Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 19

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Page 19
Jörðin er flöt og bœnin gagnslaus Afbók um menn sem höfðu hinar undarlegustu skoðanir Til er bresk bók, sem margir munu vafalaust hafa ánægju af aö blaða í, og fjallar um sérvitr- inga og þeirra furðulegu skoðanir og það merkilega kapp sem þeir lögðu á það að sanna mál sitt. Hún heitir „Eccentric lives and peculiar notions" og höfundur er John Mitchell. Dag nokkum, segir í umsögn um bók þessa sem hér verður vitnað til, var maður að nafni Ro- bert Blatchford að boða guðleysi á hinu fræga „horni“ í Hyde Park. Einhver náungi var sífellt að and- mæla honum og Blatchford skoraði á þann hinn sama að sanna tilveru guðs á stundinni. Herra minn, sagði framígrípand- inn, ég efast um yðar tilveru. Gjörið svo vel að sanna mér að þér séuð til. Þetta kom svo flatt upp á Blatchford, að hann steig ofan af sínum kassa og yfirgaf svæðið. Ljósmynd af laki Þessi ræðutruflari hét Mulgra- ve og hafði áður verið prestur. Hann var eindreginn baráttu- maður fyrir þeirri kenningu að jörðin væri flöt og starfaði með lafði Blount að útgáfu tímarits, sem kallað var Jörðin - helsti boðskapur þess var að kveða í kútinn “ballarsinna" eða þá sem tóku það gott og gilt að jörðin væri hnöttur. Árið 1905 gerði frú þessi til- raun sem „sannaði“ að jörðin væri flöt. Vettvangur tilraunar- innar var langur og þráðbeinn skipaskurður. Um fimm metra langt lak var hengt af brú og náði til yfirborðs vatnsins í skurðinum og síðan var tekin mynd af lakinu með myndavél sem var stillt tveim fetum yfir vatnsborðið í sex mflna fjarlægð. Samkvæmt kenningu ballar- sinna átti neðri endi laksins að hverfa undir sjónmál. En ljós- myndin sýndi ekki aðeins allt lak- ið heldur og endurspeglun þess í vatni. Þar með var fengin hin merkasta og ótvíræðasta sönnun fyrir því að jörðin er í reyndinni flöt. Til voru þó enn róttækari menn eins og dr. Cyrus Teed, sem var ekki aðeins harður andstæðingur hnattarsinna heldur og flatköku- sinna. Hann taldi að við byggjum ekki utan á hnetti heldur innan í honum. Og sannaði það að sjálf- sögðu með ótvíræðum hætti. Bænin og kóngarnir í þessari bók, sem kom út hjá forlaginu Thames and Hudson, kennir margra grasa. Þar er að sjálfsögðu margt sagt frá þeim sem hafa leitað að höfundi leikrita Shakespeares (en ótrú- legur fjöldi manna hefur aldrei trúað því að sá leikaraaumingi hafi samið verkin sem við hann eru kennd). Þarna er greint til dæmis frá mönnum sem hafa bor- ið fram merkar kenningar um réttlæti, eins og til dæmis Galton sá, sem vildi leiðrétta refsikerfið. Hann sagði, að úr því að menn væru misjafnlega næmir, þá ættu dómarar að dæma fólk til refsinga eftir því sem hann kallaði „þján- ingareiningar“. Sá sem næmari er fær þá miklu vægari dóm fyrir af- brot en þykkskinnungur. Galton þessi gerði og merki- lega úttekt á mætti bænarinnar. Hann sagði sem svo: Ekki er jafn mikið og heitt beðið fyrir lífi og heilsu neinna manna og kónga. Samt kemur það á daginn að kóngar lifa skemur í raun en aðrir þeir sem búa við góð efni. Af því leiðir að máttur bænarinnar er enginn - eða verra en það! áb tók saman. Einnota buxnableyjur MEÐ LIMBORÐA SEM AUÐVELT ER AÐ LOSA OG FESTA AFTUR. Rakaheldnar og meö mjúkan teygjukant. Falla vel aö barninu. HAGSTÆTT VERÐ. LIBERO MINI: Fyrir börn sem eru 3-5 kg. 44 stk. LIBERO SUPER: Fyrir börn sem eru 4-10 kg. 36 stk. LIBERO MAXI: Fyrir börn sem eru 9-18 kg. 30 stk. KAUPSELSF. LAUGAVEGI 25 SÍMAR: 27770 OG 27740 VATO glörðu svo vel Hvort sem þú ætlar að veita vatni um lengri eða skemmri veg er varla til auðveldari og ódýrari leið en gegnum rörin frá Reykjalundi. Rörin frá Reykjalundi eru viðurkennd fyrir gæði og auðvelda meðferð. Flestar stærðir vatnsröra, kapalröra, frárennslisröra og hitaþolinna röra eru jafnan til á lager og með tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að afgreiða sverari rör. Sérstök áhersla er lögð á mikla og góða þjónustu. Rörin frá Reykjalundi - rör sem duga. REYKJALUNDUR Söludeild • Sími 666200

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.