Þjóðviljinn - 01.07.1987, Blaðsíða 12
Hann opnaði vesturgluggann
22.05 I SJONVARPINU
Pétur mikli. Nýr flokkur, fyrsti
þáttur af átta. Rússland í upphafi
18. aldar: gífurlegt, dularfullt
landflæmi. Skipulag og hugsun-
arháttur miðalda er enn við lýði
. með þjóðinni sem býr við mikla
einangrun.
Það er auðvitað alltaf misvís-
andi að eigna einum manni meiri-
háttar sögulegar breytingar, en
sér til hægri verka má útsirkla
einn slíkan til að spara sér mála-
lengingar. Slíkur maður var Pét-
ur mikli Rússakeisari (1672-
1725). Honum er eignaður
heiðurinn af því að hafa opnað
land sitt fyrir evrópskum mennin-
garáhrifum og lagt sitt af mörkum
til að gera Rússland jafnoka
„Vesturveldanna" sem þá voru.
Mörg ljón voru þó á veginum og
andstaðan úr ýmsum áttum. Hin
valdamikla rétttrúnaðarkirkja
landsins lagðist gegn áformum
hans, stjórn hans sömuleiðis. Þá
var hver höndin upp á móti ann-
arri í keisarafjölskyldunni, og
elduðu þau hálfsystkinin Pétur og
Soffía grátt silfur vegna þessara
mála.
Myndaflokkurinn er byggður á
skáldsögu Robert K. Massie. í
aðalhlutverkum eru Maximilan
Schell (Pétur mikli), Vanessa
Redgrave (Soffía), Lilli Palmer,
Laurence Olivier, Omar Sharif,
Trevor Howard, Hanna Schyg-
ulla, Ursula Andress, Elke
Sommer og Mel Ferrer.
Bless He-man
Hin efri loft
20.00 A RAS EITT
Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins.
Frá tónlistardeildinni í Salzburg
1986. Leikin verk eftir Bach,
Beethoven, Skrjabin og Mozart. I
Atómstöðinni er Ugla að velta
vöngum yfir örlögum hins síðar-
nefnda: „Mózart, sá maður sem
næst hefur komist hinum efrum
loftum, stóð lægra í
mannfélagsstiganum en keltu-
hundarnir hjá smáskítakóngum
þeim og biskupsskauðum þar
sem hann var haíður til slits og
skits. Þegar hann var dauður úr
eymd og volæði í blóma lífsins
fylgdi honum ekki til grafar ann-
að kvikindi en einn rakki; menn
báru fyrir sig að það hefði verið
rigning; sumir sögðust hafa verið
með inflúensu.“
Þetta fréttir hún hjá organist-
anum sínum, en upphaf kaflans
hljóðar svo: „Eftir póstkortum
að dæma skyldi maður ætla að
tónsnillingar hefðu verið guðir en
ekki menn.“
13.30 A RAS EITT
í dagsins önn - börn og bóklest-
ur. Sigrún Klara Hannesdóttir
sér um þáttinn.
í þættinum verður fjallað
nokkuð um þörf barna til að ná
árangri, og hve nauðsynlegt það .
er þeim að fá eitthvað til að
spreyta sig á. Einnig verður fjall-
að um mikilvægi þess að börn
takist á við vandamál af skynsemi
og eigin hyggjuviti, en hafi það
ekki á tilfinningunni að einhver
ofurmannlegur kraftur komi að-
vífandi og bjargi þeim, en bók-
menntir um slík ofurmenni hafa
verið vinsælar að undanförnu.
í þættinum les Vilborg Dag-
bjartsdóttir úr bókinni um Millu,
fatlaða stúlku sem nýtur þess að
hjúkra litlum fugli sem á enn erf-
iðara líf en hún sjálf. Þá les Bald-
vin Halldórsson úr bókinni 1
föðurleit eftir Jan Terlouw, en
bókin fjallar um rússneskan
dreng í leit að föður sínum sem
hefur verið sendur í fangelsi í Sí-
beríu, og Kristján Franklín
Magnús les úr bókinni Lagt út í
lífið eftir Ármann Kr. Einarsson.
Þátturinn verður endurtekinn
sunnudaginn 5. júlí klukkan 8.35.
A nýjum
belgjum
20.15 Á STÖÐ TVÖ
Allt í gamni. Þórhallur Sigurðsson og
Júlíus Brjánsson taka á móti gestum í
sjónvarpssal og spjalla við þá í léttum
dúr. Gestirnir að þessu sinni eru þeir
Jakob Magnússon og Óðinn Valdim-
arsson. Einnig taka Ragnhildur Gísl-
adóttir, (mynd), Jón Kjell og Jakob
gamlan slagara í nýjum búningi.
Sápuópem í
vasaútgáfu
09.00 Á BYLGJUNNI
Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum.
Sumarpoppið allsráðandi, afmælis-
kveðjur og spjall til hádegis, segir
orðagrannt í kynningu frá Bylgjunni.
Og áfram er haldið með vasaútgáfu
af sápuóperu; þar er i miðpunkti
hyskið á Brávallagötu 92. Fréttum er
skotið inn í þáttinn á heila tímanum.
0
ÚTVARP - SJ^IvARpT
Miðvikudagur
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin - Hjördís Finnboga-
dóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir sagðar
kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Frétta-
yfirlit kl. 7.30 og síðan lesið úr forustu-
greinum dagablaðanna. Fréttir á ensku
sagðar kl. 8 .30.
9.00 Fróttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Sagan
af Hanska, HálfskO og Mosaskegg"
eftír Eno Raud Hallveig Thorlacíus les
þýðingu sína (7).
9.20 Morguntrimm. Tónleikar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ.
Stephensen.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur Umsjón: Edward J.
Fredriksen. (Þátturinn verður endurtek-
inn að loknum fréttum á miðnætti).
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádeglsfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.30 í dagsins önn - Börn og bóklest-
ur á fjölmiðlaöld Umsjón: Sigrún Klara
Hannesdóttir. (Þátturinn verður endur-
tekinn nk. sunnudagsmorgun kl. 8.35).
14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, ör-
lög hans og ástir“ eftir Zolt von Hárs-
áný Jóhann Gunnar Ólafsson þýddi.
Ragnhildur Steingrímsdótlir les (12).
14.30 Harmoníkuþáttur Umsjón: Bjarni
Marteinsson. (Endurtekinn þáttur frá
laugardegi).
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Fjölmlðlar og áhrif þeirra Umsjón:
Ólafur Angantýsson. (Endurtekinn þátt-
ur frá mánudagskvöldi).
16.00 Fréttir
16.05 Dagbókin Dagskrá
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Bamaútvarpið
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Sfðdegistónleikar a. Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna leikur „Porgy og
Bess", lagasvítu eftir George Gershwin.
b. Gloria Davy syngur þrjá negrasálma
með hljómsveit undir stjórn Julia Perry.
c. Fílharmoníusveitin í New York leikur
lokaþáttinn úr „Ameríkumaður í Paris",
hljómsveitarsvítu eftir George Gersh-
win.
17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson
og Anna M. Sigurðardóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torglð, framhald í garðinum meö
Hafsteini Hafliðasyni. (Þátturinn verður
endurtekinn nk. laugardag kl. 9.15)
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar Staldrað við Harald-
ur Ólafsson spjallar um mannleg fræði,
ný rit og viðhorf í þeim efnum.
20.00 Tónlistarkvöld Ríkisútvarpslns
Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg 1986.1.
Kammersveit Evrópu ieikur; Yehudi
Menuhin stjórnar. a. Konserl I d-moll
fyrir tvær fiðlur eftir Johann Sebastian
Bach. b. Sinfónía í D-dúr („Haffner")
eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. Sin-
fónía nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven.
d. Forleikurað „Brúðkaupi Fígarós" eftir
Wolfgang Amadeus Mozart. II. Andrei
Gavrilov leikur á píanó verk eftir Alex-
ander Skrjabin. a. 12 prelúdíur úr op. 9,
11,13,15og 16. b.Sónatanr. 4ÍFÍs-dúr
op. 30. Kynnir: Anna Ingólfsdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend
málefni í umsjá Bjarna Sigtryggssonar.
23.10 Djassþáttur - Jón Múli Arnason.
24.00 Fréttir
00.10 Samhljómur Umsjón: Edward J.
Fredriksen. (Endurtekinn þáttur frá
morgni).
01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
22.05 Á miðvikudagskvöldi Umsjón:
Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
00.10 Næturvakt Útvarpsins. Fréttir kl.
7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20,
15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
ÞIWMT,'/
7.00 Pétur Steinn og Morgunbylgjan
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
9.00 Valdís Gunnarsdóttlr á léttum
nótum. Sumarpoppið, afmæliskveðjur
og spjall til hádegis. Og við lítum við hjá
hyskinu á Brávallagötu 92. Fréttir kl.
10.00 og 11.
12.00 Fréttir
12.10 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á há-
degi
14.00 Asgeir Tómasson og sfðdegis-
poppið. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og
16.00.
17.00 f Reykjavík síðdegis. Fréttir kl.
18.00
19.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóa-
markaði Bylgjunnar Flóamarkaður
milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl.
21.00.
21.00 Sumarkvöld á Bylgjunni - Har-
aldur Gfslason.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar -
Ólafur Már Björnsson
önnur þægileg tónlist. Spjall við hlust-
endur og verðlaunagetraun.
17.30 Stjörnufréttir
19.00 Stjörnutfminn Stjörnurnar syngja.
20.00 Einar Magnússon Létt popp á síð-
kvöldi.
23.00 Stjörnufréttir
22.00 Inger Anna Aikman Fröken Aik-
man fær til sín 2 til 3 gesti og málin eru
rædd fram og til baka.
24.00 Gisli Sveinn Loftsson (Áslákur).
Stjörnuvaktin hafin tll kl. 07.00.
0
&
00.10 Næturvakt Útvarpsins Gunn-
laugur Sigfússon stendur vaktina.
6.00 Ibítlð-GuðmundurBenediktsson.
Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30.
9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar
Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milii mála Umsjón: Leifur Hauks-
son og Gunnar Svanbergsson.
16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Brodda-
son og Erla B. Skúladóttir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 fþróttarásln Umsjón: Ingólfur
Hannesson, Samúel Örn Erlingsson og
Georq Magnússon.
7.00 fnger Anna Aikman Þægileg tón-
list, létt spjall og viðmælendur sem
koma og fara.
8.30 Stjörnufréttir
9.00 Gunnlaugur Helgason Tónlist,
gamanmál, stjörnufræði og getleikir
11.44 Stjörnufréttir
12.00 Pia Hansson Meðal efnis: Hádeg-
isútvarpið, bókmenntir kynning á nýjum
og gömlum bókum og rabbað við unga
sem gamla rithöfunda.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson Gamalt
og gott leikið með hæfilegri blöndu af
nýrri tónlist.
16.00 Bjarni Dagur Jónsson Kántrý-og
18.30 Töfraglugglnn - Endursýndur
þáttur frá 28. júnf.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Hveráaðráða?)(Who'stheBoss?
114) - 14. þáttur.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Spurt úr spjörunum Tuttugasta
lota.
21.10 Garðastræti 79 (79 Park Avenue).
Þriðji þáttur. Bandarískur framhalds-
myndflokkur i sex þáttum gerður eftir
skáldsögu Harold Robblns um léttúð-
ardrós í New York. Aðalhlutverk Lesley
Ann Warren, David Duykes, Michael
Constantine og Raymond Burr.
22.05 Pétur mikli Nýr flokkur - Fyrsti
þáttur. Nýr, fjölþjóða framhaldsmynda-
flokkur í átta þáttum, gerður eftir sögu-
legri skáldsögu eftir Roberl K. Massie
um Pétur mikla, keisara Rússlands (f.
1672, d. 1725). Hann vann sér það helst
til frægðar að opna land sitt fyrir evópsk-
um menningaráhrifum og koma þjóð
sinni til nokkurs þroska. Aðalhlutverk
Maximilian Schell, Lilli Palmer, Van-
essa Redgrave, Laurence Olivier,
Omar Sharif, Trevor Howard, Hanna
Shygulla, Ursula Andress, Elke
Sommer og Mel Ferrer.
23.10 Dagskráriok
STÖÐ2
16.45 # Sálarangist (Silence Of The
Heart). Bandarísk sjónvarpsmynd. Skip
Lewis er sextán ára piltur og lífið er nú
þegar orðið honum þungbært. Honum
gengur illa I skóla, vinkona hans sýnir
honum áhugaleysi og hann veit ekki
hvert hann á að snúa sér. Besti vinur
Skip tekur hann ekki alvarlega þegar
hann minnist á sjálfsmorð - sama kvöld
keyrir Skip fram af bjargbrún.
18.30 # Það var laglð Nokkrum athygl-
isverðum tónlistarmyndböndum brugð-
ið á skjáinn.
19.00 Benji Myndaflokkur fyrir yngri kyn-
slóðina.
19.30 Fréttir
20.00 Viðskipti Þáttur um viðskipti og
efnahagsmál, innanlands og utan.
Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl.
20.15 Allt f gamni Þórhallur Sigurðsson
og Júlíus Brjánsson taka á móti gestum í
sjónvarpssal og spjalla við þá í léttum
dúr. Gestir þáttarins að þessu sinni eru
Jakob Magnússon og Óðinn Valdimars-
son. Einnig taka Ragnhildur Gísladóttir,
Jón Kjell og Jakob Magnússon gamlan
slagara í nýjum búningi.
20.45 # Stöllur á kvöldvakt (Night
Partners). Bandarísk spennumynd. I
skjóli nætur fara tvær húsmæður á stjá
til að berjast gegn glæpum og til hjálpar
fórnarlömbum árásarmanna. Nánast
allt annað í lífi þeirra er látið víkja þegar
þær komast á slóð hættulegs glæpa-
manns sem lætur einskis ófreistað til að
sleppa undan réttvísinni.
22.15 # Johnny Mathis Upptaka frá
tónleikum hins fræga poppsöngvara
Johnny Mathis þar sem hann syngur sín
vinsælustu lög.
23.15 # Á krossgötum (The Turning
Point). Bandarísk kvikmynd frá 1977
með Shirley MacLaine, Anne Bancroft,
Mikhail Baryshnikov og Leslie Browne í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er Herbert
Ross. Myndin fjallar um tvær upprenn-
andi balletstjörnur sem fara sín í hvora
áttina. Önnur leggur skóna á hilluna og
helgar sig eiginmanni og börnum en hin
heldur áfram að dansa og nær frægð og
frama. Þær hittast mörgum árum síðar
og bera saman bækur sínar.
01.10 Dagskrárlok.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 1. júlí 1987