjum undir hið opin- bera. Persónudýrkun er geysileg, bækur foringjans virtust vera aðal söluvaran í bókaverslunum og jafnvel skákblöð voru ekki undanþegin ávarpi foringjans glæsilega myndskreyttu. Gest- gjafar okkar voru hinsvegar hið prýðilegasta fólks sem reyndi að gera stutta dvöl sem ánægjuleg- asta. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júnf1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.