Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 4
RETT HUGARFAR BETRA EN RÓTTÆKAR BREYTINGAR Þeir íslenskir knattspymuáhugamenn sem muna 23. ágúst dagur hefur verið nefndur sá svartasti í íslenskri knattspyrnu 1967 á annað borð gleyma þeim degi seint - þó sú minning frá upphafi. sé ein af þeim sem flestir þeirra eru ófúsir til að rifja upp. Sá Þann dag hlupu íslenskir lands- liðsmenn inná Idrætsparken í Kaupmannahöfn, stoltir og von- góðir um að ná nú loksins að vel- gja Dönum ærlega undir uggum. Bjartsýnin var mikil, margir töldu að nú ætti ísland loksins möguleika á að leggja erkióvin- inn að velli. Þegar flautað var til leiksloka gengu íslensku landsliðsmennirn- ir sneyptir til búningsklefanna og landar þeirra meðal áhorfenda læddust með veggjum og leyndu þjóðerni sínu af bestu getu. ís- Íand hafði beðið sitt versta afhroð á knattspyrnusviðinu fyrr eða síð- ar, Danir höfðu sigrað 14-2. Nú, réttum 20 árum síðar, hef- ur íslensk knattspyrna beðið álíka álitshnekki. Þann 3. júní sl. átti að velgja Austur-Þjóðverjum undir uggum í Evrópukeppni landsliða - margir horfðu bjart- sýnir til fyrsta sigurs íslands í keppninni og tíu þúsundir mættu á Laugardalsvöllinn til að geta borið vitni um hann. Víst var klappað í leikslok. En ekki á þann veg sem vonast hafði verið eftir. Austur-Þjóðverjum og Andreasi Thom var fagnað af mörgum áhorfendum fyrir sína frækilegu frammistöðu. Þá voru þegar fjölmargir horfnir á braut, margir prísuðu sig sæla fyrir að hafa misst af tveimur síðustu mörkunum og losnað við að horfa uppá enn frekari niðurlæg- ingu íslenska liðsins en orðið var. Ósigurinn, 6-0, er sá stærsti sem ísland hefur beðið í Evrópu- keppni landsliða frá upphafi, heima og heiman, og stærsta tap á heimavelli í landsleikjasögu ís- lands, ásamt 0-6 tapi fyrir Olym- píuliði Breta árið 1963. Jafnframt versti ósigur íslands í landsleik frá árinu 1973. Aldrei fleiri og betri leikmenn Undanfarin misseri hefur ríkt vaxandi bjartsýni um gengi ís- lenska landsliðsins. Knattspyrn- uforystan, almennir knattspyrnu- áhugamenn og landsliðsmenn hafa deilt þeirri bjartsýni, og hún var að mörgu leyti á rökum reist. Aldrei fyrr höfum við átt jafn öfl- ugan hóp atvinnumanna á er- lendri grundu sem hafa knatt- spyrnuna að lifibrauði sínu og leika margir gegn þeim bestu í álfunni vikulega mest allt árið. Is- land hefur átt annan markahæsta leikmann vestur-þýsku Bundesl- igunnar, besta leikmann sömu deildar, markakóng og besta leikmann belgísku 1. deildarinn- ar, markakóng hjá sterku félagi í Bundesligunni - og meira til. Þeir sem unnu til ofantalinna veg- semda hafa allir skipað landsliðið að undanförnu og voru allir mættir til leiks gegn Austur- Þjóðverjum þann 3. júní. En það er ekki nóg að eiga marga snjalla leikmenn. Þeir þurfa að vinna saman sem eitt lið inni á vellinum og mætá til leiks með réttu hugarfari. Þetta hefur tekist bærilega í flestum lands- leikjum undanfarin misseri, og Úttektólandsliðinu eftirVíðiSigurðsson sjaldan betur en gegn Frökkum og Sovétmönnum á Laugardals- vellinum síðasta haust. Þá máttu báðar þessar stórþjóðir sætta sig við eitt stig. Hugarfarið var ekki réft Hvers vegna hrundi þá liðið sem hafði náð þeim árangri ger- samlega saman gegn Austur- Þjóðverjum, sem eiga að standa hinum tveimur að baki hvað getu snertir? Ég ræddi þetta við einn landsliðsmannanna nokkrum dögum eftir landsleikinn og orð hans urðu mér minnisstæð: „Það var góður andi í hópnum og stemmningin mikil eins og alltaf þegar við hittumst fyrir landsleiki. En þegar við gengum inná völlinn var rétt hugarfar ekki til staðar. Gegn Frökkum og Sovétmönnum höfðum við verið staðráðnir í að berjast og gefa allt okkar í leikina. Nú var eins og allir væru öruggir með sig, búnir að vinna leikinn fyrirfram!" Og það kom á daginn að ís- lenskt knattspyrnulandslið getur ekki leyft sér að ganga þannig til leiks. Eldmóðinn og baráttuand- ann vantaði gersamlega, eftir nokkrar mínútur fékk ég það á tilfinninguna að það yrði vel sloppið ef staðan væri enn 0-0 eftir korter. Og fyrsta reiðarslag- ið dundi yfir þegar 14 mínútur voru liðnar, Austur-Þjóðverjar tóku forystuna. Annað mark fyrir hlé, en það hefði ekki endi- lega þurft að gera útum leikinn. Möguleikar íslands voru enn fyrir hendi, strákarnir sýndu lit og hvað hefði gerst ef Ómar Torfason hefði skorað úr dauða- færinu í lok fyrri hálfleiks og Pét- ur Pétursson úr vítaspyrnunni í upphafi þess síðari? I staðinn skoruðu Austur-Þjóðverjar sitt þriðja mark og þar með voru úr- slitin ráðin 40 mínútum fyrir leikslok. Úrslit knattspyrnuleikja ráðast oft af keðju tilviljana, og í þessu tilviki var gæfan okkur ekki hlið- holl. En íslenska liðið hafði grafið sér sína eigin gröf með kæruleysislegri byrjun. Kraftur og barátta í byrjun leiks með góð- um undirtektum áhorfenda hefðu hæglega getað brotið Austur-Þjóðverja á bak aftur og komið í veg fyrir að þeir næðu nokkru sinni nægilegum tökum á leiknum. Leikmenn bera þyngsta óbyrgð Það er ljóst að leikmennirnir sjálfir bera þyngstu ábyrgðina af hvernig fór. Sigfried Held lands- liðsþjálfari hefði reyndar átt að eiga möguleika á að breyta hug- arfari þeirra með vel völdum orð- um rétt áður en leikurinn hófst, og í því liggur hluti af hans ábyrgð. En hvað með sjálft leikskipu- lagið? Held hefur breytt leikstíl landsliðsins mikið síðan hann tók við stjórninni. Breska knatt- spyrnan með löngum hreinsun- um og hlaupum hefur vikið fyrir rólegri og markvissri uppbygg- ingu, og að þessu leyti tel ég að Held hafi gert rétt. Það hefur sýnt sig fyrr í keppninni að á þennan hátt á ísland meiri möguleika en áður á að knýja fram hagstæð úr- Guðmundur Torfason fagnar eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Is- landsmótsins í knattspyrnu í fyrra. Auk þess hampaði hann markakóngstitlin- um. Hann hefur ekki einu sinni komist í landsliðshóp Sigga Held. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.