Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.06.1987, Blaðsíða 20
POPPSÍÐA EKKI Popp og stjórnmál eru hlutir sem margir telja aö geti ekki átt margt sameiginlegt. Annaö er al- varlegt og oft óskiljanlegt venju- legu fólki á meöan hitt er hluti þess sem nefnt hefur verið ingu; frægastur þeirra er þó án vafa John Lennon. Barátta hans fyrir friði vakti heimsathygli og það er í raun illkvittni örlaganna að þessi maður sem svo framar- lega stóð fyrir auknum skilningi einhvers stærsta átaks til hjálpar nauðstöddum á 20. öldinni. í Bandaríkjunum sáu þarlendir tónlistarmenn að bændur áttu í stórfelldum vandræðum sem minntu á ástandið fyrir og eftir heimskreppuna og tóku sig til og héldu Farm-Aid þeim til stuðn- ings. Undir áhrifum frá „Byko“ eftir Peter Gabríel kom Little Steven ásamt félögum frá Bret- landi og Bandaríkjunum af stað „Sun-City“ til að koma í veg fyrir að s.-afríski minnihlutinn hvíti fái að sjá þá tónlistarmenn sem þeir vilja með því að setja þá í tónlist- arbann. Popparar styðja Verkamanna- flokkinn Það nýjasta er síðan Red We- dge í Bretlandi. Það er hópur tón- listarmanna sem stutt hefur Verkamannaflokkinn bæði kosn- ingarnar nú og áður. Það er reyndar einkenni allra þessara hreyfinga í Bretlandi að þær eru til vinstri í stjórnmálum og skyldi því engan undra að íhaldsflokk- urinn hefur í langan tíma haft sýnu minna fylgi meðal yngra fólks heldur en þess eldra. Það eru þó ekki eingöngu Verka- mannaflokkurinn sem nýtur góðs af, því nú í sumar eru haldnar útihátíðir þar sem fram koma flestar helstu hljómsveitir Breta og styðja við bakið á t.d. friðar- hreyfingum. Það er því ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að popp er í dag orðið annað og meira heldur en markaðsvara fyrir ungt fólk. Meir að segja „Átján rauðar rósir“ sleppur ekki undan stimplinum. Þó er sorglegt til þess að vita að stofnun eins og B.B.C. sem vill láta líta út fyrir það að hún sé hlutlaus skuli banna lag sem „Blow Monkeys“ og Kurtis Mayfield gáfu út í sam- einingu vegna þess að það var of mikið á móti Thatcher. Finnst líklega mörgum undarlegt að þau lög sem gátu talist flytja einhvern boðskap skyldu ekki líka vera bönnuð. Yelló að að fatast flugið Það eru ekki margar hljómsveitir frá meginlandi Evrópu sem geta státað af þeim orðstír sem svissneska hljómsveitin Yello hefur. Síðasta breiðskífa sveitar- innar „Stella” aflaði hljóm- sveitinni talsvert stórs aðdáend- ahóps hér á landi og nú geta ís- lenskir plötukaupendur náð sér í eintak af nýjustu afurð sveitarinn- ar „One Second”. íslandsvinirnir í Clash hafa lagt sín lóð á vogarskálar baráttunnar gegn kynþáttafordómum. skemmtanaiðnaður. Það að þetta tvennt tengist er þó vel þekkt fyrirbaeri og það á kannski vel við nú 20 árum eftir að fræg- asta plata allra tíma „Sgt. Pepp- ers Lonly Heart Clubs Band“ kom út. Það var nefnilega á þeim tíma sem popptónlist og popp- tónlistarmenn fóru að láta sig stjórnmál einhverju skipta. Mikil- vægasta undirstaðan á þessum aukna áhuga var að sjálfsögðu Vietnam stríðið, en hlutskipti svartra og annarra þeirra sem minna mega sín hefur alltaf stað- ið nærri hjarta popptónlistar- manna. Á árunum 1967 voru margir sem tóku þátt í þessari nýju vakn- manna og friði skyldi falla fyrir hendi morðingja. En þeir voru fleiri sem stóðu í þessari baráttu. Meðal þeirra var starfsbróðir og lengi félagi Lennons úr Bítlun- um, George Harrison. Hann stóð fyrir tónleikum til styrktar nauðstöddum í Bangladesh og gekk vel að safna fé. Svo illa vildi til að ýmis vandkvæði reyndust á því að féð kæmist til hinna nauðstöddu (skattar o.fl.) og svo fór á endanum að ekkert af fénu komst á áfangastað. Það er þó ekki fyrr en á þessum áratug sem veruleg áhrif og stór atburðir eiga sér stað. Pönkið afrekaði það nefnilega meðal annars að setja slíkar samkundur í tímabundið stopp þar sem allt slíkt þótti held- ur hippalegt. John Lennon og Yoko Ono-frægustu frið arpopparar allra tíma írúminufræga. Afríka breyti miklu Það sem pönkið skilaði meðal annars til poppsins voru áhrif afrískrar tónlistar og þó einkum þeirrar sem ættuð var frá Jamacia -Reagge-tónlistin. The Clash var þar í fararbroddi og þetta leiddi til þess að pólitísk virkni fór aftur að komast í sviðsljósið er hinn skammlífa Rock against Racism (rokk gegn kynþáttafordómum) hreyfing fór á stað. Þetta varð síðan smátt og smátt að neistan- um sem kveikti bálið. Eftir að fréttir fóru að berast frá Afríku um gífurlega hungursneyð sem herjaði á álfuna tóku nokkrir breskir tónlistarmenn sig saman og hljóðrituðu lagið sem gefið var út undir nafninu Band-Aid. Það sem eftir fylgdi er nú orðið að sögu. Viðbrögðin voru stórkost- leg og Live-Aid var hápunktur EINNAF OKKUR Popparar gerast pólitískari Einstök lœkning Kapparnir í Cure láta ekki deigan síga. Ný hörkugóð plata. Hljómsveitin Cure hefur nú ný- lega sent frá sér nýja tvöfalda breiðskífu og nefnist gripurinn „Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me”. Hér er um að ræða fyrsta nýja efnið sem Cure sendir frá sér síð- an platan „Head on the Door” kom út, þrátt fyrir að hið frábæra smáskífusafn „Standing on the PLÖTUDÓMUR Beach” hafi stytt biðina (það besta fyrir utan að eiga allt safnið eins og einn gagnrýnandi kallaði „Standing on the Beach”). Miðað við gæði „Head on the Door” mátti búast við miklu frá Cure og það varð ekki til að minnka eftirvæntinguna er frétt- ist að þessi nýja plata ætti að vera tvöföld. Tvöfaldar plötur eru alltaf ákveðin áhætta því þær eru ekki aðeins dýrari en aðrar plötur heldur er líka viss hætta á því að gæði þess efnis sem fer á plötuna séu ekki jafn mikil þar sem auðveldara er að koma efni fyrir á svo stórri plötu. Með öðrum orðum, magn vill oft verða meira en gæði. Að þessum formála loknum er best að koma sér að efninu. Með „Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me” hef- ur Cure tekist frábærlega vel upp og er hér um að ræða enn eina sönnun þess að Cure hefur hæl- ana þar sem flestir aðrir hafa tærnar. Finna má á plötunni næstum allar tegundir tónlistar sem Cure hefur fengist við á undanförnum árum. Allt frá glettilega léttum og grípandi Iögum í stíl við „Close to Me” til hráleika í stfl við eldra efni Cure. Þetta er plata sem óhætt er að mæla með við hvern sem er og batnar við hverja hlust- un. Þessi plata er að mínu áliti með því albesta sem komið hefur út á árinu og væri óskandi að allt það sem lofi er hlaðið gæti staðið jafnvel undir því og þessi nýjasta afurð Cure gerir. Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir að ég geti sagt að þetta sé plata ársins og það er að hún er tvöföld. Það tel ég að geri hana of langa og reyndar líka of dýra, a.m.k. fyrir stóran hóp íslenskra plötu- kaupenda. PLÖTUDÓMUR Þessi nýja breiðskífa er nokk- uð beint framhald þess sem sveitin var að gera á sinni síðustu skífu. Þó er þessi nýja skífa held- ur þyngri en Stella og verð ég að segja að þar sé frekar um ókost að ræða en hitt. Ekkert eitt lag- anna á plötunni virðist standa upp úr og svo virðist sem þeim hafi heldur fatast flugið frá því sem áður var. Ekki svo að skilja að þessi plata sé ekki ýmsum kostum búin. Ég held þó að ekki sé laust við að nokkurs hug- myndaþrots sé farið að gæta og ef Yello ætla sér að halda áfram á sömu braut verður þess ekki langt að bíða að flestir láti sér það í léttu rúmi liggja hvort hljóm- sveitin er lífs eða liðin. Lokadóm- ur minn er því sá að hér sé um eigulegan grip fyrir aðdáendur Yello að ræða en tel vafasamt að platan eigi eftir að auka vinsældir þeirra mikið. a 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. júní 1987 j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.