Þjóðviljinn - 01.07.1987, Blaðsíða 6
Frá menntamálaráðuneytinu
Menntaskólann við Hamrahlíð vantar stunda-
kennara í stærðfræði og tölvufræði. Upplýsingar
gefur skólameistari.
Kvennaskólann í Reykjavík vantar kennara í
líffræði. Ennfremur stundakennara í landafræði,
skólameistari gefur upplýsingar um þá stöðu.
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara-
stöður við Menntaskólann og Iðnskólann á
ísafirði framlengist til 10. júlí. Óskað er eftir
kennurum í íslensku, dönsku, efnafræði og
þýsku, tvær stöður í stærðfræði og hlutastöður í
ensku og frönsku. Ennfremur kennarastöður í
rafmagns- og rafeindagreinum, vélstjórnargrein-
um, siglingafræði og öðrum stýrimannagreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í;
„Safnæðar-uppsetning, einangrun og áklæðning
pípulagna" á Nesjavöllum.
Verkið felst í forsmíði undirstöðu og festujárna,
uppstilingu og frágangi þeirra, uppsetningu
stálpípa, þrýstiprófun þeirra, einangrun með
steinullarstöfum, álklæðningu og frágangi á
svæðinu.
HITAVEITA REYKJAVÍKUR BÝÐUR VÆNT-
ANLEGUM BJÓÐENDUM TIL VETTVANGS-
SKOÐUNAR Á NESJAVÖLLUM 6. JÚLÍ 1987
BJÓÐENDUM SEM VILJA NOTFÆRA SÉR
ÞETTA MÆTI Á NESJAVÖLLUM KL. 14.
FARIÐ VERÐUR YFIR VERKIÐ, VÆNTAN-
LEGT VINNUSVÆÐI OG AÐSTÓÐU VERK-
TAKA OG VIRKJUNARSVÆÐI í FYLGD MEÐ
STAÐARVERKFRÆÐINGI.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí-
kirkjuvegi 3 gegn kr. 15 þús. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 22. júlí kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
Vinningstölurnar 27. júní 1987.
Heildarvinningsupphæð: 3.844.869,-
T. vinningur var kr. 1.925.074,- Aðeins einn þátttakandi
var með 5 réttar tölur.
2. vinningur var kr. 576.779,- og skiptist hann ámilli 149
vinningshafa, kr. 3.871,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.343.016,- og skiptist á milli 4.866
vinningshafa, sem fá 276 krónur hver.
Upplýsingasími:
685111.
3ja herbergja íbúð
óskast á leigu
Reglusemi og góðri umgengni heitið.
Meðmæli ef óskað er. Fyrirframgreiðsla og ör-
uggar mánaðargreiðslur. Sími 79293.
Útför systur okkar
Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur
hjúkrunarfræðings,
Stóragerði 10
verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júlí kl. 15.
Guðmundur Þorsteinsson
Jón Þorsteinsson
Anna Þorsteinsdóttir
Frímann Þorsteinsson
d:
Töframaðurinn með boltann, Robert Walters, sýnir krökkunum listir sínar. Hann bókstaflega drukknaði í krakkaskaran-
um á eftir því allir vildu fá eiginhandaráritun hans.
ast gat við þann hnöttótta. Að
lokum sýndi Björn Thoroddsen
listflugmaður hvað hann getur
gert í loftinu á litlu rellunni sinni.
Mörgum fullvöxnum manninum
þótti nóg um fífldirfskuna, hvað
þá blessuðum börnunum. Þessi
stund verður mörgum krökku-
num ógleymanleg.
Mikið á sig lagt
Öll sú fyrirhöfn sem þátttak-
endur jafnt sem mótshaldarar
höfðu lagt á sig ætlaði að bera
þann árangur sem stefnt var að.
Undirbúningur undir svona stór-
samkomu eins og Tommamótið
er mikill og víst er að krakkarnir
þurfa að leggja mikið á sig til þess
að komast á það. Þeir hópar sem
voru komnir lengst að voru frá
ísafirði og Húsavík.
Skipulagning mótsins er hand-
leggur út af fyrir sig. Eftir því sem
árin verða fleiri og þar með
reynslan, því betur gengur hjá
þeim Eyjamönnum að halda
það.„ Mestu máli skiptir að menn
komi hingað með réttu hugarfari
þá gengur allt vel. Það er ekki
hvað síst að þakka jákvæðu hug-
arfari og dugnaði bæði þjálfara
og fararstjóra krakkanna að
þetta gengur eins og í sögu,“
sögðu Týrarar.
Allir fóru í bátsferðir og skoðuðu hellana í Ysta-Kletti og laxeldið í Klettsvíkinni.
Skin og skúrir
í fótboltanum lögðu sig allir
fram eftir bestu getu og stelpurn-
ar komu margar á óvart. Full-
orðnir stóðu sig að því að hegða
sér eins og um stórleiki væri að
ræða og hvöttu sína menn óspart.
Ungir og gamlir glöddust saman
og stöppuðu stálinu hver í annan
þegar áföllin komu. Þá var kyn-
slóðabilið hvergi nærri.
Þegar upp var staðið í lok móts-
ins höfðu K.R.-strákarnir sigrað í
A-flokki en Skagastrákarnir í B-
flokki. Gömlu stórveldin í knatt-
spyrnunni sem sagt endurborin.
Mörg verðlaun voru veitt á mót-
inu og allir fengu viðurkenningu
fyrir þátttökuna. Að verðlauna
fyrir fleira en það að vera góður í
fótbolta er nauðsynlegt. Allir
eiga þá möguleika á að krækja sér
í verðlaun. í knattþrautunum
sáust víða skemmtileg tilþrif. Þar
komu fram tveir snillingar með
boltann sem voru engir eftirbátar
töframannsins Roberts.
Margir krakkar vöktu athygli
fyrir frammistöðu sína en það var
samdóma álit flestra að Andri
Sigþórsson í K.R. væri maður
mótsins. Ingibjörg Ólafsdóttir í
K. A. var kjörin besti varnarmað-
ur mótsins og sýnir það hvað
stelpurnar eru að sækja sig í
íþróttinni. Helgi Áss Grétarsson
var kosinn markvörður Tomma-
mótsins annað árið í röð en pilt-
urinn sá er af mörgum betur þek-
ktur sem einn efnilegasti skák-
maður yngstu kynslóðarinnar.
Mömmurnar Guðrún Björg, Oddný, Guðleif og Gunnhildur voru allar saman í
barnaskóla í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Nú hittust þær að nýju með fótbolta-
strákana sína á Tommamóti.
Út‘í Eyjum ...
Mörg skemmtileg atvik koma
fyrir í svo stórum hópi eins og
gefur að skilja. Eitt skiptið fór
t.d. brunabjallan í skólanum af
stað og allir hlupu upp til handa
og fóta og af því hlaust mikil kös
og spurningar spruttu af hvers
manns andliti. í ljós kom að ein-
hver hafði í ógáti komið við
brunaboðann án þess að vita
hvað hann var.
Mörgum brá líka í brún þegar
fuglarnir drituðu á þá í
bátsferðunum meðfram Ysta-
Kletti og þótti stórmerkilegur
skítur það. Eitt kvöldið kom
krakkaskari hlaupandi inn í
Barnaskólann með miklum
þjósti. Einn í hópnum, Sigurður
Pétursson í Ungmennafélagi
Aftureldingar, hélt á fótbrotnu
lambi í fanginu. Hann fann það
ásamt félögum sínum lengst uppi
í fjalli og þeir vildu tryggja því
góða aðhlynningu sem það og
fékk. Sigurður meðhöndlaði
lambið af kunnáttu búmannsins
enda reyndist hann ekki eiga
langt að sækja það, því að afi
hans á kindur.
Það var að mörgu leyti bæði
ánægjulegt og lærdómsríkt fyrir
fullorðna að fylgjast með unga
fólkinu í keppninni, við borð-
haldið, í bátsferðunum, í rútu-
ferðunum, á kvöldvökunni og
ekki hvað sfst á setningarhátíð-
inni. Mótið var öllum til sóma,
bæði þátttakendum og hinum
hressa og kröftuga hópi Týrara
sem stóðu að mótshaldinu fyrir
Vestmannaeyinga. Mótsgestir
hljóta að þakka þeim öllum fyrir
frábært starf í þágu næstyngstu
kynslóðarinnar í landinu. _GSv
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvlkudagur 1. júlí 1987