Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 17

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 17
Nafn vikunnar: er mer miKi styrkur Svanhildur Kaaber: Aukin hlutdeild kvenna í stjórn, róðum og nefndum KÍ mun hafa óhrif ó starfsemina Á þingi Kennarasambands Is- lands í vikunni var Svanhildur Ka- aber kjörin formaður félagsins en hún tók við af Valgeiri Gestssyni sem verið hefur formaðurfrá stofnun sambandsins 1980. Mjög mikill einhugur var á meðal kennara. Sigur Svanhildar er ótvíræður, hlutverk hennar stórt og nafn vikunnar þvi hennar. Svanhildurvarfyrst spurð að því hvort hún ætti skýringu á þessum mikla stuðningi sem hún hefur hlotið í formennskuna. „Skýringuna hef ég kannski ekki alveg. Ég veit hins vegar að skólamálaumræðan hefur verið kennurum mjög mikils virði. Það er náttúrlega ljóst að þegar KÍ hefur haft bolmagn til þess að hafa einhvern fast í starfi á því sviði þá hefur það starf vaxið mjög mikið og kennarar þekkja mig helst í gegnum það.“ Skólastefnan er árangur af þessu starfi? „Já. Ég vil bæta því við að það er mjög mikill styrkur fyrir mig að finna þennan stuðning úr öllum áttum og frá báðum skóla- stigum, grunnskólastiginu og framhaldsskólastiginu. “ Þú ert fyrsta konan sem gegnir þessu embætti og auk þess eru konur í fyrsta skipti í meirihluta í stjórn sambandsins sem og í ýms- um ráðum og nefndum. Kemur þetta til með að hafa áhrif á starf- ið framundan? „Áður en ég svara spurning- unni langar mig að minna á þá ánægjulegu staðreynd að kona var líka kosin formaður HÍK fyrir hálfum mánuði. Fjölgun kvenna í stjórn, nefnd- um og ráðum sambandsins kem- ur í beinu framhaldi af laga- breytingu sem var gerð á þinginu um það að hlutfall kynjanna á þessum sviðum skuli alltaf vera sem jafnast. Þessi lagabreyting er mikið til bóta þar sem konur eru í meiri hluta í sambandinu. Og mér þykir það alls ekki ólíklegt að fjölgun kvenna í stjórnarstörf- um komi til með að hafa áhrif. Það eru mörg mál innan sam- bandsins sem varða konur sér- staklega og ekki síst kjaramálin. Þess vegna er ég fegin að konur fái aðstöðu til þess að taka virkari þátt í því starfi. Það hefur lengi verið goðsögn að það sé fyrst og fremst hlutverk karlanna að ann- ast þessi mál. Ég fæ hins vegar ekki séð að svo ætti að vera nema síður sé. Konur eru oft nákvæm- ari og varkárari en karlar og ég held að þær hafi alla möguleika til þess að vinna það starf með stakri prýði.“ Skólastefnan var unnin af gras- rótinni. Fjöldavirknin við mótun hennar var mikil og flestir virðast sammála því að þá fjöldavirkni sem kennaraþingið einkenndist af megi að einhverju leyti rekja til þessa starfs. Munt þú sem for- maður leggja áherslu á vinnu- brögð sem þessi, þ.e.a.s. grasrót- arstarf og fjöldavirkni? „Ég hef mikinn áhuga á því að virkja sem flesta í starfinu. Ég lít til þess með bjartsýni vegna þess að á síðasta þingi var samþykkt á fjárhagsáætlun að auka fjár- magnshlut svæðafélaganna. Þau fá úr meiru að spila þannig að þau hafa aukna möguleika á því að byggja upp starfið. Þau geta jafnvel átt möguleika á því að ráða starfsmann í hlutastarf en fram til þessa er Kennarafélag Reykjavíkur eina félagið sem hefur haft ráð á því að hafa starfs- mann. Þau vinnubrögð sem við til- einkuðum okkur við mótun skólastefnunnar hafa reynst vel og það hefur verið mjög auðvelt að fá fólk til starfa. Þetta eru að mörgu leyti seinvirk vinnubrögð en þau skila sér.“ Éru einhverjar hugmyndir í skólastefnunni sem eru á skjön við gildandi grunnskólalög? „Nei, hún er frekar samin í anda þeirra laga. Hugmyndirnar eru hins vegar mikið á skjön við frumvarp til nýrra grunnskóla- laga. Drögin að því frumvarpi viljum við láta endurskoða frá grunni og við viljum fá að vera með í þeirri endurskoðun og taka þar mið af okkar stefnu. í þessari skólastefnu eru gerð- ar miklar kröfur, bæði til kennara og yfirvalda menntamála. í stefn- unni er t.d. lögð mikil áhersla á samstarf við foreldra, það er lögð áhersla á 9 ára skólaskyldu, leng- ingu skólatíma og samfelldan skóladag. í stefnunni er líka lögð fram hugmynd um það að ef nem- endur sem geta ekki af ein- hverjum ástæðum lokið námi á 9 árum fái möguleika á því að dreifa náminu á 10 ár. Við lýsum jafnframt andstöðu okkar við samræmdu prófin sem leið til þess að meta starf í grunnskóla. Þá leggjum við mikla áherslu á að sjálfstæði skólanna, bæði hvað varðar innra starf og ráðstöfun fjármuna verði aukið. Og við leggjum áherslu á að rekstur skólanna verði fjármagnaður að öllu leyti af ríkissjóði." Hafið þið trú á því að tillit verði tekið til skólastefnunnar áður en gengið verður endanlega frá nýja grunnskólafrumvarpinu? „Ég verð að vona að yfirvöld menntamála beri gæfu til þess að leita til okkar. Þetta er fram- tíðarstefna mörkuð af bjartsýni og við munum vinna fast að því að hún nái fram að ganga,“ sagði Svanhildur að lokum. -K.Ól. LEIÐARI Að meta tíðindi Það hefur ekki farið fram hjá lesendum blaða undanfarnar vikur og mánuði, að athygli fjöl- miðla hefur beinst í mjög ríkum mæli að Sovét- ríkjunum. Að glasnost og perestrojku, opnari umræðu og umbótum í efnahagslífi, sem Mik- hail Gorbatsjof, aðalritari Kommúnista- flokksins, hefur beitt sér fyrir. Nú er það ekki nýtt að blöð einhendi sér á einhvern hluta heims rétt eins og engar fréttir geti gerst nema þar. Það er nú einu sinni eitt lögmál fjölmiðlunar á okkar dögum að lesend- um er varla treyst til þess að hafa hugann við nema eins og tvær borgir heimsins í senn: það- an kemur sú frétt sem selst þann daginn, þá vikuna. En þegar rætt er um breytingarnar í Sovétríkjunum, þá er óneitanlega miklu meira I húfi, þar er spurt um hluti sem ekki hverfa af dagskrá skjótt fyrir öðrum uppákomum. Það einkennir viðbrögð bæði í Sovétríkjunum sjálfum og svo út um heim við þeim umskiptum sem þar í landi hafa orðið með nýrri pólitískri forystu, að menn eru eins og hissa. Dálítið gátt- aðir. Það bjóst enginn við þessu. Það bjóst eng- jnn við því að Stalínmál yrðu tekin upp aftur, að bornar yrðu fram kröfur um sagnfræðilegan heiðarleika í túlkun byltingarsögu og upphafs hins sovéska skeiðs, að handrit sem áður þóttu best brennd risu úr öskustónni. Það bjóst eng- inn við því heldur að slátrað yrði ýmsum heil- ögum kúm hins sovéska kerfis eins og þeirri kenningu að í stórum dráttum væri búið að leysa öll helstu vandamál samfélagsins og að allir sem því andmæltu væru annaðhvort van- þroskaðir eða hefðu hlustað yfir sig á erlendar og skaðlegar útvarpsstöðvar. En um leið og þeir sem lengi hafa fylgst með Sovétríkjunum viðurkenna að þar hafi orðið meiri breytingar en þeir áttu von á- sérstaklega að því er varðar grundvallaratriði eins og af- stöðu til ágreinings og hagsmunaárekstra, þá játa þeir í sameiningu vanmátt sinn gagnvart því verkefni að lesa úr því, hvað þetta boðar. Verður unnt að finna í Sovétríkjunum leið til að sameina það sem skást er í því samfélagi (visst félags- legt öryggi, allsterk áhersla á hefðbundna menningarstarfsemi) og svo þá frelsiskröfu sem lengi hefurverið niðurbæld? Sem þýddi þá að sú einokun valdsins, sem hefur verið kjarni máls í framgöngu Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, en um leið komið í veg fyrir að barn yrði úr brókardrögum sósíalisma þar í landi, yrði hrakin á flótta. Við sáum á dögunum sjónvarpsþátt sem tengdur var tvítugsafmæli Bítlaplötu - en sá þáttur hafði þá góðu kosti að horft var fordóma- laust og með skemmtilegri forvitni til þess hvað var að gerast með yngri kynslóðinni í okkar hluta heims í þá daga. Talað var um árið 1967 þegar hipparnir, blómabörnin, sögðu skilið við það sem foreldrum þeirra þótti eftirsóknarverð- ast - og mótmæltu hermennsku og Vietnam- stríði í leiðinni. Ári síðar hafði sú ólga sem þar var á ferð skapað byltingarástand bæði í París og Prag - og það sem sameinaði þá strauma sem að verki voru í ólíkum samfélögum var viðurkenningin á því, að sósíalismi og lýðræði væru hjú sem gætu illa hvort án annars verið. Þær vonir sem þá risu rættust ekki, því miður. Og það sem hefur verið að gerast í Sov- étríkjunum að undanförnu er ekki nóg til þess að blása í lúðra og boða það fagnaðarerindi að loksins sé að finnast leið til að sameina frelsið og sósíalismann í ástum samlyndra hjóna. En eitt er víst: Ný tíðindi úr Sovétríkjunum minna að minnsta kosti á það, að heimurinn er ekki eins hundleiðinlega óbreytanlegur og hann virðist lengst af vera. Og svo á það, að einmitt þessi vitneskja og áminning um breytanleika minnir okkur sífellt á það, að margt er ógert og þó mögulegt í þeirri viðleitni að bæta lýðræðið með sósíalisma og sósíalisma með lýðræði. -ób Sunnudagur 7. júnf 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.