Þjóðviljinn - 01.07.1987, Blaðsíða 8
MENNING
Borgarinn
Ný plata með lögum eftir Ingva Þór Kormáksson
Nýlega kom á markaðinn
plata með 11 lögum eftir Ing-
va Þór Kormáksson. Á plöt-
unni er að finna fjölbreytilega
dægurtónlist, sem flutt er af
liði valinkunnra hljómlistar-
manna og söngvara við texta
eftir lagasmiðinn og góðskáld
eins og Þórarin Eldjárn, Jó-
hann S. Hannesson og Ragn-
ar Inga Aðalsteinsson.
Söngvararnir sem syngja lögin
eru þau Eiríkur Hauksson,
Diddú, Edda Borg, Ingibjörg
Guðmundsdóttir, Guðjón Guð-
mundsson, Már Elísson, Skarp-
héðinn Kjartansson og Þór
Heiðar Ásgeirsson.
Margir hljóðfæraleikarar
koma fram á plötunni, en laga-
smiðurinn, Ingvi Þór, leikur á
hljómborð.
í stuttu spjalli við Þjóðviljann
sagði Invi Þór að tónlistin á plöt-
unni væri fjölbreytileg, þar mætti
finna rokk, sömbu, ballöður,
svíng, reggae, bossa nova og
fleira. - Þessi tónlist er ekki mið-
uð við þröngan áheyrendahóp,
heldur vonast ég til þess að hún
geti höfðað til sem flestra.
Ingvi Þór segist hafa fengist við
að spila og semja dægurtónlist frá
því á unglingsárunum, og spilaði
hann bæði með námi í mennta-
skóla og háskóla þar sem hann
lagði stund á bókmenntir og
bókasafnsfræði. Hann sendi frá
sér sína fyrstu sólóplötu 1983,
sem bar titilinn „Tíðinda-
laust...“, en á síðustu árum hefur
tónlistin verið honum aukageta
með starfinu að bókasafnsfræð-
inni.
- Ég lít frekar á mig sem laga-
smið en hljóðfæraleikara, sagði
Ingvi Þór, og sagði mikla grósku
vera í íslenskri dægurlagasmíð og
dægurlagaútgáfu um þessar
mundir.
- Ég vil ekki dæma kollegana,
en oft finnst mér eins og umbúð-
irnar skipti meira máli en sjálf
lagasmíðin. Aðspurður um
hvað væri markverðast að gerast í
poppheiminum sagði hann að ný-
leg plata hljómsveitarinnar Tí-
brár frá Akranesi væri með því
athyglisverðasta sem hann hefði
heyrt um langa hríð, en sú plata
er unnin við texta ísaks Harðar-
sonar ljóðskálds.
Ingvi Þór segist semja lög sín
fyrst, og síðan reyna að gera text-
ann sjálfur, því hann viti best
hvaða tilfinning liggi á bak við
lagið. - En stundum geri ég lög
við tilbúin ljóð, og þau verða þá
helst að vera hefðbundin í form-
inu, því rokkið er svo taktfast og
hefðbundið í sinni uppbyggingu.
Ingvi Þór sagðist í lokin til-
heyra „týndu kynslóðinni“ svo-
kölluðu, en margir af þeirri kyn-
slóð hefðu staðnað við það að
hlusta á gömlu góðu Rolling
Stones plöturnar og vildu ekki
heyra annað. Það væri misskiln-
ingur, og vissulega væri margt
áhugavert að gerast í nýrri tónlist
sem ætti erindi til þessarar kyn-
slóðar ekki síður en annarra.
Kannski eru lögin á „Borgaran-
um“ dæmi um slíka tónlist.
-ólg
Karlakórar
Leiklist
Norskur
Landið í
karla-
kórí
heimsókn
Norski karlakórinn
Levanger Mannsonglag
í vinaheimsókn til
karlakórsins Stefnis
í Mosfellssveit
Hingað er kominn norskur
karlakór, Levanger Mannsong-
lag, í vinaheimsókn til karlakórs-
ins Stefnis í Mosfellsveit og dvel-
ur hér í vikutíma. Kórinn heldur
tvenna tónleika og voru þeirfyrri í
Hlégarði í gærkvöldi en þeir
síðari verða í Norræna húsinu í
kvöld kl. 20.30. Einnig mun kór-
inn syngja á Reykjalundi. Er
þetta í þriðja sinn sem Levanger
Mannsonglag og karlakórinn
Stefnir hittast.
Karlakórinn Stefnir tekur á
móti norska kórnum og hefur veg
og vanda af móttöku þeirra hér.
Farið verður með norsku kórfé-
lagana um nágrenni Reykjavík-
ur, svo og til Vestmannaeyja í
skoðunarferðir.
Stjórnadi norska kórsins er
Leif Ramfjörd og formaður Hans
Hofde. -ing
Svíþjóð
Orfáir úrdrættir úr sænskum blaðadómum
um Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson
Sigrún Edda Björnsdóttir og Ragnheiður Arnardóttir í hlutverkum sínum
Landinu.
Eins og kunnugt er fór Leikfé-
lag Reykjavíkur með söngleik
Kjartans Ragnarssonar í leikferð
til Svíþjóðar á Göteborgs festival-
en í vor leið. Þessi leiklistarhátíð
er haldin af Borgarleikhúsinu í
Gautaborg og var þetta í þriðja
sinn sem hún er haldin. Tema
hátíðarinnar að þessu sinni var
norrænt leikhús og var boðið til
hátíðarinnar leiksýningum frá
öllum Norðurlöndunum. Flestar
voru sýningarnar frá Svíþjóð og
þar á meðal hin fræga sýning
Ingmar Bergman á Fröken Júlíu
sem Islendingar kannast við síð-
an hún kom hér á síðustu Lista-
hátíð. Det Norske Teatret í Oslo
sýndi Hamlet í leikstjórn þekkt-
asta leikstjóra Norðmanna Stein
Winge, frá Danmörku kom sýn-
ingin Fölelser og Spögelser og
Borgarleikhúsið í Helsinki sýndi
Tartuffe í leikstjórn Kalle Holm-
berg.
Land míns föður var sýnt tvisv-
ar á hátíðinni og fékk mjög góðar
viðtökur. Þjóðviljanum hafa bor-
ist nokkrir sænskir leikdómar um
sýninguna og birtum við hér
nokkra kafla úr þeim.
Utanlandsferð
Svanuriim til Rostock
Á næstu dögum heldur Lúðra-
sveitin Svanur til Austur-
Þýskalands til að taka þátt í al-
þjóðlegu lúðrasveitamóti í Rost-
ock. Mót þetta er árlegur viðburð-
ur og hefur verið haldið síðan
1958 og er þetta í þriðja sinn sem
íslendingar taka þátt. Lúðra-
sveitamótið er liður í hátíð sem
kölluð er MUSIKANTEN-
TREFF-OSTSEE (Eystrasalts-
vikan) og hittast þar listamenn
bæði frá austur og vestur Evr-
ópu.
Sjö ár eru síðan Lúðrasveitin
Svanur lagði síðast land undir fót
en árið 1980 fór hún til Noregs í
Lúðrasveitin Svanur leggur land undir fót austur fyrir járntjald til að taka þátt í
alþjóðlegu lúðrasveitamóti í Rostock.
boði skólalúðrasveitarinnar í eikarar skipa nú sveitina að
Oppegaard. Nýir hljóðfæral- mestu en þó eru nokkrir sem fóru
til Noregs fyrir sjö árum sem
starfa enn með sveitinni. Enn-
fremur er að finna nokkra með-
limi sem fara út með sveitinni í
þriðja sinn því lúðrasveitin tók
þátt í móti barnalúðrasveita í
Danmörku árið 1978.
Undanfarna mánuði hafa stað-
ið yfir stffar æfingar hjá Svanin-
um auk margháttaðra fjáröflun-
arleiða. Er það ætlun félaga
sveitarinnar að gera veg íslands
sem mestan austan járntjalds.
Stjórnandi Lúðrasveitarinnar
Svans er Kjartan Óskarsson og
einleikari með sveitinni er Pétur
Eiríksson.
-ing
Anne Járborg segir í Arbetet:
„íslensku gestirnir á leiklistarhát-
íðinni náðu virkilega góðum
tökum á áhorfendum. - Fjöldi
söngva gefur sýningunni aukið líf
og lit. - Land míns föður er ástrík
og gamansöm lýsing höfundar,
sem virkilega býr yfir mikilli og
fjölbreytilegri frásagnargleði.
Sérstaklega vel heppnaður gesta-
leikur.“
Kristjan Saag skrifar í Göte-
borgstidningen: „Land míns
föður er afskaplega vel leikið
verk, sem höfundur leikstýrir
sjálfur, allir leikararnir leika af-
bragðsvel frá upphafi til enda,
þar á meðal tvö böm og hljóm-
sveitin er felld á fullkominn hátt
inn í þetta allt. — Þetta er sú teg-
und leikhúss, þar sem öllum með-
ulum er beitt (totalteater) innan
mjög svo hefðbundins ramma og
ef manni er ekki þeim mun meira
í mun að fá vandamálin rakin og
rædd, er hægt að skemmta sér
konunglega í tæpar þrjár klukku-
stundir án þess að kunna orð í
íslensku.“
í Göteborgsposten skrifar Bo
Ludvigsson: „Land míns föður
ber keim af alþýðugamanleikjum
og er byggt upp eins og hefð-
bundinn söngleikur, þar sem
söng- og dansatriðin eru há-
punktar í söguþræðinum, sem að
sjálfsögðu notar ástarsögu sem
hinn rauða þráð. - Leikstjóra-
hugmyndirnar eru þaulhugsaðar
og sjálfum sér samkvæmar í út-
færslu, ekki síst er þar gnótt smá-
atriða sem bera vott um ríka
kímnigáfu."
Svo mörg voru þau orð Sví-
anna og ekki af lakara taginu.
Land míns föður hefur nú
runnið sitt skeið hjá Leikfélagi
Reykjavíkur enda búið að sýna
það oftar en nokkurt annað verk
hjá Leikfélaginu og bara ein sýn-
ing í íslensku leikhúsi sem hefur
verið sýnd oftar, en það var Fló á
skinni sællar minningar. Landið
hefur verið sýnt 208 sinnum i allt
og áhorfendur orðnir 43.437.
-ing
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 1. júli 1987