Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 2
FLOS!
\iku
skammtur
- La Revolution dévore ses enfants, sagöi sá
vísi maður Pierre Vergniaud einhvern tíma um
miðja átjándu öld og er það nú enn einu sinni
orðið deginum Ijósara, hve sannspár Pétur
þessi var. Það er óvefengjanleg staðreynd að
byltingin hefur löngum étið börnin sín og nú
síðast sjálf smokkabyltingin.
Það er forsaga þessa máls að í vetur reið
mikil smokkabylting yfir land og þjóð með þeim
afleiðingum að smokkurinn náði völdum á (s-
landi og eru nú venjuleg samskipti fólks í
landinu háð því að smokkurinn sé jafnan til taks.
Hann er orðinn stóri bróðir eftir byltinguna.
Smokkabyltingin gekk ekki hljóðalaust fyrir
sig. Líkt og í stúdentabyltingunni 1968 riðuðu
stærstu menntastofnanir þjóðarinnar til falls í
vetur, vegna ástríðuofsa menntamanna og
kvenna sem kröfðust þess að smokkurinn hlyti
verðugan sess á réttum stað og stundu. Stór
plaköt voru prentuð í eðlilegum litum með
myndum af bestu sonum og dætrum þjóðarinn-
ar og allir með smokk - að vísu ekki á réttum
stað, enda stóð það aldrei til. Þetta var eiginlega
frekar hugsað sem auglýsingaherferð en klám-
myndasafn.
Myndir voru af ráðherrum og ráðherrafrúm,
athafnamönnum og andans mönnum - og kon-
um, biskupum, prestum og prelátum, fegurðar-
drottningum, lærdómsmönnum, já öllu fræg-
asta og besta fólki þjóðarinnar og allir með
smokk. Sumir með útblásinn smokk, aðrir með
smokk í eyrunum eða þá á hverjum fingri. Á
af skít
sumum lafði smokkur útúr nefinu og stundum úr
báðum nösum. Ein þekktasta konan í íslensk-
um stjórnmálum hafði, fyrir myndasmiðinn, gert
sér hálsfesti úr smokkum og kunnur skólamað-
ur setti þetta gúmmíapparat fyrir vinstra auga,
líkt og væri hann með einglyrni og lafði það sem
máli skiptir af verjunni niðurá kinn.
Allt var þetta auðvitað gott og blessað og vel
til þess fallið að vekja athygli á notagildi smokka
yfirleitt og þeirri staðreynd að smokkar eru til
fleiri hluta nytsamlegir en akkúrat þess sem
ekki má nefna.
Smokkabyltingin varð til þess að menn fóru
að eygja fjölnotagildi verjunnar og virðist nú svo
komið að varla sé til það viðvik í daglegri önn að
smokkurinn geti þar ekki komið að nokkrum
notum, oftast til góðs en stundum hið gagn-
stæða eins og gerist og gengur.
Ég sagði áðan að smokkabyltingin hefði étið
börnin sín og þarf víst ekki vitnanna við. Um
hvítasunnuhelgina var semsagt þrem mönnum
stungið í svartholið vegna þess að einn þeirra
hafði étið sextíu smokka, fulla af einhverju góð-
gæti sem nefnt hefur verið hassolía.
Mér skilst að þessi hassolía sé vinsæll
neysluvarningur hér á landi, fluttur hingað í iðr-
um manna í framangreindum umbúðum og los-
aður úr saurveginum þegar heim er kornið. Til
að flýta fyrir losuninni kváðu vera notaðar
sveskjur eða laxerolía.
Skemmtilegur innflutningsmáti.
Þeir sem stunda þetta töfrandi transport eru
af athafnamönnum á eiturinnflutningssviðinu
kallaðir „gámar“ og þegar einhver slíkur hefur
komist til landsins belgfullur af skít, óþverra og
eitri komast hasshausar samtíðarinnar þannig
að orði að „gámurinn “ sé kominn.
Síðan er gámurinn losaður úr maga, görnum
og þörmum útúr saurveginum þar sem móttak-
endur taka við kræsingunum og því sem þeim
fylgir. Síðan veiða þeir góðgætið uppúr kamrin-
um til að gæða börnum og unglingum á því, en
þau drekka það, reykja eða taka í æð í góðra
vina hópi á glaðri stund.
Hér er komin skýringin á því, hvers vegna
hass er jafnframt kallað „skítur".
Það er vafalaust heillandi og eftirsóknarvert
að vera athafnamaður á þessu sviði, innflytj-
andi og dreifingaraðili.
Fyrirgefið, góðir hálsar, ef ykkur finnst ég
ganga of langt á prenti, en allt er nú þetta athæfi
líka pínulítið gróft.
Satt að segja finnst mér þessi frumlegu inn-
flutningsumsvif, þegar öllu er á botninn hvolft,
ekki geðfelldari en þetta.
Getið þið-góðir hálsar- hugsað ykkur virðu-
legan sextugan lögfræðing og annan þrítugan í
blóma lífsins útá Hótel Loftleiðum með sveskjur
í poka til að flýta fyrir niðurgangi englendings
sem belgfullur er af smokkum, úttroðnum af
sérhönnuðu eitri til að sturla börn og unglinga?
Getið þið - góðir hálsar - hugsað ykkur hina
Ijúfu gleði innflytjendanna þegar gusan kemur
og hægt er að fara að veiða góðgætið uppúr
gúmmolaðinu til að dreifa því meðal barna og
unglinga?
Sannarlega glaðningur fyrir hið unga ísland.
Ég held að ég verði hér að slá botninn í þess-
ar hugleiðingar, því satt best að segja er ég ekki
lengur í góðu skapi.
Kannske er þetta heldur ekki neinn brandari.
Jón Baldvin
í bobba
Jón Baldvin Hannibals-
son - sem eitt sinn steig á
stokk og strengdi þess heit að
sameina jafnaðarmenn á ís-
landi - hamast nú við að
mynda ríkisstjórn með Þor-
steini Pálssyni og
Steingrími Hermannssyni.
Jóni sækist verkið vel, enda
vinstra megin við miðju, og
má búast við að formlega
verði tilkynnt um nýja ríkis-
stjórn nú í vikunni.
Hannibalsson stendur hins
vegar frammi fyrir því að fái
hann ekki forsætisráðuneytið
muni kratar verða áhrifalitlir í
stjórninni og hann þurfi þá að
éta oní sig öll stóru orðin. Þor-
steinn vill líka verða forsætis-
ráðherra, enda er það eina
leiðin til að hann verði ekki
sviptur kjól og kalli á næsta
landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins. Steingrímur telur sig að
sjálfsögðu sjálfkjörinn í djobb-
ið, þótt hann gæti hugsanlega
sæst á að verða utanríkisráð-
herra.
Það eru því nokkrir kallaðir
en einungis einn útvalinn. Og
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Jón væntir að sjálfsögðu
verðlauna fyrir að framlengja
líf fráfarandi ríkisstjórnar með
því að nota Alþýðuflokkinn
sem hjálpardekk.
Maðurinn sem fór í skóla til
að læra að verða forsætisráð-
herra þarf því að halda vel á
spilunum...B
Eiður vill
í ráðuneyti
Meira af krataraunum. Varla
er hægt að búast við því að
Alþýðuflokkurinn fái nema
þrjá ráðherra í Jónínu/Steinu/
Steingrímu. Og þar stendur
Jón Baldvin frammi fyrir erf-
iðu verkefni. Sjálfur verður
hann vitaskuld ráðherra og
vísast Jóhanna Sigurðar-
dóttir líka. Jón Sigurðsson,
sem átti að vera stóra trompið
í kosningabaráttunni, en fór
langt með að hafa þingsætið
af formanninum, ernáttúrlega
kandídat líka, samkævmt
kokkabókum Jóns Baldvins.
Það gengur hins vegar varla
að hafa þrjá ráðherra úr
Reykjavík. Nægar eru samt
dreifbýlisraunir Alþýðuflok-
ksins. Þar að auki þykir mörg-
um sjálfsagt að Kjartan Jó-
hannsson, sem Jón felldi í
formannskjöri hér um árið,
verði ráðherra, enda nýtur
hann almennrar virðingar.
Síðan þykir Eiði Guðnasyni
að hann sjálfur eigi að verða
ráðherra og lítur helst til
menntamálanna.
Líkleg niðurstaða er sú að
fyrrverandi forstjóri Þjóð-
hagsstofnunarverði óbreyttur
maður í liði Jóns Baldvins og
er þá orðið álitamál hvort
hann kann formanninum nok-
krar þakkir fyrir að teyma sig
út í pólitík.B
Gleðitíðindi
af skáldaþingi
Gyrðir Elíasson, sem að
margra dómi er eitt besta
skáld okkar af yngri kynslóð-
inni, hefur verið afkastamikill
síðustu árin. Á þremur árum
gaf hann út fimm Ijóðabækur
og í haust má vænta frá hans
hendi fyrstu skáldsögunnar.
Það er Mál og menning sem
gefur þá bók út, en jafnframt
safnbók sem samanstendur
af þremur Ijóðabókum Gyrðis
sem komu út í litlum upp-
lögum og var ekki dreift víða.
Þetta eru bækurnar Svarthvít
axlabönd, Bakvið maríugl-
erið og Blindfugl/Svartflug.
Að auki mun Gyrðir hafa unn-
ið að þýðingum upp á síðkast-
ið, þótt ekki sé vitað um út-
gáfu. En Ijóða- og bók-
menntaunnendur geta hugs-
að gott til glóðarinnar í haust
þegar bækurnar tvær koma
út.
Ilona er þekkt dirfðarfrauka
þar í landi og hefur fram að
þessu haft lífsviðurværi sitt af
því að gera hitt og þetta fá-
klædd frammi fyrir myndavél-
um eða áhorfendaskörum.
Kosningabarátta frökenar-
innar hefur borið nokkurn
keim af þessu lifibrauði henn-
ar því hún hefur trekk í trekk
flett sig klæðum á fundum
með almenningi sem látið
hefur sér vel líka tiltækið. Hitt
er svo annað mál hvort kjós-
endum þykir fýsilegt að llona
taki sæti á þingi ■