Þjóðviljinn - 01.07.1987, Blaðsíða 2
■hSPURNÍNGINi
Hvernig líst þér á ísland?
Gerhard Schafer,
frá nærsveitum Kölnar:
Mér líst vel á ísland. Að mörgu leyti er
landið mun fallegra en ég bjóst við.
Ég er búinn að vera hér i tvær vikur og
fara víða um.
Babel Sajonz,
frá Köln:
Mér finnst landið miklu áhrifameira
en ég bjóst yið. Það er verulega til-
komumikið. Ég er búin að vera hérna
í tvær vikur og hef farið vítt og breitt og
ætla mér að nota þann tíma sem ég á
eftir hjá ykkur til að sjá enn meira.
Hartmund Sajonz:
Það er fallegt hérna. Við komum með
ferjunni til Seyðisfjarðar. Það er mjög
dýrt að koma með ferjunní, en ég
hugsa að það sé ekki svo dýrt að lifa
hérna.
Gert Ulrich,
frá Kazel:
Ég kom 18. júní og ætla að vera
hérna til 16. júlí. Veðrið hefur verið
mjög gott og þess vegna er kannski
svona fallegt hérna.
Lydia Friedrich,
frá Bavariu:
Ég kom í gær og get þess veana lítið
sagt hvernig mér lítist á mig. Eg fékk
hálfgert áfall þegar ég kom. Ég bjóst
/ið að sjá hveri og gufu miklu víðar á
leiðinni til Reykjavíkur. Veran hérna
lofar góðu. Annars finnst mér alveg til
skammar hversu slöþp upplýsinga-
miðstöðin hérna er - maður fær varla
nokkrar upplýsingar af viti.
FRÉTTIR
Laxeldi
Þúsund tnnn framleidd
Útflutningur í tengslum við laxeldi verður tæpast undir 450 miljónum á árinu. Framleiðsla á
sláturlaxi fimmfaldast í ár. Um 1,5-2 miljónir seiða seldar til írlands og Noregs
Aþcs.su ári er gert ráð fyrir að
framlciðsla á sláturlaxi
fímmfaldist og verði um þúsund
tonn. Miðað við rösklega þrjú
hundruð króna skilaverð fyrir
kflóið mun útflutningur á laxi til
neyslu því líklega skila um 300
miljónum króna í þjóðarbúið.
Jafnframt verða um 1,5 til 2
miljónir seiða seldar erlendis á
árinu. Andvirði seiðasölunnar
kann að verða á bilinu frá 100 til
150 miljónir, þannig að á árinu er
ekki ólíklegt að heildartekjur
þjóðarbúsins af laxeldi nái 450
miljónum króna.
Mest af sláturlaxinum er selt til
Bandaríkjanna og í bili er eftir-
spurn þar nú meiri en framboðið
hér.
Um miljón seiði verða á árinu
seld til Noregs en hálf til ein milj-
ón til írlands. Verðið til Noregs
er um 70 til 80 krónur á seiði, en í
sumum tilvikum hefur fengist
hærra verð fyrir seiðið á írlandi.
Það stafar bæði af því að samn-
ingar um írlandssölu voru gerðir
fyrr á árinu og eins hinu, að írar
kaupa seiðin stundum stærri.
-ÖS
Hafnarfjörður
íslandsfari
Elska eldfjöll
og hveri
Kees Reimcke, ungur Islandsfarifrá Rotterdam:
Hollendingar vita meira um ísland en Islendingar
um Holland. Kom hingað til að sjá eldfjöll, hraun
oghveri
r
Eg elska hveri, hraun og eldfjöll
- þess vegna er ég staddur á
íslandi, sagði Hollendingurinn
Kees Reimcke, Rotterdambúi
sem flatmagaði í sumarblíðunni
fyrir utan tjaldið sitt í Laugar-
dalnum í gær, ásamt fjölda ferða-
langa, víðs vegar úr heiminum.
- Mér fannst tilvalið að fara í
þetta skiptið til íslands og skoða
eldfjöll, eins og Heklu, Öskju og
fleiri slík fjöll. Ég hef þegar barið
fræg eldfjöll augum, eins og St.
Helenu í Bandaríkjunum, Etnu á
Sikiley og Vesúvíus á Ítalíu. Næst
þarf ég að fara til Indónesíu og
skoða eldfjöllin þar, sagði Kees
og glotti við tönn.
- Að öllu gamni slepptu, þá get
ég lítið sagt um veru mína hér. Ég
kom til landsins í dag og hef lítið
litast um, sagði Kees, aðspurður
um það hvernig honum litist á
Iand og þjóð.
Hollenskir blaðamenn hafa á
undanförnum árum verið ansi
duglegir við að fara til íslands og
þá oft dvalist hér nokkurn tíma,-
tvær til fjórar vikur og reynt að ná
sem bestri heildarmynd af landi
og þjóð, sagði Kees og bjó sig
undir að útbúa kvöldverðinn,
enda orðinn svangur eftir allan
þann eril sem fylgir ferðalögum
milli landa.
-RK
Hollenski tjaldbúinn I Laugardalnum,
Kees Reimcke, hefur barið mörg
fræg eldfjöll augum. Nú er rööin
komin að þeim íslensku. Mynd E.Ol.
Tímarit
Sigfús í Teningi
Myndlist, bókmenntir ogheimspekifallastífaðmaí
fjórða Teningshefti
Kees sagðist ætla að dvelja hér
á landi í tvær vikur og reyna að
ferðast um landið eins og hann
hefði tök á þann stutta tíma, sem
hann hefði viðdvöl hér á landi.
- Ég fer strax á morgun í dags-
túr í rútu með leiðsögumanni, til
Gullfoss og Geysis. Síðan er á
dagskránni að fara til Akureyrar
og eitthvað víðar, sagði Kees.
Þær upplýsingar sem Hollend-
ingar hafa um ísland eru talsverð-
ar. Það ræðst þó nokkuð af því
hvaða hollensk dagblöð menn
lesa. f stóru dagblöðunum er yfir-
leitt ekkert sagt frá íslandi, en í
minni og vandaðri blöðum er
eitthvert efni frá íslandi, eða um
ísiand, - ja, svona einu sinni til
tvisvar í viku. Mín þekking á
landi og þjóð er mest öll komin úr
slíkum blöðum. Annars held ég
að íslendingar séu almennt fá-
fróðari um Holland, en Hollend-
ingar um ísland, sagði Kees.
Að íslenskt tímarit um listir og
bókmenntir komi út í fjórða
sinn er fátítt, en „Teningi" hefur
tekist að ná svo langt í þessu erf-
iða hindrunarhlaupi menningar-
tímarita, og ekki þreytumerki á
honum að sjá.
í Teningi má sem fyrr finna
fjölskrúðugan grasagarð bók-
mennta, myndlistar og menning-
arumræðu, og fljótt á litið ber
hæst nýtt Ijóð, „Gullöld", eftir
Sigfús Daðason, það stórskáld ís-
lenskt sem sparast er á birtingar
og útgáfu.
Þarna eru líka ljóð eftir sex
skáld í viðbót, heldur yngri, smá-
sögur fjórar, meðal annars eftir
verðlaunahöfundinn Guðmund
AndraThorsson, viðtöl við Krist-
ján Guðmundsson myndlistar-
mann og rithöfundana Gyrði
Elíasson og Ólaf Gunnarsson,
þýðingar á textum eftir Tyrkjann
Nazim Hikmet og Mexíkómann-
inn Octavio Paz, auk greinarinn-
ar „Heimsmenning og þjóð-
menning" eftir franska
heimspekinginn Paul Ricoeur.
Teningur fæst í öllum helstu
bókabúðum og kostar tæpan
fjögurhundruð kall. í ritstjórn
eru sjö valinkunnir sæmdarmenn
úr vaxtarbroddi lista- og menn-
ingarlífs en útgefandi og ábyrgð-
armaður er Gunnar Harðarson.
-m
Haugunum
lokaö
Öskuhaugar Hafnarfjarðar í
Hamranesi við Krísuvíkurveg
verða lokaðir frá og með degin-
um í dag. Verður öllu sorpi frá
Hafnarfirði ekið á haugana í Guf-
unesi héðan í frá. Gámum hefur
verið komið upp við Flatahraun
* fyrir bæjarbúa að henda í rusli
sem ekki kemst í tunnurnar.
Ruslið sem er á haugunum við
Hamranes verður urðað og á að
sá í umhverfið þarna svo gömlu
haugarnir verði að þeim unaðs-
reit sem þarna var eitt sinn.
-Sál